Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 37 Þessir hringdu . . . Fyrirspurn til landlæknis Verkakona hringdi: Mig langar til að koma með eina fyrirspurn til landlækn- is. Þannig er að þar sem ég bý, úti á landi, hafa atvinnu- rekendur heimtað að starfs- menn komi með læknisvott- orð frá trúnaðarlækni fyrir- tækjanna og er aðeins eitt fyrirtæki hér í bæ, sem ekki hefur þann háttinn á. Hafa atvinnurekendur ekki viður- kennt vottorð frá öðrum læknum eða sérfræðingum. Gildir þetta eftir sem áður þó trúnaðarlæknir fyrirtækj- anna sé ekki við. Langar mig því að spyrja landlækni hvort fyrirtæki og atvinnurekendur hafi laga- legan rétt til að neita að taka við vottorðum nema frá viss- um læknum, jafnvel þegar viðkomandi starfsmaður hef- ur þurft að fara í annað sveit- arfélag til að fá þjónustu sér- fræðings. Fráleit tillaga Byþór hringdi: í Velvakanda í dag, 11. ág- úst, sé ég tillögu um lausn á offramleiðslu kindakjöts í landinu frá Guðrúnu Krist- ínu, sem titlar sig náttúru- kera og vill að tófan sé friðuð. Langar mig að spyrja þennan náttúrukera hvort hún hafi einhverntíma séð dýrbitið lamb. Þegar ég var í sveitinni gekk ég einu sinni fram á dýrbitið lamb og gleymi seint þeirri hryllingssjón. Hefur Guðrún Kristín náttúrkeri örugglega ekki séð dýrbitið lamb, því þá myndi hún ekki skrifa slíka vitleysu. Hæsti vinn- ingur varla fyrir gam- alli bfldruslu Reiður happdrættisspilari skrif- ar: „Þegar ég leit yfir vinn- ingsskrá Happdrættis Háskólans nú síðast þegar dregið var rann upp fyrir mér að verið er að hafa þá sem spila í happdrættinu að fíflum. Hafa menn gert sér grein fyrir því að hæsti vinningurinn í þessu margrómaða happdrætti er aðeins kr. 30.000 og ef menn eiga trompmiða, fimmföld sú upphæð eða 150 þúsund krónur, sem er varla fyrir gamalli bíl- druslu. Ég man þá tíð þegar menn gátu keypt sér íbúð fyrir Bréfritari kallar afmælisgreinar Örlygs Sigurðssonar gullkorn í sólarleysi og sumarsorta. Orlygi þakkað fyrir afmæliskveðjurnar 3320-9398 skrifar: „Kæri Velvakandi. Já það eru afmæliskveðjurnar hans Örlygs Sigurðssonar. Sú fyrri er til Stefáns listamanns frá Möðrudal, vinar og bróður Örlygs í listinni, eins og hann kemst að orði í Morgunblaðinu 24.júní s.l.. Seinni kveðjan er síð- búin afmæliskveðja til Sesselju Eldjárn og birtist hún fimmtu- daginn 4. ágúst. Hvorugu afmæl- isbarnanna er ég kunnug á nokk- urn hátt, nema ef segja mætti kunsternum í gegnum list hans. Fyrir utan það hve bráð- skemmtilegar greinar Örlygs eru, þá er hann meistari í að slá þannig á létta strengi að einlæg hjartahlýja og gleði sem hann stráir yfir viðkomandi persónur eins og björtum sólargeislum. Ég efast um að afmælisbörnin tvö hafi fengið gjöf, á þessum heið- ursdögum sínum, sem yljaði bet- ur en kveðjan frá listamannin- um. Og svo þessar frábæru myndir, hvor á sinn máta. Örlygur, hafðu hjartans þökk fyrir að gleðja okkur hin líka. Gefðu okkur meira af slíkum skrifum þegar tækifæri gefst. Þetta eru gullkorn í sólarleysinu og sumarsortanum." Skráum /33 vinningaí Aassæfiaow VINNINGAR I 3. FLOKKI '33 KR- 30. OOO 536A1 57856 kfr _ 1 o . ooo 2733 ?i|‘? 37130 41350 59116 hæsta vinninginn í Happdrætti Háskólans, en það er greinilega af sem áður var. Að mínum dómi er þetta til háborinnar skammar og ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég endurnýja miðann minn fyrir 50 krónur á mánuði í þessu happdrætti, þar sem vinn- ingsvonin er ekki meiri. Það væri gaman að heyra skýringar for- ráðamanna happdrættisins á þessari afturför fyrirtækisins." Erfitt að fá nýjan fisk Páll N. Björnsson skrifar. „Velvakandi. Satt best að segja finnst mér orðið heldur erfitt að fá nýjan fisk hér í bæ og oft á tíðum með öllu ógerlegt. Sá fiskur sem er á boðstólum í fiskbúðum í Reykja- vík er meira og minna skemmd- ur, fyrir utan það hvað fiskur er annars orðinn óhemju dýr. Hef- ur það jafnvel komið fyrir að fólk kaupir sér fisk sem það heldur að sé nokkuð nýr, en þeg- ar heim kemur og fiskurinn fer í pottinn þá leggur ýldulykt um allt húsið. Það þarf að hafa meira eftirlit með fiskbúðum og því sem þar er á boðstólum." CORDin Framhjóladrlf - Supershlft (sparnaðargír) - Útlspeglar beggja megln - Ouarts kiukka - Utað gler í rúöum - Rúllubeltl - upphltuð afturrúða - Þurrka og vatnssprauta á afturrúðu • o.m.fl. bakhjarl... Sá sem situr rétt afkastar meiru Drabert — skrifstotustólarnir, sem eru byggöir á hinni vinsælu Relax — O — flex kenningu, fyrirbyggja þreytu meö því að styöja vel viö bakiö á yður. Sannkallaðir bakhjarlar. [^KfílFSTDFUHÚ^^^H Hallarmúla 2 sími 83211.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.