Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 Blaðamenn rita skáldverk Björn Bjarnason Stundum hvarflar að þeim sem hafa þann starfa að lýsa stað- reyndum á prenti og leitast við að gera hin flóknustu mál sem ein- földust fyrir stóran hóp blaðales- enda, að líklega væri miklu auð- veldara að koma því til skila sem um er rætt með því að færa það í búning skáldsögunnar. Raunar hefur það margoft verið haft á orði að raunverulegir atburðir séu stundum svo ótrúlegir að jafnvel skáldsagnahöfundi hefði aldrei dottið í hug að segja frá þeim. Hér verður drepið á tvö skáldverk eftir þekkta, breska blaðamenn sem náð hafa til milijóna lesenda með því að hverfa frá þeim starfa að segja fréttir frá degi til dags. Frederick Forsyth er líklega frægastur fyrir fyrstu bók sína, Dag sjakalans (The Day of the Jackal) sem út kom 1971 og sagt er að hann hafi skrifað á aðeins 35 dögum. f bókinni, sem hefur verið kvikmynduð, er því lýst þegar leynisamtök Frakka í Alsír (OAS) leigðu launmorðingja til að ráða Charles de Gaulle, Frakklandsfor- Frederick Forsyth seta, af dögum. Bókin þótti sann- færandi vegna þess að hún var skrifuð eins og frásögn frétta- manns og sótti höfundurinn efnið í eigin reynslu sem blaðamaður. Forsyth starfaði hjá Reuter- fréttastofunni og síðar hjá breska útvarpinu BBC, en gerðist síðan sjálfs sín herra og skrifaði sem slíkur meðal annars um Biafra- stríðið í lok sjöunda áratugarins. Allar frægustu bækur Frederick Forsyth snúast með einum eða öðrum hætti um samtímaatburði: The Odessa File (1972) er um átök araba og ísraelsmanna, The Dogs of War (1974) er um málaliða í Afríku og byggð á reynslu höfund- arins í Biafra og The Devil’s Al- ternative (1979) er um samskipti austurs og vesturs þar sem örlög heimsins alls hanga á bláþræði. Nú er frægð Forsyth orðin svo mögnuð að öruggt er talið að hver bók sem hann skrifi, komist á lista yfir metsölubækur og kvikmynda- gerðarmenn hafa áhuga á þeim öllum. Af frásögnum í blöðum og tímaritum má ráða að útgefendur líti á Frederick Forsyth sem hverja aðra gullnámu og keppist Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! við að gera honum tilboð, bara ef hann fáist til að festa eitthvað á blað. Með hiiðsjón af því að þessar frægu bækur hafa allar byggst með einum eða öðrum hætti á reynslu Forsyths sem blaða- manns, kom það skemmtilega á óvart að lesa smásagnasafn hans No Comebacks, sem gefið var út á síðasta ári og nú i ár sem papp- írskilja, en hún hefur verið til í bókaverslunum hér. í mínum huga er þetta sú bók Forsyths sem er skemmtilegust aflestrar. Smásög- urnar sverja sig í ætt við sögur Roald Dahl, sem þekktastur er hér á landi vegna sjónvarpsþáttanna Óvæntra endaloka. Þessar sögur hafa ekki síst gildi vegna þeirrar spennu sem höfundi þeirra tekst að skapa, oft með því að leiða les- andann á villigötur með persónum sínum. Því er engum greiði gerður með því að segja frekar frá efni bókarinnar, en óhætt er að mæla með öllum sögunum tíu. ■A Bók Robert Moss Death Beam er allt annars eðlis en smásagna- safnið eftir Frederick Forsyth. Robert Moss er blaðamaður í Bretlandi og ritstjóri Foreign Report sem gefið er út af vikurit- inu Economist. Hann skrifar fast- an dálk í The Daily Telegraph og fjallar þar um utanrikis- og ör- yggismál. Moss hefur sérhæft sig í fréttamiðlun um starfsemi njósna- stofnana og í Foreign Report eru einmitt birtar frásagnir af bak- hlið hinna almennu frétta, ef svo má að orði komast. Ásamt banda- ríska blaðamanninum Arnaud de Borchgrave ritaði Robert Moss metsölubókina The Spike (1980) sem Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins gaf út á íslensku sumar- ið 1982 undir heitinu Óhæft til birtingar. Þetta varð metsölubók um umdeilt efni meðal blaða- manna, það er að segja lygaupp- lýsingamiðlun Sovétmanna og þau tök sem þeir ná á blaðamönnum í lýðræðislöndunum. Er ekki að efa, að bókin hefur opnað augu margra, bæði fjölmiðlamanna og annarra, fyrir þeirri hættu sem hér er á ferðum. Sumir telja raun- ar að The Spike fjalli í stórum dráttum um sannsögulega atburði. Death Beam, eða Dauðageislinn, kom fyrst út 1981 og hefur verið til sölu í bókaverslunum hér í pappírskilju um nokkurn tíma. Þar segir Robert Moss frá kapp- hlaupi Bandaríkjamanna og Sovétmanna um laser-geislann. Eins og mann muna, flutti Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, fræga ræðu nú í vetur um þennan geisla og gildi hans i framtíðinni, hann myndi í raun gera kjarnorkuvopn úrelt og að því ætluðu Bandaríkja- menn að stefna. „Stjörnustríðs- ræðan“ vakti auðvitað athygli, en flestir hristu höfuðið og töldu of langt gengið. Flest annað væri nærtækara en velta vöngum yfir „dauðageislanum". Með blaðamennsku Moss í huga og þau efni sem hann hefur lagt sig fram um að segja frá og skýra í dálkum sínum, las ég bók hans um „Dauðageislann" með meiri at- hygli en ella. Er ekki að efa að hann styðst við staðreyndir þegar því er lýst hve langt Sovétmenn eru komnir í tilraunum með hvers kyns geislavopn. Frásögnin er færð í hefðbundinn búning spennusagna: njósnarar, ástkonur, valdatafl í Kreml, vandræði í Washington og þar fram eftir göt- unum. Þótti mér bókin stundum næsta langdregin, enda er hún yf- ir 400 blaðsíður. Hins vegar er hún skemmtilegt dæmi um það þegar þekktur blaðamaður tekur sér fyrir hendur að lýsa ógnvekjandi hlið samtímasögu sem hann getur ekki með góðu móti sagt frá í fréttadálki og kýs því skáldsöguna í staðinn. AF ERLENDUM VETTVANGI vissu leyti rekja þessa aukningu til stórum meiri útflutnings en áður. Breytingin varð því mikil á til- tölulega skömmum tíma í Tyrk- landi. Eftir að hafa ekki getað sinnt niðurgreiðslu erlendra lána að nokkru marki tókst Tyrkjum að borga lánardrottnum sínum 2,1 milljarð dollara á síðasta ári. I Ijósi framangreindra áætlana um 15% aukningu útflutnings ætluðu Tyrkir sér að bæta um betur og greiða 2,4 milljarða doll- ara af skuldum sínum. Óljóst er nú hvað verður með þessar fyrir- hugðu afborganir. Fylgismenn aðhaldsaðgerð- anna eru þeirrar skoðunar að þeim beri að halda áfram óbreyttum þótt svo fjárfesting hafi verið dræm það sem af er árinu og atvinnuleysi fari vax- andi. Þeir vara við hættunum verði slakað á og benda máli stínu til stuðnings á, að án nægi- legs innlends og erlends fjár- magns muni verðbólgan rjúka upp úr öllu valdi á ný. eftir EMEL ANIL Nárauslys hafa verið tfð í Tyrklandi. Myndin sýnir fjölmenna útför % námuverkamanna sem létust f tveimur sprengingum í versta námaslysi í sögu landsins. Stoðum kippt undan efnahagsspám Tyrkja ÞESSA DAGANA láta viðvörunarbjöllurnar ófriðlega í Tyrklandi. Tyrkir standa nú frammi fyrir alvarlegum vanda í þeirri viðleitni sinni að koma fótunum undir efnahagslíf sitt að nýju eftir mikla efnahagskreppu á síðasta áratug. Skýrslur, sem byggðar á tölum frá fyrri hluta þessa árs, gefa til kynna, að vöxtur efna- hagslífsins og fyrirhuguð aukn- ing í útflutningi séu langt undir því marki, sem vonast var til að ná. Þá er verðbólga jafnframt yfir því 20% marki, sem stefnt var að. Skýringuna á þessum vanda má finna í þeirri staðreynd, að Tyrkir hafa reynt að auka út- flutning sinn stórlega á sama tíma og nær allar aðrar þjóðir heims hafa verið að draga saman seglin. Jafnframt hefur það gerst æ algengara, að þjóðir hafi lagt tolla á innfluttar vörur til þess að vernda eigin framleiðslu. Sérstaklega hafa Tyrkir orðið fyrir barðinu á minnkandi inn- flutningi olíuríkjanna við Persa- flóann. Margar af þeim voru á meðal stærstu viðskiptavina Tyrkja. Lækkandi olíuverð hefur hins vegar neytt þessar þjóðir til mjög aukins aðhalds í innflutn- ingi. Þá naut Tyrkland góðs af þeim mikla fjölda tyrkneskra verkamanna, sem hafði atvinnu í V-Þýskalandi og sendi hluta tekna sinna heim í erlendum gjaldeyri. Hægari bati Nú, þegar ekki verður séð fram á annað en að efnahagsbatinn verði hægari en ráð var fyrir gert, hafa vaknað upp ýmsar spurningar um þær ströngu að- haldsaðgerðir stjórnvalda, sem leitt höfðu til aukins hagvaxtar og hjálpað til við að rétta efna- hag landsins af og styrkja láns- traustið. Gert hafði verið ráð fyrir 4,8% aukningu hagvaxtar i landinu á þessu ári til þess að koma í veg fyrir enn frekara atvinnuleysi, sem þegar er um 20%. Tölur yfir fyrsta fjórðung þessa árs, sem dreift var af hagstofu tyrkneska ríkisins, benda hins vegar til þess, að útkoman geti jafnvel ekki orðið betri en 2,9% þegar heildartölur ársins liggja fyrir. Því var spáð, að landbúnaðar- framleiðsla drægist saman um 2,6% á árinu og hagfræðingar kenna því um þá stöðnun sem virðist ætla að verða á hagvexti landsins. Takmark tyrknesku stjórnar- innar var að flytja út vörur fyrir 6,6 milljarða Bandaríkjadala. Það er 15% umfram útflutning síð- asta árs. Á miðju þessu ári voru á hinn bóginn lagðar fram tölur, sem sýndu aðeins fram á 6,9% aukningu. Halli var á vöruskipta- jöfnuði landsins á tímabilinu janúar-maí og nam hann 1,47 milljarði dollara. Hafði hann aukist lítillega í samanburði við sama tímabil á síðasta ári þegar hann var 1,36 milljarðar dollara. Ofan á allt þetta stefnir verð- bólgan í 30% á þessu ári ef engin breyting verður á núverandi þróun. Hækkaði vöruverð í heild- sölu um 17% á fyrri helmingi árs- ins. ÖIl áætlanagerð landsins hafði verið miðuð við 15% aukningu í útflutningi. Hagfræðingar lands- ins telja, að ekki tjói að færa aukna aðstoð frá alþjóða gjald- eyrissjóðnum í mál fyrr en því marki hefur verið náð. Aðhald Hálft fjórða ár er nú liðið frá því aðhaldsaðgerðum stjórnvalda var hleypt af stokkunum. Ætlun- in með þeim var einföld og ákveð- in: að bjarga Tyrklandi frá gjald- þroti. Aðgerðirnar voru byggðar upp á hugmyndum hreinrækt- aðra peningjahyggjumanna og fólu m.a. í sér verulega takmark- aða hækkun á launum og stór- felldan niðurskurð á ríkisútgjöld- um, aukning útflutnings og hækkun á bankavöxtum til þess að hvetja til aukinnar sparifjár- söfnunar almennings og draga úr innlendri eftirspurn eftir fjár- magni. Þetta tókst býsna vel framan af. Útflutningur jókst um 62% árið 1981 og 22% í fyrra. Þá gekk haráttan við verðbólguna framar öllum vonum. Tókst að minnka hana úr 130% árið 1980 og niður í 29% í fyrra. Neikvæðum hagvexti var með markvissum aðgerðum breytt yfir í 4,4% aukningu þjóð- arframleiðslu í fyrra. Mátti að Andstæðingar þessarar stefnu eru hins vegar á því, að sultarólin hafi verið hert nægilega lengi. Þeir segja rauntekjur hafa lækk- að um 34% á undanförnum ára- tug og á hverju ári bætist 800.000 manns á atvinnumarkaðinn. Ein- hvern veginn verði að finna þessu fólki störf. Þeir benda jafnframt á, að með áframhaldi þessara að- gerða aukist hættan á þjóðfé- lagslegum og pólitískum spreng- ingum á næstu árum að mun. Hækkandi lántökukostnaður og takmarkað fjármagn í umferð hefur smám saman hrakið fjölda- mörg fyrirtæki fram að brún gjaldþrotshengiflugsins. Á meðal þessara fyrirtækja eru nokkur þeirra stærstu í landinu og þau hafa krafist þess, að hið opinbera leysi úr vanda þeirra. Lítið fjármagn er fyrir hendi til þess að veita í innri uppbygg- ingu. Að sögn Adnan Baser Kafa- oglu, fjármálaráðherra landsins, hefur stjórnin í hyggju að gefa út skuldabréf til þess að fjármagna milljarða dollara verkefni eins og t.d. Atatturk-stífluna og aðra brú yfir Bosporus-sund. Ein afleiðing aðhaldsstefnunn- ar er m.a. sú, að lánstraust Tyrkja hefur farið stórlega batn- andi. Greiðsluhalli Tyrkjum tókst að komast yfir greiðslur afborgana af skamm- tímalánum árið 1980. Þetta er í raun það sama og bæði Mexíkan- ar og Brasilíumenn eru að berjast við þessa stundina. En þessar skuldir eru ekki horfnar. Það kemur að nýjum gjalddögum inn- an nokkurra ára. Afborganirnar ná hámarki 1985 og 1986. Þá þurfa Tyrkir að greiða 4 millj- arða dollara hvort árið. f ljósi þessa gera stjórnvöld sér grein fyrir því að erlendum lán- tökum verður að stilla mjög í hóf á næstu misserum. Tekjur af vinnu tyrkneskra verkamanna erlendis hafa jafnframt minnkað um 47% frá í fyrra það sem af er árinu. „Eina vonin er aukinn útflutn- ingur," segir Kenan Evren, for- seti landsins. „Við verðum að leita nýrra markaða, jafnvel úti við endimörk heims." (Emel Anil er fréttaritari hjá Associated Press. Þýð. — SSv.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.