Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 27 þessari athugun eru meðtaldar greiðslur atvinnurekenda til trygginga launþega. Á 7. áratugn- um er hlutur launanna innan við 70% af hreinum þjóðartekjum nema á árinu 1968 sem bendir til þess að launþegum hafi að ein- hverju leyti verið hlíft við skellin- um þá. Frá og með 1971 er hlutur launa alltaf meiri en 70% og há- markið verður 75,7% á árinu 1972. Kemur það heim og saman við efnahagsstefnu þáverandi rikis- stjórnar og viðskiptahalla sem var 2,6% af vergri þjóðarframleiðslu á árinu 1972 þrátt fyrir að útflutn- ingur hefði aukist um rúm 17% á milli ára meðan innflutningur jókst aðeins um tæp 7%. Á mynd III er sýnd niðurstaðan samkvæmt framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga. Tölurnar eru byggðar á Þjóðhagsreikninga- skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá október 1982. Þessar tölur taka yf- ir árin 1973—1978. Sé litið til ár- anna 1973—1976 sést að hlutur launa samkvæmt framleiðslu- uppgjörinu liggur 2,1—2,8 pró- sentustigum ofar en tölurnar í at- hugun verðbólgunefndar. Hreyf- ingarnar eru þó þær sömu og benda til þess að launþegum hafi aftur að einhverju leyti verið hlíft við skellinum af efnahagsáfallinu á árunum 1974—1975. Á mynd IV er sýnd niðurstaða athugunar á vegum Fram- kvæmdastofnunar sem tekur til áranna 1971—1981. Þar er miðað við áætluð greidd laun samkvæmt skattframtölum og hreinar þjóð- artekjur byggðar á ráðstöfunar- uppgjöri þjóðarframleiðslu. Inni í laununum f þessari athugun eru ekki ýmis launatengd gjöld sem fylgja með í fyrri tölunum, eins og t.d. lífeyrissjóðsframlög atvinnu- rekenda. Þessar tölur liggja því nokkru lægra en hinar, en þær sýna líka meiri sveiflur. Sama niðurstaða og samkvæmt hinum heimildunum fæst varðandi efna- hagsáfallið 1974—1975, að laun- þegum hafi að einhverju leyti ver- ið hlíft við samdrættinum. Tölur Framkvæmdastofnunar sýna að á árinu 1981 hafi hlutur launa í hreinum þjóðartekjum vaxið úr 74,8% í 80,2%. Þetta kemur heim og saman við efnahagsstefnuna á því ári, en þá var skattheimta aukin verulega og genginu haldið föstu sem leiddi til 5% viðskipta- halla miðað við þjóðarframleiðslu þrátt fyrir metafla. Á mynd V er sýndur framreikn- ingur gerður af VSÍ byggður á hugmyndum um þróun atvinnu- tekna og þjóðartekna samkvæmt framleiðsluuppgjöri. Tölurnar eiga því að vera sambærilegar við niðurstöðurnar sem sýndar voru á mynd III. Árið 1977 er notað sem stofn í framreikningunum sem út- skýrir muninn á tölunum á árinu 1978, en þá er hlutur launa í hrein- um þjóðartekjum 74,1% f VSf töl- unum en 76,0% í þjóðhagsreikn- ingatölunum. VSf framreikningn- um ber saman við niðurstöðurnar úr athugun Framkvæmdastofnun- ar varðandi árið 1981. Hlutur launa hækkar úr 73,9% á árinu 1980 upp í 78,9% á árinu 1981. Á árinu 1982 hækkar hlutur launa enn og verður 80,2%. Á ár- inu 1983 er síðan reiknað með þvf að hlutur launa lækki aftur og verði svipaður og hann var á árinu 1980. Framreikningur sem þessi er að sjálfsögðu háður töluverðri óvissu en þó má fullyrða að meg- inlinan sé nokkuð traust. Uppstokkun naudsyn Kaupmáttur rýrnar meira á þessu ári en sem samsvarar lækk- un þjóðartekna frá 1981. Slík þróun er í samræmi við stað- reyndir íslensks efnahagslffs. Áll- ar upplýsingar um efnahags- starfsemina á undanförnum árum staðfesta að eytt hefur verið um efni fram. Nú þegar illa árar verð- um við að draga saman seglin bæði sem samsvarar umfram- eyðslunni og aflabrestinum. Það er ekki svigrúm til þess að taka skellinn af launþegum að neinu leyti vegna þess að þjóðin er kom- in að endamörkum skuldasöfnun- arinnar erlendis. Það voru engar efnahagslegar forsendur fyrir því að auka stór- lega hlut launa í hreinum þjóðar- tekjum á árunum 1981 og 1982. Hluturinn var þá þegar of hár. Enda kom aukningin alfarið fram í aukinni skuldasöfnun erlendis og horfur voru á yfir 100% verðbólgu með atvinnubresti í kjölfarið á þessu ári. Hefði slík þróun fengið að halda áfram óhindruð hefði kaupmáttur launa kannski um skeið mælst hærri en ella. En það hefði eflaust i mörgum tilfellum verið kaupmáttur launa í störfum sem ekki hefðu verið til. Enginn fagnar því að þjóðin þurfi að draga svo saman seglin sem raun ber vitni. Allir óska eftir betri tíð. Þess mikilvægara er að í þessum þrengingum sé lagður grundvöllur að hagvexti í framtíð- inni með uppstokkun á hlutverki hins opinbera, minni skattheimtu og fjárfestingum á arðsemis- grundvelli. Það verður að taka fyrir eyðslustefnu hins opinbera á arðsemisgrundvelli. Það verður að taka fyrir eyðslustefnu hins opinbera á öllum sviðum um leið og skrúfað er fyrir umframeyðslu heimilanna. Þá einungis er von til þess að í framtíðinni megi komast hjá þvi að efnahagsstefnan sjálf sé meiri skaðvaldur fyrir þjóðarbúið en aflabrestur og önnur náttúruleg óáran. Dr. Yilhjálmur Egilsson er bag- frædingur Yinnureitendasambands íslands. Mynd V HLUTUR LAUNÞEGA f HREINUM ÞJÓÐARTEKJUM Hvers á forseti íslands að gjalda? eftir Hallgrím Sveinsson bónda Óhætt er að fullyrða nú að lok- inni opinberri heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Vestfjarða að hún hafi unnið hug og hjarta Vestfirðinga, hafi hún ekki verið búin að því áður, með sinni alúðlegu og glæsilegu framkomu. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera einn af fylgdarsveinum hennar um Vestur-ísafjarðarsýslu og varð vitni af innilegum móttökum fólksins hvarvetna í sýslunni. Það kom greinilega í ljós, hve forset- anum er lagið að ná til fólks á öllum aldri og ekki síst það hve Vigdís Finnbogadóttir er hæf í sínu starfi. Dagskrá heimsóknar- innar var mjög stíf. ótal ræður þurfti forsetinn að halda, opinber- ar móttökur, veislur og opin hús, nánast á færibandi. Það er ekki heiglum hent að komast algjör- lega klakklaust frá slíkum hlut- um, en það gerði forsetinn svo sannarlega í þessari ferð. Hin glæsilegu bókmenntaverð- laun sem forsetinn tilkynnti um við móttöku hér á Hrafnseyri, hafa vakið þjóðarathygli. Það hef- ur líka vakið mikla athygli hvern- ig Morgunblaðið hefur brugðist við áætlun forsetans um bók- menntaverðlaunin og virðist ekki einleikið, hve blaðið hefur hamast í þessu máli. Mér, sem og fleirum sem voru viðstaddir áðurnefnda athöfn, fannst boðskapur forseta skýr. Forsetinn tilkynnti um væntanleg bókmenntaverðlaun í minningu Jóns Sigurðssonar og skyldi fyrsta verðlaunaveiting fara fram 17. júní að ári. Það var yfirlýst af forseta að hér væri ekki um sjóðstofnun að ræða, þó slíkt hafi reyndar verið margtuggið í sumum fjölmiðlum. Forsetinn kvað fjármálaráðherra samþykk- an máli þessu. í stjórnarskrá okkar, 25. grein, segir svo: „Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta." Svo mörg voru þau orð. Nú liggur það í aug- um uppi að hvorki forseti né fjár- málaráðherra hafa fjárveitinga- vald. Það er hjá Alþingi. Þessir tveir aðilar hafa því tæpt ár til stefnu að fá þetta frumvarp sitt samþykkt á Alþingi, þvi nokkurs- konar frumvarp er þetta og ekkert annað. En nú má spyrja: Er það ekki alvanalegt að þingmenn tjái umbjóðendum sínum hvaða mál þeir hyggist leggja fyrir Alþingi? Hvað um gömlu leiðaþingin og þing- og héraðsmálafundina hér fyrir vestan? Ég veit ekki betur en þar hafi mál verið rædd og undir- búin til nánari sóknar á Alþingi. Hverjir eru umbjóðendur for- seta fslands? Er það ekki nánast öll íslenska þjóðin? Hvers vegna má þjóðin ekki vita það fyrirfram, hvaða mál forsetinn og fjármála- ráðherra hans ætla að leggja fyrir Alþingi? Ekki er betur vitað en til dæmis ríkisstjórnir séu myndaðar með nokkurs konar samningi, stjórnarsáttmála svokölluðum. Hvað er stjórnarsáttmáli? Ekkert annað en upptalning á frumvörp- um sem ætlunin er að leggja fyrir Alþingi, eða hvað? Frá bæjardyr- um óreynds leikmanns er forset- inn þarna í sínum fulla rétti að tala til þjóðarinnar á þann hátt sem hann gerði. Nú má það vel vera að alþingismenn hafi ekki sömu skoðun á þessu máli og for- setinn og fjármálaráðherrann. Ef upphafleg drög að stofnskrá bók- menntaverðlaunanna breytist eitthvað í meðförum þingsins er ekkert við því að segja. Vilji Al- þingis er lög þjóðarinnar. Það veit áreiðanlega enginn betur en for- seti vor. Óll framganga Vigdísar Finnbogadóttur í embætti hefur verið með eindæmum glæsileg og þjóðin dáir forseta sinn. Minning Jóns Sigurðssonar er nánast heilög með þjóðinni. Það fór mjög vel á því að forsetinn skyldi tjá sig um bókmenntaverðlaun sín í Vest- fjarðaferðinni. Ekki skal þvi trúað að það hafi spillt fyrir að fæð- ingarstaður Jóns Sigurðssonar var valinn, sem vettvangur þessarar tilkynningar, enda verðlaunin til- einkuð honum. Hrafnseyri 3. júlí 1983, Hallgrímur Sreinsson er skóla- stjóri og bóndi á Hrafnseyri. Aths. ritstjóra. Um Jón Sigurðsson og forseta fslands ætlar Mbl. ekki að ræða. Orð eins og „alúðlegur", „heilag- ur“, „glæsilegur" og „dá“ eru til- finningaleg hugtök, sem koma þessu máli ekki við. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur haldið orðs- tír íslands vel á loft, t.a.m. í eftir- minnilegum heimsóknum hennar til útlanda, og biaðið hefur sizt af öllu legið á því. Mbl. fylgdist nú síðast rækilega með Vestfjarða- ferðinni eins og vera bar. Hitt er annað mál, að um hug- myndina að bókmenntaverðlaun- unum hafa orðið mikil skrif i blöð- um og umtal manna á milli. Mest af því sem birzt hefur um það mál, var haft eftir ráðherrum og kom þá í ljós, að sitt sýndist hverjum. Ráðherra greindi mjög á um upp- haf málsins og málsmeðferð. Mbl. kom því öllu að sjálfsögðu til skila. Auk þess varaði blaðið við þvi, að nokkuð það kæmi frá forsetaemb- ættinu, sem deilum gæti valdið. Mbl. hefur ekki gert annað í þessu sambandi en benda á, að allt verði þetta að fara fram innan marka stjórnskipunar landsins. Hér er við venjur og lagaákvæði að styðjast. Alþingi eitt hefur í raun löggjafar- og fjárveitinga- vald. Nú segir Hallgrímur Sveins- son að forseti hafi skv. stjórn- arskrá heimild til að leggja frum- varp fyrir Alþingi og lætur að því liggja að hún muni fara þá leið, eða þá að leggja fram frumvarp ásamt fjármálaráðherra. Slíkt væri einsdæmi, auk þess sem ekki er hægt að tala um hugmynd for- seta sem „nokkurs konar frum- varp“ eins og Hallgrímur Sveins- son gerir. Ráðherrar bera ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum forseta, sbr. 14. gr. stjórnarskrárinnar og kemur það rækilega fram í máli Ragnhildar Helgadóttur, mennt^- málaráðherra, hér í blaðinu. Forseti hefur að vísu rétt til að láta leggja fram frumvarp til laga á Alþingi, skv. 25. gr. stjórnar- skrárinnar, en i reynd er það ráð- herra sem fer með þennan frum- kvæðisrétt forseta. Eins og fram kom hjá menntamálaráðherra væri eðlilegast, að hún hefði for- ystu um mál það, sem hér um ræð- ir, en Ragnhildur Helgadóttir hef- ur, eins og fram hefur komið, sitt hvað við málsmeðferðina að at- huga. Forseti getur ekki látið ráð- herra leggja fram lagafrv. sem ráðherra er andvígur. Hér verður að fara að öllu með gát og í anda þeirrar stjórnskip- unar sem við íslendingar búum við. Forðast ber eins og heitan eld- inn deilur og átök, sem rætur eiga í hugmyndum eða stjórnarathöfn- um sem rekja má til forsetaemb- ættisins þótt umræður um slík mál séu sjálfsagðar í lýðræðis- þjóðfélagi. Varla getur nokkrum verið það ljósara en forseta sjálf- um. Mbl. hefur varað við slíkum deilum. Löggjafinn hlýtur að reyna að koma í veg fyrir að slíkt geti gerzt. Og það er bókstaflega í verkahring forsetaembættisins að vera sameiningartákn og setja niður deilur, ef hægt er. Vonandi verður þetta mál leyst farsællega á Alþingi, svo að löggjafar- og framkvæmdavaldinu sé sómi að og stjórnarskrá íslands í heiðri höfð. En til þess þarf að ígrunda málið vel og hrapa að engu. Einörð og lögfræðileg afstaða menntamála- ráðherra, Ragnhildar Helgadótt- ur, eins og hún birtist hér í blað- inu laugardaginn 2. júlí sl. getur ieitt málið til lykta með þeim hætti, sem hollast væri; þannig að hugmynd forsetans verði til sam- einingar og gleði, en ekki til að magna deilur eða pólitíska flokka- drætti. Slíkt væri í andstöðu við þann jákvæða anda og ást á ís- lenzkri ritlist, sem er forsenda þeirrar hugmyndar, sem frú Vig- dís Finnbogadóttir bar fram á Hrafnseyri. Hljómsveitin Tíbrá, sem leikur á Húnaversgleði. Húnaversgleði Húnaversgleði verður haldin í ýmsar uppákomur, en hljómsveit- Húnaveri í Austur-Húnavatns- in Tíbrá frá Akranesi leikur fyrir sýslu dagana 8.—10. júlí. Tveir dansi. dansleikir verða á gleðinni og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.