Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 Lýðræðið í hinum ýmsu myndum — eftir Jóhönnu E. Sveinsdóttur íslenska þjórtin hefur frá örófi alda horfst í augu við stór vandamál þegar náttúruöflin hafa leikið landið grátt, og veður og vindar valdið erf- iðleikum á þvf að draga björg í bú. Lífsþróttur þjóðarinnar hefur verið og er, mikill, og hefur þjóðinni tekist að yfirvinna vandamálin með einurð og hörku. Við íslendingar verðum að horfast í augu við þá staðreynd að landið okkar er tiltölulega fátækt, og auðlindar okkar litlar. Gæta þarf einnig varúöar í að treysta um of þeirri auðlind sem landið hefur byggt afkomu sína á. Ljóst er að þjóðin hefur lifað um efni fram á undanförnum árum og hefur lítt gætt varúöar í að byggja undir efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Nú er komið að skuldadögunum. Sá efnahagsvandi sem við horf- umst í augu við nú er án efa risa- vaxnari en nokkru sinni fyrr. Rík- isstjórnin, sem tók við völdum nú í vor, er svo sannarlega ekki öf- undsverð af hlutverki sínu og er nú nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að aðgerðir þær, sem ákveðn- ar hafa verið, séu markvissar og skili árangri. Skilningur ríkir hjá almenningi á nauðsyn þeirra sam- dráttarráðstafana sem gerðar hafa verið og er fólk greinilega reiðubúið að axla þá ábyrgð sem nauðsynleg er, i þeirri von að efnahagur þjóðarinnar nái að rétta við. Til þess að sá skilningur. sem ekki virðist þurfa að draga í efa að sé fyrir hendi hjá almenn- ingi, breytist ekki í vantrú og efa, ber brýna nauðsyn til þess að rík- isstjórnin láti fólk fylgjast með aðstæðum og ákvörðunum sem teknar eru í kjölfar þeirra úttekta sem fram hafa farið. Þjóðin öll á heimtingu á að komið sé fram við hana sem fullþroska fólk með ábyrgðartilfinningu, en ekki sem óvita, sem ekkert skilur og er stjórnað án þess að reynt sé að upplýsa hann um ástandið eins og það raunverulega er. Einmitt nú þurfum við öll að standa saman, og því má ríkisstjórnin ekki ein- angrast frá fólkinu. Því miður gerðist það hinsvegar við setningu bráðabirgðalaganna á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar að gripið var til aðgerða, sem mjög snertu launþega landsins, án þess að gerð væri tilraun til að hafa nokkurt samband við leið- toga launþegasamtakanna í land- inu. Að vísu má segja að svo oft hafi verið gripið til skerðingar á laununum í landinu, að fólk hafi verið viðbúið að slíkt yrði gert eina ferðina enn. Það var hinsveg- ar áfall fyrir lýðræðiselskandi fólk að horfast í augu við þá stað- reynd að ríkisstjórnin skyldi hafa séð sig tilneydda til að afnema samningsrétt fólksins — eitt af því sem einkenmr lýðræðið. Skyldi þessi ákvörðun hafa verið tekin, án þess að upplýsa leiðtoga laun- þegasamtakanna um hana, fyrir þá sök að ríkisstjórnin hafi ekki borið traust til þeirra og talið full- víst að viðbrögð þeirra við sam- dráttaraðgerðunum yrðu slík, að nauðsyn bæri til að afnema samn- ingsréttinn? Ef sú hefur verið raunin, þá er þetta harkalegur dómur. Þessir aðilar eru einmitt þeir sem launþegar landsins treysta til að fara með umboð sitt, og hafa til að bera skynsemi til að draga jafnan raunhæfar ályktanir af því ástandi sem ríkir á hverjum tíma. Það er því mjög miður að ekki skyldu hafa verið hafnar við- ræður við þessa aðila áður en bráðabirgðalögin voru birt. Við- brögð launþegasamtakanna í landinu, við þeim aðgerðum sem ákveðnar voru, hafa öll verið á einn veg. Harkaleg mótmæli, sem undirstrika hversu alvarlegum augum er litið á afnám samn- ingsréttarins. Yfirgnæfandi meirihluti verkalýðsfélaga lands- ins hefur sagt samningum sínum lausum frá og með 1. sept. nk. 1 framhaldi af þessu hefur því verið haldið á lofti af mörgum að nú stefni allt í verkföll hér á landi. Vekur þetta kvíða hvers skynsams manns og þjóðholls. Skyldu laun- þegasamtökin enn einu sinni ætla að grípa til niðurrifsaðgerða og verkfalla, án nokkurs tillits til að- stæðna í þjóðfélaginu og þjóðar- heilla, í þeim tilgangi einum að renna styrkari stoðum undir veldi sitt? Það er sannfæring mín að slíkt sé ekki uppi á teningnum nú, þrátt fyrir uppsögn samninga. Allir, og þá ætla ég einnig forystumenn launþegasamtakanna, gera sér grein fyrir að verkföll gætu riðið atvinnuvegunum og efnahag þjóð- arinnar að fullu á þessum erfið- leikatímum. Hlutverk launþega- samtaka er að sjá til þess að með- limir þeirra fái hlutdeild i þeirri verðmætaaukningu sem er fyrir hendi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Slík verðmætaaukning fyrirfinnst ekki í þjóðfélaginu í dag, nema síður sé — því miður — og því ekkert sem getur réttlætt verkfallsaðgerðir til að knýja fram launahækkanir sem þjóðar- búið getur engan veginn staðið undir nú. f þessu sambandi má eflaust segja að launþegasamtökin hafi oft gengið jafnvel í berhögg við vilja hins almenna félagsmanns, þar sem hægt sé að boða verkföll með samþykki aðeins örlítils brots félagsmanna. Það er hryggilegt að játa að þetta sé ekki fjarri sanni og um leið að viðurkenna að hér á landi sé löggjöf sem beinlínis bjóði þessu heim. Vinnulöggjöfin sem við búum við var sett árið 1938. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og miklar breytingar átt sér stað. Þó hafa þessi lög staðið óbreytt allt fram á þennan dag. Okkar hæstvirtu alþingismönnum ætti að bera skylda til að koma fram breytingum á þessari mein- gölluðu löggjöf, til að uppfylla lág- markskröfur lýðræðisins. Það er fáránlegt, og lyktar óþyrmilega af einræði, að nokkur launþegasam- tök telji sig hafa siðferðilegan rétt til að hefja verkfall með aðeins um 1% atkvæða félagsmanna Jóhanna E. Sveinsdóttir. „ÞaÖ er stadreynd að aðstæður launþega hafa breyst svo gífurlega á síðustu árum að verkföll geta nú riðið fjárhag launþega að fullu, miklu frekar en áður.“ sinna á bak við sig. Þetta er þó staðreynd og löggjöfin sjálf heim- ilar þessa grófu misnotkun á lýð- ræðinu og misbýður þannig rétti meðlimanna herfilega. Með lögum nr. 29 frá 1976 var sett inn heimildarákvæði um verkfallsrétt til handa opinberum starfsmönnum, en slík heimild bundin skilyrði um skriflega og leynilega atkvæðagreiðslu í minnst 2 daga meðal allra opin- berra starfsmanna. Sýnist mér þessi aðferð öllu lýðræðislegri en sú sem öll önnur launþegasamtök í landinu búa við. í huga mínum brennur sú spurning, hvort launþegar lands- ins geri sér grein fyrir hversu mjög sé í raun troðið á lýðræðis- V otvidri — vothey — eftir Jón Á. Gissurarson íslenskt gras er næstbesta fóður í heimi, aðeins írskt gras því fremra að sögn dr. Halldórs Páls- sonar. Fóðurgildi þess sem heys nýtist þó þvi aðeins að hvorki hrekist það né fjúki. Fyrr á öldum gat grasbrestur valdið bændum búsifjum. Þrátt fyrir kólnandi veðurfar hefur enn reynst unnt að fá sæmilega grassprettu með nægum áburði. Fyrir svo sem einni öld lærðist framtaksömum bændum að verka súrhey. Móðurfaðir minn varð ein- na fyrstur til þess í Rangárþingi. Faðir minn var tregur til að taka þá nýbreytni upp og var þó bú- fræðingur. Fyrir brýningu móður minnar hófst hann þó handa eitt rosasumar og gróf gryfju. Svo vel reyndist þessi nýbreytni að súr- heysgerð varð árviss æ síðan hvemig sem viðraði. Bændahöfð- inginn Ólafur Pálsson hóf búskap á Þorvaldseyri upp úr aldamótum. Hann verkaði mikinn hluta heyja sinna sem vothey. Sonur hans, Eggert, svo og synir hans tveir sem búa á Þorvaldseyri, halda uppteknum hætti. Aldrei hefur heyrst að þeir á Eyri þyrftu að ganga á bústofn sinn vegna slæmrar heyskapartíðar. Þrátt fyrir augljósa reynslu þessara tveggja látnu bænda varð þessi heyskaparaðferð allt of fágæt þar i sveit og hefur jafnvel dregist saman hin síðari ár. Nú er svo komið að talið er að um 10% til 12% heyfangs Islend- inga fari í vothey. Mjög ér það misjafnt eftir hérðuðum, mest á Vesturlandi en sums staðar með öllu óþekkt. Gömlu súrheysgrafirnar hafa sungið sitt síðasta og nýjar að- ferðir rutt sér rúm, talið jafnvel að nýta megi hlöðurými sem til- tækt er, tækni sé fyrir hendi að rífa með tætara vothey úr stáli og færa með færibandi það frá geymslu í fjós eða fjárhús svo að mannshönd komi hvergi nærri uns dreift er í stall eða á garða. Væri örlítið geymslupláss í gripahúsum, gætu bændur flutt dagsskammt þegar rafmagnsskammtur þeirra nýtist ekki að fullu. Orkukostnað- ur yrði þá í lágmarki, jafnvel alls enginn. í neyðartilfelli, svo sem nú, mætti í skyndi koma upp flat- gryfjum svokölluðum og skýla heyi með plasti. Gunnar Guðmundsson er for* stöðumaður tilraunabúsins á Laugardælum og er að byggja upp á Stóra-Ármóti. Þegar hann enn Jón Á. Gissurarson „Til að gera samanburð á fóðurgildi þurr- og votheys eru margar töfl- ur frá rannsóknum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Allar leggj- ast þær á eina sveif, votheyi í hag.“ var nemandi í búvfsindum í Nor- egi ritaði hann merka grein í blað bænda, Frey: Votheysverkun — valkostur í fóðurverkun eða neyðar- lausn í óþurrkatíð. Höfundi blöskr- aði tómlæti íslenskra bænda um votheysverkun, enda sjálfur Vest- firðingur. Meðal annars stendur í greina hans: „ ... h a f a bændur verið hvattir að auka votheysverk- un,... en því miður með afar litl- um árangri... Hefur leiðbeinend- um fullkomlega mistekist starf- inn, eða eru íslenskir bændur orð- nir ónæmir fyrir leiðbeiningum búvísindamanna? — Er það út- breidd skoðun meðal bænda, að vothey sé lakara fóður en þurr- hey?“ Guðmundur ber saman véla- notkun við þurrhey og vothey og þátt vélainnflytjenda. Hann segir: „Ef borin er saman möguleikar til vélanotkunar við þurrheys- og votheysverkun kemur í ljós að þeir eru afar ólíkir, og frá sjónarhóli vélainnflytjanda ósambærilegir, hvað varðar söluhagnað, því að langstærsti hluti heyvinnuvéla, sem eru á markaði í dag, miðast við þurrheysverkun." (Hér má skilja áður en skellur í tönnum.) Höfundur setur upp skýrt dæmi um notkun véla við þurr- og vot- heysgerð. Sumar vélar til nota við votheysgerð yrðu snöggtum ódýr- ari, aðrar með öllu óþarfar, svo sem snúnings-, rakstrar- og múga- vél. (Hér mætti bæta við bindivél sem ekki mun hafa verið á mark- aði þegar greinin var rituð.) Guð- mundi telst til að verðmunur hafi verið sem næst fimmtungi þurr- heyi í óhag. Til að gera samanburð á fóður- gildi þurr- og votheys eru margar töflur frá rannsóknum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Allar leggj- ast þær á eina sveif, votheyi í hag. Gildir þar einu hvort um er að ræða mjólkurframleiðslu eða eldi kálfa. Fyrsta tafla í grein Guðmundar er gæðamat á þurrhevi frá óþurrkasvæðunum 1976. Á Vest- urlandi eru 12% talin afleitt fóður en 53% ágætt. Samtímis voru töl- ur fyrir Vesturland liðlega þriðj- ungur afleitt fóður og örlítið meir ágætt. Ekki verður þessi mikli mismunur rakinn til mismunandi veðurfars á þessum tveimur svæð- um að sögn Veðurstofa íslands. Hins vegar verkuðu Vestfirðingar sem næst þriðjung heyfangs síns þá í súrhey, en Vestlendingar sjálfsagt miklu minni hluta, þótt ekki sé getið í grein Guðmundar. (Árið 1976 breytti til betri tíðar um höfuðdag um vestanvert land- ið.) Hvað ynnist með almennri votheysgerð? 1. Allt slegið gras nýttist sem fyrsta flokks fóður, hvorki hrekktist né fyki. 2. Fjárfesting í heyvinnutækjum minnkaði um vel fimmtung. 3. Akstur þungra tækja um við- kvæm slægjulönd minnkaði. 4. Sveiflur í bústærð hyrfu. 5. Heymæði bænda hyrfi, en er nú einn skæðasti atvinnusjúkdóm- ur á íslandi. 6. Vinnuálag bænda yrði skap- legra í rosasumrum. En þetta er engu að síður neyt- endamál en bænda. Lögum sam- kvæmt hafa bændur einkarétt a hafa búvörur á boðstólum og þær skal Iýðurinn á mölinni gjalda, hvort sem hann neytir þeirra eða þær eru seldar fyrir spottprís úr landi. Innan tíðar verður Guðmundur Gunnarsson hæstráðandi á Stóra-Ármóti, föðurleifð ömmu minnar. Það gleddi hana ef vot- heysgerð yrði leidd til verðugrar virðingar. Sjálf bjó hún að henni, vegnaði vel, átti átta börn og jafn- margar jarðir er um lauk. Jón Á. Gissurarson er fyrrrerandi skólastjóri Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.