Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 11 i' Stór og rúmgðó herbergi ern í Gestgjafanum. Vestmannaeyjar: Hótel Gest- gjafinn opnar MorgunbladiA/ Sijfurgeir. Hótel Gestgjafínn í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjum, 10. ágúst. LAUGARDAGINN 6. ágúst sl. var opnað hér nýtt og full- komið hótel sem ber nafnið hótel Gestgjafínn. Eigendur eru hjónin Pálmi Lórensson og Marý Sigurjónsdóttir en þau eiga fyrir og reka mat- sölustaðinn Gestgjafann og skemmtistaðinn Skansinn. Öll þessi umfangsmikla starfsemi fer fram í sam- tengdum húsakynnum sem þau hafa byggt upp að undan- förnum árum. Hið nýja hótel stendur við Herjólfsgötu og er nýbyggt Pálmi Lórensson veitingamaóur og hóteleigandi. FÍB býður ferðir með Eddunni FIMMTUDAGINN 4. ágúst héit Félag íslenskra bifreiöaeigenda ferðakynningu. FÍB kynnti þar ferðir FÍB-félaga, sem skipulagðar hafa verið með Eddu frá Reykjavík 17. og 24. ág- úst. í tilefni þessara ferða hefur verið gefið út fréttabréf FÍB þar sem ferðirnar eru kynntar. Um 100 manns sóttu kynn- ingarfund FÍB, og þar var lýst þeim ferðaleiðum sem skipulagð- ar hafa verið, auk þess sem far- þegum var leiðbeint um akstur erlendis. Talsverður áhugi er á þessum ferðum, og er að verða uppselt í ferðina 24. ágúst. Aftur á móti er enn rými í ferðina 17. ágúst. Til greina kemur að setja upp aðra ferð 31. ágúst vegna mikillar þátttöku. þriggja hæða steinhús með 14 tveggja manna herbergjum en með tiltækum búnaði getur hót- elið með góðu móti tekið á móti yfir 40 gestum í einu. Öll eru herbergin búin þægilegum og vönduðum húsgögnum og bað er á hverju herbergi. Þá er þægileg og velbúin setustofa fyrir hót- elgesti. Innangengt er af hótel- inu í veitingasali Gestgjafans. Tilkoma þessa glæsilega hót- els bætir úr mikilli þörf sem hefur verið hér í bæ á gistirými fyrir ferðafólk. Á undanförnum árum hefur ekkert fullkomið hótel verið starfandi hér en nokkur gistiheimili hafa leyst úr mesta vandanum. Pálmi Lórensson og Marý Sig- urjónsdóttir hófu rekstur Gestgjafans gamla fyrir réttum 11 árum. Fyrir nokkrum árum byggðu þau upp nýjan og vand- aðan matsölustað að Heiðarvegi 3 sem hefur unnið sér mjög gott orð fyrir góðan mat og góða þjónustu. í nóvember sl. opnuðu þau hjón svo hinn glæsilega skemmtistað Skansinn sem þeg- ar hefur valdið byltingu í skemmtanalífi Vestmanney- inga. Skansinn er af kunnugum talinn einn af þremur glæsi- legustu skemmtistöðum lands- ins. Og nú hafa þessi framtaks- sömu hjón opnað hótel sem mun teljast í hæsta gæðaflokki eins og væntanlegir hótelgestir Gestgjafans munu sannfærast um þegar þeir heimsækja Eyj- arnar. hkj. MAL- VERKA- SÝNING Málverkasýningu Valtýs lýkur um þessa helgi. Nú er búiö aö malbika alla leiö úr borginni og í tilefni þess og afmæl- isins bjóöum viö um helgina afmælistilboð LAXVEIÐI Eigum til laxveiöileyfi í Sogi. Uppl. í síma 99-1074. 1. Hamborgara m/grænmeti, salati, sósu og frönskum fyrir aöeins kr. 99. 2. Pylsu m/öllu og eina kók á sama veröi og í pylsuvagninum í Laugardal eöa kr. 45. 3. Ljúffengan kúluís í formi frá Emmess, aöeins kr. 25. ÍSSÍ Olía Bensín Við höfum alla helstu olíu frá Esso og seljum auðvitað bensín. GOLFUNNENDUR Laugardaginn 27. ágúst veröur haldiö hiö árlega golfmót Þrastalundar. Leikiö veröur á tveim völlum, 9 holur á hvor- um, í Alviöru og viö Öndveröarnes. Veitt veröa þrenn verö- laun auk þess aukaverölaun. Punktakeppni meö forgjöf, sig- urvegarar 1982, í 1. sæti Ársæll Ársælsson, 2. sæti Hilmar Viö- arsson, 3. sæti Grímur Arnars- son. Allir golfarar eru vel- komnir. Þátttaka tilkynn- ist í síma 99-1074. Verið velkomin .í Þrastalund Kreditkort í fullu gildi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.