Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 13 Friðarmálin út frá íslenskum hagsmumim — eftir Birgi Isl. Gunnarsson Svokölluð friðarganga, sem hér var farin fyrir nokkru, hefur verið tilefni blaðaskrifa og umfjöllunar í fjölmiðlum. Á það hefur verið rækilega bent að þessi starfsemi hérlendis hefur meira og minna verið skipulögð af Alþýðubanda- laginu. Forystumenn þess flokks hafa haft tögl og hagldir í undir- búningi Keflavíkurgangna og hér á íslandi hefur ekki mátt minnast á friðarmál án þess að þau væru tengd þeirri stefnu Alþýðubanda- lagsins í utanríkismálum, að ís- land skyldi segja sig úr Atlants- hafsbandalaginu og varnarliðið hverfa úr landi. Erlendar fyrirmyndir Það hefur vakið athygli, að áður en gangan var farin var látið að því liggja að þessi gömlu slagorð Alþýðubandalagsins yrðu í bak- grunni að þessu sinni. Aðaláherslu skyldi leggja á hin almennu frið- armál, þ.á m. baráttuna gegn kjarnorkuvopnum. Vafalaust hef- ur það haft áhrif á einhverja. Þeg- ar á hólminn kom, voru öll gömlu kommaslagorðin komin í forgrunn og reyndust mjög áberandi í göng- unni og á útifundinum. Á það hefur einnig verið bent í þessum umræðum, að starfsemi herstöðvaandstæðinga er mjög að erlendri fyrirmynd. Sama form er notað hér og víða erlendis til að vekja athygli á málstaðnum, sömu dagsetningar og sömu slagorðin. Rauður þráður gengur því í gegn- um þessa starfsemi um alla Evr- ópu og óneitanlega kemur í hug sú skoðun Michael Volsensky, að öll þessi starfsemi í Evrópu sé í nán- um tengslum við miðstjórn komm- únistaflokks Sovétríkjanna þó að leynt fari. Þessi skoðun Michael Volsenskys kemur fram í bók hans „Nomenklatura", sem ítarlega var fjallað um í Mbl. í vor. Hann bend- ir m.a. á, að það komi aldrei fyrir að slagorð vinstri sinnaðra frið- arhreyfinga séu andstæð eða óþægileg utanríkisstefnu Sovét- ríkjanna. Þessa sjónarmiðs virðist mjög gætt af þeim alþýðubanda- lagsmönnum, sem skipuleggja slíka starfsemi hér á landi. Islenskir hagsmunir Það vekur sérstaka athygli í þessu sambandi, að göngufólkið skuli ár eftir ár láta sér nægja eftiröpun útlendra slagorða. Hvergi bólar á neinni viðleitni til að brjóta þessi mál til mergjar út frá íslenskum sjónarmiðum. Af- vopnunar- og friðarmál verða ekki leyst með einföldum slagorðum. íslendingar þurfa að móta mark- vissa og samræmda stefnu í af- vopnunarmálum, þar sem tekið sé mið af íslenskum hagsmunum. Það var einmitt með slík sjón- armið í huga, sem þingflokkur sjálfstæðismanna flutti tillögu á síðasta Alþingi um afvopnun og takmorkun vígbúnaðar. Birgir ísl. Gunnarsson Tillaga sjálfstæðismanna Tillagan var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að brýna nauð- syn beri til að þjóðir heims og ekki síst kjarnorkuveldin sameinist um raunhæfa stefnu í afvopnunar- málum, sem leitt geti til samninga um gagnkvæma og alhliða afvopn- un, þar sem framkvæmd verði tryggð með alþjóðlegu eftirliti. Jafnframt ályktar Alþingi að fela utanríkismálanefnd að láta gera úttekt á þeim hugmyndum, sem nú eru uppi um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar, með sér- stöku tilliti til legu íslands og að- ildar þjóðarinnar að alþjóðlegu samstarfi. Á grundvelli slíkrar skýrslu verði síðan leitað sam- stöðu meðal stjórnmálaflokkanna um sameiginlega stefnu í þessum málum." Tillagan fékk ekki umfjöllun á síðasta Alþingi, þar sem því lauk óvenju snemma. Með þessari tillögu er tekið á þeim málurn á allt annan hátt en hingað til hefur verið gert á ís- landi. Reynt er að færa umræðuna af plani einfaldra slagorða, oftast erlendra, á málefnalegan grund- völl, þar sem reynt verði að meta hinar ýmsu hugmyndir um af- vopnunarmál út frá íslenskum hagsmunum. Tillaga þessi verður væntanlega endurflutt á Alþingi í haust og verður fróðlegt að sjá viðbrögð annarra flokka við henni. Er nýtt sólkerfi komið í leitirnar? Paudena, Kaliforníu, 10. ígúst AP. Bandarískir vísind- amenn sögðu frá því í gær, að í sjónauka, sem nú er á braut um jörðu, hefðu þeir kom- ið auga á efnisagnir, sem þá grunar að séu stjörnur eða stjörnur í fæðingu, og sveima í kringum afar fjarlæga stjörnu, sem Vega heitir. Efnisagnirnar eða geimgjallið eru i ógnarstórum hring í kringum Vegu en hún er þriðja bjartasta stjarn- an á himni þótt fjar- lægðin frá jörðu sé 241 milljón milljarða km. Ekki vita vísindamenn- irnir enn hvort hér er um að ræða sólkerfi áður ókunnugt og þá e.t.v. í fæðingu eins og var með okkar sólkerfi fyrir hálf- um fimmta milljarði ára. Vísindamenn hafa ekki séð neitt þessu líkt fyrr og „þess vegna er þetta svona spennandi", sagði einn þeirra, Conway Snyder að nafni. Áratugum saman hafa stjörnufræðingar leitað með logandi ljósi að reikistjörnum, sem snú- ast um aðra sólu en þá, sem vermir jörðina okkar, en án árangurs þar til kannski nú. Sagði Snyder, að fyrirbrigðið hefði ýmis einkenni sól- kerfa þótt ekki væri hægt að fullyrða neitt þar sem þekking manna á tilurð sólkerfanna væri svo mjög í molum. Valsvöllur 1. deild kl. 14.00 laugardag Valur Þróttur leika í dag á heimavelli Vals að Hlíðarenda Völlur strikaöur 73x110 m. 10 m breiöari og 5 m lengri en Laugardalsvöllur. Heiöursgestur er Júlíus Hafstelnsson, form. íþróttaráös Reykjavíkur. Bráðabani milll Vals og Þróttar í hálfleik. Maður leiksins fær kvöldverö fyrir tvo á Torfunni. UPPDRÁTTUR AF HLÍÐARENDA Verðlaun í firmakeppni Vals afhent SÍS, Holta- görðum í hálfleik. Önnur firma- og félagakeppni Vals fer fram helgina 27.—28.8. Hlé á meðan bik- arúrslit fara fram. Þátttaka tilkynnt í síma 11184 eftir kl. 5 og í síma 81454. Leikið á grasi. KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 86511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.