Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 B]E]b|&JS]E]E]E]E]B]ElB]ElE]E)B]G]B]ElEHgfl i i | Diskótek I gjOpiö í kvöld 10—3 Aðgangseyrir kr. 80gj lanaiBIElElElElEIElETElElElETElElGlEliaHblEl Sigurbergur íyrir dansi m FLUGLBIDA Æm HÖTEL Carlos Fuentes Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson ('arlos Fuentes: Terra Nostra. Roma Deutsch von Maria Bam- berg. Deutseher Taschenbuch Verlag 1982. Goðsögur, ævintýri og þjóð- sögur, táknmyndir og spádómar fléttast í þessari skáldsögu frá- sögninni af hirð Filippusar, landafundum vestan hafsins, úr- kynjun, kúgun og mennskri af- skræmingu. Jóhanna hin brjál- aða ferðast í burðarstól um Spán með lík manns síns, fylgdarliðið múnkar og hermenn, hún finnur hvergi frið, þetta ferðalag stend- ur í mörg ár. Sonur hennar, Fil- ippus (II), byggir E1 Escorial, höll, kirkju, klaustur og fyrst og fremst grafhýsi, þar sem kon- ungurinn lætur safna saman lík- amsleifum forfeðra sinna, þar unir hann sér best, klæddur svörtu á bæn í hálfrökkri milli steinþrónna þar sem forfeður hans hvíla. Drottningin, Isabella (Elizabet Tudor), hefst við í svefnherbergi sínu ásamt elsk- hugum sínum, endalok þeirra verða snaran eða bálið. Bastarð- arnir, synir Filippusar fríða, bera í sér bölvun ættarinnar, af- skræmdir, með 12 tær og rauðan kross milli herðablaðanna. Sjálfspynting, losti og brjál- æði einkenna lífið í Escorial, sem er enn hálfbyggð. Guzmann, aðalráðgjafi Filippusar ýtir und- ir sálsýkina og Celestína, sveita- stúlka, sem var nauðgað af Fil- ippusi friða á brúðkaupsnóttina, verður höfuðnornin og gengur aftur og aftur í gegn um alla söguna. Herferðin til Niðurlanda verð- ur sterk svipmynd af óskapnaði blóðugrar styrjaldar, aftaka og guðníðs hermannaskríls. Þar kemur Hieronymus Bosch til sögunnar og fellur vel að efn- inu, það er skyldleiki með þess- ari sögu Fuentes og myndum hans. Ýmsar fleiri persónur koma fram, svo sem herra Minn- inganna, Fiðrildadrottningin, sem kemur fyrir aftur og aftur í sögunni, Hinir hvítu lávarðar helvítis og Feiti prinsinn lifa i þessum hluta sögunnar. Persón- ur hliðstæðar Filippusi og hirð hans ganga svo aftur í köflunum um Rómaveldi á dögum Tíberí- usar, Pontíus Pílatus o.fl. o.fl. koma þar við sögu. Úrkynjunin og lostinn á Caprí er hliðstæða við atburðarásina á Spáni á 15. og 16. öld. Andstæðu þessa er að finna í Ludovico og Pedro, sá síð- arnefndi er bóndi og fiskimaður, sem aldrei lætur bugast og Naz- areanum, sem óljósar fréttir berast af til hirðar Tíberíusar á Caprí. Don Quixote skýtur upp í sögunni ásamt Sancho-Panza, hinn tragíski riddari og Sancho falla alveg óbrenglaðir að sögu- sviðinu. Annar hluti sögunnar er listi- lega gerður, þar upphefst raun- veruleikinn á enn sannara svið í heim ævintýrsins og goðsögunn- ar. Loksins komast Pedro og samferðamaður hans út á hafið, sloppnir undan kúgun og vilpu sálsjúkra sýfilissjúklinga. Þeir stíga á land í nýjum heimi ... og síðar hefst ferðin inn í frum- skóginn eða undirvitundina, sem er kveikjan að atburðarásinni í öðrum hlutum bókarinnar. Ferð- in um frumskóginn er snilldar- lega samin, jarðandar, frjósem- isgyðjur og goðkynjaðar verur verða lykiltákn fyrir hinar ýmsu persónugerðir sögunnar. í lokakaflanum koma persón- ur eða persónugervingar ann- arra hluta sögunnar fram á svið- ið og Iifa aðventu heimsslita og 31. desember 1999 slokkna ljósin í París og um miðnættið þegja klukkur borgarinnar og daginn eftir skín köld sól yfir borginni. Saga og skáldskapur tvinnast saman í sögunni, tíminn er ekki til, það sem gerist fyrir 400 árum er að gerast nú, framtíðin verður fortíð, eilíf dulvitund ræður gjörðum mannanna og vitundin um sektina frelsar manninn af klafa vanans. Maðurinn sem drukknaði í Signu 31. desember 1999, hann rekur upp á strönd Spánar 1530. Goðmögn og lífs- vilpa frumskóganna ríkja í per- sónum sögunnar. Stórhátíð í Félagsgarði laugardagskvöld Hver veröur kosin ungfrú Félagsgaröur og hver verö- ur kosinn herra Fólagsgaröur. Skemmtiatriöi. Magn- ús Þór Sigmundsson kynnir plötu sína „Draumur aldamótabarnsins" og Pósturinn Páll lítur viö. Rab- arbara-Rúna og fylgdarliö mæta einnig. Dans fram eftir nóttu. Mætum öll þar sem fjöriö er. Fólagsgaröur. d1 i lliíÍj ii ii p! iftl n u Bi AAAAAAAA^ X IK 11H ! I imnin n b b n n b n n ii rmHrmiTíi .HÖTEL BORC. GJAFVEFŒ) DÆMI 1 RJÓMALÖGUO CAMEMBERTSÚPA M/RÆKJUM SALAT FRA OKKAR FRABÆRA SALATBAR A AÐEINS KR. 98.- DÆMI 2 RJÓMALÖGUÐ CAMEMBERTSÚPA M/RÆKJUM SALAT FRA SALATBARNUM GÓDA PÖNNUSTEIKT RAUOSPRETTUFLÖK M/FYLLTUM TÓMOTUM OG HVlTVlNSRISTUÐUM VlNBERJUM ALLT A AOEINS KR. 179.- OÆMI 3 RJÓMALÖGUÐ CAMEMBERTSÚPA M/RÆKJUM SALAT FRA SALATBARNUM GÓÐA MARINERAOUR FYLLTUR LAMBAHRYGGUR M/RJÓMASOONU R M/RJÓMASOÐNU RÓSINKALI. PIPARKARTOFLUM og grAoostasósu ALLT A ADEINS KR. 320,- DÆMI 4 RJÓMALÖGUÐ CAMEMBERTSUPA M/RÆKJUM SALAT FRA SALATBARNUM GÓOA GRILLSTEIKTAR GRlSALUNDIR M/KONlAKSRISTUÐUM SVEPPUM. BAKADRI KARTÖFLU OG RJÓMAPIPARSÓSU ALLT AAOEINSKR. 360.- FERSKT AVAXTASALAT M/PIPARMYNTURJÓMA.KR. 80- ATHUGIÐ SALAT FRA SALATBARNUM GÓOA AÐ EIGIN VALI FYLGIR ÖLLUM RÉTTUM NJÓTIÐ KONUNCLEGRAR MÁLTÍÐAR í HiARTA BORGARINNAR Sunnudaginn 28. ágúst milli 2 - 6 að Grensásvegi 7 Hvaö'ertu lengi aö sporörenna 3 æðislegum TOMMABORGURUM. 1. verölaun kr. 10.000 - í peningum 10 aukaverðlaun. (hljómplötur) o ÓKEYPIS ÞÁTTTAKA. Látiö skrá ykkur strax þaö eru bara tvær vikur til stefnu. Til þess að allir geti æft sig þá látum viö hér með einn frímiða nú. Þeir sem ekki vilja keppa nota bara frímiðann sinn eins og vanalega, kaupa einn og fá annan fritt. Tommaborgarar Stjórnandi er Magnús Kjartansson TOMMA HAMAORGAJtAJI X Frimiði Gildir út ágúst Annar afslattur ekki FRÍMIÐI TOMMI giidi GOÐA SKEMMTUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.