Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 40
BÍLLINN BlLASALA SlMI 79944 SMIQJUVEGI 4 KÓPAVOO síminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 — farið þá til íslands... „EF ÞIÐ eruð orðin leið á hitanum, er einn staður á norðurhveli jarðar þar sem þið getið alltaf verið viss um að fá rigningu; það er ísland." Eitthvað á þessa leið hljómaði niðurlag fréttar bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar CBS í fyrra- kvöld, þegar verið var að fjaila um hitabylgjur þær sem streyma yfir flest önnur lönd en ísland um þess- ar mundir. Fylgdi einnig sögunni að júlímánuðurinn i þessu „rigingar- bæli“, hefði verið sá kaldasti í 100 ár, og þar væri alltaf hægt að treysta á rigninguna. Góð land- kynning það! Ef þið eruð leið á hitanum Alþjóðleg söngva- keppni á írlandi: Tvö íslensk lög í undan- úrslit TVÖ ÍSLENKK lög eru komin f undanúrslit í alþjóðlegu söngva- keppninni í Castlebar á írlandi, sem fram fer í október. Björgvin Halldórsson, eða Bo Haldorson, eins og hann nefnir sig í keppn- inni, syngur bæði lögin. Annað er eftir hann sjálfan, „Baby don't go“, og er það nýtt lag en hitt lagið er eftir Jóhann Helgason, „Sail on“, en það var á síðustu plötu Jóhanns. 24 lög komust í undanúrslitin. Auk íslensku laganna eru þar fimm lög frá Englandi, níu frá frlandi og eitt lag frá hverju eftirtalinna landa: Belgíu, Kanada, Tékkóslóvakíu, Aust- ur-Þýskalandi, Vestur-Þýska- landi, Ungverjalandi, Banda- ríkjunum og Júgóslavíu. Þetta er í 18. skipti sem þessi keppni er haldin. „Ég veit ekki hvaða mögu- leika ég hef í keppninni, en maður verður að vera vongóður. Ég komst í úrslit þessarar keppni fyrir tveimur árum og náði 4. sætinu og lagið var valið besta erlenda lagið í keppninni. Þá var valið úr 1.800 lögum og reikna ég með að fjöldinn hafi verið svipaður núna,“ sagði Björgvin í samtali við Mbl. LIÐLEGA sextug kona missti með- vitund þegar hún varð fyrir reið- hjóli til móts við húsið númer 19 á Laugavegi laust fyrir klukkan hálf- fímm í gær. Hún gekk út á Lauga- veginn í veg fyrir pilt á reiðhjóli. Mikinn mannfjölda dreif þegar að og fíjótlega lækna í sjúkrabfl og lögregla kom fljótlega á vettvang. Læknar áttu í erfíðleikum með að athafna sig vegna forvitins mann- fjöldans, en á annað hundrað dreif að. Svo ■IMH var ágangur fólks að sjúkrabifreið átti í erfíðleikum með að komast leiðar sinnar og læknar að koma sjúkra- börum að hinni slösuðu konu. Lög- reglumenn báðu fólk að færa sig fjær f gjallarhorni en það stoðaði lítt og urðu þeir að kalla á aðstoð til þess að halda forvitnum vegfar- endum frá. Konan var flutt í slysa- deild og mun ekki alvarlega slös- uð. Morgunblaðið/ Júlíus. Sóttum ekki um SIS- styrkinn vegna kvaðanna — segir Ellert B. Schram, formaður KSÍ „ÞAD SEM vekur athygli varðandi þennan samning SfS og FRÍ er að þessi fþróttasambönd eru skuldbund- in til að skipta við ákveðinn aðila. Við hjá Knattspyrnusambandi fslands vLssum af þessum kvöðum, þegar við hugleiddum að sækja um íþróttastyrk SÍS á sínum tíma, og m.a. af þeim ástæðum sóttum við ekki um hann síðast. Við höfum ekki áhuga á að gangast undir slíkar kvaðir, hvorki hjá Sambandinu né öðrum," sagði Ell- ert B. Schram, formaður Knattspyrnu- sambands íslands. Hann var inntur álits á samningi Frjálsíþróttasambands fslands og Sambands íslenskra samvinnufé- laga sem Morgunblaðið gerði grein fyrir í gær. Einnig var leitað til fulltrúa Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, þess aðila sem undir- ritaði samninginn fyrir þess hönd, Gunnsteins Karlssonar. Hann vildi Áframhaldandi vinnudeilur innan ÍSAL: Afköst í kerskálum minnka um helming „Við teljum að hluti verkamanna í kerskálum hjá okkur vinni í hægagangi, þ.e. þeir sem vinna við skautskiptingu og þeir sem vinna við áltöku," sagði Sigurður Briem, rafgreiningarstjóri hjá fSAL, þegar Morgunblaðið talaði við hann í gær vegna fregna af hægagangi við vinnu í kerskálum í álverinu í Straumsvík, en eins og kunnugt er af fréttum er ekki langt síðan uppi var deila milli starfsmanna og forráðamanna fSAL um hvernig standa bæri að skipulagsbreytingum á framleiðslu fyrirtækisins. „Þetta kemur fram í því að af- köstin hafa minnkað um helming. Nánar tiltekið hafa meðaltalsaf- köstin við skautskiptinguna minnkað um helming og við áltök- una hafa afköstin fyrstu þrjár vinnustundirnar einnig minnkað um helming. Þessi minnkun á af- köstum verður á sama tíma og störfum er fækkað vegna skipu- lagsbreytinga við þessi störf, sem þýðir fækkun í 10 manna vinnu- hópi um tvo menn og í 8 manna vinnuhópi um einn manna," sagði Sigurður Briem ennfremur. „Það er alrangt að okkar félags- menn séu í hægagangi í kerskál- unum hjá ÍSAL,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson, varaformaður verkamannafélagsins Hlífar I Hafnarfirði. „Því er hins vegar ekki að neita að það er mikil óánægja meðal verkamanna. Álagið eykst vegna þess að það er verið að fækka starfsmönnum í þessum störfum án þess kjör þeirra batni að nokkru leyti," sagði Sigurður. Hins vegar sagði Sigurður að vel gæti verið að afköst hefðu minnkað vegna þess að mönnum hefði verið fækkað í þessum störf- um. Síðast í júlí var gert samkomu- lag milli ÍSAL og trúnaðarráðs verkalýðsfélaganna um það að uppsagnir fastráðinna starfs- manna yrðu dregnar til baka. Sagði Sigurður Briem að það hefði hins vegar alltaf verið ljóst að haldið yrði áfram með skipulags- breytingar á framleiðslu fyrirtæk- isins til að ná fram aukinni hag- kvæmni í rekstri þess og væri það forsenda samkomulagsins af hálfu ÍSAL. Úr kerskála. ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en kvað að vænta yfirlýsingar frá Sambandinu eftir helgi. Valur Arn- þórsson, stjórnarformaður SÍS, kvað málið eingöngu varða fram- kvæmdastjórn Sambandsins, en Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Erlendi Einarssyni, forstjóra. Ellert B. Schram var spurður hvort samningur sá sem KSI gerði við Eimskipafélag fslands, um stuðning þess síðarnefnda við Knattspyrnusambandið, væri hliðstæður samningi FRÍ og SfS. Ellert sagði að svo væri ekki. Það væri viðskiptasamningur sem fæli það í sér að Eimskip legði fram fé, en fengi auglýsingar í staðinn. „Það hvílir engin kvöð á okkur að eiga viðskipti við Eimskip," sagði Ellert. Hann bætti því við að samningur KSÍ og Eimskips væri áþekkur þeim sem tíðkaðist að íþróttafélög gerðu um auglýsingar á búningum félaganna. Upphæð sú sem KSÍ fær frá Eimskipafélaginu nemur 500 þús. kr. Ellert var inntur álits á samning- um sem fælu í sér kvaðir, s.s. þær sem fram kæmu í samningi FRI og KSf, um að fulltrúi Sambandsins skuli sitja alla blaðamannafundi FRÍ og kynna þátt samvinnuhreyf- ingarinnar. Um það sagði Ellert orðrétt: „Það hlýtur að vera mál þeirra sem gera samninginn. Ég vil síður vera að tjá mig um samninga sem önnur sambönd hafa gert. Það er þeirra mál. Ég veit að það er eilíft basl að ná í peninga og því miður gengur þetta allt út á það.“ Sjá nánar viðbrögð ntanna og forystugrein í miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.