Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 21 fltagmiltffifeife Úlgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Hagræöing og aðhald jóðartekjur hafa skroppið saman. Kaupgildi launa hefur rýrnað. Það er enginn vafi á því að fólk almennt hug- ar að hagræðingu og aðhaldi í rekstri heimila. Það á ekki annarra kosta völ. En það ger- ir jafnframt kröfur um að hið sama gildi um ríkisútgjöldin; í ráðstöfun skattpeninga, sem sóttir eru í vöruverð og launa- umslög landsmanna. Raunar er hvergi fremur þörf við- varandi hagræðingar og að- halds en í margvíslegum stór- rekstri hins opinbera. Hagræðing og aðhald eru ekki aðeins sparnaðarleiðir, þó megintilgangurinn sé að hafa stjórn á þróun útgjalda. Hér er ekkert síður um hjálpartæki að ræða til að ná fram sömu, jafnvel meiri þjónustu — án aukningar útgjalda, eða fyrir minni fjármuni ef vel tekst til. Kjarnaatriðið er að nýta fjár- muni sem bezt. Þetta varðar ekki skattborgarana eina, þeg- ar ríkisútgjöldin eiga hlut að máli, heldur ekkert síður þá, sem þjónustunnar þurfa með. Hvergi er hærra hlutfalli ríkistekna ráðstafað en í heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytinu. Ekki er langt frá lagi að um 38% ríkisútgjaldanna renni til málaflokka, er undir það heyra. Vega þar trygg- ingar þyngst, þ.e. lífeyris- tryggingar, sjúkratryggingar og slysatryggingar; en þar næst rekstur heilbrigðisstofn- ana. Sem dæmi má nefna að ársstörf hjá ríkisspítölum, en undir þá heyra hvergi nærri allar sjúkrastofnanir, eru á milli 1800 og 1900. Ekkert er eðlilegra en að svo stórir út- gjaldaþættir sæti viðvarandi athugun og aðhaldi, ef koma mætti við hægræðingu og betri nýtingu fjármuna, sem líklegt verður að telja. Fá mannanna verk eru það fullkomin að eigi megi betur gera. Matthías Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, hefur ritað stjórnarnefnd og forstjóra ríkisspítala bréf, þar sem þess er óskað, að könnuð verði hagkvæmni þess að bjóða út einstaka verkþætti í starf- semi spítalanna, s.s. rekstur eldhúss og mötuneyta, rekstur þvottahúss, ræstingu, viðhald fasteigna o.fl. Jafnframt hefur hann ritað tryggingaráði og forstjóra Tryggingarstofnunar ríkisins bréf, þar sem þess er óskað að könnuð verði af gaumgæfni öll útgjöld al- mannatrygginga. Er sérstak- lega nefnt, hvort ekki megi með skipulagsbreytingum hjá Tryggingastofnun og sjúkra- samlögum ná fram einföldun, hagræðingu og sparnaði. Ráðuneytið leggur áherzlu á það í erindum sínum að til- mæli þess eigi ekki að fela í sér neins konar skerðingu á bótum til þeirra, er ekki hafa aðrar tekjur en bætur almanna- trygginga. — Þessu frumkvæði og framtaki ráðherra ber að fagna sérstaklega. Skylt er að geta þrenns, þeg- ar þessi mál eru reifuð: í fyrsta lagi að kostnaður við heilbrigðis- og öldrunarþjón- ustu hefur skilað sér í betra heilsufari og lengri lífdögum íslendinga en flestra annarra þjóða, sem að sjálfsögðu segir til sín í fleiri vinnuárum og meiri verðmætasköpun, að ógleymdri persónulegri líðan mannfólksins. í annan stað að víða í heilbrigðiskerfinu er brýn þörf aukinna fjármuna. Síðast en ekki sízt eigum við vel menntaðar heilbrigðis- stéttir, sem að sjálfsögðu eiga að starfa við þær kringum- stæður, að þekking þeirra nýt- ist þjóðinni sem bezt. — Ekk- ert af þessu breytir hinsvegar því, að hugsanleg tilfærzla fjármuna í heilbrigðiskerfinu sjálfu, hagræðing, skipulag og endurmat, getur leitt til bættr- ar þjónustu og betri nýtingar fjármuna. Mismunandi rekstr- arform heilbrigðisstofnana og viss samkeppni þeirra í milli þjónar sama tilgangi. Engin ástæða er til að ætla annað en að heilbrigðisstéttir séu fúsar til samvinnu um viðvarandi endurmat, aðhald og hagræð- ingu í heilbrigðiskerfinu. Matthías Bjarnason hefur áður sýnt að hann er stjórn- málamaður sem þorir. Þess- vegna er ástæða til að ætla, að fram verði fylgt þeirri könnun og því endurmati, sem að er stefnt. Vonandi tekst um það samátak allra sem hlut eiga að máli, ráðuneytis, stjórnenda stofnana og heilbrigðisstétta. Ekki verður hjá því komizt að minna á þá staðreynd, sem stundum vill gleymast, að öll félagsleg þjónusta, hvort held- ur er á sviði trygginga, heil- brigðismála eða fræðslukerfis, sem og allt lista- og menning- arstarf, sækir kostnaðarþátt sinn til þjóðarframleiðslu og þjóðartekna. Það skiptir því meginmáli að skapa grósku í atvinnulífi; auka þjóðartekjur; að atvinnuvegirnir hafi tekjur umfram gjöld. Ekki aðeins til að byggja sig upp, heldur einn- ig til að standa undir batnandi lífskjörum og samfélagslegum þörfum. Af ævintýralegri ferð þriggja íslendinga frá Kýpur til Frakklands Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins er sagt frá ótrúlegri ferð þriggja íslendinga, tveggja Tyrkja, Frakka og Belgíumanns með 460 tonna ferju frá Kýpur til Frakklands. Ferjuna námu þeir úr kví í höfninni í Famagusta í tyrkneska hluta Kýpur. Tvo tyrkneska varðmenn höfðu þeir með sér í ævintýralega ferð um Miðjarðarhafið upp til Toulon í Frakklandi. Hér á eftir fer frásögn Valentínusar Ólafssonar: Ferjan sem Akurnesingarnir sigldu. Skipið tekið um miðja nótt og siglt eftir vegakortum Akurnesingarnir þrír: Valentfus ólason, GuAjðn Valgeirsson og Erling Pils800- „Aðdragandinn er sá, að belglsk- ur maður keypti bílferju af ein- hverjum Hollendingum til að braska með hana og seldi hana til tyrkneskra aðila á Kýpur. Þeir stóðu ekki við greiðslur, borguðu bara fyrstu tvær afborganirnar og síðan ekki söguna meir. Belginn vildi náttúrulega ná í skipið aftur fyrst þeir gátu ekkert borgað af því, en það gekk brösulega og hann réði 32 ára gamlan lögfræð- ing franskan með sér í málið. Sá þekkir til hér á Akranesi og hafði verið á loðnuskipinu Vfkingi. Hann fékk tvo skipverjanna á Víkingi og mig til þess að koma skipinu frá Kýpur, Erling Pálsson, 1. stýrimann á Víkingi, Guðjón Valgeirsson vél- stjóra á Víkingi og mig, en ég er 1. stýrimaður á Höfrungi AK. Þessi Frakki hafði verið í þrjá mánuði á Kýpur við að reyna að semja um að borgun eða að skipinu yrði skilað, en ekkert gekk. Belginn, sem átti skipið, vildi reyna að fá einhverja menn til að ná því og vildi þá fá menn sem hann gat örugglega treyst og þannig komum við inn f dæmið. Það var hringt f okkur og við spurðir hvort við myndum vilja slá til og gera þetta og það var sam- þykkt á stundinni. Við lögðum af stað 1. júní til Lux- emborgar, þar sem Belginn tók á móti okkur og skýrði málið. Hann sýndi okkur sölusamning og aðra nauðsynlega pappfra. Síðan var haldið til Parísar og flogið þaðan til Istanbúl í Tyrklandi. Þangað var komið á þriðja degi. Það kom strax í ljós, að það myndu verða vandræði að komast niður til Kýpur og á endanum kom- umst við til Kýpur með því að múta flugstarfsmönnum þarna, fleira þurfti reyndar til. Belginn hafði þá yfirgefið þá vegna þess að hann var þekktur þarna á staðnum. Hann vildi ekki vera með þeim vegna þess að þá kæmist kannski frekar upp hvað til stóð. Það hvíldi mikil leynd yfir öllu saman og hann kom síðan með öðru flugi til Kýpur. Skipið var f borginni Famagusta, en eftir allan feluleikinn samfara komu okkar þangað tók Tyrkina að gruna að ekki væri allt með felldu. Þeir bönnuðu alla umferð f skipið og settu auk þess þrjá varðmenn til að gæta þess. Tveir þessara varð- manna höfðu verið vélstjórar á skipinu og þekktu greinilega vel til þarna um borð. Frakkinn hafði aðgang að skipinu og Tyrkirnir þekktu hann vel. Hann hafði ofan af fyrir þeim með því að leyfa þeim að horfa á sjónvarp og vídeó meðan undirbúið var hvað ætti að gera. Síðan kom Frakkinn með eldsneytisgeymana um borð, en þeir höfðu verið fjarlægðir, og faldi þá þannig að þegar hann var stöðv- aður af vörðunum, sagði hann að þetta væru matvæli sem hann ætl- aði að gefa hinum. Á sama tíma reyndu hinir að komast inn f höfn- ina, sem var lokuð, en það tókst undir því yfirskyni að þeir væru að fara með ferju milli Famagusta og Sýrlands. Þeir athuguðu hvaða möguleika þeir hefðu á því að kom- ast um borð með því að taka gúmmíbát og róa um í höfninni. Síðan skildi leiðir með okkur, en við íslendingarnir földum okkur í lélegu kofaræksni þar sem voru flugur og önnur kvikindi, sem öngr- uðu okkur. Þarna urðum við að bíða í góða stund eftir að ferjan héldi af stað til Sýrlands. f fjörunni fundum við slöngubát og þegar við vorum um það bil að leggja af stað var kallað í hátalara með miklum lát- um. Við héldum að búið væri að finna þá og nú ættu þeir að koma til lögreglunnar. Fljótlega kom þó í ljós að verið var að kalla til trúar- iðkana. Við héldum þvf áfram með strandlengjunni, en það var svo grunnt þarna að við gátum jafnvel gengið með skipinu. Við földum okkur þarna f skipsflaki í höfninni meðan við biðum eftir að Frakkinn, sem var um borð, gæfi ljósmerki. Við urðum ekki varir við nein ljós- merki, en þegar við vorum að nálg- ast skipið heyrðum við f báti sem var að koma og að sjálfsögðu héld- um við að lögreglan væri að koma þarna. Ferjan lá utan á tveimur öðrum skipum og annað þeirra var dýpkunarskip. Við komumst í dýpk- unarskipið og gátum falið okkur f því til að byrja með. Þetta mátti ekki tæpara standa því gúmmíbát- urinn var farinn að leka. Það var vörðurinn, sem hafði orðið var við eitthvað og fór af stað. Þá urðum við fyrst verulega hræddir um að þetta myndi ekki ganga. Við kom- umst nú samt um borð og niður í vélarrúmið og þar inn í herbergi sem við gátum læst í rólegheitun- um. Rafmagn í skipið var fengið úr landi, en það vantaði rafmagn til að geta hlaðið upp einhverja vél um borð, því þurftum við að fá elds- neytisgeymana um borð. Belginn gerði sér þá lítið fyrir og klippti á rafstrengina þannig að öll ljós slokknuðu f skipinu. Það fannst vörðunum einkennilegt, en Frakk- inn gat talað þá til og fengið þá til að trúa því að sennilega væri raf- magnið bilað og það yrði því að láta ljósavélina f gang f staðinn til að hlaða lofti inn á aðalvélarnar. Það gerði hann með það í huga, að ljósa- vélarnar yfirgnæfðu aðalvélina og þegar þær væru komnar í gang væri auðvelt að setja aðalvélina í gang. Síðan var skipulagið þannig, að við íslendingarnir vorum lokaðir af niðri f herberginu. Meðan þetta var að gerast hafði Belginn sleppt öllum endum nema einum, það var vír sem var bundinn í land. Þar hafði hann skilið járnsög eftir til að klippa á þegar allt væri orðið klárt. Hann hafði sleppt öllum hinum endunum til að geta snúið sk’ninu við í höfn- inni. Þegar allt var orðið tilbúið keyrði varðbátur inn í höfnina. Um borð varð uppi fótur og fit því við héldum að varðbáturinn myndi leggjast utan á okkur eða að þeir hefðu orðið varir við okkur. Þegar allt var orðið hljótt aftur töldu varðmennirnir sig vera örugga og þeir þyrftu ekki að vera allir um borð og einn þeirra var því sendur í land, en tveir urðu eftir. Síðan þegar allt var klárt til að leggja af stað og slökkt á öllum Ijós- um var keyrt fullu, eins og hægt var til að koma skipinu út fyrir land- helgina, sem er þarna 3 til 4 mílur. Þá var vandamálið með Tyrkina, sem við vorum raunverulega búnir að ræna. Til máls kom að láta þá í björgunarbátana og láta þá bara róa í land, veðrið var mjög gott, en Tyrkirnir þorðu það ekki og vildu heldur fá að vera með áfram. Annar Tyrkinn var um þrítugt, en hinn kvaðst vera fæddur árið 1338, eftir tímatali múhameðstrúarmanna. Þegar við komum út fyrir land- helgina sigldum við áfram. Það voru engin siglingatæki f lagi í skipinu og aðeins einn segulkompás, sem ekki var vitað hvort var í lagi því skipið hafði legið svo lengi. Engin sjálf- stýring var í skipinu, aðeins eitt stórt stýri þannig að þetta var afar frumstætt allt saman. Við vissum ekki hvert við vorum að fara f fyrstu, höfðum engin kort og rad- arinn var bilaður. Við byrjuðum á því að setja upp bandarfskan fána og sigldum svo meðfram strandlengjunni hjá Kýp- ur og máluðum strax yfir nafn og númer og svoleiðis. Skipið er 456 tonn, 15 metrar á breidd og 48 metr- ar á lengd, það er svona svipað að stærð og íslensku skuttogararnir. Þetta er bílferja sem gat tekið 40 til 50 bíla og 400 farþega. Við töldum okkur stýra í vestur og tókum þá áhættu að kompásinn væri f lagi. Ströndinni var fylgt eftir vegakorti af Kýpur og hægt var að átta sig nokkurn veginn á staðháttum. Þegar þarna var komið sögu vor- um við kailaðir upp. Þeir höfðu mætt skipi þarna rétt hjá og senni- lega hafa skipverjarnir þekkt skip- ið, en þeir þorðu ekki að svara þar sem þeir voru kallaðir upp með þessu tyrkneska nafni sem var á því. Síðan hittum við Þjóðverja á skipi þarna og gátum fengið hann til að gefa upp staðarákvörðun og þá kom i ljós, að skekkjan f komp- ásnum var ekki nema fimm gráður þannig að við hrósuðum happi yfir því að vera svona nokkuð á réttri leið. Enginn matur var um borð, að- eins hrísgrjón og makkarónur. Að þremur dögum liðnum vorum við komnir til Krítar. Við sáum strax að ekki var olía f alla þessa siglingu sem ætlunin var að fara, það er til Ítalíu. Á Krít settum við okkur í samband við fiskimenn sem voru að veiða fyrir utan og báðum þá um aðstoð til að hjálpa okkur með mat. Það þorðu fiskimennirnir ekki og gerðu sig líklega til að kalla í land, en við fengum þó nokkra fiska hjá þeim í svanginn. Þá var kallað frá landi og spurt um ferðir skipsins. Því var svarað að verið væri að flytja hollenskt skip frá Tyrklandi og að maturinn um borð hefði skemmst þannig að þeir yrðu að fá keyptan mat. Fiski- tnennirnir kölluðu þá f land og sögðu að ekki væri allt með felldu f skipinu og var okkur þá skipað að sigla til Krítar. Við ræddum málið ekki frekar, en flúðum í vestur. Eins og á Kýpur urðum við að styðjast við vegakort um borð og urðum því að fylgjast með staðháttum. Þegar við misstum landsýn gerði vitlaust veður. Tyrkirnir lágu á bæn þann tíma og þorðu sig ekki að hræra. Þetta var alveg örugglega ekki skip sem þoldi óveður, það lá ljóst fyrir. Það var kominn 9. júní þegar hér var komið sögu, en þá sáum við land og fengum staðarákvörðun hjá ein- hverjum grískum skipum. Við reyndum að sigla í humátt á eftir skipum, sem við sáum þegar veðrinu slotaði þannig að þetta bjargaðist allt saman. Við rákumst á grfskt skip, en skipverjar um borð vildu ekkert tala við okkur. Síðan sáum við aftur land og töld- um okkur örugglega vera að koma til Sikileyjar, en þá vorum við alveg að verða olfulausir. Þá sáum við skútu og settum upp alþjóðlegt merki til að gefa til kynna að við vildum fá aðstoð og tala við skip- verja, þá kom í ljós að þeir sem voru um borð voru Frakkar og ltalir. Þeir urðu mjög hissa þegar við sögðum þeim alla söguna. Þeir gáfu okkur rétta stefnu og það kom í ljós að við vorum á réttri leið. Þar feng- um við einnig fisk að borða, sem dugði í tvo daga, en að öðru leyti vorum við matarlausir eftir að búið var að borða allt sem var í björgun- arbátunum. Þegar við komum að höfninni í Messina á Sikiley og vildum fá að komast inn urðu erfiðleikar, einkum vegna Tyrkjanna. Við komumst ekki inn fyrr en morguninn eftir. Daginn eftir fengu eigendurnir vatn, olíu og matvæli um borð og fengu sér um- boðsmann, sem bjargaði síðan mál- inu með Tyrkina. Hann pantaði fyrir þá far til Rómar og síðan til Tyrklands og Belginn borgaði þeim gott kaup. Síðan var haldið af stað til Toulon f Frakklandi og það var þriggja daga ferð. Það var einhver sem kall- aði í okkur og þá var í fyrsta skipti búið til nafn og númer á skipið. Þá gátum við í fyrsta skipti látið vita af okkur og einn okkar íslend- inganna ætlaði að reyna að hringja heim, en það var ekki hægt. Hann gat hins vegar hringt í vin sinn í Luxemborg og beðið hann um að láta vita til íslands hvað hefði kom- ið fyrir. Þarna höfðum við nóg af öllu, en næsti áfangastaður var Sardinía. Þar þurftum við að fara um sund milli Sardinfu og Korsfku. Það er bær þar sem heitir Bonifacio og þar gátum við enn bjargað okkur með því að fara eftir vegakorti. Þegar þeir leggja aftur af stað til Frakklands, gerir brjálað veður og þeir þora ekki annað en fara til baka inn f næstu höfn, sem er ein- hver skemmtibátahöfn og vildu fá að fara með skipið þar inn, en þeir fengu það ekki fyrst, þar sem talið var að skipið væri alltof stórt. Sfðan var þeim sagt að þeir mættu koma inn ef þeir treystu sér til að sigla inn sjálfir og þeir fylgdu einhverri ferju þarna inn og höfðu þar tveggja daga viðdvöl. Þar auglýsti eigandinn skipið til sölu, en þrátt fyrir að einn aðili kom og skoðaði það varð ekkert að sölu. Sfðan var tollurinn eitthvað hræddur þarna á Korsíku af því að Tyrkirnir voru þarna, var allt skoðað hjá þeim og mikil leit gerð, en ekkert fannst. Sautjánda júní héldum við frá Korsíku f ffnu veðri og sigldum til Toulon. Þaðan héldum við síðan heim með viðkomu i París og Belgfu. Eftir á að hyggja er þetta ævintýri líkast. Við ætluðum okkur að vera viku í skemmtilegri ferð, sem allir héldu að yrði þægileg og lögleg í hvívetna. í staðinn gerðust þessir ótrúlegu hlutir, sem engan okkar hafði órað fyrir. Samt sem áður er- um við tilbúnir að fara f aðra svona ferð,“ sagði Valentínus að lokum. JG Hæstiréttur um útla yu eignar á uppboði: Húsnæðismálastofnun óheimilt að reikna verð- bætur á eftirstöðvar HÆSTIRÉTTUR hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að Húsnæðismálastofnun ríkis- ins sé óheimilt að reikna vísi- töluálag á eftirstöðvar veð- skuldabréfs þegar eign er út- lögð stofnuninni á nauðung- aruppboði. Þá er átt við íbúð- ir sem lánað hefur verið til úr Byggingarsjóði ríkisins á grundvelli laga um svo- nefndar „félagslegar íbúðir“. Áður hafði fógetaréttur Reykjavíkur talið að stofnun- inni væri heimilt að reikna sér slíkt álag við útlagningu íbúðar á nauðungaruppboði. Forsaga málsins er í stuttu máli sú að fbúð var seld á nauðungar- uppboði. Hér var um að ræða íbúð sem reist var á vegum Fram- kvæmdanefndar byggingaáætlun- ar í Reykjavík. íbúðin var því háð ákvæðum reglugerðar nr. 78/1967, sbr. reglugerð nr. 122/1968, sem settar voru samkv. lögum nr. 97/1965, en á þeim tíma sem hér skiptir máli áttu reglugerðirnar stoð f lögum nr. 30/1970 og nr. 106/1970. Um fbúðina gilti þvf sú regla að söluverð hennar mætti ekki verða hærra en kaupverð hennar, að viðbættri verðhækkun, sem orðið hefur á þeim hluta kostnaðarverðs íbúðarinnar, sem fallið hefur í gjalddaga og verið greiddur, þegar Húsnæðismálastofnun neytir for- kaupsréttar. Þá skal og bæta við virðingarverði endurbóta, sem á sínum tíma hafa verið gerðar, og draga frá hæfilega fyrningu, hvort tveggja samkvæmt mati dóm- kvaddra manna. Ef slfk eign fer á nauðungaruppboð, getur Húsnæð- ismálastofnunin krafist þess að sér verði útlögð eignin, á því verði sem hæst hefur verið boðið, eða á söluverði samkvæmt framan- greindum reglum, ef það er lægra en hæsta boð. Á íbúðinni sem hér um ræðir var áhvílandi lán með 1. veðrétti Húsnæðismálastofnunar, sem lán- aði á sínum tfma (1975) 80% sölu- verðsins úr Byggingarsjóði ríkis- ins. Þegar til nauðungaruppboðsins kom krafðist Húsnæðismálastofn- un að sér yrði útlögð eignin eftir framangreindum reglum. Mats- verð eignarinnar var fundið út með eftirfarandi hætti, en um það sem slfkt stóð ekki ágreiningur: Af þessari upphæð skyldi veð- höfum greitt eftir rétthæð krafna þeirra og var Húsnæðisstofnun á 1. veðrétti en Lffeyrissjóður versl- unarmanna var á 2. veðrétti. Þeg- ar til úthlutunar kom krafðist Húsnæðismálastofnun ríkisins þess, að á eftirstöðvar skuldabréfs þess, sem fylgdi láni stofnunar- innar, skyldu koma fullar verð- bætur. Kröfu sína sundurliðaði stofnunin með þessum hætti: Skuldabréf útgefið 10. apríl 1975, upphaflega að fjárhæð 2.264.000 gkr. að eftirstöðv- um qs.. 2.215.652 gkr. Vfsitöluálag sem fallið er á þær eftirstöðvar ...... 2.356.124 gkr. Vextir, 9,75% af eftirstöðvum frá 1. maí 1979 — 24. október 1979 .............. 104.413 gkr. Samtals 4.676.189 gkr. Lífeyrissjóður verslunarmanna mótmælti þessari kröfugerð, á þeirri forsendu, að f raun væri um tvigreiðslu að ræða, þar sem stofnunin fengi eignina sér út- lagða en krefðist jafnframt verð- tryggingar á eftirstöðvar kaup- verðsins. Ef gengið hefði verið að kröfu Húsnæðismálastofnunar hefði Lífeyrissjóður verslunar- manna aðeins fengið brot upp f sfna kröfu, sem hljóðaði upp á 27.113.80 nkr. í fógetarétti Reykjavfkur var raunar komist að þeirri niðurstöðu, en Hæstiréttur taldi á hinn bóginn að óheimilt 2.215.651 gkr. .. 614.349 gkr. .... 2.156.979 2.771.328 gkr. .. 228.371 gkr. 5.215.350 gkr. væri að reikna vísitöluálag á eftir- stöðvar veðskuldabréfs Húsnæð- ismálastofnunar, sem tryggt var með 1. veðrétti, er forkaupsréttar- ins var neytt. Lífeyrissjóðurinn fékk þvf sfna kröfu greidda næst á eftir kröfu Veðdeildar Lands- banka íslands (fyrir hönd Hús- næðismálastofnunar), en sú krafa var talin 23.200.65 nkr. (22.156.52 + 1.044.13 krónur). Segja má að þessi dómur sé ekki síður mikilvægur fyrir eigendur slfkra fbúða, þar sem Lifeyrissjóð- ur verslunarmanna hefði, í fram- angreindu máli, fengið lftið upp f sfna kröfu, og eigandinn þvf áfram skuldað honum framangreinda fjárhæð. Eftirst. upphafl. kaupverðs: 2.830.000 gkr. + 614.349 gkr. Greiðslur kaupanda ............................... Vísitölubætur á greiðslur ........................ Samtals verðbættar greiðslur kaupanda ........... Mat matsmanna ................................... Samtals Fjárhagserfiðleikar Lánasjóðs námsmanna: Fara fram á 182 milljón króna aukafjárveitingu „Hækka þarf leyfilegt tekjumark án þess að það skerði möguleika til námslána" — segir Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna á við mikla fjárhags- örðugleika að etja um þessar mundir. Stjórn sjóðsins hefur af þeim sökum farið fram á það við menntamálaráðherra, Ragnhildi Helgadóttur, að hún beiti sér fyrir því, að sjóðnum verði veitt 182 millj. kr. aukafjárveiting, svo hann geti staðið við skuldbindingar sínar á hausti komanda. Lögum sam- kvæmt eiga námslán að nema 95% af reiknaðri fjárþörf hvers námsmanns. En á næsta ári er gert ráð fyrir að námslánin fari í 100% fjárþarfarinnar. Að sögn Ragnhildar Helgadótt- ur menntamálaráðherra, er beiðni Lánasjóðsins í athugun hjá stjórnvöldum um þessar mundir. Hún sagði að svo kynni að fara, að koma þyrfti til vissrar skerðingar lána í samræmi við bráðabirgða- lögin í sumar. „En ég sem mennta- málaráðherra mun beita mér fyrir því, að í þá ráðstöfun verði farið eins mildilega og unnt er,“ sagði Ragnhildur. Hún fór þess á hinn bóginn á leit við forsvarsmenn Lánasjóðsins, að þeir beittu sér fyrir því, að úthlutunarreglum hans verði breytt, þannig að þær dragi ekki úr tekjuöflun náms- manna. „Aðalatriðið er, að það sé ekki dregið úr möguleikum manna, eða löngun, til tekjuöflunar, eins og t.d. verkefna sem nýtast þeim vel í námi. Ég tel að slík breyting geti einmitt orðið til þess að létta á Lánasjóðnum. Ef menn geta haft örlítið meiri tekjur af eigin aflafé án þess að missa möguleika til námsláns, þá fara menn líka að skoða hug sinn um hvort þeir ættu að taka fullt lán,“ sagði Ragnhild- ur. Hún sagði að starfsemi Lána- sjóðsins væri í raun og veru starf- semi almennrar lánastofnunar, en ekki styrkjakerfi, sem miðast við þetta ákveðna verkefni og þarf eðli sínu samkvæmt að bjóða upp á sérstök kjör. „Þess vegna finnst mér eðlilegt, að mestur hluti starfsemi Lánasjóðsins fari fram í Veðdeild Landsbankans, og að hann verði meðhöndlaður með sama hætti og aðrar lánastofnan- ir. Hitt er annað mál að það er eðlilegt að þar til bærir aðilar annist mat á því að hvaða leyti nám manna, sem óska lána, er lánshæft," sagði Ragnhildur Helgadóttir að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.