Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 63 hafa hlotið mænu- skaða í umferðarslys- um á síðustu 10 árum Á SÍÐUSTU 10 árum hafa 45 karl- menn og 18 konur hlotið mænu- skaða í umferðarslysum hér á landi. Þetta kom fram í erindi sem Sigrún Knútsdóttir, sjúkraþjálfi við endur- hæfingardeild Borgarspítalans, flutti á norræna umferðarslysaþinginu. Af þessum 63 sem slösuðust hlutu 27 eða um 43% nær algjöra lömun. Þá kom einnig fram að Ljónið hf. á ísafirði: Samningar við Hagkaup á lokastigi? ísanrði, 12. áfrúst. 65% hinna siösuðu voru undir 35 | ára aldri en flestir þeirra voru yngri en 25 ára. Sigrún sagði að stærsta orsök mænuskaða hér á landi væru um- ferðaróhöpp. Kom fram hjá henni að á þessum tíma hefðu 20 hiotið lömun við að lenda í bílveltu. Sagði hún að einungis einn þeirra hefði notað bílbelti og hefði hann notað það á rangan hátt. Þá kom einnig fram að meðaltími þessara sjúklinga á sjúkrahúsum hefði verið IO'/í mánuður. Sigrún sagði að 46 hefðu þurft að nota hjóla- stóla eða önnur hjálpargögn eftir að endurhæfingu lauk en 5 hefðu látið lífið vegna mænuskaðans. Sagði Sigrún að lokum að flestir þessara sem slösuðust hefðu ekki slasast jafn alvarlega og raun varð á, hefðu þeir notað bílbelti. 23ja kflómetra hitaleiðsla Senn líður að því að Vörumarkaðurinn hf. opni verzlun á Seltjarnarnesi. í gær var verið að leggja plaströr í bílastæði framan við verzlunarhúsið, áður en malbikunarframkvæmdir geta hafizt. Til gamans má geta þess að samtals verða lagðir 23 km af rörum, en bílastæðið verður 6 til 7 þúsund fermetrar. Rörin eiga að koma í veg fyrir að ísing myndist á stæðinu eða snjó festi. Morgunbiaftía/Ól.K.M. Niðurstöður nýlegra rannsókna: Erfðavísir í íslensku fé veldur mikilli frjósemi Slíkt þekkist hvergi annars staðar í Evrópu NÚ VIRÐIST einhver hreyfing vera að komast á samningamál Ljónsins á ísafírði og Hagkaups í Reykjavík að sögn Heiðars Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra Ljónsins. Von er á forsvarsmönnum Hagkaups til ísa- fjarðar um helgina og vonast Heiðar eftir að samningar náist fljótlega. Ennþá standa yfir deilumál á milli Ljónsins hf. og Kaupfélags ísfirðinga vegna kaupa Kaupfé- lagsins á hluta eigna Ljónsins. Styrr hefur staðið um eignarrétt á mjólkurkæli, frystiklefa og hitun- artæki þeim tengdum. Telja for- svarsmenn Ljónsins að þessi tæki tilheyri búnaði hússins en kaupfé- lagsmenn að þetta sé hluti af lausafé. Þegar starfsmenn Kaup- félags ísfirðinga ætluðu að flytja fyrrnefnd tæki út úr húsinu var óskað eftir lögbanni á þá gerð. Lögbannið náði ekki fram að ganga en kaupfélagið höfðaði inn- setningarmál til staðfestingar á eignarrétti sínum. Kaupfélagið tapaði því máli í fógetarétti og fara nú þessi deilumál fyrir al- menna dómstóla. Eigendaskipti á Sportvali EIGENDUR sportvöruverslunarinn- ar Bikarinn sf. á Skólavörðustíg, Kjartan V. Guðmundsson og Garðar og Guðmundur Kjartanssynir, keyptu í gær sportvöruverslunina Sportval, Laugavegi 116, af Jóni Aðalsteini Jónassyni og fleirum. Garðar Kjartansson sagði í samtali við Mbl., að Sportval yrði rekið áfram undir sama nafni, svo og Bikarinn, en þeir tækju við versluninni næstkomandi þriðju- dag. STAÐFEST hefur verið nýlega, að til er mikilvirkur erfðavísir í íslensku fé, sem eykur lambafjölda þeirra áa, sem hafa erfðavísinn, um 64 lömb eftir hverjar 100 ær. Rannsóknir á þessari háu frjósemi hófust árið 1976, en það var ekki fyrr en vorið 1983 að hægt var að sýna fram á það með öryggi, að einn erfðavísir væri að baki þessari háu frjósemi. Það eru þeir dr. Jón Viðar Jónmundsson hjá Búnaðarfélagi íslands og dr. Stefán Aðalsteins- son hjá Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, sem hafa unnið að þessum rannsóknum. Þeir lögðu fram erindi með niðurstöðum rannsókna sinna á alþjóðlegum vinnufundi um háa frjósemi í sauðfé, sem haldinn var í Edin- borg í júlí í sumar, og vöktu niður- stöður íslensku rannsóknanna mjög mikla athygli á fundinum, því að einungis er vitað um tvö önnur hliðstæð tilvik í heiminum, þar sem há frjósemi ræðst af ein- um erfðavísi. annað í Ástralíu, en hitt á Jövu. íslenska fyrirbærið er hið eina sinnar tegundar í Evrópu. Uppruna þessa eiginleika má af fullu öryggi rekja til ærinnar Þoku Karls Bjarnasonar á Smyrlabjörgum í Borgarhafn- arhreppi í Austur-Skaftafells- sýslu. Þoka var fædd árið 1950. Nágranni Karls, Ragnar Sigurðs- son, Gamla Garði, fékk hrút und- an Þoku árið 1958. Sá hrútur, sem var kallaður Tossi, kom með erfðavísinn að Gamla Garði. Þar hefur hann komið fyrir í afkom- endum hans í marga ættliði. Út af dætrum Þoku hafa auk þess komið fjölmargar ær, sem búa yfir þess- um eiginleika. Haustið 1976 voru keypt 15 lömb frá þessum tveimur bæjum og þau flutt að tilraunastöðinni á Skriðuklaustri í Fljótsda). Sumar gimbrarnar sem þangað komu voru með þennan sérstæða erfða- vísi, en aðrar ekki. Vorið 1983 báru 10 ær með þennan erfðavísi á Skriðuklaustri og áttu samtals 26 lömb. Frjósamasta ærin í þessum hópi á Skriðuklaustri hefur alls átt 26 lömb á 7 árum. Þeir Jón Viðar og Stefán sögðu á fundi með blaðamönnum í gær að hér væri um mjög sérstætt fyrirbæri að ræða, sem kæmi til með að hafa mikla þýðingu í sam- bandi við ræktun sauðfjár og rannsóknir í framtíðinni. Þar sem þessi aukna frjósemi ræðst ein- göngu af einum erfðavísi verða kynbætur mun auðveldari en ella, því bæði er að blöndun við ær með aðra góða eiginleika er viðráðan- legri og auk þess „þynnist" ekki frjósemiseiginleikinn við blöndun, eins og mundi gerast ef margir erfðavísa orsökuðu þessa háu hægt væri að meta það inn í verðlag ef þeir bændur sem lakast eru settir yrðu aðstoðaðir við að leysa úr sínum skuldamálum. Það hefur ekkert verið ákveðið um þetta og engin ákvörðun um þaö tekin af hálfu bændasamtak- anna hvernig við sliku yrðu brugð- ist,“ sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, í samtali við Mbl., er hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin heföi rætt það við bændasamtökin að bændum verði veitt sérstök aðstoð vegna tíðarfars- ins í vor og sumar gegn því að á móti yrði samið um minni búvöruverðs- hækkanir f haust en annars yrðu. í Tímanum í gær var haft eftir Stein- grími Hermannssyni, forsætisráð- herra, og Jóni Helgasyni, landbún- aðarráðherra, að hugmyndir um slíkt væru í athugun. Ingi sagði einnig: „Þetta er það eina sem um hefur verið rætt en það er alls óskylt þeim vandræðum sem skapast gætu vegna þessara óþurrka í sumar. Þau vandamál hafa ekkert við rædd við okkur, þó að illa horfi þá vonar maður í lengstu lög að úr þessu rætist." Að- spurður um hvernig tekið yrði í slíkar hugmyndir ef fram kæmu, frjósemi. Töldu þeir, að ef vilji væri fyrir hendi, þyrfti það ekki að taka meira en 10 til 15 ár að auka frjósemi íslensks sauðfjár um hálft lamb á á. Töldu þeir Jón Viðar og Stefán að verulega mætti þoka rannsókn- um á frjósemi í sauðfé áleiðis með nákvæmum rannsóknum á þessu undri, sérstaklega vegna þess að þessi frjósemiseiginleiki er rekj- anlegur til einnar ær. Þá sögðu þeir að þessi uppgötvun gæti haft mikil áhrif á rannsóknir á frjó- semi í öðrum dýrum og jafnvel mönnum. sagði Ingi að sjálfsagt væri að athuga þær, en leggja yrði áherslu á að aðgerðir til hjálpar bændum vegna erfiðs tíðarfars verða að miðast við að bæta áföllin en mega á engan hátt verða til að skerða tekjumöguleika bænda. Bolungarvfk: Fjölbreytt dagskrá á fjáröflunardegi Bolunjjarvík, 12. igúst. Á MORGUN, laugardag, efnir sunddeild Ungmennafélags Bol- ungarvíkur til fjáröflunardags. Hefst dagskrá sundfólksins kl. 13 með kökubasar í anddyri sundlaug- ar Bolungarvíkur. Klukkan 14 verða afhentir vinningar í lukku- happdrætti því sem sundfólkið hef- ur staðið fyrir undanfarna daga. Klukkan 18 hefst síðan sprett- sundmót í sundlauginni, þar sem syntir verða 50 metra sprettir og er öllum á aldrinum 8 til 80 ára heimil þátttaka Klukkan 21 um kvöldið hefst síð- an kvöldvaka í grunnskólanum. Gunnar. Ernir vinna skaða á æðarvarpi: „Get ekki einn borið skaðannu — segir Sveinn Guðmundsson í Miðhúsum „ÉG ER BÚINN að reyna að samræma arnarvarp æðarvarpi í yfir 25 ár og það hefur stundum gengið vel, en nú tvö síðustu árin hefur keyrt um þverbak. í ár er dúntekjan helmingi minni en hún var fyrir tveimur árum,“ sagði Sveinn Guðmundsson í Miöhúsum í Reykhólasveit í Baröa- strandarsýslu í samtali við Morgunblaðið, en æðarvarp í hans umsjá hefur illilega orðið fyrir barðinu á örnum að undanförnu. „Þarna er fyrst og fremst örn- Sveinn sagðist hafa verið með um um að kenna. Þegar varp fimm erni í varpinu í ár og sama misferst hjá erninum, sest hann að í æðarvarpinu og hræðir fugl- inn. Þegar örninn er með hreiður tekur hann bráðina með sér og fuglinn verður frekar rólegur eftir," sagði Sveinn ennfremur. fjölda í fyrra. Hann sagðist hafa leitað til ýmissa aðila með þetta vandamál, en hvergi fengið nein svör. Menntamálaráðuneytið svaraði engu og arnarvinafélagið virtist ekki átta sig á því að 10% Wj. £$$$ af arnarstofninum væru alin upp þarna. Hann hefði ekki haft samband við Náttúruverndarráð ennþá. „Eg er alveg að gefast upp á þessu og þetta er ekkert grínmál í mínum augum," sagði Sveinn. „Það tekur mörg ár að ná æðarvarpinu upp aftur og ég hlýt að íhuga aðgerðir í þessu máli. Ég get ekki einn borið skaðann af því að haförninn er friðaður á íslandi," sagði Sveinn Guðmundsson að síðustu. „Ekkert verið rætt við okkur“ — segir Ingi Tryggvason um hugmyndir um aðstoð til bænda gegn minni hækkun búvöruverðs í haust „ÞAÐ HEFUR komið til tals hvort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.