Morgunblaðið - 13.08.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983
27
Spjallað um útvarp og sjónvarp
„Hér fyrir sunnan
nefiium við þá
galdramenn... “
— eftirÓlaf
Ormsson
í þessu spjalli er eingöngu
fjallað um Ríkisútvarpið á Akur-
eyri, RÚVAK í tilefni af eins árs
afmæli stofnunarinnar um þess-
ar mundir. Það hefur verið
ævintýri líkast að fylgjast með
RÚVAK, sem þrátt fyrir þröng
húsakynni og frumlegan aðbún-
að hefur sannað á eftirminni-
legan hátt tilverurétt lands-
hlutaútvarps. Hið merka frum-
kvæði þeirra norðanmanna mun
líklega hafa þau áhrif að í náinni
framtíð verði útvarp rekið í öll-
um landshlutum, fyrir austan
vestan, norðan og sunnan.
Stjórnendur og tæknimenn ein-
stakra dagskrárliða hjá RÚVAK
koma stöðugt á óvart með frum-
leika og ótrúlegu næmi á gott
útvarpsefni. Tæpur tugur út-
varpsþátta kemur frá Akureyri
vikulega og ég hef enn ekki heyrt
þaðan misheppnaðan útvarps-
þátt og hef þó hlustað reglulega
síðan starfsemin hófst.
Jónas Jónasson hefur verið
drifkrafturinn í starfi RÚVAK
en margir aðrir hafa komið við
sögu þetta fyrsta starfsár sem
eiga hrós skilið. Ólafur Torfason
og Örn Ingi, sem bera ábyrgð á
„Sporbrautinni" sem er send út á
sunnudagseftirmiðdögum eru
frábærir útvarpsmenn. Þáttur
þeirra er mjög vel heppnaður og
í hópi betri útvarpsþátta á síðari
árum. ólafur og Örn heimsækja
oft sveitir og byggðarlög fyrir
norðan, og banka uppá hjá fólki
sem kann frá mörgu skemmti-
legu og fróðlegu að segja. Um-
sjónarmenn Sporbrautarinnar
rannsaka sérstæð náttúrufyrir-
bæri, rekja sögur af fólki og at-
burðum, spjalla við hlustendur í
léttum tón, rétt eins og gerist
þegar góðir gestir koma í heim-
sókn og er boðið til stofu.
Það er ekki hægt í stuttu
spjalli að fjalla ítarlega um ein-
staka útvarpsþætti að norðan.
Ég get um þá þætti sem mér
þykja hafa verið athyglisverð-
astir. Þáttur sem heitir „Útvarp
unga fólksins" og Helgi Már
Bárðarson stjórnar af öryggi
hefur verið sendur út að norðan
að mig minnir síðan fáninn var
dreginn að hún á útvarpshúsinu
við upphaf útvarpssendinga frá
Akureyri. Þátturinn er mjög
góður. Helgi Már og aðstoðarfólk
hans við þáttinn gerir töluvert
af því að bjóða tii sín í þáttinn
ungu fólki af Norðurlandi,
spjallar við það um áhugamál
þess, lífsviðhorf og tónlistar-
smekk. Unga fólkið á Akureyri
er lifsglatt fólk og tónlistar-
smekkur þess annar en tán-
inganna hér á mölinni fyrir
sunnan.
„Náttfari" Gests Einars Jón-
assonar er á dagskrá vikulega á
föstudagskvöldum undir mið-
nætti og er áheyrilegur: Gestur
Einar hringir í fólk á lands-
byggðinni og leitar frétta af
mannlífi, heyskap í sveitum,
menningarstarfsemi, áhugamál-
um og líðan fólks á þessu glæsi-
Hilda Torfadóttir
lega sumri. Tónlistin í þætti
Gests er góð og gamlir aðdáend-
ur The Beatles fá oft að heyra í
snillingunum og öðrum popp-
hljómsveitum frá sjöunda ára-
tugnum. í þætti Gests er oft
mjög svo rómantísk stemmning,
hugljúfar ballöður og óður til
ungra elskenda.
Hermann Arason er skrifaður
fyrir þættinum „Lystauki", sem
er á dagskrá vikulega á mánu-
dögum fyrir hádegi og er um líf-
ið og tilveruna. Þessi þáttur er
búinn að vera á dagskrá um
nokkurn tíma en ég hef lítið get-
að hlustað á hann fyrr en nú síð-
ustu vikur. í þætti 8. ágúst var
fjallað um mannslíkamann og
starfsemi hans og heilinn sér-
staklega tekinn fyrir. Sagt frá
forvitni fólks, forvitni sem rak
Kolumbus til að finna Ameríku
og Edison, forvitni hans sem að
lokum leiddi til þess að hann
fann upp hluti sem við nútíma-
menn getum ekki án verið. Her-
mann Arason og aðstoðarmaður
hans komu víða við. Ræddu við
fólk á förnum vegi um útihátíðir,
verslunarmannahelgi og næstu
hátíðir eftir hana og svo kom
fram kostulegt skáld, Birgir í
Hríslum, og fór með frumort
ljóð sem líklega síðar skipar
honum á bekk með helstu leir-
skáldum íslandssögunnar. Her-
mann og aðstoðarmaður hans
eru frumlegir húmoristar sem
hafa gaman af að skemmta sér
og öðrum. Þátturinn er um það
bil hálftíma langur. Frá byrjun
til enda byggður uppá ærslum og
sprelli og svoleiðis nokkuð á
kannski ekki vinsældum að
fagna á þeim miklu alvörutímum
sem nú eru. Mér líkar þátturinn
vel og ég tel að hann njóti vin-
sælda.
„Á sveitalínunni" heitir út-
varpsþáttur að norðan sem
Hilda Torfadóttir, Laugum í
Reykjadai, stjórnar. Ég sé Hildu
fyrir mér í peysufötum, sveitar-
ómantíkin allsráðandi og and-
rúmsloftið líkast því að hlust-
endur hafi horfið þrjátíu ár aft-
ur í tímann, ef ekki fjörutíu. í
þætti fyrir um það bil mánuði
Jónas Jónasson
sagði Hilda frá merkum stöðum
í Hrútafirði, spilaði karlakóra-
tónlist, kirkjukóratónlist og
sagði frá kúabúum og búskap á
Brautarholti í Hrútafirði. Hilda
leiddi hlustendur inní veröld
sem er senn að hverfa og tónlist-
in í þættinum var borin uppi af
Smárakvartettinum á Akureyri
sem er sá sönghópur sem sungið
hefur hvað fegurst hér á landi.
Þáttur þeirra Snorra Guð-
varðarsonar og Benedikts Aðal-
steinssonar, „Spegilbrot", um
sérstæða tónlistarmenn síðasta
áratugar er athyglisverður og
yfirleitt áheyrilegur. Þó verður
að segjast eins og er, að ég hef
ekki hlustað reglulega á þáttinn,
þannig að best er að hafa um-
sögn um hann í styttra lagi.
Mér sýnist allir aldursflokkar
fá eitthvað við sitt hæfi í
dagskrá RÚVAK, frískir krakk-
ar sem fótalúnir öldungar, hús-
mæður, bændur, verkamenn,
forstjórar, táningar eða mið-
aldra fólk. Fjölbreytnin í
dagskránni er ótrúleg þegar þess
er gætt að starfslið RÚVAK er
ekki fjölmennara en meðalstór
fjölskylda og á blaðsíðu 333 í
símaskránni er getið um Ríkis-
útvarpið, upptökuherbergi Norð-
urgötu 2b, sem er kannski ekki
stærra en svo að þar sé hægt að
koma fyrir einu borði og tveim
til þrem stólum auk upptöku-
tækja. Sé ekki búið að því þá
legg ég til að komið verði upp
myndum, ekkert alltof stórum,
uppá vegg í herberginu af því
fólki sem hóf ævintýrið og hefur
gert hreinasta kraftaverk á liðn-
um tólf mánuðum. Hér fyrir
sunnan nefnum við það galdra-
menn.
Að svo mæltu óska ég Ríkis-
útvarpinu á Akureyri til ham-
ingju með að hafa á að skipa
miklu hæfileikafólki. RÚVAK á
eftir að gleðja marga landsmenn
um ókomna tíma og ber að hlúa
að hinu unga fyrirtæki sem fer
glæsilega af stað. Akureyringar
hljóta að vera stoltir af framtaki
Ríkisútvarpsins á staðnum og
eru sennilega bara svolítið
montnir...
Þyrils-menn og FFSÍ
Föstudaginn 15. júlí síðastliöinn
birtist í Morgunblaðinu opiö bréf frá
Sigurði Þóröarsyni til Ingólfs Stef-
ánssonar skrifstofustjóra Farmanna-
og fiskimannasambands íslands. í
grein þeirri rekur Sigurður að hluta
hrakfallasögu áhafnarinnar á olíu-
skipinu Þyrli, þar sem hún barðist
fyrir lífi sínu peningalaus í köldu og
matarlau.su skipi, sem statt var (er-
lendri höfn.
Það eitt er kapituli út af fyrir
sig hvernig slíkt og þvílíkt ástand
getur í rauninni komið upp um
borð í skipi sem siglir með Is-
lenska áhöfn og undir íslenskum
fána. Það sjá allir að við slíkar
aðstæður er ekki margra kosta
völ, en einn er sá að leita aðstoðar
stéttarfélagsins, það er Far-
mannasambandsins, sem og var
gert. Framganga Farmannasam-
bandsins og samskipti þess við út-
gerðina er áhöfninni og fleirum
með öllu óskiljanleg. Sigurður
spyr út í þau í umræddu bréfi, en
fátt er um svör. Því viljum við
undirritaðir fyrrverandi yfirmenn
á olíuskipinu Þyrli skora á Ingólf
Stefánsson eða stjórn Farmanna-
sambandsins að svara þeim spurn-
ingum sem fram koma í bréfi Sig-
urðar, þetta er ekki mál sem varð-
ar einn mann eða eina áhöfn.
Þetta er mál allrar sjómanna-
stéttarinnar því er það nauðsyn-
legt ef árangur á að nást í kjara-
baráttu að traust og góð samskipti
séu milli forustu félagsins og
þeirra sjómanna sem hún sækir
styrk sinn og umboð til.
Þökk fyrir birtinguna.
Gunnar Lúðvíksson,
Einar Hjaltason,
Sveinbjörn Kjartansson,
Sigurgeir Jónsson.
Glæsileg hálfsmánaðar ferð, einstök blanda af baðstrandarlífi,
alparómantík og stórborgarfjöri.
22. ág. - 4. sept.
Riminisól
-como og ziirich í kaupbætí
22. ág. - 31. ág. Rimini
31. ág. - 01. sept. Comovatn - í ítölsku ölpunum
01. sept. - 04. sept. Zúrich - borg borganna í Sviss.
Fyrsta flokks hótel á öllum stöðum.
Verð kr. 19.800.
miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Innifalið: Flug, hótelgisting m/morgunverði á Rimini, við Comovatn
og í Zúrich, rútuferð Rimini - Como - Zúrich, islensk fararstjórn.
Allar aðrar ferðir uppseldar!
Sanwinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRJCTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899