Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983
23
Nýtt fyrirtæki á Akureyri:
Nýtir hráefni sem áður
var keyrt á öskuhaugana
Akurejri.
í GÆR var haldinn hér á Akureyri
stofnfundur nýs hlutafélags, með að-
ild nokkurra fyrirtækja og einstakl-
inga, sem hyggst stofna til nýs at-
vinnurekstrar hér, sem ekki hefur
verið til staðar áður. Er hér um að
ræða fyrirtæki, sem mun annast
kaldsólun á hjólbörðum fyrir stærri
bifreiðir. En þar með er ekki öll sag-
an sögð, því við slíka kaldsólun
myndast mikill afskurður af dekkj-
unum sem sóluð eru, og þeim af-
skurði hefur fram til þessa verið ek-
ið á ruslahauga hér á landi þar sem
slík starfsemi hefur farið fram.
Hið nýja fyrirtæki hyggst
kaupa vélar og tæki til þess að
nýta þennan afskurð, sem talinn
er nema 3—400 tonnum á ári, til
þess að steypa úr ýmsa hluti, svo
sem ýmislegt sem útgerðin þarf á
að halda, t.d. bobbinga og einnig
gefur slík gúmmísteypun mikla
möguleika á ýmsum öðrum svið-
um.
Eins og áður segir verður
stofnfundur haldinn á föstudag,
en þegar liggur fyrir að tæki til
starfseminnar geta verið komin til
Akureyrar innan tveggja mánaða
og getur starfsemi þá hafist. Hús-
næði er þegar fyrir hendi og áætl-
að er að þegar i upphafi starfi við
fyrirtækið 4 menn, en síðan verð-
ur að fjölga starfsmönnum með
auknum umsvifum.
Aðalhvatamaður að stofnun
þessa fyrirtækis hefur verið Þór-
arinn Kristjánsson, Þingvalla-
stræti 12, Akureyri, en hann hefur
hlotið góðar undirtektir hjá lána-
stofnunum og ráðamönnum í bæn-
um við þetta framtak. Er það vel,
mitt í allri kreppunni sem hrjáir
okkur íslendinga um þessar
mundir.
G. Berg
Rafeindafyrirtæki
stofnað á Akureyri
NÝTT hlutafélag var stofnað á Akur-
eyri 6. júlí sl., og ber heitið Aurora
hf. í fréttatilkynningu frá fyrirtæk-
inu segir að tilgangur þess sé hönn-
un og framleiðsla á háþróuðum raf-
eindabúnaði til notkunar á fiskiskip-
um hér á landi og erlendis. Auk þess
Alþjóðlegu skákmóti í V-Berlín lauk á sunnudag:
Guðmundur
5. sæti
Sigur-
jonsson 1
GUÐMUNDUR Sigurjónsson stór-
meistari varð í 5. sæti á alþjóðlegu
skákmóti sem haldið var í V-Berlín,
en mótinu lauk á sunnudag. Sigur-
vegari varð Hort frá Tékkóslóvakíu
með 8,5 vinninga, en Guðmundur
hlaut 7 vinninga. Tefldar voru 9 um-
ferðir eftir Monrad-kerfi.
Guðmundur byrjaði vel á mót-
inu og vann 5 fyrstu skákirnar, en
í 6. umferð tapaði hann fyrir Sví-
anum Ákeson. Hort varð í efsta
sæti, eins og áður sagði, en í 2.-4.
sæti urðu þeir Ákeson, Goodman
frá ísrael og Hertzog frá Austur-
ríki.
Af mönnum sem hlutu 6,5 vinn-
inga má nefna þá Seirawan frá
Bandaríkjunum og Georghiu frá
Rúmeníu.
Um 300 manns tóku þátt í mót-
inu, þar af 12 stórmeistarar.
vinnur fyrirtækið að ýmsum verk-
efnum á sviði sjálfvirkni og mæli-
tækni.
í fréttatilkynningunni segir
einnig að fyrirtækið hafi þegar
hafið framleiðslu á ganghraða-
mæli fyrir skip og er hér um að
ræða leyfisframleiðslu á frönskum
mælum sem viðurkenndir eru um
allan heim. Stofnendur fyrirtæk-
isins eru eftirtaldir: Verkfræðifyr-
irtækið fsrás sf., rafiðnaðarfyrir-
tækið Norðurljós sf., Slippstöðin
hf., Útgerðarfélag Akureyringa
hf. og Iðnþróunarfélag Eyja-
fjarðarbyggða hf. Ráðgjafar
Fjórðungssambands Norðlendinga
og Iðnþróunarfélagsins hafa veitt
ýmsa aðstoð við undirbúnings-
vinnu, sem unnin hefur verið.
Stjórn Auroru var kosin á
stofnfundi og hana skipa þeir
Guðmundur Svavarsson, verk-
fræðingur, formaður, Birgir Ant-
onsson, rafverktaki Gunnar Ragn-
ars, forstjóri, Finnbogi Jónsson,
framkvæmdastjóri, og Friðfinnur
K. Daníelsson, iðnráðgjafi.
„Tilraun með áhrif
áhorfandans“
VIÐARI Eggertssyni leikara hefur verið boðið að taka þátt í The Edin-
burg Festival í sumar, einni elstu og virtustu leiklistar og tónlistarhálið í
Evrópu.
„Þetta kom alveg óvænt,"
sagði Viðar þegar blm Mbl.
spurði hann um málið. „Ég vissi
ekkert fyrr en bréf kom þar sem
mér var boðið að flytja einleik,
sem ég samdi fyrir sýningu í
Nýlistasafninu fyrir tveim ár-
um. Inn á þá sýningu villtist
bandarískur leikstjóri, Diana
Parker, sem átti leið um landið.
Hún varð mjög hrifin og eftir
sýninguna ræddum við lengi
saman. Það hefur væntalega
verið hún sem benti fram-
kvæmdastjóra hátíðarinnar á
mig.
Það vildi annars svo skemmti-
lega til að ég var einmitt að
ihuga að fara á þessa hátíð þeg-
ar bréfið barst. Ég hef haft það
fyrir reglu að fara á svona hátíð-
ir einu sinni á ári til að sjá sýn-
ingar víða að, og var einmitt að
hugsa um að velja Edinburgar-
hátíðina að þessu sinni.
Hún hefur gengið síðan 1946,
en var fyrst eingöngu tónlistar-
hátíð. Sfðan hefur hún þróast
meira út í leiklistina, fyrst hefð-
bundna en 1977 var farið að taka
tilraunaleikhús og uppákomur
með og var það framkvæmda-
stjóri þess þáttar á hátíðinni
sem skrifaði mér. Verkið sem ég
flyt heitir „Ekki ég ... held-
ur...“ og nota ég í grunninn
hugmynd Becketts úr einþátt-
ungnum —„Ekki ég“, sem ég lék
einmitt í hjá Stúdentaleikhúsinu
um daginn. Aðalpersónan er
munnur sem talar án afláts og
líkt og skriftar fyrir áhorfand-
anum. Bæði texti og tilgangur
minnar sýningar er þó allt ann-
ar. Þetta er leikhúsgjörningur
þar sem spilað er með leikarann
og áhorfandann. Ég leik aðeins
fyrir einn áhorfanda i einu, og er
þessu þannig fyrir komið að ég
sé aldrei hver það er sem horfir
á. Þá uppsetningu valdi ég til að
gera tilraun á þeim margumtöl-
uðu áhrifum, sem áhorfandinn
hefur á leikarann, og þannig
fékk hver áhorfandi líka að upp-
lifa sina eigin sýningu. Ég notaði
ákveðna grind um verkið en
hluta þess spann ég jafnóðum,
maður lagar leikinn alltaf að
einhverju leyti eftir áhorfendum
hverju sinni og þarna var það
undir þessum eina áhorfanda
komið, hversu langt ég gekk i
skriftunum. Enginn sýning var
eins, sumir fengu mig til að tala
i rúmar tuttugu mínútur en aðr-
ir ekki nema i tiu til fimmtán. í
leik afhjúpar leikarinn sig á
vissan hátt, túlkun hans er háð
eigin getu þar sem hann notar
óhjákvæmilega sjálfan sig og
sýna reynslu sem grunn. I lok
þessa verks læt ég, með hjálp
spegla og ljósa, áhorfandann sjá
sjálfan sig þar sem hann sá mig
áður.
Auk þessa verks langar mig að
sýna í Edinborg annað verk sem
ég er með í undirbúningi. Það
fjallar um líf Van Gough en ég
varð fyrir miklum áhrifum af
því er ég lék í Bréfberanum frá
/
Viðar Eggertsson
Arles. Verkið á að sýna þessa
manneskju, þennan hamslausa
listamann, sem er aleinn í heim-
inum og þessa þörf hans til að
koma einhverju frá sér. Þetta
verður aðallega myndræn sýning
en ég nota tónlist, ljós og texta
úr bréfunum hans til að stað-
setja hann.
Mikill kostnaður er við að fara
svona ferð, ég hef sótt um styrki
til að komast þetta, en þau mál
eru enn í athugun."
Viðar Eggertsson er 29 ára
gamall, og útskrifaðist úr fyrsta
árgangi Leiklistarskóla íslands
1976. Hann hefur leikið í meira
en 2o leikritum síðan, á Akur-
eyri og í Reykjavík. Og núna síð-
ast setti hann saman, leikstýrði
og lék í dagskrá hjá Stúdenta-
leikhúsinu sem unnin var úr
verkum Jökuls Jakobssonar.
Þingvallavegur lag-
færður í Mosfellsdal
ÞESSA dagana er á vegum
Vegagerðar ríkisins unnið að
styrkingu Þingvallavegar í
Mosfellssveit. Fyrir sex árum
var lögð olíumöl á þennan veg-
arkafla án þess að hann væri
styrktur og er slitlagið nú orðið
ónýtt vegna skemmda í undir-
laginu, sem ekki hefur þolað þá
umferð sem þarna hefur verið,
að sögn Rögnvalds Jónssonar
hjá Vegagerð ríkisins. Þegar lok-
ið hefur verið við að undirbúa
þessa 2 kílómetra, þ.e. veginn frá
Suður-Reykjaá að Lundi, verður
nýtt slitlag lagt á hann. Mynd-
ina tók Snorri Snorrason fyrir
skömmu af framkvæmdunum í
Mosfellssdal.
Ljósm.: Snorri Snorrason
Flugdagur á Reykja-
víkurflugvelli í dag
Flugbjörugnarsveitin og Vél-
flugufélagið halda „Flugtívolí" í
dag, 9. júlí, á Reykjavíkurflugvelli.
Bandarískir . fallhlífastökk-
meistarar, sem staddir eru hér á
landi til að þjálfa félaga sveitar-
innar, munu sína listir sínar.
Flogið verður listflug og flestar
flugvélar flugflota íslendinga
verða gestum til sýnis.
Flugmódelsmiðir munu sína
flugvélar af ýmsum gerðum og
stærðum. Þá mun Svifflugfélagið,
ásamt mótorsvifdrekamönnum
sína ýmsar listir.
Svæðið verður opnað klukkan
13.00.
Danskir myndlistarmenn sýna
Egilsstöóum, 8. júlí.
Sýningasamtökin Sort Flint frá
óðinsvéum á Fjóni opna í dag
myndlistarsýningu í Menntaskól-
anum á Egilsstöðum. Sýningin ber
heitið „Byen 20:10:82 — En studie
í gult“. Hingað kemur sýningin frá
Norðurlandahúsinu í Færeyjum
og að lokinni sýningu hér verður
hún væntanlega opnuð í Gallerí
Lækjartorg í Reykjavík.
Sýningunni hér lýkur á sunnu-
dag með umræðum og sýningu
litskyggna. Sýningin er opin frá
klukkan 14 til 22. __ Ólafur
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu mér sóma á 70 ára
afmæli mínu 25. júní sl. með gjöfum og heillaóskum. Lifið heil.
Oddfriéur Jónsdóttir.
Framhjóladrif - Supershlft (sparnaðargír) -
Útlspeglar beggja megln - Ouarts klukka - Lltað
gler í rúðum - Rúllubelti - upphltuð afturrúða -
Stórt farangursrýml - o.m.fl.
Verð (rá kr. 234.000
(G«ngi 28/6 '831
HlHEKIAHF
170-172 Sfcni 21240