Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 12
eftir dr. Ara K. Sæmundsen 12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGUST 1983 ORVERUFRÆÐI e r í dag hefur göngu sína hér í blaöinu nýr þáttur, sem mun fjalla um nýjungar og þaö sem efst er á baugi innan örveirufræðinnar. Umsjón með þættinum hefur dr. Ari K. Sæmundsen. Ari lauk B.Sc. prófí í líffræði frá Háskóla íslands 1974. Hann starfaði í tvö ár við ýmis verkefni, en hélt síöan til framhaldsnáms í örveirufræði við Virginia Polytechnic Institute & State University og lauk þaðan M.Sc. prófí 1978. Veturinn 1979 hóf hann doktorsnám við Institutionen för Tumörbiologi, Karolinska Insti- tutet í Stokkhólmi. Hann varði doktorsritgerð sína í desember síðastliðnum og hefur síðan starfað á Rann- sóknarstofu Háskólans í veirufræði. e s Herpes Nú munu vera þekktar um 30 tegundir herpesveira. Fimm af þessum þrjátíu valda sýkingu í mönnum: Herpes simplex 1 (HSV-1) veldur áblæstri, Herpes simplex 2 (HSV-2) veldur svo- kölluðum kynfæra-herpes, Vari- cella-zoster veiran (VZV) veldur hlaupabólu og ristli, Epstein- Barr veiran (EBV) veldur kirtla- veiki (infectious mononucleosis) og cytomegalo-veiran (CMV) veldur sjúkdómi svipuðum kirtlaveiki, en er ef til vill þekkt- ari fyrir fósturskemmandi verk- un sína. Kynfæra-herpes Ein þessara veira hefur verið meira í sviðsljósinu upp á síð- kastið en hinar, en það er HSV- 2. Kynfæra-herpes hefur færst nokkuð í vöxt undanfarin ár. Er nú svo komið að þetta er mest skráði kynsjúkdómur í Banda- ríkjunum og víðar. I fréttabréfi frá „Center for Disease Control" (CDC) í Bandaríkjunum var ný- lega skýrt frá því að árið 1966 hefðu 29.560 manns leitað til læknis vegna kynfæra-herpes. Árið 1979 leituðu hinsvegar 260.890 manns til læknis vegna þessa sjúkdóms. Tíðni þeirra, sem leituðu sér lækningar, hafði því aukist úr 3,4 á 100.000 íbúa 1966 í 29,2 á 100.000 íbúa fimmt- án árum síðar. Þessar tölur segja þó ekki allan sannleikann. Bent er á að margir hafi hugs- anlega leitað til lækna og lækn- ingamiðstöðva, sem þessi sam- antekt CDC nái ekki yfir. Einnig er bent á að margir leiti ekki til læknis, auk þess sem margir. læknar hirða ekki um að til- kynna þennan sjúkdóm til yfir- valda. Ennfremur er talið, að hjá allt að helmingi þeirra, sem sýkjast, verði aldrei vart við nein áþreifanleg sjúkdómsein- kenni. Þessar tölur gætu því ver- ið enn hærri og þeir hjá CDC telja að þessi faraldur sé enn í gangi. Þó eru þeir, sem benda á, að erfitt sé að gera sér grein fyrir, hvort um virkilega aukn- ingu sé að ræða, þar sem lítið er faraldursfræði þessa sjúkdóms. Þar sem engin lækning er fyrir hendi, þá eykst stöðugt hlutfall þeirra, sem bera með sér og dreifa veirunni. í sumum tilfell- um gæti verið um endursýkingu að ræða og til þess að flækja málið enn frekar, þá benda rar.n- sóknir til að HSV-1 geti einnig valdið kynfæra-herpes. Einnig gæti, í vissum tilvikum, átt sér stað svokölluð uppvakning (reactivation) veirunnar. Hvað er uppvakning? Herpes-veirurnar eru stórar og flóknar veirur og samskipti þeirra við hýsilfrumurnar marg- slungin. Það sem gerir herpes- sjúkdóma svo þráláta og erfiða viðureignar er fyrirbæri, sem virðist sameiginlegt öllum herpes-veirum og mætti nefna veiruduld (latency). Eftir frum- sýkingu leggjast veirurnar í dvala í líkamanum. Þar sem HSV-1, HSV-2 og VZV eiga í hlut, þá hefur verið sýnt fram á að erfðaefni veirunnar er til staðar í taugahnoðum, oftast nálægt þeim stað, er sýking átti sér fyrst stað. Mörg okkar fá undir vissum kringumstæðum áblástur á andlitið, oftast í kringum munn og/eða nef. Þetta getur endurtekið sig oft og hjá sumum nokkuð reglulega. Þetta stafar af uppvakningu HSV-1. VZV veldur hlaupabólu í börnum og unglingum. Veiran leggst svo í dvala og getur síðan valdið sjúkdómnum ristli á fullorðins- árum, en hann lýsir sér í útbrot- um á miðjum skrokknum. Það sem gerist er það, að einhverjir utanaðkomandi þættir, lítt skil- greindir, vekja veiruna úr dvala eða raska því næma jafnvægi, sem er á milli veiru og frumu og nauðsynlegt er til að koma á og viðhalda fyrirbærinu veiruduld. Dr. Ari K. Sæmundsen Sömu sögu er að segja um kynfæra-herpes. Veiran leggst í dvala eftir frumsýkingu, hvort sem sýkingin er með eða án hinna klassísku sjúkdómsein- kenna. Hún getur síðan vaknað úr dvalanum, ferðast niður taugaþræði að þekjufrumum í kynfærum og fjölgað sér þar. Þannig er hugsanlegt að fólk verði ekki vart við sjúkdóminn, fyrr en við fyrstu uppvakningu veirunnar. Lítið er vitað um þetta fyrir- bæri, veiruduld. Hvað er það sem veldur því að veira, sem á einum stað veldur frumudauða, getur lagst í dvala innan ann- arra fruma án nokkurra sjáan- legra áhrifa á þær frumur? Hvaða þættir raska þessu jafn- vægi og hvernig verka þeir? Stöðugt er unnið að því að leita svara við þessum spurningum. Meðferð Veirur eru „sníkjudýr". Þær notfæra sér efnaskiptaferli hýs- ilfrumunnar til að fjölga sér. Áf- leiðingin er óhjákvæmilega frumudauði. Veirur eru þó mis- flóknar að gerð. Þær stærri, þar á meðal herpes-veirur, ráða yfir ýmsum eigin efnaskiptaferlum. Við leit að lyfjum og þróun þeirra reyna vísindamenn að færa sér í nýt þá þekkingu, sem er fyrir hendi, um þau efna- skiptaferli veiru, sem eru að ein- hverju leyti frábrugðin efna- skiptaferlum frumunnar. Þannig eru til nokkur lyf, sem geta ham- ið herpes-sýkingar eða haldið þeim niðri, en engin lyf eru til, sem geta losað okkur við veir- una, þegar hún hefur lagst í dvala. Hjá öllum þessum lyfjum gætir vissra eiturverkana á heil- brigðar frumur, auk þess sem fara verður varlega í notkun þeirra, svo ekki komi upp ónæm- ir veirustofnar. Nýlega var skýrt frá því að hópur enskra vísindamanna hefði þróað bóluefni, sem gæti verndað gegn HSV-2 sýkingu. Þessar rannsóknir eru enn á frumstigi, en ef til vill verður til bóluefni gegn HSV-2 í náinni framtíð. Slíkt bóluefni gagnar þó ekki þeim, sem þegar hafa sýkst. Herpes varir að eilífu Til skamms tíma mátti sjá bandarísk ungmenni í bolum, þar sem á var letrað: „What is the difference between herpes and true love?“ (Hver er munur- inn á herpes og sannri ást?) Og svo kom svarið: „Herpes lasts forever!“ (Herpes varir að ei- lífu!) Það eru orð að sönnu. Heimildir: F.Rapp (1978) American Scientint 66:670—674. M.W. Myers o.fl. (1982) Journal of Infectious DLseases 145:744—782. ('/enter for Disease Control. Morbidity and Mortality Weekly Report 31:137—139. (■.R.B. Skinner o.fl. (1982) Britiuh Journal of Veneral Disease 58:381—386. 13323233 Bragi Ásgeirsson Fyrir nokkrum árum var það næsta reglulegur viðburður, að fréttir bærust hingað heim um frama íslenskrar listakonu er þá var búsett í heimsborginni Par- ís. Á tímabili hlaut hún hver verðlaunin af fætur öðrum í vefjarlistasýningum í Frakk- landi. Henni var svo boðið að sýna að Kjarvalsstöðum árið 1980 og vakti sú sýning mikla athygli fyrir óvenjuleg vinnu- brögð og öflugan tjáningarmáta. Nína Gautadóttir er hér um Leðurmyndir í Listmunahúsinu ræðir, gistir landið um þessar mundir og í því tilefni kynnir Listmunahúsið 20 ný verk lista- konunnar, sem öll munu gerð í Níger, þar sem hún er búsett með fjölskyldu sinni. Þangað fluttist listakonan fyrir tveim árum og munu það ótvírætt hafa verið mikil viðbrigði fyrir hana enda kemur það sterkt fram í verkunum á sýningunni. Koma áhrifin í senn fram í notkun efniviðar og í útfærslu myndefn- isins. Það er áberandi á þessari sýn- ingu að mikil gerjun á sér stað innra með listakonunni því að hún leitar víða fanga í frum- stæðri afrískri erfðavenju um leið og evrópsk viðhorf eiga sér sterk ítök í henni. Þannig hafa mörg verkannna á sýningunni yfir sér svip afrískrar skreyti- listar og eru fjölþætt og marg- ræð í formi, önnur hins vegar eru heil og einföld og stundum næsta einlit. Þannig er stóra græna verkið yfir stigagangin- um fjölþætt og tjáningarríkt en þó mjög samstætt og heillegt í útfærslu „Mamane" (13). Annars er ég ekki frá því, að myndin „Hallima" (3) sé hrifmesta verkið á sýningunni í einfald- leika sínum og um leið öflugri útfærslu. Að mínu mati er það tjákrafturinn í útfærslu mynd- forma, sem eru bestu eiginleikar Nínu Gautadóttur og þykir mér það koma greinilega fram á þessari sýningu. Vísa ég til þess hve verk, sem Nína útfærir með skapgerðinni einni, eru stórum hrifmeiri hinum skreytikenndari myndum þar sem niðurröðun leðurefna minnir um sumt á íburðarmiklar samklippur. í heild er þetta óvenjuleg sýn- ing hér á norðurslóðum, sem mörgum mun þykja forvitnileg og er vissulega heimsóknar virði. Herjólfur: Mikið annríki í flutningum í sumar MIKIÐ annríki hefur verið hjá Herjólfi í farþega- og bílaflutningum i sumar, að sögn Ólafs Runólfssonar, Vestmannaeyjum. „Við erum mjög ánægðir með þetta,“ sagði Ólafur. „Það er Ijóst aö fólk hefur stillt sig meira inná Herjólf en áður og í ár höfum við flutt fímmþúsund og fimmhundruð fíeiri farþega enn á sama tíma í fyrra. Við fengum mjög gott vor og fíutningar voru geysimiklir og hingað streymdu hópar frá skólum. Síðan um miðjan júní hefur tíð- arfar verði fremur leiðinlegt, en þrátt fyrir það hefur fólk sótt óenjumikið í Eyjar. Inn í það dæmi kemur eflaust kynning ferðaskrifstofa, en við höfum fengið stóra hópa frá þeim. Auk þess höfum við almennt kynnt Herjólf meira en áður, meðal ann- ars á rútudeginum og það er nú að skila sér. Talsvert hefur komið af útlendingum seinni part sumars, en það hefur líka færst í aukana að fjölskyldur skreppi með okkur til Eyja og taki bílinn með. Hér eru góðir gististaðir og tjaldstæði, og það er eins og hugarfar ferða- manna hafi breyst í þá átt að leggja aðeins meira á sig, og kjósa siglingu frekar en flug. Frá áramótum til fyrsta ágúst í fyrra fluttum við 28.580 manns en í ár höfum við flutt 34.000 manns. Við flytjum einnig geysimikið af bílum; bara í júlí voru þeir 1750.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.