Morgunblaðið - 16.08.1983, Side 3

Morgunblaðið - 16.08.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 3 Bygging íþróttahúss fyrir fatlaða ákveðin ÁKVEÐIN hefur verið bygging íþróttahúss fyrir fatlaða í Reykjavík og í gær tók Arnór Pétursson, formaður íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, fyrstu skóflu- stungu að byggingunni. íþróttahúsið verður staösett á lóð Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, að Hátúni 12 í Reykjavík. f íþróttahúsinu veröur m.a. íþróttasalur, búningsher- bergi, þrekþjálfunarsalur, fundarsalur og skrifstofur. Sérstök húsbyggingarnefnd hefur verið skipuð til að annast undirbún- ing og framkvaemdir, bæði fjár- hagslegar og verklegar en í henni eiga sæti: Sigurður Magnússon, Trausti Sigurlaugsson og Vigfús Gunnarsson. Sigurður Magnússon sagði að til- koma hins nýja húss muni skapa varanlega kjölfestu í starfsemi fatl- aðra íþróttamanna í Reykjavík og nágrenni og muni án efa koma að ýmsum notum fyrir þá mörgu ein- staklinga sem eiga heima í háhýs- um í næsta nágrenni, en flestir þeirra væru fatlaðir með mismun- andi hætti. Áætlaður kostnaður við að full- gera þetta nýja íþróttahús er, mið- að við verðlag í dag, 17—20 milljón- ir króna. Húsið er teiknað af Teiknistofunni hf. en verkfræði- teikningar eru unnar af Verkfræði- stofu Sig. Thoroddsen hf. Nýtt „gosstríð" í uppsiglingu? Gosdrykkjaverksmiðjan Vífilfell hefur nú mótmælt svokallaðri Pepsí- áskorun gosdrykkjaverksmiðjunnar Sanitas, við Verðlagsráð. Pepsí- áskorunin er þess eðlis, að í ýmsum verzlunum hefur viðskiptavinum verið boðið að smakka á tveimur ómerktum kóladrykkjum, Pepsí og Coca cola og eru þeir síðan beðnir að segja hvor drykkurinn er betri. Telja forsvarsmenn Vífilfells að þarna sé um ólögmæta viðskipta- hætti að ræða og að Sanítas sé óleyfilegt að nota vörumerki Coca cola á þennan hátt. Forsvarsmenn Sanitas segja að hér sé aðeins um að ræða framhald samskonar Biðstaða í Blöndu- samningum BIÐSTAÐA er í samningamálum stjórnar Landsvirkjunar og við- komandi verkalýðsfélaga vegna væntanlegrar virkjunar við Blöndu og verður svo fram yfir 20. þessa mánaðar, en samkomulag var um að fresta samningafundum fram að þeim tíma. Nú er unnið að undir- búningi á virkjunarsvæðinu, sam- kvæmt sérstöku samkomulagi þar A ** fctiS® Orlof hjá starfsmönn- um Hvals ALLS hafa veiðst 142 langreyðar og 1 sandreyður á hvalvertíöinni í sumar. Illé hefur vcrið á veiðunum frá 10. ágúst vegna orlofs starfsmanna, en veiðarnar hefjast á ný 21. ágúst. Að sögn Kristjáns Loftssonar er skýringin á því hvers vegna svo lítið hefur veiðst af sandreyði sú, að hún er venjulega mun síðar á ferðinni en langreyðurin og búrhvalurinn, sem reyndar er friðaður. Heimilt er að veiða 167 langreyðar • og 100 sandreyðar á þessari hvalvertíð. „áskorunar" og verið hefur í gangi erlendis og sé það fyllilega leyfilegt. Verðlagsráð mun að öllum líkindum taka málið fyrir á fundi sínum á miðvikudag. Arnór Pétursson, formaður íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, tekur fyrstu skóflustungu að íþróttahús- inu. :"T- t i r % ■M . he(raiaKPÍ s'aW 590 690 2.90 69' 9SU 1SO >V" w o 900 a'öl 1.49^ ítosW- 2.0 te^ með^ {£«‘uve Veriö velkomin í verslanir vorar *$%£££* mm S'f"> *ra sk-p'ioorö. ðS0S6 Laugavegi 20. Auaturstrati 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.