Morgunblaðið - 13.08.1983, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983
vHanr\ \>ar-f að -fcí skóna aPcjrœidda fynr
versLunarmannoíh cl gí r\a. ■"
«Mí1íí
iwí mtirw r
Ast er...
... a ð geyma
hana ávallt í
huga sér.
TM Refl U.S. Pat Off.—all rights reserved
°1983Los Angeles Times Syndicate
Gettu hvad vid eigum að borða í
dag og hvar?
HÖGNI HREKKVÍSI
* tfAWN \SILL AD þeic kO/Ul f?£6Aie
WAWN KALLAe."
Bréfritari segir þjónustu Landsbókasafnsins of mikilvKga til að hægt sé að hafa það lokað i milli fimm og sjtt.
Síðdegislokun Landsbókasafns
Sigurgeir 1‘orgrímsson skrifar:
„Velvakandi.
Allir vita, hversu ómetanlega
þjónustu Landsbókasafn íslands
veitir landsmönnum. Þessi þjón-
usta er sjaldan brýnni en einmitt
á sumrin, þegar menn vilja verja
frístundum sinum og sumarleyf-
um að meira eða minna leyti til
lestrar og rannsókna á lestrarsal
Landsbókasafnsins og handrita-
deild þess.
Kom það þvi mjög óþægilega
við gesti safnsins, þegar fyrrver-
andi menntamálaráðherra neit-
aði beiðni þess um fjárveitingu
til ráðningar afleysingafólks í
sumarleyfum starfsfólks safns-
ins, sem leiddi til þess, að loka
varð Landsbókasafninu milli
klukkan fimm og sjö síðdegis yfir
sumarmánuðina, frá 1. júní til 1.
september. Bæði er, að hægt var
að fá margt hæft starfsfólk til
afleysinga, eins og alltaf hefur
verið áður, og það sem verra er,
að margir gestir nota einkum
sumarið til lestrar og rannsókna.
Þar má nefna nemendur, sem eru
að vinna að prófritgerðum sínum
fyrir veturinn, eins og cand. mag.
og BA-ritgerðum, og margir
gestir sem eru að vinna að rann-
sóknum til að gefa út, bæði al-
þýðleg og vísindaleg ritverk, og
hafa helst sumarið til umráða.
Má þar nefna kennara og einnig
nemendur og gesti, sem eru við
nám og störf erlendis, og þurfa
að safna heimildum á sumrin, til
þess að vinna úr á veturna. Þá
má ekki síst nefna hinn almenna
borgara, sem vill skreppa á safn-
ið eftir vinnutíma, en það er
helst milli klukkan fimm og sjö.
Það má ekki gerast, að þjón-
usta jafn brýnnar stofnunar og
Landsbókasafns fslands er, verði
stöðugt skert meir og meir. Áður
fyrr var opið á laugardögum til
klukkan sjö á veturna, en síðan
var dregið úr því til klukkan
fjögur, og nú til klukkan tólf.
Einnig var áður fyrr opið á
kvöldin milli klukkan átta og tíu.
Allt var þetta til þess, að hinn
almenni borgari gat þá nýtt frí-
stundir sínar betur til lestrar á
safninu, og ef að koma á þeirra
hefð að loka framvegis á sumrin
milli klukkan fimm og sjö, þá eru
stórlega skertir möguleikar gesta
safnsins til þess að njóta þjón-
ustu þess. Fyrir þessu eru engin
fordæmi erlendis þar sem ég
þekki til rannsókna- og þjónustu-
bókasafna á Norðurlöndum og
Bretlandi, eru söfnin opin til
klukkan sjö á kvöldin og sums
staðar einnig mestallan laugar-
daginn.
Eg vil því skora á núverandi
menntamálaráðherra, frú Ragn-
hildi Helgadóttur, að breyta
stefnu fyrirrennara síns, og veita
Landsbókasafninu möguleika á
því, að hafa framvegis opið milli
klukkan fimm og sjö, eins og á
öðrum árstímum, af því að þörfin
á því er ekki síður brýn en yfir
veturinn.
Um hunda og hundahald
Hanna María skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mikið hefur verið skrifað um
hunda og hundahald í dálknum
þínum og bætist hér enn eitt
bréfið við. Til að byrja með ætla
ég að leyfa mér að vitna í grein
Jóns Kristjánssonar í 2. tölu-
blaði Sáms. Þar segir: „Hunda-
hald í þéttbýli fer stöðugt vax-
andi. Ástæðan er líklega aukinn
frítími og vaxandi áhugi fólks á
útilífi almennt. Fjölgun hunda
skapar hundaeigendum vanda-
mál, því stöðugt bætast við fleiri
ótamdir hundar sem ergja hinn
almenna borgara. Hundaeigend-
ur fá þannig fleiri andstæðinga
sem þeir þurfa að kljást við.
Hundaandstæðingarnir hafa yf-
irleitt lögin sín megin, svo það
er ekki hlaupið að því fyrir
hundaeigendur að halda rétti
sínum.
Mér finnst rangt að banna
hundahald á höfuðborgarsvæð-
inu. Hægt er að leysa vandamál-
ið á annan hátt. Það gagnar
nefnilega lítið fyrir lögregluna
að tína einn og einn hund upp af
götunni, sífellt bætast nýir í
staðinn. Hvernig væri að leyfa
einfaldlega hundahald í Reykja-
vík, t.d. í úthverfunum, Breið-
holti eða Vesturbænum, þar sem
fólk hefur aðstöðu til útiveru
með hundum sínum. Hægt væri
að setja lög varðandi slíkt
hundahald og sekta fyrir brot á
þeim, jafnvel með það strangri
sekt að ef lög væru brotin í
þriðja sinn væri hundurinn tek-
inn af eiganda og aflífaður á
hans kostnað.
Ég held að fólk ætti að kynna
sér betur reglur um hundahald,
þar sem það er leyft, eins og t.d.
í Garðabæ. Skora ég á borgaryf-
irvöld að athuga hvort ekki er
hægt að leysa þetta leiðindamál
með hundahald í Reykjavík á
annan hátt en nú er reynt."