Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 Veöur víöa um heim Akureyri 10 skýjaö Amsterdam 24 heióskírt Aþena 36 heiöskírt Barcelona 27 mistur Berlín 23 heiöskírt Chicago 20 heióskírt Dublin 22 heióskirt Feneyjar 28 heióskírt Frankfurt 28 skýjað Færeyjar 11 skýjaó Genf 25 skýjaó Helsinki 23 skýjaö Hong Kong 33 heióskírt Jenisalem 30 heióskirt * Jóhannesarborg 15 heióskírt Kaupmannahöfn 26 heióskírt Kairó 33 heióskirt Las Palmas 24 hálfskýjað Lissabon 25 heióskirt London 22 heióskírt Los Angeles 33 heiðskirt Madríd 28 heiöskírt Majorka 30 léttskýjaó Miami 31 skýjaó Moskva 28 heióskirt Nýja Delhi 32 skýjaó New York 28 rigning Paris 28 skýjaó Peking 31 heióskírt Reykjavík 8 alskýjaó Rio de Janeiro 27 heióskirt San Francisko 25 heiöskírt Stokkhólmur 22 skýjaó Tel Aviv 30 heióskirt Tókíó 34 heiöskirt Vancouver 17 skýjaó Vin 28 heióskírt Forseti sver embættiseið Hershöfðinginn Oscar Humberto Mejia Victores, hinn nýi forseti Guatemala, sver embættiseiðinn. Forsetinn er fyrir miðju á myndinni, maðurinn sem er með upprétta hönd er forseti hæstaréttar landsins, Ricardo Sagastume. Ný ratsjá Rússa vekur tortryggni WaMhineton, 12. áeúst. AP. Wa.shington, 12. ágúst. AP. Bandaríkjamenn hafa stórveldanna um bann við komið auga á nýja sovézka loftvarnaeldflaugum gegn ratsjá í smíðum og kanna kjarnorkuárás. sérfræðingar nú hvort hún Starfsmaður bandarísku brýtur i bága við samning stjórnarinnar, sem gagnkunnug- Zia forseti boðar til kosninga í Pakistan — og lætur handtaka stjórnarandstæðinga Islamabaad, 12. ágúst. AP. ZIA UL-HAQ forseti herforingjastjórnar Pakistan, sem hefur farið með völd í land- Pflatus sprengdur inu í sex ár, tilkynnti í kvöld, að hann hefði ákveðið að efna til kosninga til þjóðþings og af- nema herlög á næstu 18 mánuð- um. Hann sagði í ávarpi að hann myndi gegna forsetaembætti áfram, en frá og með marz 1985 myndu hann og forsætisráö- herra landsins deila með sér völdum. höfði sér að vera varpað í dýflissu og sömu sögu er að segja úr öðrum borgum landsins. Átta stjórnmálaflokkar sem störfuðu í landinu hafa hvað eftir annað reynt að vekja athygli á þeirri kúgun sem stjórn Zia hefur í frammi og fá almenningsálitið í heiminum til að beita sér fyrir að linað yrði á tökunum. ur er öryggismálum, sagði að ratsjáin liti út fyrir að vera sömu tegundar og þær, sem not- aðar eru með loftvarnaeldflaug- Dagblaðið „New York Times" skýrði frá því í dag að banda- ríski utanríkisráðherrann, George P. Shultz, hefði í lok júlí- mánaðar lesið sovézkum sendi- manni yfirlýsingu, þar sem hann hefði farið fram á skyndifund með Sovétmönnum til að ræða eftirfarandi mál: nýju ratsjána, tilraunir Sovétmanna með nýja langdræga eldflaug, PL-5, sem Bandaríkjamenn telja að sé ekki í samræmi við hina óundirrituðu SALT II samninga, og staðsetn- ingu SS-16 eldflauga við Ples- etsk, en staðsetning þeirra þar er ekki heimiluð í samningunum frá 1979. Samningur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um kjarnorku- loftvarnir, ABM, frá 1972 gerir ráð fyrir að hvort stórveldið um sig noti loftvarnakerfi gegn kjarnorkuárás á aðeins einum afmörkuðum stað. Lourdes, l'rakkiandi, 12. á|ni.st. AP. SPRENGJA eyðilagði bronsstyttu af Pontiusi Pilatusi skammt frá kirkj- unni í Lourdes, sem Jóhannes Páll páfi II heimsækir nú um helgina. Enginn slasaðist í sprengingunni. Hringt var til lögreglunnar og sagt að frekari aðgerðum yrði haldið áfram um helgina, en ekki var ljóst hverjir þeir aðilar voru sem að sprengingunni stóðu. Sjötíu menn sem eru félagar í ýmsum bönnuðum pakistönskum stjórnmálaflokkum, voru hand- teknir aðfaranótt föstudags og lögregla leitar enn fjölda manna. Þetta mun gert í því augnamiði að draga úr gagnrýni og andstöðu við stjórn Pakistans, skömmu áður en Lia boðaði kosningarnar. Sagt er að í Karachi sé eitt þús- und manns leitað og eigi allir yfir Indira hafnaði kröfum aðskilnað- arsinna tamila Kínverjar vilja meiri kjarnorku Peking, 12. igúst. AP. RÁÐHERRA kjarnorkumála í Kína hefur hvatt til átaks í bygg- ingu kjarnorkuvera í landinu og segir að Kínverjar vilji hafa samvinnu við aðrar þjóðir til að hraða þróun kjarnorkuuppbygg- ingar. Ráðherrann, Jiang XinXiong, sagði einnig í viðtali við kínversku fréttastofuna Xinhua að vísinda- legar framfarir, sem stuðluðu að friðsamlegri nýtingu kjarnorku, væru „sameign alls mannkynsins og þess vegna vildu Kínverjar deila með öðrum og lofa þeim að njóta vísindalegra afreka sinna". Ráðherrann sagði að Kína hefði yfir ríkulegum úraníumbirgðum að ráða og væru kjarnorkuverum þar í landi ætlað að fullnægja þörfum iðnaðar og landbúnaðar- framleiðslu. Nýju Delni, 12. ajfust. AP. INDIRA GANDHI forsætisráðherra Indlands lýsti því yfir í dag að Indverjar styddu heilshugar að reynt yrði að ná sáttum í blóðugum deilum tamila og sinhalesa á Sri Lanka. Sagði Indira Gandhi að nauðsynlegt væri að eining og friður kæm- ist á og menn skyldu forðast orðið til þess að Sri Lanka sinhalesa. Forsætisráðherrann sagði þetta í ávarpi í þinginu og hafn- aði þar með kröfum frá tamil- um, bæði búsettum á Sri Lanka og í tamila-ríkinu á suðurodda Indlands, um að Indverjar veittu aðskilnaðarsinnum úr hópi tamila stuðning. Hún sagði að Indverjar hefðu sett á stofn sérstakan hjálpar- sjóð til að létta undir með hrjáð- lengstu lög allt það sem gæti yrði skipt á milli tamila og um borgurum Sri Lanka vegna óeirðanna og næmi framlag indversku stjórnarinnar um 30 milljónum króna. Hún sagði að Jayewardene forseti hefði boðið fulltrúum allra flokka á ind- verska þinginu til Colombo til viðræðna um það, hvernig best mætti stuðla að því að friður og bræðraþel ríktu á ný á Sri Lanka. í stuttu máli Dæmdur í 142ja ára fangelsi Los Angeles, 12. ágúst. AP. JERALD Curtis Johns, 32ja ára Bandaríkjamaður, var í dag dæmdur í 142ja ára fangelsi fyrir morð og nauðganir. Rétt- arhöldin hafa staðið frá þvi í byrjun júlí og hefur Johns játað á sig eitt morð og átján nauðg- anir. Hann ógnaði fórnardýrum sínum með hnífi eða skrúf- járni þegar hann vildi koma fram vilja sínum. Upphaflega var hann kærður fyrir níutíu afbrot. Auk morðs og nauðg- ana voru á skrá innbrot, alls kyns kynferðisafbrot og mannrán. Tvö járn- brautarslys Varsjá, ('iudad Juarez, Mexíkó, 12. ágúst. AP. TVÆR flutningalestir rákust á skammt frá borginni Kielche í Mið-Póllandi i dag. Lést þar einn maður og nokkrir slösuð- ust. í Mexíkó slösuðust að minnsta kosti 25 menn þegar tvær farþegalestir rákust saman í grennd við borgina Ahumada í Mexíkó í dag. Nureyev varð fyrir óhappi á forsýningu Boston, 12. ágúst. AP. SOVÉSKI ballettdansarinn Ru- dolf Nureyev varð fyrir því óláni á forsýningu ballettsins Don Quixote í Boston í dag, að vöðvi slitnaði í fótlegg og hefur læknir bannað honum að dansa næstu þrjár vikur. Nureyev hélt áfram í for- sýningunni til loka, en mun ekki geta tekið þátt í þessum sýningum á næstunni, eins og áður segir. Boston-ballett- flokkurinn ætlaði að hafa frumsýningu á Don Quixote á næstu dögum. Iranir mótmæla árásum á óbreytta borgara Nikósíu, 12. ágúst. AP. ÍRANSSTJÓRN hefur komið á framfæri formlegum mótmæl- um á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna vegna loftárása hersveita íraka á bæinn Gilané-gharb, og segja að þar hafi engir herflokk- ar verið og 600 óbreyttir borgar- ar hafi látið lífið eða slasast. íranska fréttastofan sem sagði frá þessu vitnaði í Khomeini erkiklerk og sagði eftir honum, að Saddan Huss- ein myndi aldrei geta fengið írani til að tala um frið eða vopnahlé meðan hann héldi áfram grimmdarverkum sín- um gegn saklausu fólki. Myndi þeirra verða hefnt svo um munaði. Kóngulær deyða börn llavao, Filipp.scyjum, 12 .ágúst. AP. FIMM börn hafa látizt á einni viku af völdum citraðs kónguló- arbits í bænum Digos á Filipps- eyjum, að sögn lögregluyfir- valda. Öll voru fórnarlömbin á aldrinum sjö til tíu ára og dóu innan þriggja daga eftir að kóngulærnar bitu þau. Sagt er að börn hafi það að leik að veðja á kóngulær í dauðaslag og geymi þau skor- kvikindin þess á milli í eld- stokkum. Mun algengt að veðjað sé eitt hundrað pesos, eða um tvö hundruð og fimm- tíu íslenzkum krónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.