Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 Roðinn í austri 6. grein Leninisminn — eftir dr. Sigurð Pétursson Þarna stóðu þeir uppi, Lenin og Stalín, á árunum 1918—1920, með hinn væntanlega alráða ör- eigalýð, eins og höfuðlausan her, blindaðan af villutrú og ofbeldis- áformum. Nú áttu þeir að gera þetta alræði öreiganna að veru- leika. En meðal annarra orða: Hvað merkir eiginlega þetta marg- nefnda og margþvælda hugtak „alræði öreiganna"? Tilfellið er, að hugtakið er fáránlegt (ab- surd) og gagnstætt allri skyn- semi. Raymond Aron, aðalhöfundur forustugreina franska vikurits- ins L’Express, hefur undanfarið birt í þessu tímariti greinar um marxismann og framkvæmd hans. Varðandi vald öreiganna hefur hann margsinnis sagt: „Valdið er aldrei sameiginlegt eða samsafnað, valdið er fengið með umboði." Með öðrum orðum: Fjöldinn getur ekki farið með framkvæmdavaldið, það er farið með það í umboði af einstaklingi (einræði) eða takmörkuðum hópi manna (ríkisstjórn). Spurningin er aðeins, hvernig einstaklingur eða hópur tileinkar sér þetta vald og á hvern hátt hann heldur því. En gefum nú Stalín orðið. Svo mælti Stalín, frh.: Alræði öreiganna „Byltingin getur sigrað borgarastéttina og steypt valdi hennar án tilstyrks ör- eigaalræðisins. En byltingin getur ekki bælt niður mót- þróa borgarastéttarinnar, haldið velli og haldið svo áfram, uns fullum sigri sósí- alismans hefur verið náð“ — hafi hún ekki — „vopn ör- eigaalræðisins, sem er öflug- asti máttarstólpi hennar." „Daginn eftir sigurinn" er eitt meginverkefnið: „Að brjóta á bak aftur mótspyrnu auðmanna og stórjarðeig- enda, sem hrundið hefur ver- ið frá völdum og sviptir eign- um sínum, og gera að engu allar tilraunir þeirra til að koma á aftur drottnun auð- valdsins." En nú kemur nýtt vandamál: „Þegar arðræningjar eins lands hafa verið sigraðir, þá eru þeir samt sem áður sterkari en verkalýðurinn." (Lenin). Og í hverju er fólginn þessi máttur hinnar sigruðu borgara- stéttar? Þessu svarar Stalín og vitnar þá oftast í Lenin: í fyrsta lagi „í styrk hins alþjóðlega auðmagns, í mætti og festu hinna alþjóðlegu sambanda borgarastéttar- innar." í öðru lagi því „að arðræn- ingjarnir hafa marga og mikla yfirburði fram yfir verkalýðinn langa stund eftir byltinguna". Þeir hafa fé, lausafjármuni, reynslu í stjórnar- og skipulagsstarf- semi, þeir hafa hærri mennt- un og standa miklu nær verk- lega menntuðum mönnum. Loks hafa þeir miklu meiri æfingu í hernaðarefnum. í þriðja lagi „í valdi vanans, í valdi smáfyrirtækjanna. Því miður, eru enn til í heiminum hinn mesti fjöldi smáfyrir- tækja, en smáfyrirtækin gefa af sér jafnharðan auðvald og borgarastétt viðstöðulaust í ríkum mæli.“ „Af þessu má draga tvennt," segir Stalín: „í fyrsta lagi: Alræði öreig- anna getur alls ekki verið „fullkomið" lýðræði, það get- ur ekki verið lýðræði ryrir alla, jafnt ríka sem fátæka. Alræði öreiganna hlýtur að vera ríki, sem er lýðræðis- sinnað að nýjum hætti (lýð- ræði verkamanna og alls vinnandi lýðs yfirleitt), en al- ræðissinnað að nýjum hætti (alræði yfir borgarastétt- inni). í öðru lagi: Alræði öreig- anna getur alls ekki orðið til fyrir friðsamlega þróun hins borgaralega þjóðfélags og lýðræðis. Það getur aðeins þá risið upp, er hið núverandi ríki borgarastéttarinnar hef- ur verið molað mélinu smærra og her þess, embætt- ismannavaldi og lögreglu hefur verið tvístrað og sundr- að.“ Stalín afgreiðir síðan málið með þessum orðum: „Lenin hefir því fyllilega rétt að mæla, er hann segir: „Verkalýðsbyltingin getur ekki orðið, nema hið borgara- lega ríki verði rifið í rústir og annað nýtt byggt í þess stað." Og eftir að Stalín hefur svo lýst ráðstjórnarskipulaginu sem ríkisvaldi öreiga alræðisins, vitnar hann enn í Lenin: „Ráðin sem ríkisvald, geta ein eyðilagt fyrir fullt og allt hið borgaralega ríkisvald og dómsvald." Það má með sanni segja, að það eru ljótar aðferðir, sem Stal- ín boðar í þessari herhvöt sinni, og hatursfullur sá áróður, sem tugginn er þar upp, aftur og aft- ur. En aðalinnihaldið er alltaf það sama: Allir þeir borgarar, sem nokkuð eiga, skulu sviptir eignum sínum og frelsi; öll rétt- arríki hins siðmenntaða heims skulu moluð niður, rifin í rústir og eyðilögð fyrir fullt og allt. Og þetta er öreigum allra landa skipað að framkvæma sem sjálf- sagða hluti, þetta sé þeirra hlut- verk, helgað af dulspekilegri kenningu, er Fr. Hegel og Karl Marx hafi gefið þeim. Boðskap þennan flutti Stalín árið 1924, og áhrif hans hafa orðið mikil og geigvænleg. Öll þau fjöldamorð og útrýming á heilum stéttum, þjóðarbrotum og kynþáttum, er Stalín sjálfur og síðan eftirmenn hans hafa framið, eiga rætur sínar að rekja til þessa boðskapar og mótunar Stalíns á þeirri stefnu, sem hann nefnir Leninisma. Aðrir einræð- isherrar og einveldisstjórnir, bæði til hægri og vinstri, allt frá Hitler til Khomeinis, hafa fengið þarna fordæmi og fundið rétt- lætingu sinna eigin gerða af sama tagi. Hér við bætist einnig sú bylgja hryðjuverka og morða, sem gengið hefur yfir heiminn síðustu áratugina og borin hefur verið uppi af samtökum rót- tækra vinstri manna, en átt vopnabræður og -systur í hópum alls konar óvina þjóðfélagsins. Hér hefur verið skipt um hlut- verk. Þeir Lenin og Stalín, sem töldu sig vera að bjarga verka- lýðnum frá arðráni borgara- stéttarinnar og kúgun imperial- ismans, byggðu um leið upp rétt- nefndan ræningjaher, af svoköll- uðum öreigum, sem ræna skyldu eignum borgaranna og svipta þá lífi, er héldu uppi lögum og rétti, en kúga síðan þá sem eftir lifðu. Dæmigerðar aðfarir svona ræn- ingjahópa eru ránsferðir (rassia) þeirra um verzlunarhverfi stór- borganna. Er þá öllu stolið, sem unnt er að taka með sér, en ann- að eyðilagt. Bændamálið í tveim síðustu köflunum hér á undan, um „fræðikenningu Len- inismans" og um „alræði öreig- anna“, náði málflutningur Stal- íns um ágæti Marxismans og Leninismans hámarki, en heila- spuni Karls Marx og ofstæki Lenins gáfu fyrirlesaranum eldmóðinn. Næst kemur Stalín svo að stöðu bændastéttarinnar, sem veldur honum vandræðum og óvissu um það, hvort bændurnir skuli fylgja borgarastéttinni, sem á að útrýma, eða öreigunum, sem á að gera alráða. Honum farast orð á þessa leið: „Meginmál Leninismans, grundvöllur sá, er hann geng- ur út frá, er ekki bændamál- ið, heldur alræði öreiganna, um skilyrðin fyrir að skapa það og tryggja það í sessi. Málið liggur þannig fyrir: Eru byltingaröfl þau, sem blunda í bændum vegna sér- stakra þróunarskilyrða þeirra, þegar að fullu nýtt? Ef svo er ekki, er þá nokkur von um að hagnýta megi þessi öfl í þágu verkalýðsbyltingar- innar? — Leninisminn svarar þessum spurningum játandi, þ.e. að meirihluti bænda búi yfir byltingarhæfileikum, sem nota megi í þjónustu ör- eigaalræðisins." Stalín er það ljóst, að í Vest- ur-Evrópu gengur þróun land- búnaðarins venjulegar brautir „auðvaldsins", en allt öðru máli gegni í Rússlandi. „í Rússlandi getur þróunin ekki farið þessa leið, vegna þess að þar er Ráðstjórnar- skipulagið og þjóðnýting helstu framleiðslutækja þrándur í götu slíkrar þróun- ar. í Rússlandi ætti þróun landbúnaðarins að fara aðrar brautir, þ.e. brautir samvinn- unnar, þar sem milljónir • smábænda og meðalbænda bindast samvinnufélagsskap, sem er studdur af ríkinu með hentugum lánum. Lenin hef- ur í greinum sínum um sam- vinnufélagsskap, bent rétti- lega á það, að þróun landbún- aðar okkar verður að fara nýjar brautir, með því að ná meirihluta bænda inn í upp- byggingarstarf sósíalismans með aðstoð samvinnufélags- skaparins, þar sem megin- reglur samvinnunnar gegn- sýra allan landbúnaðinn smám saman, fyrst á sviði sölu, en síðar á sviði fram- leiðslu landbúnaðarafurða. Lenin ræðir nánar nauð- synina á að styrkja sam- vinnufélagsskapinn fjár- hagslega og á annan hátt, þar sem þau (samvinnufélögin) séu aðferð til að „skipulags- binda þjóðina eftir nýrri reglu“ á dögum öreigaalræð- is.“ Hér er með öðrum orðum verið að nota samvinnufélagsskapinn til þess að tæla bændurna undir ok kommúnismans og alræði ör- eiganna. Þessa aðferð hafa kommúnistar reynt að nota víða um lönd, m.a. hér á landi, og verður komið að því síðar. En bændur eru víðast hvar tregir til þess að láta af hendi frelsi sitt og fjárráð og fá í staðinn yfir sig alræði öreiganna. 1 Rússlandi gerðist þetta þó með öðrum hætti og var undir- okun bændanna komin langt á leið, þegar Stalín flutti boðskap sinn árið 1924. Rússnesku bænd- urnir, sem voru um 80% af þjóð- inni, voru orðnir þreyttir á stríð- inu (1914—18), svo að „meiri- hluti bænda studdi baráttu verkalýðsins fyrir friðnum" og þar með óbeinlínis „fyrir ráð- stjórnarskipulaginu" (Stalín). Og þegar byltingaröfl bænda voru „að fullu nýtt“ við það að steypa keisarastjórninni, þá voru þeir sviptir frelsi og fjár- ráðum. Bera kosningalögin frá 10. júlí 1918 gleggst vitni um það hvert stefndi, en þar var kosn- ingaréttur bænda stórlega skert- ur. Aðeins verkamenn höfðu fullan kosningarétt, en atkvæði verkamannsins skyldi hafa 5 sinnum meira vægi en atkvæði bóndans. Þeir, sem taldir voru til borgarastéttarinnar, höfðu ekki atkvæðisrétt. Hér við bættist það, að bænd- urnir áttu að afhenda ríkinu af- urðir búanna til ráðstöfunar. Við þetta þráuðust bændurnir í lengstu lög og varð af mikil hungursneyð, sem náði hámarki á árunum 1921—22, og varð hún milljónum manna að bana. Þess- ar afleiðingar Leninismans minntist Stalín ekkert á, þegar hann talaði um bændamálið, en sjálfur átti hann eftir að launa bændum hjálpina við útrýmingu keisaraveldisins, með því að út- rýma bændunum líka. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Organleikari Marteinn H. Friö- riksson, dómkórinn syngur. Sr. Hjalti Guömundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös- þjónusta í Safnaöarheimili Ár- bæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Guösþjónusta aö Noröurbrún 1, kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTADAKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11. Organleikari Oddný Þorsteinsdóttir. Sr. Sólveig Lára Guömundsdóttir. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10 sunnudaginn 14. ágúst. Sr. Þorsteinn Björnsson. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Guösþjónusta í Menning- armiöstööinni viö Geröuberg kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Ólafur Finnsson. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöju- dagur 16. ágúst kl. 10.30 árd., Guöspjall dagsins: Lúk. 18.: Farisei og toll- heimtumaður fyrirbænaguösþjónusta, beöið fyrir sjúkum. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson er í sumarleyfi í ágúst og annast sr. Karl Sigurbjörns- son þjónustu fyrir hann á meöan. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guð- sþjónusta kl. 11. Sóknarnefndln. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dagur 13. ágúst: Guósþjónusta aö Hátúni 10B, 9. hæö, kl. 11. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Fyrirbænamessa miö- vikudaginn 17. ágúst kl. 18.20. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræöumaöur Hafliði Kristins- son, sem er á förum til Banda- ríkjanna. Samskot til innanlands- trúboðs. DÓMKIRKJA Kriats konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. KFUM « KFUK, Amtmannsstíg 2B: Samkoma verður kl. 20.30. Ræöumaöur: Formaöur KFUM, Siguröur Pálsson. Bænastund kl. 20. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæn kl 20 og hjálpræöissamkoma kl. 20.30. Kapt. Daníel Óskarsson talar. MOSFELLSPREST AK ALL: Messaö á Lágafelli kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garóabæ: Hámessa kl. 14. GARÐA-, VÍÐISTADA- OG HAFNARFJARÐARSÓKNIR: Guðsþjónusta í Hafnarfjaröar- kirkju kl. 11. Sr. Gunnþór Inga- son sóknarprestur. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía, Keflavík: Almenn guös- þjónusta kl. 14. Ræöumaöur Hafliöi Kristinsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. HEILSUHÆLID NLFÍ, Hvera- geröi: Messa kl. 11. Sr. Grímui Grímsson messar. Sóknarprest- ur. ÞING VALL APREST AK ALL: Guösþjónusta í Þingvallakirkju kl. 14. Orgelleikari Einar Sigurös- son. Sr. Heimir Steinsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sr. Björn Jónsson. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Guö- sþjónusta kl. 11. Sr. Hannes Örn Blandon prestur í Ólafsfiröi ann- ast guösþjónustuna. Organisti Páll Helgason. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.