Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 5 Á kortinu má sjá hafsvæði þau, sem rannsóknarskipin munu kanna í þessum ieiðangri. Hafrannsóknastofnun: Styrkleiki þorsks, ýsu, karfa og loðnu kannaður Þrjú íslenzk rannsóknaskip og tvö erlend sameinast um rannsóknir í ÞESSUM mánuði verða farnir 3 rannsóknarleiðangrar á vegum Haf- rannsóknastofnunar til að kanna útbreiðslu og fjölda fiskseiða á íslands- miðum í Grænlandshafi og við Austur-Græniand. Með slíkum athugunum fæst fyrsta vísbending um hlutfallslegan styrkleika 1983 árgangs, t.d. þorsks, ýsu, loðnu og karfa. I þessum leiðöngrum verða einnig gerðar margskonar aðrar rannsoknir. Á tímabilinu 8.-26. ágúst mun rannsóknarskipið Hafþór rann- saka útbreiðslu og fjölda fiskseiða í Grænlandshafi og við Austur- Grænland. Þá verða athugaðar uppeldisstöðvar karfans við Austur-Grænland, og ennfremur reynt að merkja þorsk í því skyni að fylgjast með væntanlegum göngum milli Austur-Grænlands og Islands. Leiðangursstjóri á Hafþór er Vilhelmína Vil- helmsdóttir. Á tímabilinu 8,—31. ágúst mun rannsóknarskipið Árni Friðriks- son kanna útbreiðslu og fjölda seiða og ástand sjávar við suður-, austur- og norðausturland. I þeim leiðangri verða einnig gerðar magnmælingar á kolmunna og er það framlag íslendinga til alþjóð- legra rannsókna á stærð kol- murnastofnsins í norðaustan- verðu Atlantshafi. í leiðangrinum verður einnig könnuð útbreiðsla og fjöldi síldarlirfa er klakist hafa út við suðurströndina eftir hrygn- ingu sumargotssíldarinnar ís- lensku. Síðast en ekki síst er það eitt af verkefnum þessa leiðangurs að kanna útbreiðslu og mergð loðnu, út af norðausturlandi og austanverðu Norðurlandi allt norður undir 69. breiddarbaug. Leiðangursstjóri á Árna Frið- rikssyni er Sveinn Sveinbjörnsson. Þriðji leiðangurinn verður far- inn á Bjarna Sæmundssyni dag- ana 15.—31. ágúst. Þá verður haf- svæðið út af vestur-, norðvestur- og vestanverðu norðurlandi kann- að. Auk rannsókna á fiskseiðum verða stundaðar umfangsmiklar sjórannsóknir, dýrasvif verður rannsakað og síðast en ekki síst lögð mikil áhersla á mælingar á loðnustofninum. Leiðangursstjóri verður Hjálmar Vilhjálmsson. í slíkum leiðangri sem farinn var fyrir ári síðan tókst í fyrsta skipti að mæla hve mikið var af eins árs gamalli loðnu hér við land og verð- ur þetta reynt aftur. Ekki er enn komin reynsla á þessar mælingar á ungloðnunni en ef vel tekst til myndu slíkar mælingar gera Haf- rannsóknastofnun kleift að leggja fram tillögur um leyfilegan há- marksafla af loðnu miklu fyrr en unnt hefur verið hingað til. Þá verður einnig reynt að mæla hve mikið er af eldri loðnu norð- vestur og norður af landinu enda þótt ágústmánuður sé ekki talinn henta vel til slíkra rannsókna. ís- lensku rannsóknaskipin munu því kanna útbreiðslu og mergð þeirrar loðnu allt norður undir 69. breidd- arbaug en þar fyrir norðan mun norska rannsóknarskipið G.O. Sars gera samskonar mælingar allt norður fyrir Jan Mayen. Þá mun færeyska rannsóknarskipið Magnús Heinason kanna djúpslóð norðaustur og austur af landinu. Sameiginlegar niðurstöður allra þessara rannsóknaleiðangra munu liggja fyrir í fyrri hluta septem- bermánaðar eða fljótlega eftir að leiðöngrunum lýkur. Fyrirhugað- ar leiðarlínur rannsóknarskip- anna eru sýndar á meðfylgjandi mynd. I þessum mánuði er r.s. Dröfn við rannsóknir á hörpudiski sem beinast að því að áætla stofnstærð og veiðiþol á miðunum í Breiða- firði og norðanlands. Selarann- sóknir verða einnig stundaðar og reynt verður að merkja hrefnu. Leiðangursstjóri er Hrafnkell Ei- ríksson. (Krétutilkynning) Orn Ingólfsson ráðinn framkvæmda- stjóri hestamannafélagsins Fáks NÚ NÝVERIÐ var ráðinn nýr fram- kvæmdastjóri hjá hestamannafélag- inu Fáki. Umsækjendur um starfið voru þrettán talsins og varð fyrir val- inu Orn Ingólfsson kaupmaður í Reykjavík. Örn sem hefur stundað hestamennsku í tvo áratugi er nokk- uð kunnur meðal Fáksmanna fyrir störf sín í þágu félagsins og hefur hann setið í stjórn félagsins auk þess sem hann hefur gegnt ýmsum nefnd- arstörfum. Einnig hefur hann séð um starf yfirtímavarðar á kappreiðum fé- lagsins í áraraðir. Umsjónarmaður hesta sló á þráðinn til Arnar og spurði hvernig honúm líkaði í nýja starfinu. „Mér líst nokkuð vel á það, þetta er fjölbreytt starf og í mörg horn að líta,“ sagði Örn. Hann sagði, að nóg hey væri til fyrir norðan og hefði þeim hjá Fáki verið boðið hey þaðan til kaups en vegna mikils flutningskostnaðar hefðu þeir haldið að sér höndum og ætla að Örn Ingólfsson sjá til hvort ekki rætist úr veðri hér sunnanlands. Þó kvað hann hugsanlega hægt að lækka flutn- ingskostnað með því að flytja heyið sjóleiðis. Eins og komið hefur fram í frétt- um var byrjað að grafa fyrir grunni að nýju félagsheimili og kvað Örn markmiðið að steypa sökkla fyrir veturinn en það réðist þó af fjármagni og veðri næstu vik- ur og mánuði. Kvað hann rign- ingarnar hafa tafið verkið nokkuð fram að þessu. „Svo má geta þes að nú er í und- irbúningi hjá okkur samkoma sem vera á austur á Ragnheiðarstöðum helgina 19.—21. ágúst og verður farin hópferð héðan úr Reykjavík og einnig viljum við hvetja alla fé- lagsmenn sem eru með hesta sína í hagagöngu austanfjalls að koma ríðandi að Ragnheiðarstöðum. Haldnar verða grillveislur miklar og boðið upp á skemmtiatriði og svo að sjálfsögðu sungið eins og góðum hestamönnum sæmir," sagði Örn að lokum. Fáskrúðsfjörður: Atvinnuástand gott Fáskrúdsnrði, 11. ájpíst. ATVINNUÁSTAND hefur verið gott hér í sumar þrátt fyrir að örlítið minni afli hafi borist á land en oft áður. Héðan eru gerðir út tveir tog- arar og auk þess hafa verið gerðir út tveir togbátar og nokkrar trillur. Afli togaranna er þessi: Hoffell Su 80 er með 2.267 tonn úr 24 veiðiferðum og brúttóverð er 20.865 þúsund. Á sama tíma í fyrra hafði skipið aflað 3.442 tonna í 23 sjóróðrum. Ljósafell Su 70 er með 2.060 tonn úr 24 sjóferð- um og brúttóaflaverð er 19.948 þúsund. Á sama tíma í fyrra hafði það aflað 2.322 tonna í 22 veiði- ferðum. Afli hjá togbátum hefur verið ágætur með köflum, en þeir hafa landað bæði hér heima og erlendis. Afli smærri báta hefur verið fremur tregur og ógæftir oft hamlað veiðum. Sláttur hjá bændum hófst í seinna lagi. Grasspretta er víðast hvar góð og hirðing heyja mjög góð, þar sem tíðarfarið hefur verið hér sérstaklega hagstætt og ég held að flestir bændur séu langt komnir með slátt. Vinna í landi við byggingar og annað hefur verið næg í sumar, þrátt fyrir að aðeins eitt íbúðar- hús hafi verið í smíði, en unnið hefur verið að byggingu nýs versl- unar- og skrifstofuhúss fyrir Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga sem hefur verið í byggingu í nokkur ár, og er áætlað að það verði fokhelt í haust. Auk þess er unnið að smíði íbúða fyrir aldraða á vegum sveit- - arféiagsins og á það hús einnig að verða fokhelt í haust. Þá hefur verið unnið að gatnagerð hjá sveitarfélaginu. Tilraunir þær sem Arnarflug hefur staðið fyrir síðan í vor með reglubundið leiguflug hafa gefið mjög góða raun og binda menn miklar vonir við það að flugfélagið sæki um leyfi til áætlunarflugs og fái til þess heimild. Siðastliðinn laugardag var háð- ur knattspyrnukappleikur á milli ungmennafélagsins Leiknis hér á staðnum og Hattar á Egilsstöðum á nýjum knattspyrnuvelli sem ver- ið hefir í byggingu undanfarin ár. Lauk þessum leik með sigri heimamanna og vonandi verður áframhaldið með sama hætti. Albert )fcíy\IN]^URENr Jourrures___ PELSINN1 Kirkjuhvoli — sími 20160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.