Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983
15
með skulda- og vaxtabyrði.
í þessu sambandi verðum við að
muna, hversu skammt á veg við
erum enn komin að virkja og nýta
auðlindir íslands, vatnsföll og
jarðhita. Norðmenn og Svíar eru
fyrir löngu búnir að virkja sín
vatnsföll og tóku til þess stórlán
erlendis. Nú þurfa þeir ekki á að
halda erlendum lánum til þessara
nota.
Mikill hluti af erlendu lánsfé Is-
lendinga hefur gengið og gengur
til þess að koma upp raforkuver-
um og hitaveitum. Hvorttveggja
er undirstaða undir atvinnu og
lífskjör fólks. Hitaveiturnar spara
á örfáum árum gjaldeyri, sem
nemur meira en vöxtum og af-
borgunum af þeim erlendu lánum,
sem tekin voru til þeirra. Engan
mann hef ég fyrirhitt, sem vill nú
hætta við virkjunarframkvæmdir
Landsvirkjunar við Þjórsá eða
Blönduvirkjun, eða fresta þeim, en
þessi mannvirki nota stærstan
hluta af þeim nýju erlendu lánum,
sem íslendingar taka í ár. Það er
hvorki sanngjarnt né rökrétt þeg-
ar því er haldið fram, að atvinnu á
fslandi hafi nú verið haldið uppi
með erlendum lántökum. Það
sama átti þá við, þegar Búrfells-
og Sigölduvirkjanir voru reistar.
Um leið þurfum við að hafa gát
á því að við ofkeyrum ekki með
erlendri skuldasöfnun og þarf að
upplýsa almenning sem gleggst og
sannast. Á því hefur orðið mis-
brestur. Fréttatilkynningar hafa
fremur villt um fyrir mönnum og
skapað ótta umfram tilefni. Skýr-
um þetta með dæmi.
Opinberar stofnanir hafa lengi
haft tvennskonar viðmiðun um
erlendar skuldir. Önnur er þessi:
Hve há prósenta eru erlendar
skuldir af þjóðarframleiðslu? Hin:
Hve há prósenta eru vextir og af-
borganir af gjaldeyristekjum
þjóðarinnar?
Þessar aðferðir eru góðar og
gildar þegar jafnvægi ríkir og
þjóðarframleiðsla vex jafnt og
þétt frá ári til árs um nokkrar
prósentur, eins og gerst hefur hjá
okkur að jafnaði. En þegar þjóðar-
framleiðsla, og þar með gjaldeyr-
istekjur hrynja allt í einu, eins og
hér gerðist í fyrra og nú, verða
þessar reglur ónothæfar og vill-
andi. Prósenturnar, sem eiga að
sýna þunga hinna erlendu skulda,
stökkva upp vegna þess að þjóðar-
framleiðslan sem þær eru reiknað-
ar af, minnka, — án þess að er-
lendar skuldir hafi aukist um eyri.
Fyrrverandi ríkisstjórn tók upp
og markaði þá raunsæju stefnu í
byrjun þessa árs, að erlendar
skuldir skyldu ekki hækka að
raungildi í ár. Það þýðir meðal
annars, að ný lán geta komið í
stað afborgana af eldri lánum.
Islendingar hafa alltaf staðið í
skilum með allar erlendar skuldir,
greitt á gjalddaga og eru orðlagðir
fyrir skilsemi sína. Þeir nota nú
einn fimmta til eins sjötta af
gjaldeyristekjum til vaxta- og af-
borgana erlendra lána.
Það er því nær óskiljanlegt þeg-
ar því er haldið fram, að ísland
eigi að setja á bekk með annáluð-
um vanskilaþjóðum, þar sem
margfaldar árlegar gjaldeyris-
tekjur nægja ekki fyrir afborgun-
um og vöxtum. Það er staðreynd,
að Island nýtur fyllsta láns-
trausts, hvar sem er.
Efnahagsvandinn
við stjórnarskipti
Við stjórnarskipti voru einkum
fyrir hendi þessi vandamál:
1) Vísitöluhækkanir framundan
og verðbótakerfið ónothæft. 1.
júní blasti við um 20% verðbólgu-
bylgja. Ef ekki hefði tekist af
mynda ríkisstjórn í tæka tíð fyrii
þann dag, hefði ég gefið út bráða-
birgðalög um að fresta öllum
hækkunum 1. júní um sinn, svo aí
tóm og tími gæfist til raunhæfra
ákvarðana og aðgerða. Forseti fs-
lands, sem jafnan var hollráður,
er við ræddum rækilega saman
um þessi vandamál, var hvetjandi
og samþykkur. En sérhver ný rík-
isstjórn hlaut að taka fyrst á
þessu máli.
2) Minni þjóðarframleiðsla og
þjóðartekjur en áður. Batamerki
voru þó sjáanleg. Á1 og járnblendi
var byrjað að hækka í verði í vor
og er ánægjulegt áframhald á
þeirri verðþróun. Nú verður að
vona, að skreið seljist og loðna
veiðist og næsta vertíð verði gjöf-
ul. Þar sem útflutningsiðnaður og
heimaiðnaður er í keppni við er-
lendar vörur stóð í vor betur að
því er gengisskráningu snertir en í
mörg ár, mun íslenskur iðnaður
leggja fram sinn skerf til að auka
þj óðarf ramleiðsluna.
Þetta tvennt, verðbólgan og
minni þjóðarframleiðsla og þjóð-
artekjur leiða svo af sér tilfinn-
anlega örðugleika fyrir atvinnu-
vegina. Fyrirtækjum verður tor-
veldara að afla sér nauðsynlegs
rekstrarfjár. Samdrátturinn og
minni kaupgeta almennings dreg-
ur úr eftirspurn eftir ýmsum vör-
um, sem íslenskur iðnaður fram-
leiðir. Útgerðin hefur orðið fyrir
þungum búsifjum vegna minnk-
andi afla á tveim vertíðum.
Upplýsingar þær, sem raktar
hafa verið í þessari grein, eiga að
sýna rétta og sanna mynd af
ástandi mála við stjórnarskiptin.
Þær ættu að duga til þess, að
menn láti nú linna öfgafullum
ræðum og ritsmíðum, — höfund-
um þeirra til lítils sóma, um
„versta viðskilnað í sögu lýðveldis-
ins“, „hrikalegasta ástand í hálfa
öld“ og glatað lánstraust íslensku
þjóðarinnar. í staðinn ættu menn
að halla sér að hugarfari Ara hins
fróða og hafa það heldur, er sann-
ara reynist.
Ferðir á Hornstrandir
Djúpbáturinn frá ísafirði heldur
uppi ferðum á Hornstandir í sumar
eins og verið hefur undanfarin ár.
Ljóst þykir að áætlun sú sem
gefin var út varðandi brottfarar-
tíma, viðkomustað og komutíma
riðlast að einhverju leyti og eru
því ferðamenn sem hyggja á
Hornstandaferð beðnir að leita
sér upplýsinga um breytinguna
og bóka sig í ferðirnar með
nokkrum fyrirvara.
Bókun og sölu í ferðir bátsins
annast Ferðaskrifstofa Vest-
fjarða á ísafirði og aðrar al-
mennar ferðaskrifstofur.
Alþióðaár æskunnar 1985
Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna 1979 var ákveðið að helga æsk-
unni árið 1985 undir kjörorðinu:
þátttaka, þróun og friður. Þá setti
allsherjarþingið einnig á fót
ráðgjafanefnd til undirbúnings
þessu alþjóðaári æskunnar og benti
á ýmis málefni sem vinna ætti að
árinu. Menntamálaráðuneytið skip-
aði fyrr á þessu ári nokkra aðila í
framkvæmdanefnd alþjóðaársins
hér á landi.
Ráðgjafanefndin, sem allsherj-
arþingið setti á stofn til undirbún-
ings alþjóðaársins, leggur áherslu
á að sem vfðtækust samstaða sé
meðal þeirra, sem vinna að fram-
gangi málefnis alþjóðaársins í
hverju landi og að æskulýðsfélög
og samtök fái sem mest að ráða
því sjájf hvaða þætti þau leggja
áherslu á. f framkvæmdanefnd al-
þjóðaársins hérlendis voru eftir-
taldir skipaðir: Níels Árni Lund,
formaður nefndarinnar, Erla Elín
Hansdóttir, Sigurður Geirdal, Jón
Ármann Héðinsson, Guðmundur
Bjarnason, Jón B. Stefánsson, Sig-
urjón Bjarnason, Helgi M. Barða-
son, sr. Kristinn Ágúst Friðfinns-
son, ómar Einarsson, Margrét S.
Björnsdóttir, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Jóhann Einvarðsson, Ellert
B. Schram, Skúli Alexandersson
og Guðmundur Guðmundsson.
í bréfi frá framkvæmdanefnd-
inni segir að hlutverk hennar sé
m.a. að kynna þeim sem að æsku-
lýðsmálum vinna, verkefni og
markmið alþjóðaársins og hvað
fyrirhugað sé að gera af Islands
hálfu. Einnig beri henni að hvetja,
veita ráðgjöf og ná sem mestri
samstöðu meðal þeirra sem að
þessum málum vinna. Nefndin
hefur rætt um hugsanleg verkefni
alþjóðaársins og mun væntanlega
kynna þau með h- ' :-u.
YERÐLÆKKUN
Vegna hagstœðra samninga og magn-
innkaupa getum við boðið nokkra
OPEL KADETT bíla árgerð 1982 á
sérlega hagstœðu verði.
Ihugun
OPEL KADETT er með:
Sparneytinni og kraftmikilli vél -
Framhjóladrif - Óþrjótandi rými
fyrir farþega og farangur - Mjúka
og þægilega fjöðrun.
OPEL KADETT LUXUS 3ja dyra
Verð kr. 243.000,
íhugaöu þetta verötilboð og berðu saman við
aðrar bílategundir.
Við bjóðum einnig viðráðanleg greiðslukjör eða
uppítöku á eldri bifreið.
Komið skoðið og gerið góð kaup strax.
VÉIADEILD SAMBANDSINS