Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 31 fólk f jli fréttum L )ái Steven Spielberg ET — Kskuvinur Spielbergs. Var síhræddur sem barn og lifði í eigin hugarheimi + Sem barn var hann síhræddur, óttaðist allt milli himins og jarðar og í skólanum lögðust krakkarnir á hann. Hann átti enga vini og það var engu likara en orðið „ósigur“ væri letrað á hann logandi stöfum. Þrátt fyrir það er hann nú orðinn milljónamæringur, í dollur- um talið, og hann þakkar það óttanum og skelfingunni, sem hann kynntist svo vel f æsku. Það er leikstjórinn Steven Spielberg, sem hér um ræðir, höfundur mynda eins og „Náinna kynna af þriðju gráðu“, „ET“ og „Ránsins á týndu örkinni". Myndir hans hafa farið sigurfíir um allan heim og nú er hann einn af virtustu leikstjórum í heimi. Dreymdi dagdrauma og lifði í eigin hugarheimi Spielberg er nú 34 ára gamall en þó ennþá sami einfarinn og hann var sem barn. „Ég var ekki vinmargur í skóla — var hafður útundan en var þó alltaf að reyna að finna mér ein- hvern vin. Ég var einmana og mér leiddist óskaplega mikið. Við átt- um heima í Arizona og það eina, sem ekki var skortur á, voru stjörnurnar á himninum. Þær urðu mér líka uppspretta alls kyns hugmynda og hugaróra. Mig dreymdi dagdrauma og átti mér vin utan úr geimnum. Ég ímyndaði mér, að hann kenndi mér að galdra og lifa því lífi, sem hann lifði. Á móti leyfði ég honum að leika sér með leikföngin mín. Já, ET og ég áttum margar góð- ar stundir saman áður en ég blés í hann lífi á hvíta tjaldinu. Frá því að ég var 7—8 ára hefur hann vax- ið með mér þar til að ég lét hann loksins fá aðalhlutverkið í mynd- inni minni. Þessi vinur minn gerði mér kleift að þola einmanaleikann sem barn.“ Sækir efniviðinn í eigin reynslu Spielberg er mjög upptekinn af æsku sinni og þangað sækir hann hugmyndirnar og efniviðinn í all- ar sínar myndir. „Ég hafði upplifað þetta allt saman innra með mér og reyndar voru dagdraumarnir eini fasti punkturinn í tilverunni. Pabbi var tölvufræðingur og smám saman bauðst honum betra og betra starf. Það þýddi líka, að við vorum alltaf á farldsfæti frá einu lands- horninu til annars. Ég hef ekki einu sinni tölu á öllum skólunum, sem ég gekk í og þetta flakk gerði mér ekki auðveldara fyrir í vina- leitinni. I hvert sinn sem ég var farinn að kynnast einhverjum þurftum við að flytja eitthvert og byrja aftur á byrjuninni." Steven Spielberg segir, að það eigi sinn hlut í velgengni hans, að hann hafi eiginlega aldrei orðið al- veg fullorðinn. „Stundum finnst mér ég enn vera barn, sem er að bíða eftir því að verða fullorðið. Raunverulega kæri ég mig ekkert um að verða fullorðinn, því að þá eru allir löngu hættir að leika sér. Allt verður alvarlegt, snýst bara um vinnuna og peninga og enginn má vera að því að láta sig dreyma. Ég man eftir því að aðrir strák- ar voru farnir að gefa stelpunum auga um 12 ára aldur, en mér stóð hins vegar alveg á sama um þær. Það liðu mörg ár þar til ég fann að það var eitthvað sérstakt við stelpur." Á móður sinni mikið að þakka Spielberg þakkar móður sinni það, að hann skyldi fá að þroska með sér ímyndunaraflið. Leah Adler, sem nú er 62 ára, á þó erfitt með að skilja, að litli hræðslupúk- inn hennar skuli vera orðinn heimsfrægur maður. „Hann var merkilegt barn og alltaf hræddur. Ég man, að kunn- ingjar okkar töldu það ekki eðli- legt, að hann, strákurinn, skyldi alltaf skríða upp í rúmið til okkar hjónanna, en ég var ákveðin í að svo lengi sem hann væri hræddur skyldi rúmið standa honum til boða. Lítið á að geta leitað skjóls þegar það er hrætt." „Móðir mín var eina fullorðna manneskjan í æsku minni, sem ekki hegðaði sér eins og hún væri fullorðin. Hún var sjálf stórt barn, sem tók þátt í öllum okkar leikj- um,“ segir Spielberg, en þau systk- inin voru fjögur talsins, þrjár stúlkur auk hans. Steven Spielberg býr I Holly- wood, I tiltölulega látlausu húsi, eftir því sem þar gerðist, og lausu við óþarfa íburð. Hann tekur gallabuxurnar fram yfir annan klæðnað, drekkur sjaldan og reyk- ir ekki. Honum líkar best að ann- ast matseldina sjálfur í stað þess að snæða á fínum veitingahúsum og hann á sér vinkonu, Kathleen Carey, sem hefur getið sér orð sem textahöfundur. „Hún hefur kennt mér, að það er líka til líf utan kvikmyndanna og ég vil, að hún verði móðir barn- anna minna. Ég ætla að eiga mörg börn og leika við þau öllum stund- um — alveg eins og mamma." ISUZU /ITROOPER _________ Þægindi og búnaður vönduðustu fólksbifreiða. Seigla og aksturs- eiginleikar sterkustu jeppa Allra óskir uppfylltar og engu þarf við að bæta hvort heldur á þjóðvegi eða í þéttbýli. OVerd frá kr. 583.000.- (Gengi 02.08.’83) VÉLflDEILD SAMBANDSINS BIFREIÐAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 Verðlaunabifreið OPEL verksmiðjanna. Hefur allt það til að bera sem einn bíl getur prýtt. Rúmgóður, þægilegur og öryggisbúnaður allur fyrsta flokks. Aflmikill en neyslugrannur svo af ber. Verd frá kr. 358.000,- (Gengi 02.08.’83) lölsl^U ÖÐRUM TIL FYRIRMYNDAR VÉLADIILD SAIWBANDSINS BIFREIÐAR Ármúla 3 Reykjavik S. 38 900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.