Morgunblaðið - 16.08.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 16.08.1983, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 Siglufjörður: Lá vid milljóna- tjóni í miklum vatnavöxtum Siglufirði, 15. ágúst. VIÐ LÁ að milljónatjón yrði hér í bænum í nótt vegna mikilla vatna- vaxta í ánni Skútá, en litlu munaði að vatn úr án'ni flæddi yfir flug- vöRinn. Unnið hefur verið að leng- ingu flugvallarins hér síðan í fyrrasumar, en hluti þeirrar fram- kvæmdar er að breyta farvegi Skútár. Til bráðabirgða hefur vatni úr ánni verið veitt í gegnum rúmlega tveggja metra breitt ræsi, en ræsið hafði ekki við að flytja frá ánni í nótt, vatnsmagnið var svo mikið að ræsið losnaði upp og fluttist til um tæpa þrjú hundr- uð metra. Áin flæddi villt um mik- ið svæði og munaði aðeins einni tommu að vatn flæddi yfir flug- völlinn. Völlurinn er byggður á sandi og því er hætt við að ilia hefði geta farið. - mj Reykjavíkurvikan hafin Reykjavíkurvikan var sett í gær að Kjarvalsstöðum að viðstöddum Davíð Oddsyni, borgarstjóra, og öðrum gestum. Við opnunina fór fram kynning á því sem fram mun fara í borginni á næstu dögum í tengslum við vikuna. Dagskrá Reykjavíkurvikunnar í gær var með fjölbreyttu sniði og bauðst fólki m.a. að fara f siglingu í Naut- hólsvík og á kvikmyndasýningu í Iðnó, en þar var sýnd kvikmyndin ,;Reykjavík vorra daga“ eftir Oskar Gíslason, sem hann gerði árið 1946. A Kjarvalsstöðum var síðan opnað bókasafn á vegum Borgarbókasafns- ins og verður það opið þar út vikuna. Það óhapp varð á Grandagarði í gær, að tómir fiskikassar fuku af palli vörubifreiðar og lentu þeir á sendiferðabifreið og skemmdu hann lítil- lega. Tildrög óhappsins voru þau, að um klukkan 14.30 var vörubifreiðinni ekið norður Grandagarð. Allsnörp vindhviða feykti þá hluta fiskikassa, sem voru á palli bifreiðarinnar á kyrrstæða sendibifreið á móts við hús númer 14. Engin slys urðu á mönnum. .Morgunblaðið/ ÓI.K.M. íslandsrallið: Dómsmálaráðuneyt- ið heimilar keppnina „ÞAÐ LIGGUR nú fyrir að rall- keppnin verður heimiluð í samræmi við þau skilyrði, sem eru sett að því er varðar slfkar keppnir um sam- þykki viðkomandi aðila, s.s. lög- reglustjóra, sveitarstjórna, vegagerð- ar eöa annarra veghaldara. Einnig er hún heimiluð með þeim fyrirvara að Snæfellsnes: Til vandræða horfír vegna tíðarfarsins Hellnum, Snaefellsnesi, 15. ágúst. VEÐURFAR hefur verið með eindæm- um staðviðrasamt hér um slóðir á þessu sumri. Vindar hafa blásið af suð- lægri átt með stöðugum úrkomum nær því hvern dag og segir það sína sögu um gang heyskapar. Grasspretta tók seint við sér því maímánuður var kald- ur. Tún voru því seint komin í það ástand að hægt væri að hefja slátt. f dag er þriðja skiptið á sumrinu sem vindátt nær sér af norðri en í tvö fyrri skiptin var lítið gagn af þurrkinum vegna þess hve skamma stund hann stóð. Bændur eru því af- ar illa settir og horfir til vandræða ef ekki verður skyndileg veðurfars- breyting. Nú eru grös orðin úr sér sprottin og væru menn byrjaðir að slá tún sín ef hægt væri að koma vélum á þau. En þau eru alls staðar svo blaut að nokkurra daga þurrk þarf til að hægt sé að koma vélum að svo að gagni megi verða. Ef ég leita í huga mínum að einhverju sambæri- legu sumri þá kemur fyrst upp í hug- ann sumarið 1955 en það var mjög votviðrasamt. Oft hafa vegir spillst hér um slóðir í sumar vegna rigninganna og þótti mörgum þeir vera nógu slæmir fyrir. En lengi getur vont versnað. Ferða- mannastraumur er að jafnaði mikill um Snæfellsnes um ferðamannatím- ann en í sumar virðist sem veðráttan hafi gert það að verkum uð óvenju fáir hafa lagt leið sína um nesið. Rétt er þó að geta þess að veðrið hefur verið skárra á norðanverðu nesinu og hafa þar komið skaplegir dagar til heyöflunar og annarra sumarverka. — Kristinn. Sama gamla rigningin „VEDRIÐ verður svipað og verið hefur í surnar, það er að segja rign- ing með þessum venjulegu föstu liðum, sunnan og suðvestanátt," var svar Trausta Jónssonar veður- fræðings, þegar blaðamaður Morg- unblaðsins sló á þráðinn til hans í gærdag á Veðurstofuna og innti hann eftir spánni. Norðanáttin er sem sagt á undanhaldi og eitthvað á að hlýna í veðri. En útlit er fyrir rigningu næstu daga, a.m.k. á mið- vikudag og fimmtudag að sögn T rausta. „Það hefur nú verið þannig í sumar að ef einhverjar líkur eru á rigningu, þá hefur rignt,“ sagði Trausti. Ekki er þó reiknað með mikilli rigningu í dag, frekar skúrum og lítilsháttar rigningu síðdegis. Ágústmánuður hefur verið óvenju kaldur og votviðrasamur það sem af er, en Trausti sagðist ekki vita nákvæmlega „hversu óvenju kaldur" hann hefði verið, ‘þar sem samanburður við fyrri ár er yfirleitt aðeins gerður um mánaðamót. Sama er.að segja um sumarið í heild, það veit hvert mannsbarn að það hefur verið afleitt, en sumrinu á Veð- urstofunni lýkur ekki fyrr en 1. október, svo endanlegur sam- anburður fæst ekki fyrr en þá. Þann 23. ágúst lýkur hunda- dögum, en samkvæmt þjóð- trúnni á veðurlagið á landinu að vera mjög í anda fyrsta hunda- dagsins, 13. júlí, en þá var tölu- verð úrkoma um mestallt landið. Það skyldi þó aldrei vera að eitthvert vit leyndist í þessari fornu trú? „Hundadagafræðin er auðvit- að tóm vitleysa," sagði Trausti, „en sem slík ekki verri en hver önnur langtímaspá. Það er alltaf erfitt að spá um veðrið langt fram í tímann. Nú, 27. júní á að vera spádagur líka. Þann dag var mígandi rigning, þannig að þetta virðist ætla að vera gott ár fyrir þjóðtrúnna. Höfuðdagur, 29. ágúst, er einn spádómsdagur- inn enn, en þá á að skipta um veðurlag. Menn geta haldið í þá von. Ef höfuðdagurinn klikkar, má líka alltaf fullyrða að ekkert sé að marka þennan höfuðdag, heldur gildi sá gamli, sem er um tíu dögum síðar. Annars hafa draumspakir menn sagt mér að veðrið komi til með að breytast í kringum 19. ágúst. Við verðum bara að vona að draumar þeirra rætist." keppni og akstur keppenda valdi ekki öðrum vegfarendum verulegum óþægindum eða hættu á skemmdum á vegum eða náttúru landsins,“ sagði Ólafur W. Stefánsson, skrif- stofustjóri í Dómsmálaráðuneytinu, er hann var inntur eftir því hvort ákvörðun hefði verið tekin um að leyfa íslandsrallið svonefnda. Hann sagði að þar sem fyrir lægi að tekið yrði tillit til sjón- armiða Náttúruverndarráðs um friðlönd, yrði keppnin heimiluð þar sem þessi skilyrði væru fyrir hendi. í fréttatilkynningu sem Nátt- úruverndarráð hefur sent frá sér um afstöðu sína til þessarar al- þjóðlegu rallkeppni, kemur fram að ráðið varar eindregið við keppni af þessu tagi. Náttúru- verndarráð bendir á að enn er áformað að aka um viðkvæmar hálendisslóðir og friðlýst svæði. Benda þeir jafnframt á að óvenju votviðrasamt hefur verið að und- anförnu og að allar hálendisslóðir sunnan jökla séu miklu viðkvæm- ari fyrir umferð af þessu tagi. í samtali sem Mbl. átti við talsmenn LÍA kom fram að undir- búningur fyrir þetta rall hefði hafist strax í desember og að í upphafi hafi sambandið farið fram á samstarf við Náttúru- verndarráð, en þar hefðu þeir mætt skilningsleysi. Ólafur Guð- mundsson, ritari LÍA, sagði að rætt hefði verið við Dómsmála- ráðuneytið í febrúar á þessu ári og einnig hefðu umsóknir um akst- ursleiðir verið sendar til sýslu- manna í vor og farið fram á um- sögn þeirra. „Þetta er síðan búið að ganga á milli manna og nefnda án úrlausnar þar til núna nokkr- um dögum fyrir keppnina," sagði Ólafur. „Það hefur aldrei verið sótt jafnsnemma um nokkra rall- keppni hér á landi og engin þeirra hefur verið jafnvel skipulögð. Við teljum að það hafi tekið óeðlilega langan tíma að afgreiða þetta mál og teljum það reginmisskilning að þetta sé landskemmandi," sagði Ólafur að lokum. Deilur íbúa við Þingvallastræti 22: Hjónin verði ekki borin út í GÆR var kveóinn upp úrskurður í fógetarétti á Akureyri í „útburöarmál- inu“ svokallafta — deilum þeim sem risift hafa milli íbúa Þingvallastrætis 22 á Akurcyri. Viðfangsefni fógetarétt- ar var tvíþætt. Annars vegar að úr- skurða hvort dómur Hæstaréttar, sem birtur var hjónunum Danielle Somers Jónsson og Ólafi Rafni Jónssyni, hafi verið löglegur og hins vegar um útburð hjónanna. Dómsbirtingin var úrskurðuð lögleg. Hins vegar úrskurðaði fógetaréttur, að aðför, sem miðar að því að hjónin skuli borin út úr íbúð sinni, nái ekki fram að ganga. Máls- kostnaður var felldur niður. Sigurð- ur Eiríksson, fulltrúi fógeta, kvað úrskurðinn upp. „Þessum úrskurði verður áfrýjað til Hæstaréttar. Dómur Hæstarétt- ar frá í marz er til lítils ef ekki er hægt að framfylgja honum," sagði Brynjólfur Kjartansson, lögmaður Grímu Guðmundsdóttur, í samtali við Mbl., en Gríma hefur átt í deil- um við hjónin. Hæstiréttur dæmdi þann 25. marz síðastliðinn að hjón- unum Danielle og Ólafi skyldi gert að flytjast á brott úr íbúðinni. Lög- maður þeirra hjóna er Gissur Kristjánsson, lögfræðingur. Forsendur úrskurðar fógeta munu þær, að 12. grein aðfararlaganna komi í veg fyrir útburð; þar sem ekki sé hægt að taka lyklavöldin af hjónunum, sé ekki hægt að bera þau út. Stolnum bíl ekið á staur STOLNUM bíl var í gærkvöldi ekið á Ijósastaur syðst við Aðalstræti á Akur- eyri. Einn farþcganna var fluttur í sjúkrahús, en hann mun lítið slasaður. Ökumaður er grunaður um ölvun við aksturinn. Bílnum, sem er fólksbifreið af Lada-gerð, var í gærkvöldi stolið frá Birkilundi, þar sem hann stóð utan húss eigandans. Hafði hann skilið lyklana eftir í bílnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.