Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLl 1983
Hagræðing og sparnaður í heilbrigðiskerfinu
„Skynsamlegt
að kanna þettau
- segir Davíð Á. Gunnarsson
„ÞAÐ er mjög skynsamlegt að kanna þessa möguleika, en það er í raun
og veru ekki hægt að hafa skoðun á málinu fyrr en búið athuga það
nánar," sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, í samtali
við Morgunblaðið um tillögur þær sem sendar voru frá heilbrigðisráðu-
neytinu um leiðir til sparnaðar í rekstri stofnunarinnar.
„Það veit enginn hvað ákvæðis-
kerfi kemur til með að hafa í för
með sér, það hefur hvergi verið
prófað á sjúkra- og stoðdeildum
svo mér sé kunnugt og því ekki
hægt að fullyrða um hagkvæmn-
ina af því. óhætt er hins vegar að
fullyrða að það yrði flókið í fram-
kvæmd, kannski svo flókið að hag-
kvæmnin hyrfi af þeim sökum. Þá
stendur það líka og fellur með
þeim kjarasamningum, sem nást
við starfsfólkið. Hin stóra breyt-
ingin frá núverandi kerfi, sam-
kvæmt þessum hugmyndum, er að
prófa að bjóða út ákveðna verk-
þætti, en það er einnig flókið mál
og margt sem þarf að taka tillit
til. Við höfum sífellt verið með
hagræðingu og kannanir á rekstr-
inum í gangi, en þessar hugmynd-
ir eru athyglisverðar og sjálfsagt
að prófa þær,“ sagði Davíð A.
Gunnarsson.
Ekki hægt að full-
yrða um sparnað
- segir Eggert G. Þorsteinsson
„VIÐ munum að sjálfsögðu hlýða
þessum fyrirmælum og rannsaka
nákvæmlega hvar hægt er að spara
í rekstri stofnunarinnar,“ sagði
Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær um er-
indisbréf heilbrigðis- og tryggingar-
áðuneytisins til Tryggingastofn-
unarinnar um sparnað hjá stofn-
uninni.
Starfsemi Sæ-
dýrasafnsins
til athugunar
VIÐRÆÐUR hafa farið fram síð-
ustu vikur á milli menntamála-
ráðherra og stjórnarmanna Sæ-
dýrasafnsins í Hafnarfirði um
framhald starfsemi þess. Að sögn
Ragnhildar Helgadóttur, mennta-
málaráðherra, hafa safninu verið
sett ákveðin skilyrði um búnað og
þessa dagana er verið að athuga
hvort nægar úrbætur hafi verið
gerðar. Ráðherra sagði, að hún
teldi safn sem Sædýrasafnið hafa
uppeldislegt gildi, en jafnframt
væri ljóst, að vel yrði að ganga frá
málum.
„Varðandi bótagreiðslurnar, þá
eru þær lögbundnar og nánar
kveðið á um þær í reglugerðum,
þannig að breytingar á þeim eru
að miklu leyti undir Alþingi og
ráðuneyti komnar. Hvað sjálfan
reksturinn snertir, þá hefur verið
reynt að halda eins spart á og
hægt hefur verið og um það hafa
komið fram beiðnir frá öllum
ráðherrum heilbrigðis- og trygg-
ingamála.
Við munum að sjálfsögðu hlíta
þessum óskum ráðuneytisins um
að fara ofan í saumana á þessu
betur, en í bréfinu til okkar eru
engar ákveðnar ábendingar eins
og í bréfinu til Ríkisspítalanna,
heldur almennt talað um að spara
og halda vel á. Á undanförnum
árum hefur verið lögð áhersla á að
bæta þjónustuna við hina tryggðu,
meðal annras með því að senda
allar bótagreiðslur á bankabækur
og hafa bankarnir þar unnið mjög
þarft verk hér á Reykjavíkursvæð-
inu, en nú er búið að tölvuvæða
allt landið svo að þetta á að verða
með sama hætti í umboðunum um
allt land á næstunni. Þetta er
svona það helsta sem snýr að
þjónustunni, en beinan sparnað í
rekstri stofnunarinnar er ég ekki
tilbúinn til að fullyrða um á þess-
ari stundu, nýbúinn að fá bréfið í
hendurnar," sagði Eggert G. Þor-
steinsson að lokum.
Jóhann Konráð Birgisson, sem bjargaói Kristni Þór Ingibjörnssyni á Akureyri á fimmtudag. Með þeim er
Börkur Hólmgeirsson, félagi Jóhanns.
Bjargað frá drukknun
Börkur og Jóhann KonráÓ yió slyssUóinn.
Morgunblaöið/GBerg.
Akureyri, 7. júlí.
FJÖGURRA ára gömlum dreng var bjargað frá drukknun um
fjögur leytið í fyrradag. Hann er nú kominn heim, er hress og
virðist ekki hafa orðið meint af volkinu.
Málsatvik eru þau að um miðjan dag á fimmtudag voru
börn að leik við skurð sem er við húsgrunn við Fjölnisgöt-
una á Akureyri. Tvær stúlkur vöktu athygli Jóhanns
Gunnars Birgissonar, tíu ára gamals, sem var á fleka út á
skurðinum ásamt öðrum dreng, á því að Kristinn Þór
Ingibjörnsson, 4 ára, væri í skurðinum. Jóhann gat teygt
sig í hárið á Kristni og dregið hann upp úr skurðinum og
var hann þá meðvitundarlaus. Hann var þegar fluttur á
sjúkrahús og er nú kominn heim eins og fyrr sagði.
Skurðurinn er um 1,70 metrar á dýpt þar sem hann er
dýpstur og er til hliðar við húsgrunninn. ítrekað hefur
verið varað við opnum grunnum og skurðum á Akureyri
og er greinilega full ástæða til.
G.Berg.
Janúar—júní 1983:
Þorskafli dróst sam-
an um liðlega 23,2%
Heildarafli dróst saman um liðlega 13%
ALLS bárust 370.346 tonn af sjávarafla á land hér fyrstu sex mánuði ársins,
samkvæmt bráðabirgðayfirliti Fiskifélags íslands, en til samanburðar bárust
425.578 tonn á land á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli ára er um 13%.
Þorskaflinn dróst nokkru meira
saman á fyrstu sex mánuðum árs-
ins, eða um 23,2% samkvæmt yfir-
litinu. Alls bárust 185.08 tonn á
land, borið saman við 240.956 tonn
á sama tíma í fyrra.
Ef skipting þorskaflans milli
báta og togara er skoðuð, kemur í
ljós, að samdrátturinn hjá bátun-
um er nokkru meiri, eða um
28,3%. Alls bárust á land 116.089
tonn á tímabilinu í ár, borið sam-
an við 161.861 tonn á sama tíma í
fyrra. Hins vegar var samdráttur-
inn hjá togurunum 12,8% milli
ára. Fyrstu sex mánuðina í ár bár-
ust á land 68.991 tonn, borið sam-
an við 79.095 tonn á sama tíma í
fyrra.
Ef litið er á annan botnfiskafla,
þá bárust alls 172.525 tonn á land
fyrstu sex mánuðina, borið saman
við 160.542 tonn á sama tíma í
fyrra. Þar hefur því orðið afla-
aukning upp á um 7,5% milli ára.
Botnfiskafli báta jókst um
13,4% milli ára, en hann var um
60.265 tonn í ár borið saman við
53.144 tonn á síðasta ári. Botnfisk-
afli togaranna jókst um 4,5% milli
ára. Aflinn var um 112.260 tonn í
ár, borið saman við 107.398 tonn á
sama tíma f fyrra.
Um 46,7% samdráttur
í bílainnflutningi
Hestamótið á VíðivöUum:
Dýrlingur efstur í B-flokki
STÓRMÓTIÐ hófst á Víði-
völlum um tvöleytið í gær
með dómum í B-fíokki gæð-
inga.
Hæstu einkunn hlaut Dýrling-
ur frá Krossanesi, 8,54; annar
varð Haki frá Kirkjubæ með
8,53, og í þriðja sæti varð
Krummi frá Keldnastöðum, fékk
hann einkunnina 8,45.
Þeir hestar sem næstir komu
voru Bliki frá Höskuldsstöðum,
8,32; Blesi frá Hvítárbakka, 8,22;
Loftfari frá Hafnarfirði, 8,19;
Huginn frá Ketilsstöðum, 8,08,
og Stígandi frá Þóreyjarnúpi,
8,06. Þessir átta hestar mæta
síðan í úrslitakeppni á sunnudag
og má búast við spennandi
keppni.
Um fjögur í gær byrjuðu dóm-
ar á kynbótahrossum en niður-
stöður þeirra verða ekki kynntar
fyrr en á sunnudag. y.K.
Sveinn Hjörleifsson, knapi, á hestinum Dýrlingi.
— Alls 2.821 bfll fluttur inn janúar-
—maí, en 5.289 á sama tíma í fyrra
Bflainnflutningur dróst
saman um 46,7% á fyrstu
fimm mánuðum ársins, þegar
Gæzluvarð-
hald vegna
innbrota
MAÐUR sem grunaður er um inn-
brot og þjófnaði í sumarbústaði í
Mosfellssveit, á Þingvöllum og
Laugarvatni, sem og innbrot í Hafn-
arfirði, var úrskurðaður í gæslu-
varðhald í gær til 20. júlí. Hann var
handtekinn í Hafnarfirði um hádegi
á fimmtudag.
Þess ber að geta að þarna er um
sama manninn að ræða og grunað-
ur var um nokkur innbrot í Kópa-
vogi og sagt var frá í Morgunblað-
inu í gær. Gæsluvarðhaldsúr-
skurðurinn var þó ekki kveðinn
upp vegna þeirra innbrota.
alls var fluttur inn 2.821 bfll,
en til samanburðar voru
fluttir inn samtals 5.289 bflar
á sama tíma í fyrra.
Á fyrstu fimm mánuðum ársins
voru fluttir inn 9 almennings-
vagnar, en 17 á sama tíma í fyrra.
Fluttir voru inn samtals 70 stat-
ion-bílar, borið saman við 209 á
sama tíma í fyrra.
Alls voru fluttir inn 2.016 al-
mennir fólksbílar á umræddu
tímabili, en til samanburðar voru
þeir 3.966 á sama tíma í fyrra. Þar
er samdrátturinn um 49% milli
ára.
Fyrstu fimm mánuðina voru
fluttir inn samtals 346 bílar með
drifi á öllum hjólum, en til sam-
anburðar 398 á sama tíma í fyrra.
Fluttir voru inn 255 sendibílar,
borið saman við 478 í fyrra. Þá
voru fluttir inn 70 vörubílar, en til
samanburðar 160 í fyrra. Loks
voru fluttir inn 55 ýmsir aðrir bíl-
ar, borið saman við 61 á sama
tíma í fyrra.