Morgunblaðið - 09.07.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.07.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGASDAGUR 9. JÚLÍ 1983 13 Fundaherferð Sósíalistaflokksins wmMt foraji Mario Soaroa aamarið 1975 átti drjúgan þátt f að beina þróuninni í pólitíkinni inn i aðrar brautir. Þessi mynd er fri útifundi í Lissabon um miðjan júlf. alveg víst að málið verði svo ein- falt. Mario Soares er líklegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins við forsetakosningarnar og þar sem Mario Soares er sá stjórn- málaleiðtogi í Portúgal sem er með fæsta bletti á skildi sínum auk þess að vera þekktastur og virtastur er trúlegt að Portúgalir hafni honum ekki ef hann hefur hug á að hljóta hnossið, þegar Eanes forseti hættir. Daginn sem ég kom til Lissabon var þingið í Sao Bento að afgreiða málefnasamning ríkisstjórnarinn- ar. Þar fluttu menn snöfurmann- legar ræður og talsmenn Mið- demókrata og kommúnista gagn- rýndu hann óspart. Meirihluti stjórnarinnar er þó slíkur að mál- efnasamningurinn sigldi í gegn án þess að nokkrar umtalsverðar breytingar væru gerðar á honum. Ákveðin var gengisfelling eskút- ans og ýmsar ákvarðanir teknar sem miða til dæmis að því að al- menningi sé gefinn kostur á að eignast hlut í ýmsum atvinnu- fyrirtækjum, eins og bönkum og stórfyrirtækjum. Kommúnistar voru hvassyrtir og töldu að með málefnasamningi stjórnarinnar væri endanlega verið að draga Portúgal inn í raðir kapíaliskra ríkja. Alvaro Cunhal, formaður kommúnistaflokksins er bersýni- lega þeirrar skoðunar að Sósíal- istaflokkur Mario Soares hefði átt að sýna lit eins og Mitterrand í Frakklandi og taka fulltrúa kommúnista inn í stjórnina. Ein- angrun kommúnistaflokksins er nánast alger. Miðað við það ástand sem ríkti þegar ég kom fyrst til Portúgal „heita sumarið 1975“ þegar ringulreiðin var mest og ofsóknir herstjórnarinnar og kommúnista þvílíkar, að til ann- ars verður varla jafnað en þess sem gerist í austantjaldslöndum, er mikið og margt sem hefur breytzt í Portúgal. Þar er ekki allt í öllum sóma fremur en annars staðar, atvinnuleysi, framleiðslu- samdráttur og verðhækkanir á nauðsynjavörum hafa komið hart niður á almenningi. En stjórn Mario Soares reynist vonandi fær um að koma fram umbótum. Og eins og fullorðinn leigubílstjóri orðaði það við mig, þegar við vor- um á leiðinni til þinghússins í Sao Bento: „Hér er þó frelsi. Við þurf- um ekki að vera hrædd um að tjá hug okkar.“ Allt það besta og platan verður ein af þeim bestu Hljóm Finnbogi Marinósson Stiff Little Fingers All the Best Chrysalis Fyrir nokkru barst sú frétt út að hljómsveitin Stiff Little Fingers væri hætt. Sorgarfrétt, ein af fremstu punk-rokk hljómsveitum Breta fallin í valinn og þi eru þær ekki margar eftir sem byrjuðu keyrsluna í kring- um 1977. En eins og vera ber, þegar hljómsveit hættir, þi er skilið við flokkinn með „best of“-plötu. Tveggja plötu albúm og eru lögin tekin af þeim litlu plötum sem Stiff Little Fingers hafði sent fri sér f gegnum tíðina. Flokkurinn var stofnsettur árið 1977 í Belfast á írlandi og fyrsta litla platan sem þeir gáfu út seld- ist ótrúlega vel, eða í yfir 100 þús- und eintökum. Á henni eru lögin „Suspect Device" og „Wasted Life“ en það eru einmitt þessi tvö lög sem eru fyrstu lögin í nýútkom- inni safnplötu sem inniheldur bestu lög grúppunnar. Og eftir að hafa haft þessa plötu reglulega á spilaranum í fjórar vikur efast ég ekki um að hér er á ferðinni ein- hver besta safn-, sögu- og „best of“-plata sem ég hef hlustað á. Lögunum er raðað upp eftir aldri. Elstu lögin eru á fyrstu hlið- inni og fyrir utan áðurnefnd lög er þar að finna hin stórgóðu „78 RPM“, „Gotta Gettaway", „Bloody Sunday" og „You Can’t Say Crap on the Radio“. Lögin eru melódísk, kraftmikil, einföld og vel spiluð. í raun er ekki hægt að segja annað eða meira um tónlistina. Ann- aðhvort eru með og fílar allt í botn, eða þitta hráa kraftmikla rokk höfðar ekki til þín. Á hlið tvö er haldið áfram þar sem frá var horfið á fyrri hliðinni. Meðal arin- arra laga á henni eru „live“- útgáfur á „Running Bear“ og „White Christmas" (já, þessu eina sanna) og er hvortveggja með af- brigðum gott og skemmtilegt. Lögin sem eru á hlið 3 og 4 eru nýrri af nálinni og sýna vel þá þróun sem varð hjá SLF og næst- um öllum hinum böndunum sem lifðu af nýbylgjuna. Tónlistin tók að róast ögn og meiri fínleiki að færast í vinnsluna á þeim. En þrátt fyrir þetta hélt flokkurinn sínum einkennum og sannaði það sífellt betur hversu góð hlómsveit- in var. Það er ákaflega erfitt að sætta sig við að góð hljómsveit hverfi og að ekkert eigi eftir að koma frá henni framar. En þegar þær eru kvaddar með jafn miklum kosta- grip og t.d. þessi „All the Best“- plata er, þá næstum sættir maður sig við orðinn hlut. Tónlistin X X X X X Hljómgæðin X X X U FM/AM OPIÐIDAG / Bílasoludeildm. ► , , eropm i daa fra kl. U-5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.