Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 pítrgM Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakið. Nauðungarsamn- ingar SÍS og íþróttaforystunnar Ekki óeðlileg samningsgerð — segir Örn Eiðsson, formaður FRÍ Frétt Morgunblaðsins í gær af samningi SÍS og FRÍ hefur að vonum vakið mikla athygli. í henni er upplýst að SÍS hefur gert hálfgerðan nauðungarsamning við févana íþróttaforystu, sem hefur selt SÍS ýmiskonar þjónustu og viðskipti sín fyrir smápening á mælikvarða líðandi stundar, eða litlar 75 þúsund krónur. Samningurinn var birtur í heild í Morgunblaðinu í gær og fram kemur einnig að svipaðir samn- ingar hafi verið gerðir milli SÍS og tveggja annarra sérsambanda innan ÍSÍ, Handknattleikssam- bandsins og Körfuknattleikssam- bands íslands, en fyrrverandi formaður HSÍ segir hiklaust að íþróttahreyfingin eigi ekki ann- arra kosta völ en að selja sig. Ekki er Morgublaðinu kunnugt um frekari sölur á þessum vettvangi en greint er frá í fréttum í gær, en ekki er ólíklegt, að víðar séu mað- kar í mysu og hliðstæðir hlutir eigi eftir að koma upp í viðskipt- um íþróttaforystu við fjársterk og yfirgangssöm fyrirtæki. Þó standa vonir til að svo sé ekki, a.m.k. ekki í þeim mæli, sem nauðungarsamn- ingur SÍS við FRÍ felur í sér. Hann er í raun og veru hneyksli og ekkert annað. Samkvæmt samningnum á FRÍ að nota SÍS-styrkinn eins og unnt er til að kaupa þjónustu og vörur hjá SÍS, kaupfélögunum og sam- starfsfyrirtækjum þessara aðila. Þá heimilar FRÍ SÍS að nota starfsemi frjálsíþróttasambands- ins, heima og erlendis, tönnlast skal á styrkveitingunni við fjöl- miðla, við íþróttafólk og almenn- ing. Þá er talað um áætlun um vöruauglýsingar, happdrætti, samvinnufánann, merki SlS á um- slögum og bréfsefnum FRÍ, boðsmiða að ákveðnum leikjum handa samvinnustarfsmönnum, auk þess sem forysta SÍS skal eiga kröfu til að vera heiðursgestur á ákveðnum stórmótum. Þá skal dreifa áróðursritum SÍS á árs- þingum og námskeiðum og síðast en ekki sízt eru þau einsdæmi í samningi FRÍ og SÍS að frjáls- íþróttasambandið hefur selt Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga blaðamannafundi sína, eða eins og segir í samningi og áætlun um samstarf SÍS og FRI 1983: „I tengslum við blaðamanna- fund, sem Sambandið boðar til um veitingu styrksins skal FRÍ sjá til þess, eftir öllum þeim leiðum sem sambandinu eru tiltækar, að styrkveitingin veki þá athygli f fjölmiðlum sem verðug er og við- gengist hefur um styrkveitingar til menningarmála." — Þetta segir í samningnum en í áætlun um samstarf 1983 segir m.a. svo: „Fulltrúi frá Sambandinu eigi kost á því að sitja alla blaða- mannafundi FRÍ og skýra þar frá þætti samvinnuhreyfingarinnar í sambandi við mót og önnur mál, sem þar er fjallað um hverju sinni.“ — Morgublaðið vill af þessu tilefni upplýsa að fulltrúi SÍS mun ekki eiga kost á að sitja slíka blaðamannafundi þar sem Mbl. á fulltrúa og verða íþrótta- sambönd að fullvissa blaðið um, að slíkir samningar hafi ekki verið gerðir við SÍS eða önnur fyrirtæki. Enginn aðili hefur leyfi til að selja blaðamannafundi og það heyrir að sjálfsögðu til algjörra nýmæla að þeir skuli ganga kaupum og sölum í viðskiptum milli fyrirtækja og annarra aðila. Hér er um siðleysi að ræða sem Blaðamannafélag Is- lands getur ekki látið hjá líða að taka upp og afgreiða með þeim hætti einum sem við á. En Morg- unblaðið mun ekki sitja slíka fundi. I raun og veru getur SlS ekki verið þekkt fyrir að stunda slík viðskipti, svo ekki sé talað um sér- sambönd innan ÍSl. Að vísu átti þetta ekki að vera lýðum ljóst, heldur meðhöndlast eins og meiri- háttar ieyndarmál hjá stórveldum um hernaðaráætlanir, en sem bet- ur fer fékk Morgunblaðið plöggin í hendur og hefur birt þau almenn- ingi til upplýsingar en öðrum til viðvörunar. Hér verður ekki tekin endanleg afstaða til viðskipta Samvinnu- ferða og þriggja íþróttasambanda, þar sem gert er ráð fyrir því, sam- kvæmt samkomulagi sem gert var í vetur, að allir farseðlar vegna utanferða íþróttafólks verði þar keyptir — og að þessi ferðaskrif- stofa skipuleggi heimsóknir er- lendra gesta, samkvæmt sérstöku samkomulagi milli hennar og körfuknattleikssambandsins, handknattleikssambandsins og frjálsíþróttasambandsins, en þessi sambönd hafa gert samninga við SÍS af svipuðu tagi og fyrr greinir. Hér er að sjálfsögðu um tilraun til einokunarstarfsemi að ræða; hug- sjón er föl fyrir peninga; eld sem kviknaði í Aþenu forðum á að slökkva með nauðungarsamning- um, hagsmunapoti og græðgi. Morgunblaðið varar við slíkum „viðskiptum“ og hvetur íþrótta- hreyfinguna til að gera þá samn- inga eina sem eru í samræmi við þá reisn, það stolt og þann tilgang, sem henni heyrir til. Og. SÍS skal bent á, að stunda frekar aðrar fjárfestingar en kaup á blaða- mannafundum og annan áróður en þann sem gerður er í skjóli þeirrar sérstöðu fjármuna og valds, sem það ræður yfir. Morgunblaðið hvetur alla þá að- ila, sem bolmagn hafa til að rétta íþróttahreyfingunni hjálparhönd, sem hún getur stuðst við í erfiðri stöðu og baráttu sinni fyrir hags- munum íþrótta, að láta slíka að- stoð í té — án annarlegra krafna og skiiyrða eða nauðungar. Morg- unblaðið hefur og mun veita íþróttahreyfingunnni þann stuðn- ing og þá þjónustu sem það getur. Og þó það muni ekki mæta á seld- um blaðamannafundum er það stefna þess að styðja við bakið á íþróttahreyfingunni og hún hefur ekki og mun ekki breytast. Ungu fólki eru ekki aðrir vegir þroskavænlegri en þeir, sem íþróttahreyfingin býður. Ekki sízt þessvegna ætti hugsjón þeirrar hreyfingar ekki að ganga kaupum og sölum og verða gróðasjónar- miðum að bráð. „ÞETTA er gagnkvæmur samningur, það liggur í augum uppi. Þeir eru að styrkja okkur gegn því að fá eitthvað i staðinn. Síðan má endaiaust deila um það hve langt skuli ganga. Slfkir samningar eru mjög algengir erlendis, þar sem einmitt ákveðnar kvaðir fylgja í sambandi við slíka styrki. Þetta er því ekkert óeðlilegt," sagði Örn Eiðsson, formaður Frjálsíþrótta- sambands íslands. Hann var spurður út í samning þann sem FRÍ og SÍS hafa gert um íþróttastyrk Sambands- ins. Hann sagði að samningur Knattspyrnusambands Islands og Eimskipafélags Islands hlyti að vera mjög svipaður, þar sem Eim- skip væri auglýst á öllum stærri knattspyrnukappleikjum. „Þetta virðist vera að færast í þessa átt hjá okkur eins og erlendis, en við erum auðvitað algerir byrjendur á þessu sviði,“ sagði Örn. Hann bætti því við, þar sem sér fyndist frétt Morg- unblaðsins í gær það lítil frétt, að auglýsingastarfsemin í kringum það mót, sem hann væri staddur á, þ.e. heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum i Helsinki, skipti tugum eða hundruðum milljónum dollara. Örn var þá spurður hvort Samband- ið fengi ekki mikið fyrir sinn snúð og svaraði hann því til, að sjálfsagt mætti um það deila. „Það getur ver- ið, miðað við þá upphæð sem er í boði. En það má endalaust deila um það í öllum samningum, hvort einn fái of mikið eða of lítið.“ Hann var spurður hverjir hefðu gert uppkast að samningi FRÍ og SÍS og hvort hann hefði legið fyrir frá byrjun í endanlegri gerð frá SÍS. Örn sagði að samningurinn hefði verið tekinn fyrir í stjórn FRÍ og samþykktur þar. „Eftir að hann lá fyrir í endan- legri gerð, var samningurinn tekinn fyrir hjá stjórn FRÍ og hún sam- þykkti hann. En þar sem verið er að tala um þennan tiltekna samning, þá vil ég benda á samning KSÍ og Eimskipafélagsins, vegna þess að þar er um mun hærri upphæð að ræða. Ég veit ekki hvernig sá samn- ingur er, en hann var upp á 500 þúsund krónur og sýnir út í hvað íþróttahreyfingin heima er að fara til að afla fjár. Hún er alltof lítið styrkt af hinu opinbera til að geta starfað," sagði Örn Eiðsson. Hann var spurður um öll þau smáatriði í samningi FRÍ og SlS, sem SÍS vill fá framgengt, og hvort eðlilegt geti talist að svo miklar kvaðir fylgdu slíkum styrkveiting- um. „Ég vil ekki beint segja að þetta séu kvaðir. Þetta eru fremur tilmæli en kvaðir,“ sagði Örn. Þá var Örn Eiðsson spurður um framkvæmd samningsins og sagði hann að margt hefði ekki komið til framkvæmda sem nefnt væri í samningnum. Hann var í framhaldi af því spurður hvort stjórn FRÍ væri ánægð með samninginn og framkvæmd hans og sagði hann að þetta væri helst til of lítil upphæð, Örn Eiðsson varla það stór að það tæki því að vera að skipta henni. „I okkar fjár- hagsvandræðum er ekki um margar leiðir að ræða í fjáröflun og okkur munar um hvað sem er. En ég skal viðurkenna að þetta hefði þurft að vera meiri upphæð,“ sagði Órn. Þá var hann spurður hvort sam- starfssamningurinn við Samvinnu- ferðir-Landsýn tengdist íþrótta- styrk Sambandsins og því svaraði Örn á þessa leið: „Það var engin skylda að semja við þá.“ Hann var spurður hvort leitað hefði verið til annarra ferðaskrifstofa og svaraði hann því til að leitað hefði verið til Flugleiða en þeir hefðu fengið betri samning hjá Samvinnuferðum. Síðasta spurningin til Arnar var sú, hvers vegna þessi samningsgerð hefði farið svo leynt, sem raun bæri vitni. Örn svaraði: „Við höfum ekki verið spurðir. Við erum ekkert að básúna samningsákvæðin út meðan ekkert er um þau spurt. En þetta er ekkert leyndarmál." Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálariðherra, tekur fyrstu skóflustunguna Sólvangur í Hafnarfirði stækkaður: Heilsugæsla á einn stað MATTHÍAS Bjarnason, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, tók í gær fyrstu skóflustunguna að við- bótarbyggingu við elli- og hjúkrun- arheimilið Sólvang í Hafnarfirði. Ætlunin er að færa alla heilsu- gæslu Hafnfirðinga að Sólvangi, og jafnframt að bæta aðbúnað til þjálfunar og þjónustu við vistfólk heimilisins. Á þessu ári eru liðin 30 ár frá því að Sólvangssjúkrahúsið tók til starfa, en að Sólvangi var stafandi um árabil bæði fæð- ingardeild og heilsuverndarstöð auk elliheimilis. Árið 1976 var fæðingardeildin lögð niður og frá þeim tíma hefur Sólvangur einungis verið rekinn sem sjúkrahús fyrir aldraða lang- legusjúklinga. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti árið 1979 að heilsu- gæsla bæjarbúa skyldi vera við Sólvang og var ákveðið að byggja við húsið. Undirbúnings- nefnd var skipuð sama ár, sem gerði tillögur að viðbyggingunni, en ekkert varð úr framkvæmd- um. Önnur undirbúningsnefnd var skipuð árið 1982 og hefur hún starfað síðan. 1 gær tók svo Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fyrstu skóflustunguna að við- byggingunni. Heildarstærð viðbyggingar- innar er 1.888 mz og er byggingin tvö hús, sem eru samtengd. I öðru húsinu verður heilsugæsl- an, með rými fyrir heimilis- lækna, hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisfulltrúa, en í hinu húsinu verður anddyri, forsalur, rannsóknarstofa, móttaka, borð- salur o.fl. 1 kjallara verða geymslur, þvottahús og tækja- rými. Auk þess verða gerðar endurbætur á gamla húsinu og verður m.a. fyrstu hæðinni breytt úr þvottahúsi og eldhúsi í iðjuþjálfun, dagvist, sjúkraþjálf- un og hvíldarherbergi. Blóma- skáli verður gerður á þaki nýja hússins, sem tengist annarri hæð gamla Sólvangs. Áætlað er að framkvæmdum við byggingu Sólvangs verði lok- ið árið 1985 og er áætlaður kostnaður um 33,3 milljónir króna. Skiptist kostnaðurinn á milli ríkssjóðs og bæjarsjóðs, samkv. lögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.