Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLl 1983 29 Minning: Hannes Hreinsson Vestmannaeyjum Hannes fæddist 2. október 1892 í Selshjáleigu í Austur-Landeyj- um. Að honum stóðu traustar bændaættir í Landeyjum. Móðir hans var Þórunn Guðmundsdóttir Diðrikssonar í Hólminum. Guð- mundur var bróðir Árna í Stakk- gerði í Eyjum, merks bónda og formanns, Þórðar biskups í Utah og Ragnhildar í Hólminum. Fleiri voru þau systkin, kjarnafólk. Guðmundur drukknaði 1893 með Jóni Brandssyni slysaárið mikla í Landeyjum. — Faðir Hannesar var Hreinn Skúlason frá Hólmum, dugnaðarbóndi og formaður. Hreinn og Þórunn fluttu frá Selshjáleigu að Bryggjum og bún- aðist vel þar. Hreinn andaðist 26. júní 1904. Þórunn bjó á Bryggjum eitt ár eftir fráfall Hreins, en fór þá að Hallgeirsey í Landeyjum til Guð- laugs Nikulássonar, sem á sinni tíð var þekktur sunnanlands sem snilldarformaður við Sandinn og í Eyium. Ég man Hannes fyrst þar sem hann var að fletta stórtré með öðrum manni. Fannst mér strákn- um til um þennan vörpulega mann og það, hvað hann var frjálslegur í framkomu og alúðlegur. Hann var þá heitbundinn heimasætu á bæn- um, Vilborgu Guðlaugsdóttur. Þau fluttu ekki löngu seinna til Vest- mannaeyja. Þórunn, móðir Hann- esar, giftist Þorsteini Gíslasyni í Hallgeirseyjarhjáleigu. Þau flutt- ust til Eyja 1921. Þar byggði Hannes, ásamt Þorsteini og Sig- urði frá Kirkjulandshjáleigu, reisulegt hús að þeirrar tíðar hætti, sem þeir nefndu Hæli. Vestmannaeyjar voru á þessum árum vaxandi dtgerðarbær og þangað lá fólksstraumur. Á tveim árum, 1920—21, fluttu þangað yfir 30 manns úr hvorumtveggja Land- eyjum. Hannes var einn forystu- manna ungmennafélagsins í A-Landeyjum sem stofnað var 1909. Félagsstarfið var honum sem öðrum góður skóli. Ungir menn fengu reynslu í að tala til hóps áheyrenda. Þeir settu sér stefnuskrá og kjörorðið var: fs- landi allt. Raunar gekk á ýmsu um að koma fram málum. Þetta unga fólk átti ekkert nema lífsfjör og bjartsýni. Og hjá flestum var fé- lagið eini framhaldsskólinn. Til annarrar skólagöngu skorti efni. Ég efa ekki, að Hannes hefði orðið góður námsmaður. Hann var greindur vel, sem margur í hans ætt, kunni að meta góðar bækur og sagði vel frá. Hann var vel bú- inn til íþrótta, hefur líklega iðkað glímu sem var þá helsta íþróttin, stundaði sundnám og iðkaði skautahlaup á Gljánni. Hannes var söngmaður af lífi og sál. Á fundum ungmennafélagsins var heldur betur tekið lagið í þá daga, þar sem var m.a. söngfólk eins og Tyrfingur og Guðbjörg á Bryggjum, Guðjón í Hallgeirsey, Sigurður Sæmundsson og Hannes Hreinsson. Hannes fór ungur til sjós, enda ekki mulið undir unglinga á þeim árum. Allir þurftu að „draga sig til bjargar" þegar þeir höfðu aldur til, og raunar fyrr. Þá kom sér vel ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliA stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. að vera hraustur til líkama og sál- ar, því ærið var erfiðið. Hannes mun fyrst hafa farið til Eyja í útver 1907 eða 1908. Var ýmist sjómaður eða vann í landi til 1930 eða lengur, þó oftar á sjó. Var m.a. margar vertíðir með Guðmundi á Háeyri, kunnum heppnisformanni. Um eða eftir 1930 varð Hannes verkstjóri við útgerð Kjartans Guðmundssonar ljósmyndara. Þar sem annars staðar kom vel fram snyrtimennska hans. Aðgerðar- plássið eins og nýþvegið stofugólf hvursu- seint sem vinnu var lokið. Þótti sumum jafnvel nóg um þá nostursemi. Árið 1940 varð Hannes fisk- matsmaður og stundaði það starf í fjölda ára. Árið 1952 fluttist hann til Reykjavíkur, starfaði þar og víða um land að fiskmati. Ferðir hans út á land, aukin þekking á mönnum og landsháttum, varð honum til verulegrar ánægju. Hannes sagði þó, að í þessu starfi yrði stundum ekki komist hjá nokkrum árekstrum. En þá gilti það eitt að hafa samviskuna og settar reglur að leiðarljósi. Þá er stund gafst til að líta upp frá saltfiskinum tók söngurinn við. Hannes var söngmaður góður og söngurinn var honum lífsfyli- ing. Um skeið fóru söngæfingar fram í næsta húsi við vinnustað Hannesar. Sum kvöld, þá er séð var að vinnan entist fram á nótt- ina, gerðist það stundum að Hann- es brá sér úr vinnugallanum í betri flíkur, sem hann geymdi á vinnustað, og skrapp á æfingu. Hannes var í mörgum kórum um ævina, fyrst í óformlegum kór unga fólksins í Landeyjum, þá í karlakór í Eyjum sem Halldór Guðjónsson, síðar skólastjóri, stjórnaði. Þá í karlakór Sigurðar Magnússoanr frá Stokkseyri, í Vestmannakór Brynjúlfs Sigfús- sonar mörg ár og blönduðum kór Haralds Guðmundssonar. f Kirkjukór Vestmannaeyja var hann í 30 ár. Ég veit, að það gladdi Hannes, að dætur hans tvær hafa sungið fjölda ára í Þjóðleikhús- kórnum. Hannes fór ekki varhluta af áföllum í lífinu, sem margur má reyna er lifir langa ævi, en hann átti líka margar góðar stundir og góðar minningar. Um afkomendur hans, myndarfólk, og einkamál vísa ég til greinagóðarar frásagn- ar í minningargrein í þessu blaði á útfarardegi. Hannes andaðist 28. maí sl. og var því nokkru betur en níræður. Hann var löngum heilsuhraustur, en síðustu sex árin urðu honum erfið sökum heilsubrests sem varnaði honum máls. Þá kom sér vel að hann naut umhyggju starfs- fólks Hraunbúða, síðar sjúkra- húss, og Hrannar dóttur sinnar. Hann kvaddi heiminn sáttur við allt og alla. — Blessuð sé minning Hannesar Hreinssonar frá Hæli. Haraldur Guðnason HLÁTURINN LENGIR LIFIÐWJ7 Hláturinn lengir lífíð og nú hef- ur verið vísindalega sannað að hlátur kallar fram heilsubætandi lífeðlisfræðileg áhrif. Á undanförn- um árum hafa vísindamenn snúið sér meira að rannsóknum á gildi hláturs í lífi okkar og þegar hefur verið skrifað mikið um það efni. 1) að leiða athyglina frá sárs- aukanum 2) að minnka spennu, sem sársauki hefur í för með sér 3) að auka framleiðslu end- orphins, sem er náttúrulegt, verkjastillandi efni líkamans. dýrmæt í meðferð á streitu. Það er næstum því útilokað að vera kvíðinn á meðan vöðvarnir eru alveg slakir. Vöðvaslökun og kvíði eru algjörar andstæður. Að fyrirbyggja streitu Kímnigáfa og lífsstíll, sem forðast að hlaða upp andlegri streitu, getur fyrirbyggt marga streitusjúkdóma. Hér má benda á þrjár visindalega sannaðar að- ferðir til að losna við streitu. 1) Þú getur prófað slökum með íhugunaraðferðum. 2) Þú getur tekið þátt í hressi- legum líkamsæfingum, eins og leikfimi, sundi, knattleik eða skokki. 3) Þú getur hlegið. Jákvæðasta kímnigáfa felur í sér kátlega íhugun á mótsögnum lífsins. Þegar maður rekur sig á ósamkvæmni lífsins getur mað- ur orðið annaðhvort reiður og æstur eða séð fyndnu hliðarnar. Kímnigáfa er meira en að geta séð í gegnum mótsagnir og til- gerð. Hún gerir manni kleift að horfa á þetta allt úr hæfilega til- finningalegum fjarska. 1 nýlegri könnun um kímnigáfu vildi mik- ill meirihluti fólks heldur vera nálægt því fólki, sem er kátt og á auðvelt með að hlæja. Af því, sem sagt hefur verið hér á undan, sést, að kímnigáfa er mjög dýrmætur eiginleiki og ættu allir að reyna að rækta hann með sér. Hope Knútsson, íormadur Geö- hjálpar, tók saman úr The Laught- er Prescription by Dr. Laurence J. Peter. Eðlisfræðileg áhrif Hlátur þjálfar lungun og örv- ar blóðrásarkerfið. Fjörugur hlátur eykur á fulla notkun þindarinnar, aðalvöðva andar- dráttarins, sem skilur á milli brjósthols og kviðarhols. Allt hjarta- og æðakerfið hefur gagn af hressilegum hlátri vegna auk- ins súrefnismagns blóðsins. Þetta kemur sér t.d. mjög vel fyrir fólk, sem lítið getur hreyft sig vegna langvarandi alvarlegra veikinda. Norman Cousins, eitt þekkt- asta dæmi um mann, sem hefur notað hlátur til að berjast gegn alvarlegum sjúkdómi, kallar hláturinn innvortis leikfimi. Þegar byrjað er á dæmigerðum brandara bregst líkaminn við með aukinni vöðvaspennu til að búa sig undir hápunkt sögunnar (rúsínuna). Og á eftir hápunkt- inum fylgir öflug æfing fyrir brjóstkassa, maga- og andlits- vöðva. Við ofsalegan hlátur, þar sem maður hreinlega springur, eru jafnvel handleggir og fót- leggir notaðir. Þegar hláturs- kastið sjatnar fer púlsinn niður fyrir eðlileg mörk og vöðvarnir slakna. Á meðan á hlátrinum stendur endurnærist líkaminn af innvortis nuddi eða leikfimi. Stjórn á sársauka Kímnigáfa og hlátur geta minnkað sársauka me því Endorphin Nýleg og uppörvandi sönnun bendir til að kímnigáfa geti beinlínis dregið úr sársauka í tenglsum við gigtarsjúkdóma eins og liðagigt og af meiðslum. Kátína og hlátur hvetja heilann til að framleiða catecholamín, hinn svokallaða vekjandi horm- ón, sem er flókið efni, sem undir- býr okkur annaðhvort til árásar eða flótta. Þessi vekjandi horm- ón stjórnar endorphin-fram- leiðslunni. Um leið og endorph- in-magn eykst í heilanum, lækk- ar skynjun á sársauka. Hlátur- inn lætur því líkama okkar framleiða sitt eigið verkjalyf. Sönnun er líka fyrir hendi um að aukið catecholamín-magn í blóði geti minnkað bólgur. Slökun Slökunaráhrif hláturs hafa verið nákvæmlega rannsökuð. Sannað er að miklu minni spenna er í líkamanum eftir hláturskast en fyrr. Þessi spennulækkun mældist jafnvel 45 mínútum eftir að hlátur hófst. Magn og tímalengd spennulækkunarinnar verður í beinu hlutfalli við h'.áturskraft- inn. Hæfni hláturs til að valda taf- arlausri, djúpri vöðvaslökun er Lóöaeigendur athugið Loftorka sf. sýnir og kynnir einingahúsaframleiöslu sína að Áslandi 2, Mosfellssveit. Sýnt veröur steypt einingahús tilbúiö undir tréverk og málningu, teikningar og Ijósmyndir af framleiöslunni og kynntar veröa byggingaraöferðir. Komiö, skoöiö og fræðist um möguleikana í steyptu einingahúsunum. Viðurkennd byggingaraöferö, vönduð vinna, gott verö. Dæmi um verö á steyptu einingahúsi, frá plötu, meö uppsetningu, frágengnu þaki, gluggum, gleri, útihurðum og raflögnum. 150 m* kr. 774.800,- 245 m2 kr. 1.295.700,- Sýningin verður 9. og 10. júlí frá kl. 13 til 18 báöa dagana að Árlandi 2, Mosfellssveit. (Vió Vesturlandsveg í Helgarfelishverfi.) •RKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.