Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 40
BlLLINN BlLASALA SIMI 79944 SMICLJUVEGI4 KORAVOGI Keflavlk Sími 2061 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 Námu skip og gæzlu- menn úr höfn á Kýpur — Ævintýraleg ferð þriggja íslenzkra sjó- manna um Miðjarð- arhafið ÞRÍR sjómenn af Akranesi tóku þátt í allótrúlegu ævintýri í Mió- jarðarhafinu fyrripartinn í júní. Þeir ásamt Frakka og Belga námu á brott 460 tonna skip frá höfninni f Famagusta á tyrkneska hluta Kýpur og komust heilu og höldnu til Frakklands eftir þriggja vikna Kvintýraferð, þar sem skipið var illa búið til siglinga og þeir hrepptu sl<em veður. Urðu þeir meðal ann- ars að sigla með löndum og notast við vegakort til að rata, og viður- væri um borð var með minnsta Þeir sem tóku þátt í ferðinni. Talið frá vinstri: Erling Þ. Pálaaon, Tyrkimir tvelr, Valentínus Ólason, Guðjón Valgeirsson fremstur, Belgfumaðurinn, sem er eigandi skipsins, og franski Itfgfneðingurinn. móti svo oft var á mörkunum að þeir syltu, ef þeim tókst ekki að útvega mat jafnóðum. Málsatvik eru annars þau að Belgi seldi umrætt skip Tyrkjum á Kýpur, sem ekki stóðu í skilum með afborganir. Illa gekk að ná skipinu aftur, þrátt fyrir að franskur lögfræðingur sem Belg- inn réði reyndi hvað hann gat um þriggja mánaða skeið á Kýp- ur. Frakkinn þekkti til á Akra- nesi, hafði meðal annars verið til sjós á nótaskipinu Víkingi og hafði samband við þrjá sjómenn sem hann þekkti, þá Erling Pálsson 1. stýrimann á Víkingi, Guðjón Valgeirsson, 2. vélstjóra á sama skipi og Valentfnus ólafsson 1. stýrimann á Höfr- ungi AK. Þeir, í fullvissu þess að brott- nám skipsins væri löglegt, sam- þykktu að taka þátt f þvf að ná skipinu og héldu til Luxemborg- ar 1. júnf. Þaðan héldu þeir um París til Istanbúl í Tyrklandi, en áttu f vandræðum með að kom- ast þaðan til Kýpur, þó það tæk- ist um síðir með mútum. Við brottnám skipsins urðu þeir að taka með sér tvo tyrkneska verði, sem ekki var hægt að senda heim fyrr en komið var til Sikileyjar. Akurnesingarnir þrír sögðu að eftir á að hyggja væri þessi ferð ævintýri Ifkust. Þrátt fyrir það sögðust þeir tilbúnir til að leggja aftur í eitthvað svipað. Sjá nánar frásögn á miðopnu. Ólafsvík: Tófa óvenju mikið í byggð (Hifsvik, 6. júlí. MIKIÐ hefur borið á ref hér í vor og sumar. Hefir hann sést óvenjumikið í byggð. Leifur Ágústsson í Mávahlíð sagði mér að hann hefði í vor náð 48 dýrum að yrðlingum meðtöldum. Þó hefir hann ekki náð tófunni sem ný- lega sást horfa spekingslega yfir um- hverfí Vallnaholts og var þá neðan vegar. Nú fyrir nokkrum dögum heyrði ég svo tófur kallast á dágóða stund upp með Fróða. Trúlega hafa mörg greni í fjallinu verið lokuð af snjó þegar tófan lagði og því ber svona mikið á henni nærri byggð. Leifur í Mávahlíð sagði aftur á móti að lítið bæri á mink. Hann sagðist hafa heyrt þá tilgátu að minkur hefði ekki þolað harðindin víða um land. Gráta það fáir þó eitthvað minnki um þetta aðskota- dýr I íslensku lifriki. Helgi 30 tonn af löngu í jólamat sænskra Fiskimálasjóður styrkir tilraunaveiðar á löngu ÚTGERÐ Arneyjar KE 50 hefur fengið loforð fyrir styrk að upphæð 400 þúsund krónur hjá Fiskimála- sjóði til að stunda tilrauuaveiðar á grálöngu. Styrkurinn er skilyrtur og verður ekki greiddur út fyrr en að loknum tilraunaveiðunum í haust, þegar útgerðin hefur skilað skýrslu um tilraunina. Véltækni hf. í Reykjavík stend- ur fyrir þessari tilraun, en fyrir- tækið er með fiskvinnslu og út- flutning sjávarafurða auk verk- takastarfsemi. Sigmar B. Hauks- son, einn af eigendum Véltækni hf., sagði í samtali við Mbl. að fyrirtækið hefði þegar gert sam- ning um sölu á 30 tonnum af þurrkaðri grálöngu til Svíþjóðar og keyptu þeir lönguafla Arneyjar til að senda upp í þennan samning auk þess sem þeir fengju lítils- háttar magn frá veiðiskipum sem stunda veiðar annarra tegunda en fá lönguna með. Sagði hann að of snemmt væri að segja til um hvernig tilrauna- veiðarnar tækjust því Arney hefði aðeins komist í eina veiðiferð enn sem komið er. Sagðist hann þó geta sagt að dæmið væri erfiðara en þeir hefðu búist við. Varan hefði fallið nokkuð í verði að und- anförnu og samkeppnisaðstaðan gagnvart ríkisstyrktri útgerð ann- arra landa, sem kepptu á sama markaði, svo sem Norðmanna sem meðal annars veiddu þennan fisk á undanþágum á íslandsmiðum, hefðu verið verri en reiknað var með í upphafi. Grálangan er seld flökuð og þurrkuð til Svíþjóðar. Sigmar B. Hauksson sagði að Svíarnir settu hana í lút og yrði hún hlaupkennd — lútfiskur —, pökkuðu henni í neytendaumbúðir og seldu fyrir jólin. Lútfiskinn borðuðu þeir síð- an eingöngu á jólunum, hann væri þeirra hangikjöt. Atvinnuleysi hefur tvöfaldast milli ára Atvinnuleysisdagar 19.911 í júní sl. en voru 9.936 í fyrra í JÚNÍMÁNUÐI voru skráðir 19.911 atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Þetta svarar til þess að 919 manns hafí verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn, sem jafngildir um 0,8% af mannafla á vinnumarkaði í mán- uðnum samkvæmt áætlun Þjóð- hagsstofnunar. Þessar upplýsingar koma fram í mánaðarlegu yfírliti fé- lagsmálaráðuneytisins um atvinnu- ástandið. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur þannig fjölgað frá mánuðin- um á undan um 1.636 daga, en í maímánuði voru skráðir 18.275 at- vinnuleysisdagar á öllu landinu. í júnímánuði á síðasta ári voru skráðir 9.936 atvinnuleysisdagar, eða um 10 þúsund dögum færri. Aukning á atvinnuleysi milli ára er liðlega 100%. Meðaltal skráðra atvinnuleysisdaga í júnímánuði árin 1975-1982, að báðum árum meðtöldum, er 6.700 dagar eða um 13,5% af skráðu atvinnuleysi nú; Fyrstu sex mánuði ársins hafa verið skráðir alls 177.266 atvinnu- leysisdagar á landinu eða að jafn- aði tæplega 30 þúsund dagar í mánuði. Þetta svarar til þess að um 1.400 manns hafi verið á at- vinnuleysisskrá umrætt tímabil, eða um 1,2% af áætluðum mann- afla. Til samanburðar má geta þess að allt árið 1982 voru skráðir tæplega 200 þúsund atvinnuleys- isdagar, sem jafngildir 770 manns að jafnaði eða 0,7% af mannafla það árið. Heiðar Jón Hanneaaon, dr. Haaa Gnóninndaaoa og dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon við vinnu á tilraunaatofunnL MorgunbiaAíð/RAX Mesti kuldi í sögu landsins! SÍÐASTLIÐNAR vikur mun kald- asti staður landsins hafa verið inn- an veggja Eðlisfræðistofu Raun- vísindastofnunar Háskólans. Þar hafa eðlisfræðingarnir dr. Hans Kr. Guðmundsson og dr. Þor- steinn I. Sigfússon unnið að mæl- ingum á málmsýnum á víðu hita- bili og notað til þess fljótandi helí- um, sem var flutt til landsins flug- leiðis frá Danmörku. Til aðstoðar við undirbúning og framkvæmd mælinganna hefur verið Heiðar Jón Hanneson, B.S. Þá hafa og fjölmargir starfsmenn Raunvís- indastofnunar lagt hönd á plóginn. Helíum er léttast gastegunda og sýður við lægst hitastig allra efna, þ.e. við 269 stiga frost. Með helíum-kælingu má því ná hita- stigi niður undir alkul sem er +273.20 C. Við ofangreindar rannsóknir eru málmsýni kæld í helíum-vökva og eðliseiginleikar þeirra mældir. í fyrrinótt náðist lægsti hiti, sem mælst hefur hérlendis til þessa, eða +270,7°C, aðeins tveimur og hálfri gráðu frá al- kuli. Þessi lági hiti næst með því að lækka þrýsting á yfirborði vökvans með dælum, en við það lækkar suðumarkið. Umrædd rannsóknaaðstaða er byggð upp að mestu með fram- lagi Raunvísindastofnunar og Vísindasjóðs. Þá hefur Cambridge-háskóli gefið tæki og helíum-vökvinn er fenginn á kostnaðarverði frá Riso í Dan- mörku. Kælibúnaðurinn gjör- breytir aðstöðu Háskólans til þess að stunda rannsóknir á grunnástandi og eðli fastra efna, segir í frétt frá Raunvísinda- stofnun Hí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.