Morgunblaðið - 16.08.1983, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
Hér er hópurinn við komuna til Keflavíkurflugvallar ásamt hinum bráðhressa fararstjóra, Viktor Urbancic. Talið fri
vinstri Jón Kr. Arnarson, Hafdís Steingrímsdóttir, Kolbrún Hjartardóttir, Elín Friðriksdóttir, Viktor Urbancic, Sigurður
Erlingsson, Hildur Aradóttir, Svanfríður G. Bjarnadóttir og Ríkharður Kristjinsson.
Vikudvöl bladbera Morgunblaðsins í Danmörku:
Rússíbaninn
yinsælastur
Rússíbaninn þótti vinselastur allra tckjanna bsði (Tfvolf og i Dyrehavsbakk-
en, en einnig fóru krakkarnir f fleirf taeki eins og þennan farskjótta sem rann
eftir teiauin.
Einnig var farið í þessa farkosti sem fremur virðast gerðir fyrir vinstri umferð
en hægri sé tekið mið af hvoru megin stýrið er staðsett.
Jónshúsi, 12. áfúst
EINS OG sagt hefur verið frá f
blaðinu fóru 8 verðlaunahafar f
áskrifendakeppni Morgunblaðs-
ins til Kaupmannahafnar á laug-
ardaginn var. Hafa þeir nú dvalið
í viku i borginni við sundið undir
leiðsögn Viktors Urbancic og
greiðir Morgunblaðið allar ferðir,
bæði milli landanna og um Stór-
Kaupmannahafnarsvæðið, uppi-
hald á Park Hotel í hjarta borg-
arinnar og aðgangseyri að hinum
ýmsu merkisstöðum, sem þeir
hafa skoðað. Eru blaðberarnir,
sem eru frá 10 ára og upp í þrf-
tugt, ákaflega ánægðir með ferð-
ina og skipulag hennar og róma
mjög lipurð og langlundargeð
fararstjórans.
Við komuna til Kaupmannahafnar,
Iaugardaginn 6. ágúst, voru ferða-
langarnir þreyttir, enda mikil við-
brigði fyrir flesta að koma f fyrsta
sinn til útlanda og veðrið afar hlýtt
eftir rigningarnar heima. Sunnudag-
urinn var þó tekinn snemma og geng-
ið beint yfir í Tívolí og þaðan hreyfðu
þau sig ekki allan daginn, en hreyfðu
sig þeim mun meira innan hins
fræga garðs. Sum tækin þar voru
vinsælli en önnur og óspart notuð,
Við komuna til Keflavíkurflugvailar
gáfu þau sér tfma til að láta Ijósmynd-
ara Mbl. taka af sér myndir og segja
fáein orð í leiðinni. Ríkharður Krist-
jánsson var sá fyrsti sem við okkur
ræddi og sagði hann að ferðin hefði
verið mjög skemmtileg og margt
skrýtið borið fyrir augu.
t.d. „rússíbaninn", og sagðist elsti
verðlaunahafinn hafa orðið sem barn
á ný og notið sfn ekki sfður en hinir f
hópnum. Flest höfðu þau lfka hlakk-
að mest til að upplifa Tfvolf og urðu
sfður en svo fyrir vonbrigðum.
Á mánudaginn var ferðinni heitið
til Helsingjaeyrar til að skoða
Krónborgarkastalann. Var það
fyrsta lestarferðin fyrir flesta og
mikill spenningur. Og lestarferðin
stóð fyrir sfnu og þaö gerði einnig
kastalinn mikli, en um hann gengu
þau lengi dags og slepptu engu, ekki
heldur dýflissunum, sem þeim þótti
mikið til koma að skoða. Úm kvöldið
voru þau ekki þreyttari en svo, þrátt
fyrir öll þessi nýju áhrif, að þau fóru
í bíó með hinum óþreytandi Viktori
og sáu söngvamyndina Flash-Dance,
sem einkum stúlkurnar höfðu mjög
gaman af, og eru sumar þeirra búnar
að eignast hljómplötur með lögum úr
myndinni. Öll hafa þau af yngstu
kynslóðinni líka keypt sér tölvuspil
og má ýkjulaust segja, að þau sofni
út frá þeim á kvöldin.
Heimsóttu Politiken
Þá var næst að heimsækja dag-
blaðið Politiken, en mynd frá þeirri
heimsókn hefur þegar birzt f Mbl. og
Sigurður Erlingsson úr Kópavogi var
næsti viðmælandi og hélt hann
traustu taki um Pac-man tölvuspilið
sem hann hafði keypt. Honum fannst
skemmtilegast í rússíbananum á
Dyrehavsbakken eins og flestum
hinna og kvaðst hann ekkert hafa ver-
ið hræddur í honum og farið oftar en
einu sinni.
fleiri myndir úr ferðinni raunar. Það
var á þriðjudagsmorguninn, að þeir
Svend Seehusen, Jan Bonfils og Jörg-
en Krusie tóku á móti hópnum í Poli-
tiken-húsinu við Ráðhústorg, en það
mun vera um 100 ára gamalt, líkt og
dagblaðið sjálft. Var hópnum sýnd
vinnan við blaðið ofan frá ritstjórn-
arskrifstofunum og niður f pökkun-
arkjallarann, mjög áhugaverður
göngutúr og lærdómsríkur undir
leiðsögn Jörgens. Lýsti hann vel fyrir
börnunum og okkur hinum, hvernig
blað er unnið, hinni nýju tækni og
einnig nefndi hann og sýndi gömlu
aðferðirnar til samanburðar. Börnin
höfðu ekki áður séð slfka tækni og
hlustuðu og námu fræðsluna mjög
vel. Öllum var síðan boðið til hádeg-
isverðar f móttökusal dagblaðsins og
var þar steiktur fiskur, „smörrebröd"
og kökur á eftir á borðum, og voru
síðan allir leystir út með gjöfum,
peysum með merki Politiken og
fleiru. Voru móttökurnar mjög góðar
og ekkerí sparað til að gleðja blað-
berana íslenzku. Til gaman má geta
þess, að blaöberar Politiken eru 1200
og er blaðið gefið út í 150 þúsund
eintökum. — Sfðari hluta þessa dags
var varið til verzlunarferða, sem auð-
vitað eru alveg ómissandi þáttur f
utanlandsferðum okkar Islendinga.
Og svo eru hér lfka fádæma góðar
útsölur núna og notuðu verðlauna-
hafarnir sér það.
Á miðvikudagsmorguninn var far-
ið í heimsókn 1 Jónshús, þar sem
sendiráðspresturinn og fjölskylda
hans tóku á móti hópnum. Skoðuðu
gestirnir safn Jóns Sigurðssonar og
hlustuöu á frásögn um hann, litu inn
á heimili prestsins og f félagsheimil-
ið. Þá var gengið til Ámalienborgar
til að horfa á, þegar lífverðir drottn-
ingarinnar skipta um varðstöðu, og
þar voru þau mynduð með einum lff-
verðinum með háu bjarnarskinns-
húfuna á höfðinu, sem hefur verið
afar erfitt fyrir þá að bera í sumar
vegna hitans, enda hefur liöið yfir
ófáa þeirra. Má lfka telja, að yngstu
ferðalangarnir hafi staðið sig vel í
hitanum, en hann hefur ekki farið
niður fyrir 25°, og allt upp í 30° þessa
daga, fyrr en f dag, föstudag, er kald-
ara. — Þá var röðin komin að þvi
mest spennandi þann daginn, en það
var ferðin til Dyrehavsbakken eða
Bakken, eins og hann er oftast kall-
aður. Fóru þau með lestinni til
Klampenborg og gengu gegnum
skóginn þangað upp eftir, og var það
fyrata skógarganga flestra. Fannst
þeim nærri jafn gaman á Bakkanum
og f Tfvoli og skemmdu sér af lffi og
Eini Reykvfkingurinn f hópnum var
Jón Kristján Árnarsson og var hann f
sinni fyrstu ferð til annarra landa.
„Það var gaman að koma til útlanda,"
sagði Jón, „en það var bara frekar
heitt.“ Hann fór í dýragarðinn og sá
flóðhesta og sebrahesta en slíkar
kynjaskepnur eru sjaldgæfar hér á
landi.
Elfn Halldóra Friðriksdóttir sagðist
aldrei hafa farið áður til útlanda áður
en hún fengi að fara á næsta ári með
mömmu sinni og pappa. „Það var svo
heitt að við vonim alveg að stikna
þegar við vorum á ströndinni," sagði
Elín okkur.
sál fram undir kvöld og prófuðu flest
helztu tækin þar og notuðu sér
óspart hinar mörgu „sjoppur" eins og
barna er siður. Munu hamborgararn-
ir hafa verið vinsælasta fæðar. f ailri
ferðinni.
Fengu heitasta dag
sumarsins á Bellevue-
baðströndinni
Ákveðið hafði verið að eyða einum
degi á baðströnd í blíðu veðri og fór
það svo, að þau fengu einn heitasta
dag sumarsins á Bellevue-baðströnd-
inni á fimmtudag. Sum barnanna
sólbrunnu þvf á bakinu, þótt Viktor
hefði af hugsunarsemi sinni tekið
með Morgunblaðsbolina og látið þau
klæðast þeim, er lfða tók á daginn.
Leið dagurinn eins og örskotsstund
við sund f sjónum og bátsferðir við
gula sandströndina og nutu þau þess
vel, bæði eldri og yngri. Var þó ein
plága þar, þúsundir af Maríuhænum
flögruðu um loftið og settust á allt,
sem fyrir varð og bitu jafnvel líka.
Skýringin á þessu fyrirbrigði, sem er
sjaldgæft hér, mun vera sú, að kvik-
indi þessi ná ekki fluginu, er hitinn
stigur svo hátt. — Nokkrir úr hópn-
um fóru svo f bfó um kvöldið og var
Hildur Aradóttir hafði áður komið til
útlanda en hún hafði farið til Noregs
og Danmerkur. Fannst henni samt
öðruvfsi að koma nú til Danmerkur
því núna var hún með krökkum sem
voru svo skemmtileg. Hún sagðist
samt vera fegin að vera komin heim
aftur.