Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 1
44 SIÐUR 168. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 27. JULI 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Næðingur leikur um ríkisstjórn Begins Jerúsaleni, Washinglon og Beirút, 26. júlf. AP. RÍKISSTJÓRN Menachem Begins stóð í dag frammi fyrir hótunum úr ýmsum áttum á þinginu. Þrátt fyrir að kaidir vindar blésu um sæti forsætisráðherrans bendir allt til þess að samsteypustjórn hans tak- ist að komast yfir erfiðleikana sem að henni steðja. Mikill atgangur var í þinginu í dag, þar sem reynt var að Ijúka fjölda mála áður en tveggja mánaða sumarleyfi hefjast. Stjórn Begins hefur stuðning 64 þingmanna, en alls eiga 120 sæti á þinginu. Stuðningur við stjórnina hefur farið minnkandi á meðal almennings að undan- förnu. Grímuklæddir menn hófu í morgun fyrirvaralausa skothríð í háskóla araba í borginni Hebron Hóta að loka siglingaleiðum Nikósíu, 26. júlí. AP. HERSKIP íraka grönduðu í nótt tveimur írönskum skipum á norðvest- urhluta Persaflóa, að því er skýrt var frá í fréttum írösku fréttastofunnar INA. Sagði að skipin tvö hefðu verið hluti af lest flutningaskipa á flóan- um á leið til hafnarinnar í Bandar Khomeini er herskip íraka gerðu árás á þau. Var tveirhur skipanna grandað, en hinum tókst að komast undan. Þá lýstu íranir því yfir í dag, að þeir hygðust loka Persaflóa fyrir allri skipaumferð og taka fyrir allan flutning olíu frá svæðinu haldi írak- ar fast við þá ákvörðun sína að hindra olíuflutninga írana. Sagðí Rafsanjani, talsmaður ír- anska þingsins, í dag, að ef Frakkar og aðrar þjóðir létu Irökum vopn í té myndu íranir ekki hika við að binda enda á siglingaöryggi í Persaflóa. „Slíkt er okkur mjög auðvelt," sagði Rafsanjani. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði í dag, að Banda- ríkjamenn væru staðráðnir í að beita sér fyrir því að halda siglinga- leiðum um Persaflóa opnum þrátt fyrir hótanir írana. Hins vegar var ekki frá því skýrt til hvaða ráða yrði gripið til þess að framfylgja fyrir- ætlununum. á vestúrbakka Jórdanár. Létu þrír lífið í skothríðinni og 33 særðust. Þá var arabisk kona drepin og önnur særðist í and- ísraelskum mótmælum síðar í dag í borginni Nablus. Féll hún fyrir skoti ísraelsks hermanns. Tveir ráðherrar ísraelsku stjórnarinnar, þeir Yitzhak Shamir utanríkisráðherra og Moshe Arens varnarmálaráð- herra komu í dag til Washington til viðræðna við bandaríska ráða- menn. Shamir sagði við komuna, að ísraelar hefðu fullan hug á að framfylgja samkomulaginu, sem gert var við Líbani þann 17. maí sl. og miðar að fullum yfirráðum Líbana yfir eigin landi á ný. Til harðra bardaga kom enn á ný í austurhluta Líbanon í dag. Upp- reisnarmenn innan PLO gerðu þá enn eina tilraun til að umkringja andstæðinga sína innan samtak- anna með hjálp sýrlenskra her- manna. Tilraunin mistókst, en bardagar við bæinn Jdeita voru mjög harðir. Bærinn er síðasta vígi stuðningsmanna Arafats. Járnbrautarslys (Sfmamjnd AP) Mynd þessi er frá járnbrautarslysi, sem varð í borginni Avignon í Frakklandi í gær. Einn lestarvagn fór út af sporinu með þeim afleiðing- um að fjórir farþegar — allt Kanadamenn — létu lífið og 23 slösuðust. Reagan fjölgar her- skipum við Nicaragua Bað um hæli í Danmörku NekM, Borgundarhólmi, 26. jiilí. AP. SKIPSTJORI 30 tonna pólsks fiskiskips bað í dag um pólitískt hæli í Danmörku eftir að hafa læst alla skipshöfn sína inni undir þiljum og siglt einsamall til Borgundarhólms, rúmlega sólarhrings siglingu. Við yfirheyrslu skipverj- anna þriggja kom í ljós, að þeir höfðu engan áhuga á að fylgja fordæmi skipstjórans. Þeir héldu því heimleiðis í dag án hans. Washington, Managua og Tegucigalpa, 26. júlí. AP. Á SAMA tíma og bandarísk herskip komu sér fyrir undan ströndunum beggja vegna Mið-Ameríku var tilkynnt í Washington, að umfang heræfinga Bandaríkjamanna í Hondúras yrði aukið og þangað sendir allt að 4.000 hermenn síðar á árinu. Enn einu herskipi Bandaríkja- stjórnar, New Jersey, var í dag beint til móts við stækkandi flota hersins undan vesturströnd Nicar- agua. Átta bandarísk herskip eru þegar á þessum slóðum. Þá er flugmóðurskipið Coral Sea reiðu- búið að láta úr höfn í Napólí á ítalíu og halda til karabíska hafs- ins, austan við Nicaragua. Reagan Bandaríkjaforseti hélt á miðnætti fund með blaðamönnum. Að sögn almannatengslafulltrúa forsetans var litið á fundinn sem kærkomið tækifæri forsetans til að koma málum sínum á framfæri í réttu samhengi. Fregnir af fundi forsetans höfðu ekki borist er Mbl. fór í prentun. Málgagn stjórnar sandinista í Nicaragua, Barricada, sagði Reag- an Bandaríkjaforseta í dag vera „hermangara". Vitnaði blaðið í ummæli innanríkisráðherra landsins, Thomas Borge, sem sagði Bandaríkjamenn „ekki að- eins ógna friði i Nicaragua, heldur í Mið-Ameríku og öllum heimin- um," með því að stefna herskipum sínum að strönd landsins. Voru þetta fyrstu opinberu viðbrögð Nicaraguastjórnar við þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar, að efna til heræfinga flotans undan strönd landsins. Richard Stone, sérlegur sendi- fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Mið-Ameríku, hitti Ricardo de la Espriella, forseta Panama, að máli um helgina og ræddi við hann um ástandið í Mið-Ameríku. Neitaði hann að láta nokkuð uppi um hvað þeim fór á milli. Stone hóf ferð sína í Mexíkó, en hélt síð- degis í gær áleiðis til Venezúela. Öldungadeild samþykkir MX Washington, 26. júli. AP. Öldungadeild Bandaríkjaþings gaf seint í kvöld grænt Ijós á fram- leiðslu MX-flauganna umdeildu þeg- ar málið kom til atkvæðagreiðslu. Reyndust 58 þingraenn samþykkir, en 41 andvígur. Sjá nánar á erlendri fréttasíðu á bls. 20. mm k— méA% Frá fundi Reagans, Bush varaforseta og Kissingers um málefni Mið- Amerfku í Hvíta húsinu i minudag. (Sfmamjnd ap) Sovétmenn beita nýjum vopnum í Afganistan Njju Dehlí, 26. júlí. AP. FREGNIR hafa borist af harðn- andi bardögum á milli stjórnar- hersins í Afganistan og frelsis- sveitanna í síðustu viku. Voru helstu átakasvæðin í Paghman og Shomali héruðunum. Þá varð sprengja, sem komið var fyrir af frelsissveitunum, fimm manns að bana í höfuðborginni Kabúl, að því er haft var eftir vestrænum dipló- mötum. Harðastir urðu bardagarnir 19. og 20. júlí. Fóru stjórnar- herménn þá nánast eins og stormsveipur um Shomali- svæðið og kom víða til snarpra átaka. Fylgdi flugherinn hernum eftir í aðgerðum sínum. I þeirri orrahríð skutu frelsissveitirnar niður eina orrustuþotu stjórn- arhersins, svo og þyrlu. Þá bárust fregnir af hörðustu átökum þessa árs í bænum Ghazni, skammt suður af Kabúl. Meira en 60 meðlimir frelsis- sveitanna létu lífið þar þann 14. júlí í stórárás hersins. Var þar beitt áður óþekktri tegund sprengjuhylkja, sem brenna allt innan 15 metra fjarlægðar, þar sem þau koma niður. Þá sendi stjórnarherinn í síð- ustu viku hóp fallhlífarher- manna niður í Istaelf-héraðið til þess að reyna að loka hóp frelsis- sveitamanna inni. Sú tilraun rann út í sandinn, þar sem boð höfðu borist um aðgerðir hers- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.