Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 + Sonur minn, INGI HRAFN HAUKSSON, myndlistarmaður, andaöist 11. þ.m. Fyrir hönd aöstandenda, Ágústa Ahrens. Maöurinn minn, NIKOLAI ELÍASSON, Bergi, Keflavík, lést aöfaranótt 11. ágúst. Kristjana Jónsdóttir. + Eiginmaður minn og faöir, KRISTJÁN J. SIGURJÓNSSON, skipstjóri, Hringbraut 48, varö bráökvaddur þann 11. ágúst. Bella Sigurjónsson, Ronald Kristjónsson, Sigurjón Kristjónsson. + Móöir okkar, fósturmóöir og tengdamóöir, ÞÓRUNN ELÍSABET SVEINSDÓTTIR, leikkona, Hótúní 8, Reykjavík, lést aö heimili sínu, miövikudaginn 10. ágúst sl. Þórdís Baldvinsdóttir, Einar Kjartansson, Ingvi Br. Jakobsson, Ragnheiöur E. Jónsdóttir, Hólmfríður Jakobsdóttir, Þorsteinn S. Jónsson, Sveínn H. Jakobsson, Gréta Jónsdóttir. + Eiginmaður minn, sonur, faöir og tengdafaðir, FRIORIK ÞÓRDUR BJARNASON, tollvörður, Baldursgaröi 5, Keflavík, veröur jarösunginn frá Keflavikurkirkju í dag, laugardag 13. ágúst, kl. 16.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagiö. Fyrir hönd vandamanna, Guörún Bjarnadóttir, Sigurborg Sumarlína Jónsd., Bjarni Friöriksson, Ágústina Sigurgeirsdóttir. + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og afa, SIGURÐAR BJARNASONAR, skipstjóra, Brautarholti 3, isafiröi. Uröur Ólafsdóttir, börn og barnabarn. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KAROLINU ANDREU ANDRÉSDÓTTUR. Sólveig Mariusdóttir, Jón Bjarnason, Ólafur Mariusson, Jóhanna G. Jónsdóttir, Guöný Maríusd. Moustacas, Evangelos Moustacas, Baldur Maríusson, Áslaug Arngrimsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Kæru vinir, nær og fjær, hugheilar þakkir fyrir alla þá samúö og vináttu sem þiö hafiö sýnt okkur viö sviplegt fráfall eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, PÉTURS GUOJÓNSSONAR, framkvæmdastjóra. Béra Sigurjónsdóttir, Sigurjón Pótursson, Þóra Hrönn Njélsdóttir, Guöjón Þór Pétursson, Guölaug Pétursdóttir, Magnús, Pétur og Pétur Þór. Minning: Sigtryggur Jónas son vélstjóri Fæddur 19. mars 1908 Dáinn 2. ágúst 1983 Margt flaug í gegnum huga minn er ég frétti lát föðurbróður míns, Sigtryggs. Ég lét hugann reika til baka og rifjaði upp marg- ar góðar minningar er ég á frá sumarferðum mínum og foreldra minna til Húsavíkur, en oft gist- um við hjá þeim hjónum Heiði og Sigtryggi. Ot frá þessum hugrenn- ingum fékk ég löngun til að rita nokkrar fátæklegar línur í minn- ingu þessa ágæta frænda míns. Það var einkum sumarið 1978 sem kom upp í huga minn er ég minntist Tryggva, eins og við frændfólkið hér fyrir sunnan köll- uðum hann ætíð. Þetta sumar dvaldi ég sumarlangt við vinnu á Húsavík, en Tryggvi hafði útvegað mér vinnu þar í bæ. Ég bjó í góðu yfirlæti hjá þeim hjónum þennan tíma. Þetta sumar kynntist ég Tryggva mjög vel og sá hann í öðru ljósi en ég áður hafði gert. Oft áttum við ánægjulegar s'am- ræður þessi sumarkvöld, þar sem maður með margþætta reynslu miðlaði unglingnum frá Reykja- vík. Þá hafði Tryggvi fastmótaðar skoðanir á hinum ýsmu málum, bæði þeim sem kalla má pólitísk og ekki pólitísk. I mínum augum var Tryggvi afar hæglátur maður sem lítið bar á, en mjög traustur og félagi góður. Ég minnist þess hve Tryggva var á móti skapi allt bruðl og öll sú sýndarmennska sem vill fylgja okkar nútíma neysluþjóðfélagi. Það má segja að þeim hjónum hafi tekist að ala af mér alla matvendni þetta um- rædda sumar 1978. Vel man ég hvað þeir bræður Tryggvi og pabbi voru samrýndir og vinir góðir. Mun ég ætíð minn- ast þess hvað Tryggvi sýndi okkur í Litlagerðinu mikinn hlýhug við lát föður míns, enda var Tryggva afar hlýtt til þessa litla bróður síns. Mikil er sorg Heiðar. Auk and- láts Sollu dóttur þeirra hjóna á síðasta ári, bætist nú við bónda- missir. Ég sendi þér, Heiður, mínar dýpstu samúðarkveðjur og megi góður guð styrkja þig í sorg þinni. Þá sendi ég börnum þeirra hjóna svo og systkinum Tryggva samúð- arkveðjur. Megi góður guð blessa minningu þessa góða drengs. Jón Kr. Dagsson Óðum hverfa af sjónarsviðinu þeir sjómenn á Húsavík sem gerðu þar út vélbáta um 1930 og kunna skil á þeirri sögu. Einn þeirra hef- ir nýlega kvatt, Sigtryggur Jón- asson, vélstjóri, löngum kallaður Tryggvi í Haganesi og kenndur við hús það er hann festi kaup á um 1935 við núverandi Ásgarðsveg á Húsavík. Sá er þessar línur ritar kynntist Sigtryggi fyrst á Haganesárum hans og minnist góðra granna og tryggra frá þeim tíma. Arið 1931 var um margan hátt erfitt á Húsavík sem víða annars staðar þegar heimskreppan var í algleymingi. Margir útgerðar- menn fóru á hausinn sem kallað var, þótt ekki væru allir gerðir upp. En einmitt þetta ár festu þrír ungir menn á Húsavík kaup á vélbáti frá Akureyri, Vísi, 9 tonn að stærð. Á þeim árum var aðeins róið yf- ir sumarmánuðina og bátarnir settir á haustin. Þeir fengust ekki tryggðir yfir veturinn sökum hafnleysis. Þegar allra veðra var von þótti ótryggt að hafa þá á leg- unni eins og sýndi sig í haustgarð- inum 1934 þegar tvo vélbáta sleit upp. Frystihús var ekki fyrir hendi og róðrar hófust að vori eftir því hvenær beita barst. Hvers vegna lögðu ungir menn í útgerð og lögðu allt sitt í sölurnar við slíkar aðstæður, var spurning sem undirritaður lagði fyrir Sig- trygg heitinn er hann átti við hann viðtal á sl. vetri um upphaf Vísisútgerðar. „Barnaskapur," sagði Tryggvi og brosti, „en eitthvað varð að gera, engin var atvinnan." Þessi byrjun varð samt upphaf- ið að löngu og farsælu útgerðar- starfi Vísisfélagsins svonefnda sem átti eftir að marka spor i sögu sjávarútvegs og atvinnulífs á Húsavík um áratugaskeið. Þar komu að vísu margir við sögu á löngum tíma en stofnendur voru í upphafi auk Sigtryggs þeir Þór- hallur Karlsson, Kristján Péturs- son og Hallgrímur Steingrímsson. En hér var líka að finna upphaf- ið að löngu og nánu samstarfi Þórhalls Karlssonar og Sigtryggs Jónassonar þar sem sá fyrrnefndi gegndi stöðu skipstjóra en hinn stöðu vélstjóra. Um margt voru þeir félagar lík- ir um lund, skapgóðir jafnan en ríkir um skap sem þeir stilltu þó vel og slíkir drengir að þeir mætt- ust ef þá greindi á. Studdu löngum hvor við annars bak á langri ferð um lífsins haf og svo var einnig um fjölskyldur þeirra. Sigtryggur Jónasson var fæddur að Ystahvammi í Aðaldal 19. mars 1908. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Sigurbjörnsson frá Litlu- laugum og Jónína Kristín Sig- tryggsdóttir. Bjuggu þau að Ysta- hvammi frá 1905—1924 en þá lést Jónas. Bjó Jónína áfram eitt ár eftir lát mannsins síns en fluttist þá til Húsavíkur ásamt börnum sínum fimm, því yngsta tveggja ára. Sjötta barnið höfðu þau misst áður. Árið 1930 lauk Sigtryggur minna mótorvélstjóraprófi er veitti 60 tonna réttindi. Hóf hann útgerð Vísis í félagi við aðra 1931 eins og áður segir. Fyrsta árið lögðu þeir félagar fiskinn upp hjá öðrum en á öðru ári söltuðu þeir fiskinn sjálfir og verkuðu. Með seiglu, iðni og atorku tókst þeim félögum smám saman að koma undir sig fótunum og með betri tíð að færa út kvíarnar. Sumarið 1935 og tvö næstu var gert út á síld í félagi við vb. Skallagrím, 8 tonna, skipstjóri Stefán Pétursson og við vb. Frosta, 14 tonn, skipstjóri Jón Sörensson. Voru bátarnir þrír kallaðir þrílembingarnir. Haustið 1937 sleit Vísi upp af legu, rak á land og eyðilagðist. Var þá ráðist í að láta smíða nýjan bát í Danmörku. Kom hann til Húsa- víkur 3. maí 1938 og hlaut nafnið Vísir. Var 21 tn að stærð, glæst- asta far á Húsavík á þeirri tíð. Ýmsum blöskraði og spurðu: „Hvað á að gera við svona bát á Húsavík?" En nýi Vísir sannaði fljótt til- verurétt sinn og félagarnir sem að honum stóðu brugðust ekki sínu hlutverki. í ársbyrjun 1939 fór Vísir á vetrarvertíð til Suðurnesja, sá fyrsti frá Húsavík, en fleiri sigldu í kjölfarið á næstu árum er bátar stækkuðu. Útför + KARLS HJÁLMARSSONAR, Hringbraut 43, veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Friöbjörg Davíösdóttir og börn. Enn var sótt fram. Árið 1947 festi Vísisútgerðin kaup á nýjum 38 tonna báti, smíðuðum I Dan- mörku og hlaut nafnið Smári. Annar meþ sama nafni kom nýr frá Hafnarfirði 1949, 64 tonna. Á öllum þessum bátum var Sig- tryggur vélstjóri og sótti 23 vetr- arvertíðir til Suðurnesja. Árið 1964 var seinni Smári seld- ur og varð þá hlé á útgerð hjá Vísisfélaginu um skeið. Allnokkr- um árum áður hafði Þórhallur Karlsson orðið að hætta sjó- mennsku sökum heilsubrests en vann við útgerðina í landi meðan heilsa leyfði. Eftir að Smári var seldur hætti Sigtryggur sjómennsku. Fór í land og hafði á hendi fiskverkun á veg- um Vísisfélagsins og var raunar framkvæmdastjóri. Nýir menn og yngri, m.a. synir Sigtryggs og Þórhalls, gengu í fé- lagið og tóku við stjórn þess. Nú á Vísisfélagið og gerir út vb. Sigþór sem heitir í höfuðið á Sigtryggi og Þórhalli. Sigtryggur var meðeigandi í fé- laginu til síðustu áramóta. Var ávallt fullvirkur við ákvarðana- töku. Hvatti fremur en latti ungu mennina til dáða og átaka og jafn- an tillögugóður. Síðustu árin var hann vélstjóri við frystivélar Kaupfélags Þingey- inga þar til hann lét af starfi á sl. ári. Sigtryggur þótti frábær vél- stjóri, natinn, umhirðusamur og þrifinn. Lét ekki hlutina drasla. Lagfærði sjálfur eða lét gera við um leið og hann fann einhvers staðar lát á. Vissi að það er dýrt að láta hlutina koðna niður um- hirðulítið og einnig hitt að vélin er hjarta bátsins sem knýr hann áfram og öryggi báts og skips hafnar undir því komið að vélin sé í góðu lagi. Um það voru skipverj- ar sammála, sem á bátum Vísisút- gerðarinnar störfuðu, að taktfast sló vél og traustur var vélgæslu- maður. Það þótti happ ungum mönnum sem sjó stunduðu að fá leiðsögn hjá Sigtryggi um vinnubrögð enda lipur og ólatur að leiðbeina, fas rólegt og viðmót hlýtt. Sigtryggur kvæntist 30. nóvem- ber 1938 Heiði Sigurðardóttur bónda á Arnarvatni. Hún hefir reynst manni sínum traustur förunautur. Bjó honum notalegt heimili, fyrst í Haganesi og síðar í húsi númer 22 við Ásgarðsveg sem þau létu byggja og fluttu í 1952. Á Heiði hvíldi heimilið tímunum saman, eins og fleiri sjómanns- konum, er eiginmennirnir voru á vertíð, fjarri heimilum svo mán- uðum skipti. Þau eignuðust fjögur börn. Þrjú eru á lífi. Málmfríður, gift Georg Karlssyni, Húsavík. Dagbjartur, kvæntur Lilju Sigurðardóttur, Húsavík. Arngerður, gift Hannesi Trausta Bjarnasyni, Borgarnesi. Yngst systkinanna var Sólveig, kennari, sem lést á sl. ári, langt um aldur fram, gift Hjalta Guð- munssyni. Sólveig var fjölgáfuð og vel gerð stúlka og lát hennar harmsefni öllum er til þekktu. Með Sigtryggi Jónassyni er genginn góður drengur og dyggur, hreinskiptinn og hjartahlýr. Hafði ekki hátt en vakti traust samferðamanna og virðingu með hógværð sinni og drenglyndi. Utför hans verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag, laugardag. Blessuð sé minning hans. Sigurjón Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.