Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 HeuAAnfí þetta. v&r&ar i slSasta. sinn sem vi<5 nolum þe-ttex fgeSin^arhei miLi.v Ast er... Með morgunkaffinu Fyrr má vera umhyggjan? ... að talast við yf- ir morgunverðar- borðinu. TM R»g U.S. P« oW —AK rightt rMontoO © 1*77 Lo» Angotoo TlmM Q_ HÖGNI HREKKVfSI E6 HEF ENGAM AHOGA 'A KATTA' E'ÓÐORAOei.S'S/NQOM !" HjartaþræAingarUeki Landspítalans: Orðið gamalt og bilar tiðum. Hjartaþræðingartækið: Hefjumst handa — söfnum fyrir nýju tæki Elsa Thorlacius skrifar: „Dag einn í júní birtist í Velvak- anda grein frá ágætum landa okkar, þar sem hann skrifar um hjartaþræðingartæki Landspítal- ans. Öll vitum við, hvað þarna er um nauðsynlegt tæki að ræða. Áskorun bréfritarans um að safn- að verði fyrir nýju tæki er því alls góðs makleg, þar sem gamla tækið er orðið úrelt og bilar tíðum. En það er ekki nóg að leggja sitt af mörkum með því að skrifa. Við verðum að gera betur. Ég hef ekki séð, að þessum ágæta samborgara okkar hafi verið svarað, a.m.k. ekki í dálkum Velvakanda. Nú svara ég beint persónulega að því er mig varðar: Ekki alls fyrir löngu fór fram söfnun á vegum Krabbameinsfé- lags íslands. Hún gekk mjög vel. Einnig fór fram söfnun á vegum SÁÁ og gekk framar öllum von- um, eða það finnst mér. Nú er komið að þriðja átakinu og við leitum eftir aðstoð lands- manna. Enginn veit, hver næstur muni þurfa á hjartaþræðingu að halda. Ég vildi gjarna leggja mitt af mörkum og bjóða fram aðstoð mína. Hví ekki að mynda starfs- hóp, skipta landinu í söfnunar- svæði og vinna að þessu samtímis um gervallt landið? Það þarf eng- inn að segja mér, að landar okkar vilji ekki veita þessu máli brautar- gengi. Eins og ég minntist á fyrr í þessari grein, er ekki nóg að skrifa. Við þurfum að standa við það sem við skrifum. Hefjumst nú handa, öll sem einn maður og söfnum fyrir nýju tæki. Enn segi ég: Við vitum ekki hver verður næstur. óska eftir að heyra og sjá und- irtektir lesenda." Kiss Ætlaði að fara suður til að sjá myndina H.VJ., Hnífsdal, skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég er algjör Kissisti og vil fá Kiss á Listahátíð ’84. Ég varð mjög hissa, þegar Austurbæjar- bíó hætti að sýna Kiss-myndina. Ég bý í Hnífsdal og ætlaði að fara suður til að sjá myndina, en þá var hætt að sýna hana, svo að ég hætti við. En verður myndin ekki send út á land? Eða er hún bara fyrir Reykvíkinga? Ég skora á Austur- bæjarbíó að senda hana í bíóin á landsbyggðinni, því að ég er viss um að Kiss-aðdáendur búa ekki bara í Reykjavík. Ef þetta reynd- ist ekki mögulegt af einhverjum ástæðum, mætti þá ekki sjón- varpið fá hana til sýningar?" Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.