Morgunblaðið - 13.08.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983
21
Munum ræða mál-
ið á stjórnarfundi
— segir Sveinn Björnsson, formaður ÍSÍ
„ÞAÐ VERÐUR fundur í stjórn
íþróttasambands íslands á mið-
vikudaginn og þetta mál verður
tekið fyrir þar,“ sagði Sveinn
Björnsson, formaður ÍSÍ. Hann
sagði að á þessu stigi málsins
vildi hann ekkert láta eftir sér
hafa um samning FRÍ og Sam-
bandsins en þess væri að vænta,
að yfirlýsing yrði gefin út að
loknum stjórnarfundinum á mið-
vikudag.
Samningurinn skyldar íþróttasam-
böndin til viðskipta við Samvinnuferðir
— segir Örn Steinsen hjá ferðaskrifstofunni Útsýn
„ÞAÐ ER greinilega ekki kjarnorku
stríð sem maður þarf að óttast mest
heldur Sambandið," sagði Örn Steinsen
hjá ferðaskrifstofunni Utsýn. Hann var
inntur álits á þeim sérstöku samstarfs-
samningum sem Körfuknattleikssam-
bandið, Handknattleikssambandið og
Frjálsíþróttasambandið hafa gert við
ferðaskrifstofuna Samvinnuferðir-
Landsýn og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær. Eins og fram kom í frétt
blaðsins hafa þessi þrjú íþróttasam-
bönd hlotið íþróttastyrk SÍS.
Örn sagði að öll þessi sérsambönd
hefðu áður verslað hjá Útsýn en hætt
því eftir að sambandið veitti þeim
styrk sinn. „Þau eru í raun skylduð
með samningnum til að versla við
Samvinnuferðir-Landsýn. 1 samn-
ingnum er talað um að styrkinn skuli
nota til kaupa á þjónustu og vörum
hjá SÍS, kaupfélögunum og sam-
starfsfyrirtækjum þessara aðila, en
það er vitað mál að ekki er um annað
að ræða en kaup á farseðlum og
ferðalögum. Við vissum að það hlyti
að standa í sambandi við þennan
styrk að þau hættu að eiga viðskipti
við Útsýn, en vissum það þó ekki fyrir
víst hvernig samningurinn var úr
garði gerður fyrr en nú. Mér finnst
vera um misnotkun á fé Sambandsins
að ræða. Það er í sjálfu sér í lagi að
gefa slíkan styrk, en án skilyrða. Það
er aðalmálið. Við ræddum það hér á
sínum tíma að veita styrk, en aldrei
hefði komið til greina af okkar hálfu
að binda hann slíkum skilyrðum. Það
á aðeins að fara eftir þjónustunni og
hvort unnt er að útvega ódýr far-
gjöld, hvar aðilar hafa viðskipti sín.
Samvinnuferðir þurfa ekki að hugsa
um slíkt. Þeir fá þetta á silfurfati og
þurfa ekkert fyrir þessu að hafa.
Ljóst er, að viðkomandi íþróttasam-
band fær ekkert betri kjör hjá Sam-
vinnuferðum en hjá öðrum. Tökum
t.d. áætlunarflug Flugleiða og Arnar-
flugs. Þar eru allir með sömu kjör. Ef
hópur íþróttamanna ætlar utan þá er
það aðeins ÍSÍ-gjaldið sem kemur til
greina. Samvinnuferðir geta boðið
upp á það eins og við. En Sambandið
er að hjálpa Samvinnuferðum, eins
og það hefur gert í gegnum tíðina.
Eg var þó mjög hissa þegar ég sá
Örn Steinsen
samninginn, þ.e. að í raun skyldar
hann viðkomandi samband til að fara
með öll sín mál tii Samvinnuferða, til
þess að auka söluna þar og veita þeim
færi á að semja við þá aðila, sem þeir
eiga í skiptum við, s.s. flugfélögin.
Við erum með svo og svo mikil við-
skipti við ykkur og viljum því hag-
stæðari kjör á öðrum sviðum. Þetta
er ekkert annað en mútustarfsemi í
orðsins fyllstu merkingu."
Morgunblaðið reyndi í gær árang-
urslaust að ná sambandi við Stein
Lárusson, forstjóra ferðaskrifstof-
unnar Úrvals, vegna þessa máls, en
hann dvelur erlendis um þessar
mundir.
Skil ekki hvað Mbl.
gengur til með þessu
— segir Friðrik Guðmundsson, formaður HSÍ
„ÉG SKIL ekki hvað Morgunblaðinu
gengur til með skrifum eins og þeim
sem voru í blaðinu í dag. Jafnframt
óttast ég að fyrirtæki munu hrökklast
frá fremur en sækjast eftir að styðja
íþróttahreyfinguna ef þau fá svona skrif
á sig,“ sagði Friðrik Guðmundsson,
formaður Handknattleikssambands ís-
lands.
Hann sagði samning þann sem HSÍ
hefði gert við SÍS um íþróttastyrk
Sambandsins áþekkan þeim sem SÍS
og FRÍ hefðu gert sín á milli. „Hér er
alls ekki um viðskiptasamning að
ræða heldur styrk vegna þess að það
eru ekki kvaðir í samningum um við-
skipti við Samvinnuhreyfinguna
heldur aðeins tiimæli," sagði Friðrik.
„Mér finnst mjög eðlilegt að fyrir-
tæki sem styrkir íþróttahreyfinguna
komi með slík tilmæli. Mér finnst það
aðeins eðlilegur viðskiptamáti. Ef
Eimskip færi t.d. fram á það við KSÍ,
ef það þyrfti á þjónustu skipafélags-
ins að halda, að það færi ekki með
þau viðskipti til Hafskips, þá fyndist
mér það eðlilegt og mjög svipað,"
sagði Friðrik þegar hann var spurður
hvort eðlilegt gæti talist fyrir
íþróttasamtökin að gera umræddan
samning, þar sem mælst væri til að
sinnt væri slíkum tilmælum.
Þá var hann spurður hvort öll þau
smáatriði sem fram kæmu í samn-
ingnum gætu talist eðlileg. Þar er t.d.
kveðið á um að fulltrúi SIS skuli sitja
blaðamannafundi íþróttasamtakanna
og að fræðslubæklingur um SÍS skuli
fylgja möppum þátttakenda í nám-
skeiðum á vegum íþróttasamtakanna.
Friðrik sagði að SIS hefði látið útbúa
mjög myndarlegar möppur fyrir alla
fulltrúa á þingum HSÍ og haft í þeim
auglýsingapésa. „Þetta er ekki dregið
Friðrik Guðmundsson
frá styrknum á neinn hátt og mér
finnst ekki óeðlilegt að þeir komi sín-
um málum að á þennan hátt. Þetta er
aðeins auglýsingastarfsemi og við
njótum góðs af henni,“ sagði Friðrik
Guðmundsson.
Þá sagði Friðrik að HSl hefði gert
samstarfssamning við Samvinnu-
ferðir, en áður haft staðgreiðslu-
viðskipti við Flugleiðir. „Samningur
okkar við Samvinnuferðir hefur
reynst okkur óhemju vel,“ sagði Frið-
rik. Hann bætti því við að samning-
urinn við Samvinnuferðir tengdist
ekki á nokkurn hátt íþróttastyrk
Sambandsins. Ennfremur sagði hann
að HSl væri í mörg hundruð þúsund
króna skuld við Samvinnuferðir og
hefði þjónusta starfsmanna ferða-
skrifstofunnar hvort tveggja í senn
verið lipur og mótast af skilningi í
garð samtakanna. Loks sagði Friðrik
Guðmundsson að HSÍ væri þegar far-
ið að leita eftir nýjum auglýsinga-
samningi eftir að samningurinn við
SlS rennur út um áramótin.
Hugmyndin um hús tónlist-
arinnar mjög athyglisverð
Rætt viö Stefán Einarsson hljódtæknifræðing
í ráði er að stofna formlega í
haust samtök áhugamanna um hús
tónlistarinnar á Islandi. Hér er um
að ræða byggingu tónleika- og æf-
ingahúss fyrir Sinfóníuhljómsveit
íslands, en einnig er ætlunin að það
verði almenn hljómlistarmiðstöð þar
sem leikin yrði tónlist af öllu tagi
s.s. jazz, rokk, blús og þjóðlög. Fé-
lagar í samtökunum eru nú 1.300 og
hefur 12 manna undirbúningsstjórn
verið skipuð. Að ósk hennar hefur
Stefán Einarsson hljóðtæknifræð-
ingur, sem starfað hefur í Svíþjóð
um árabil, tekið að sér undirbúning
þess þáttar húsbyggingarinnar er
viðkemur hljómburði. — Stefán var
staddur hér á landi á dögunum, en
hann er nú eini fslendingurinn sem
fæst einvörðungu við hljóðtækni-
fræði. Blm. Mbl. ræddi því við hann
um starfið og helstu verkefni sem
hann hefur unnið að.
„Eftir að ég lauk námi í
Þrándheimi hef ég unnið 16 ár hjá
sænska fyrirtækinu Ingemansson
Akustik í Gautaborg við grein
mína. Af þeim verkefnum sem ég
hef unnið að á vegum Ingemans-
son má t.d. nefna sænska þing-
húsið í Stokkhólmi, sem nú á að
breyta í borgarleikhús. — Enda
var húsið hugsað í upphafi sem
leikhús áður en sú hugmynd kom
til sögunnar að gera það að þing-
húsi til bráðabirgða. Ég vinn nú
að því að gera þessar breytingar,
ekki síst vegna þess að ég starfaði
með arkitektum hússins og tók
þátt í hönnun þess. Ég hef einnig
verið viðriðinn fyrirhugaðar
breytingar á hljómleikahúsinu í
Gautaborg, en það er talið í
fremstu röð í heiminum. Þetta er
erfitt verkefni því hætta er á að
hljómburðurinn, sem er geysilega
góður, versni við breytingarnar.
Og fyrir þá sök er mikið lagt upp
úr að þær takist vel svo að
hljómburðurinn verði jafnvel enn
betri ef þess er nokkur kostur.“
— Hvernig líst þér á hugmynd-
ina um hús tónlistarinnar hér?
„Mér finnst hún mjög athyglis-
verð og er því hingað kominn til
skrafs og ráðagerða um frumdrög
hönnunar hússins með tilliti til
hljómburðar. Er síðan ætlunin að
hafa þau til hliðsjónar f sam-
keppni norrænna arkitekta um
teikningu hússins sem fyrirhugað
er að efna til. Þar er gert ráð fyrir
að hljómburðurinn sitji í fyrir-
rúmi, en minni áhersla lögð á ytra
útlit. Því er þetta vissulega krefj-
andi verkefni, en að sama skapi
áhugavert. Og þó að bygging tón-
listarmiðstöðvarinnar sé á frum-
stigi er ég bjartsýnn á að það tak-
ist að reisa hana. A.m.k. hefur öll
undirbúningsvinna að mínum
dómi verið gott dæmi um íslenska
framtakssemi og góðan vilja. —
Þó mun koma í ljós á næstu mán-
uðum hvort nægur áhugi fólks sé
á þessu húsi, svo að unnt verði að
hrinda þessari hugmynd í fram-
kvæmd. En það er ekkert vafamál
að sinfónfuhljómsveitina vantar
hentugt húsnæði undir starfsemi
sína.
— Nú hefur þú unnið á vegum
annarra íslenskra aðilja ...
„Já, forráðamenn Borgarleik-
húss fólu mér að vinna við hönn-
un þess á sínum tíma. Og þar er
stærsti þátturinn innrétting og
klæðning salarkynna. Þó er bygg-
ing leikhússins komin of skammt
á veg til að ég geti einbeitt mér að
þessu verki, enda þótt sá tími fari
nú óðum að nálgast. Þess vegna
hef ég notað dvölina hér m.a. til
að ræða við aðstandendur Borg-
arleikhúss um verkefni mitt þar.
Auk þess hef ég unnið að ýmsum
smærri verkefnum hér, s.s. í
tengslum við hljóðeinangrun,
Stefán Einarsson hljóðtæknifræð-
ingur. Ljósm. Mbl. Emilía.
verksmiðjuhávaða og hljómburð
og verið í stöðugu sambandi við
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins frá því ég bjó hér á
landi á árunum 1974—’75. Þá
skrifaði ég m.a. kver um frum-
atriði hljóðtæknifræði á vegum
stofnunarinnar.
— Geturðu gert í stuttu máli
grein fyrir helstu viðfangsefnum
hljóðtæknifræðinnar og nýjung-
um innan hennar?
„Segja má að hljóðtæknifræði
spanni þrjú höfuðsvið: hljómburð,
hávaða og hljóðeinangrun, en
einnig er nauðsynlegt að kunna
nokkur skil á öllum meginþáttum
húsagerðarlistar og annarrar
tækni. Enda verður samvinna við
arkitekta að vera góð ef árangur á
að nást. Því gefur hljóðtækni-
fræði innsýn í ýmsar hliðargrein-
ar, sem mér finnst mikil hvatning
í starfi. — Af nýjungum hygg ég
að tölvuvinnsla í hönnun hljóm-
leikahúsa sé ákaflega mikilvæg til
að segja fyrir um hljómburð, en
sú tækni er tiltölulega ný af nál-
inni. Tölvuvinnsla af þessu tagi
hefur verið tekin i þjónustu Inge-
mansson Akustik og reynst mjög
vel. — En auk tækninnar skiptir
ekki síður máli að hafa þekkingu
til að bera á hinum huglægu þátt-
um hljóðs,“ sagði Stefán að lok-
um.
Talsveröar framkvæmdir hafa verift vift Borgarleikhúsið í sumar, en sem kunnugt er, er stefnt aft því aft taka þaft
í notkun árift 1986.