Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 181. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins 17 drepnir í blóðugustu átökum í tíð Pinochets Santiago, 12. ágúst. AP. ALLT var með kyrrum kjör- um í höfuðborg Chile síðdeg- is, en 17 manns týndu lífi og um 100 særðust í ofbeldisað- gerðum í kjölfar mótmælaað- gerða er beindust gegn stjórn landsins í nótt og morgun. Rúmlega 500 manns voru Stjórnarandstæðingur leidd- ur um borð í brynvarða bif- reið eftir mótmælaaðgerðir í Santiago í gærmorgun. Kúmlega 500 manns voru teknir fastir eftir mótmæla- aðgerðir er beindust gegn stjórn Pinochets hershöfð- Íní0»- AP/ Sfmamynd teknir fastir í aðgerðum hers og lögreglu. Af 17-menning- unum urðu átta fyrir kúlum hermanna og lögreglu, sem skutu á heimili þeirra. Bandaríska utanríkisráðuneytið kvaðst harma átökin í Chile og hvatti til þess að allir aðilar sett- Drúsar hætta skotárásum Beirút, 12. ápist. AP. Vinstrisinnaðir drúsar féllust á að hætta skothríð á alþjóðaflug- völlin í Beirút og hvöttu stjórn landsins til að opna flugvöllin fyrir umferð, en hann hefur verið lokað- ur í þrjá daga vegna árása drúsa. Herstjórnin í Líbanon, þar sem stuðningsmenn Gemayels forseta eru yfirgnæfandi, sagði árásirnar á flugvöllinn og stöðvar stjórnar- hersins hluta af samsæri Sýrlend- inga um að grafa undan stjórn for- setans. og að þeir afvopni sveitir drúsa og hægrimanna. Hins vegar var þvi ekki neitað að McFarlane hefði verið beðinn um að fá ísraela til að fresta brottflutningi herjanna. Blöð í Sýrlandi, sem lúta boðum stjórnvalda, gagnrýndu tilraunir McFarlanes í dag fyrsta sinni, sögðu hann hafa „ruglast í rím- inu“ og að hann ætti að hypja sig á brott frá Miðáusturlöndum. ust að samningaborði og semdu um friðsamlegar leiðir til raun- verulegs lýðræðis í landinu. Til átaka kom milli andstæð- inga stjórnarinnar annars vegar og lögreglu og hermanna hins veg- ar er þeir síðarnefndu reyndu að brjóta mótmælaaðgerðir hinna fyrrnefndu á bak aftur. Ráðist var inn á heimili fólks og gegn mót- mælafólki með vélbyssuskothríð og táragasi. Átökin eru hin bióðugustu frá því Augusto Pinochet hershöfð- ingi hrifsaði völd í Chile. Þau eiga sér stað daginn eftir að Pinochet reyndi að milda andstöðu við stjórn sína með því að fjölga óbreyttum mönnum í ráðherra- embættum. Götur í Santiago og hafnarborg- inni Valparaiso, einkum i hverfum efnaminni, voru eins og yfirgefnir vígvellir yfir að líta í dag, fullar af leifum götuvirkja og grjóti. Efnt var til mánaðarlegra mót- mæla gegn stjórn Pinochets í gær, og kom til átakanna þegar sveitir, sem sérhæfðar eru til að brjóta mótmælaaðgerðir á bak aftur, brunuðu um götur Santiago til að framfylgja útgöngubanni, sem er í gildi frá sólarlagi til dagrenning- Loftárásir á ný skotmörk og miklir liðsflutningar Drúsaleiðtoginn Walid Jumbl- att sagði að flokkur sinn mundi virða vopnahléð við flugvöllinn og í fjallahéruðunum. Virðist yfirlýs- ingin koma í framhaldi af samn- ingaviðræðum við drúsa, sem leiddu til þess að árásum var hætt og þrír ráðherrar, sem voru gíslar drúsa, voru látnir lausir. Skýrt var frá því að leiðir til að draga úr spennu í Chouf-fjöllun- um, sem ísraelar ráða, hafi verið aðal viðfangsefnið í viðræðum Roberts C. McFarlane sendimanns Bandaríkjaforseta og stjórnarleið- toga í Líbanon áður en hann hélt aftur til ísraels. Stjórn Gemayels neitaði að eitt- hvað væri hæft í fregnum út- varpsstöðvar í ísrael þess efnis að forsetinn hefði í bréfi til Menach- ems Begin forsætisráðherra óskað eftir því að ísraelar frestuðu brottflutningi herja sinna úr fjallahéruðum í miðhluta Beirút l'arí.s, N’djamena, 12. ágúnt. AP. LÍBÝUHER er að undirbúa sókn út frá Faya-Largaeu og árásir á stöðvar stjórnarhersins í Chad suður af borg- inni, þar sem nú eiga sér stað miklir liðs- og hergagnaflutningar frá Lfbýu til borgarinnar, að sögn vestrænna diplómata í N’djamena. Stjórn Habre forseta hvatti Bandaríkin og Frakk- land til „beinnar og tafarlausrar íhlut- unar“ í átökin í Chad til að brjóta á bak aftur „innrás Líbýumanna”, eftir neyðarfund stjórnar Chad í kvöld. Diplómatarnir, sem hafa aðgang að leynilegum upplýsingum, sögðu stöðugan straum flutningavagna frá Líbýu. Jafnframt sögðu þeir að hamast væri af miklum krafti að lagfæra flugvöllinn á Faya-Largeau, sem varð illa úti í loftárásum. Líbýskar flugvélar gerðu í dag hverja loftárásina af annarri á borgina Oum Chalouba suður af Faya-Largeau, en álitið er að Líbýu- her og sveitir Goukouni Oueddei séu að undirbúa sókn til borgarinnar, sem er hernaðarlega mikilvæg. Líbýumenn hafa gefið Frökkum til kynna að þeir hafi áhuga á að koma friði á að nýju í Chad, en fyrst ættu Frakkar að steypa Hissene Habre forseta af stóli. I utanríkis- ráðuneytinu í París var kröfum um kollvarp vísað á bug, og sendiherra Chad í París sagðist ekki sjá nein merki um stefnubreytingu hjá Kha- dafy, og vonlaust væri að reyna að ræða við ráðamenn í Trípólí af skynsemi. Nánast helmingur hersveita Hiss- ene Habre forseta varð innlyksa í Faya-Largeau í vikunni, þegar 50 sprengjuflugvélar Líbýumanna og um 100 skriðdrekar gerðu árás á borgina, sem féll eftir sex stunda bardaga. Talið er að hermennirnir hafi flestir komist undan og hafist við á sléttum umhverfis borgina. Hermt er að þeir hafi á valdi sínu eyðimerkurvegi til austurs og vest- urs frá borginni. Hermenn Habre hafa hvorki flugvélar né skriðdreka. Einnig hafa stjórnarhermenn á valdi sínu Oum Chalouba suðaustur af Faya-Largaeu, en um hana verða Líbýumenn og uppreisnarmenn að sækja í sókn til hinnar mikilvægu borgar Abeche í austurhluta lands- ins. Sovétmenn sökuðu Bandaríkja- menn og Frakka um „mjög viðsjár- verða“ íhlutun í innanrikismál Chad RONALD Reagan Bandaríkjaforseti gagnrýndi Castró byltingarleiðtoga á Kúbu og sagði að ríki Karíbahafsins og Mið-Ameríku ættu á hættu að verða kommúnismanum að bráð ef Bandaríkin aðstoðuðu þau ekki að verjast þeirri vá. Reagan sagði að Bandaríkin hefðu þurft að gjalda það dýru verði ef þau hefðu látið óróna í Mið-Ameríku afskiptalausa. Reagan sagði að í tíð Kastrós væri svo komið fyrir Kúbu, að í staðinn fyrir efnahagsaðstoð, sem þeir gætu ekki án verið, væru ungir synir Kúbu látnir Rússum í té sem byssufóður. Þjóðin hefði verið blekkt, nyti hvorki frelsis né lífs- við umræður í Óryggisráðinu. Þá sagði Ronald Reagan Bandaríkja- forseti að bandarískir hermenn yrðu ekki sendir til Chad, sem væri á áhrifasvæði Frakka, en bandarískir embættismenn hafa sagt fall Faya- Largeau alvarlegt áfall fyrir stefnu Bandaríkjamanna í þessum heims- hluta. gæða, en nóg væri af vöruskorti, vopnum og andlegri kúgun. Miguel De La Madrid Mexíkó- forseti gagnrýndi í dag heræfingar Bandaríkjanna í Mið-Ameríku, en hann mun á sunnudag eiga fund með Reagan forseta. „Báðir viljum við frið í þessum heimshluta og fé- lags- og efnahagslegar framfarir. Ég held að við náum ekki því marki með þessum heræfingum," sagði forsetinn. Alvaro Magana forseti E1 Salva- dor sagði eftir heimsókn sína um borð í flugmóðurskipið Ranger, að honum „fyndist hann ekki lengur einmana". Amin Gemayel Lfbanonforseti fagnar ráðhernim sínum þremur, sem drúsar rændu á miðvikudag og héldu í gíslingu í rúman sólarhring. ap/ símamynd Ronald Reagan: Ungir Kúbusynir byssufóður Rússa Mexíkóborg, Tampa, 12. ágúst. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.