Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 Óeirðir í Chile Islamabad, 14. ágúst. AP. SEX leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Pakistan voru handteknir, er nokkur hundruð manns tóku þitt í mótmæla- aðgerðum á fjölmennu markaðstorgi í Karachi í gær. Þúsundir manna tóku þátt í mót- mælaaðgerðum sem beint var gegn Zia Ul-Haq forseta herstjórnarinnar í Pak- istan um helgina. Var krafan að lýð- ræði yrði komið á á nýjan leik f land- inu. Ofbeldi var ekkert, en nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðuflokk- anna voru handteknir, eftir að 20.000 manns höfðu komið saman við grafhýsi Mohameðs Ali Jinnah, sjálfstæðishetju Pakistans. Hlýddi mannfjöldinn þar á ræður stjórnar- andstæðinga uns lögreglan kom á vettvang og dreifði honum án þess að til óláta kæmi. Samtök átta stjórnmálaflokka stóðu fyrir mótmælaaðgerðunum, flokkarnir eru allir opinberlega bannaðir, en starfa allir samt sem áður bæði leynt og Ijóst. Boðuðu formenn flokkanna að frekari að- gerðir væru á döfinni, svo sem verk- föll og fleira f þeim dúr. Mótmælin hófust aðeins tveimur dögum eftir að Zia ávarpaði þingið og boðaði kosningar fyrir marsmánuð árið 1985. Pólsk óeirðalög- regla sundraði hópi mótmælenda Jóhannes Páll páfi annar fer með bænir undir styttu Maríu meyjar í hinum helga helli í Lourdes í suðurhluta Frakklands. AP/Símamjnd Páfi í Lourdes: „Hverfíð aftur heim sterkari en áður“ Lourdea, Frakklandi. 15. ágúsL AP. PÁLL páfi varð fyrstur páfa til að heimsækja heilsulindina frægu við Lourdes f Frakklandi um helgina, en þar er sagt að heilög María Guðsmóð- ir hafi birst árið 1858. Síðan hefur þar verið helgidómur og talið að vatn úr lindinni hafi óvenjulegan lækn- Gdansk, 15. ágúst. AP. HEILU bílfarmarnir af sérþjálfuðum óeirðalögreglumönnum voru f gær sendir á vettvang til þess að sundra hópi 2000 mótmælenda, sem safnast höfðu saraan og ætluðu að ganga í átt að Lenín-skipasmíðastöðinni í Gdansk til þess að minnast upphafs verkfallanna, sem urðu kveikjan að stofnun Samstöðu fyrir þremur ár- um. Að sögn vestrænna frétta- manna, sem urðu vitni að aðgerð- um lögreglunnar, voru a.m.k. 12 manns handteknir. Á meðal þeirra var lið kvikmyndatökumanna bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC. Þeim var sleppt eftir tvær stundir. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem erlendir fréttamenn í Póllandi eru teknir höndum. Venjulegast er einungis verið að kanna skilríki viðkomandi. Mótmælagangan hófst laust eft- ir kl. 11 í gærmorgun eftir að rúmlega 5000 manns höfðu hlýtt á útiguðsþjónustu við Sankti Brygida-kirkjuna. Á meðal fjöld- ans var Lech Walesa. Hann var hins vegar ekki á meðal göngu- manna, en hélt brott að guðsþjón- ustunni lokinni. Hópur mótmælendanna tvístr- aðist mjög fljótlega eftir að lög- reglan kom á vettvang og ekki kom til neinnar valdbeitingar af hálfu lögreglumannanna. Mótmælafundurinn í gær var sá fyrsti af þessari stærðargráðu frá því herlögum var aflétt þann 22. júlí sl. Talið er víst, að m.a. hafi verið efnt til samkomu þessarar til þess að hvetja almenning til fjöl- mennra mótmæla þann 31. ágúst. Hefur fólk verið hvatt til þess að sniðganga almenningsfarartæki á bilinu kl. 14—16 þann dag. Enn ólga í Pakistan Sutiago, CUIe. 15. ágist. AP. ENN KOM tU átaka milli lögreglu og mótmælenda á götum úti í Santi- ago, höfuðborg Chile, í gær. Rysk- ingarnar hófust í kjölfarið á þremur útforum þar sem verið var að leggja til hinstu hvíldar þrjá unga menn, sem létust í óeirðunum í lok síðustu viku, en þá létust 24 óbreyttir borg- arar. Slagsmálin í gær stóðu yfir í meira en klukkustund og margir hurfu bláir og blóðugir af vett- vangi áður en lögreglan fékk loks dreift mannfjöldanum með þvi að skjóta táragasdósum inn í þyrp- ingarnar. Ólgan í landinu að undanförnu, sem náði hápunkti með mannvíg- unum í síðustu viku, hefur orðið til þess að stjórnvöld hafa gefið í skyn að þau muni slaka á klónni. Innanríkisráðherrann, Sergio Onofre Jarpa, sagði þannig i við- tali á sunnudaginn, að kosningar myndu verða „miklu fyrr“ en árið 1990 eins og ráð er fyrir gert í stjórnarskránni. ingarmátt. Þúsundir þjáðra manna fóru til Lourdes í tilefni af komu páfa, fremstir sátu 2000 fársjúkir og lamaðir í hjólastólum. Páfi ávarp- aði fólkið og sagði m.a.: „Hverfið aftur heim sterkari en þið komuð, Áttundi óeirða- dagurinn í röð Belfast, 15. ÍKÚst. AP. LÖGREGLA og her leituðu í dag að Dominic McGlinghey, eins leiðtoga írska þjóðfrelsishersins, IRA, eftir að átök böfðu brotist út á milli hópa ungl- inga úr röðum mótmælenda og kaþ- ólskra i Londonderry. Var þetta átt- undi dagurinn í röð, sem barist var á götum úti á N-írlandi. Átökin í dag brutust út í Gobn- ascale-hverfinu í Londonderry þeg- ar unglingarnir tóku að grýta stein- um og eldsprengjum hvorir að öðr- um. Komst ekki kyrrð á að nýju fyrr en lögregla skakkaði leikinn. Varð hún að beita gúmmíkúlum til þess að sundra hópunum. Þá var hús tekið herskildi í bæn- um Strabane, 14 km suðvestur af Londonderry, í morgun. Tóku grímuklæddir árásarmenn 5 manna 10 menn far- ast í tengslum við kosningar Lagos, Nígerlu, 15. ágúst. AP. í ÞAÐ minnsta 10 manns, þar af einn lögreglumaður og sex meðlimir stærsta stjórnmálaflokks Nígerfu, létu lífið í átökum á laugardag í tengslum við rfkisstjórakosningar f landinu, sem er fjórða fjölmennasta lýðræðisrfki heims. Mest urðu átökin f borgunum Lagos, Ibadan og Abeokuta í suð- vesturhluta landsins, þar sem Oba- femi Awolowo nýtur mikils fylgis. Awolowo hlaut næstflest atkvæði í forsetakosningunum um fyrri helgi. Auk þeirra, sem létu lífið, sættu margir starfsmenn flokks Shagari forseta barsmíðum. fjölskyldu f gfslingu og notuðu húsið til þess að stjórna fyrirhugðum sprengjuaðgerðum sínum. Komu þeir sprengju fyrir í verslun, en hún var gerð óvirk áður en kom til þess að hún spryngi. sterkari vegna trúar ykkar sem knúði ykkur f ferð þessa." Sagði hann jafnframt, að sjúkir og þjáðir mættu ekki bugast, þeir yrðu að sætta sig við veruleikann og leggja út frá því, gera eins gott úr öllu og frekast væri kostur. Ætti fólkið að nota styrk sinn og kunnáttu til að leggja eins mikið af mörkum og kostur væri, því annars væri hætta á því að það veslaðist upp. I lok ræðu sinnar minntist páfi Bernadette Soubirous, sem 14 ára taldi sig hafa séð Maríu Guðsmóð- ur alls 18 sinnum í Lourdes. Stúlk- an var gerð að dýrlingi sfðar, en glfmdi við slæma heilsu alla sfna ævi. Fjórar milljónir pflagríma koma árlega til Lourdes til að baða sig f lindinni og fá sér sopa úr henni. Að jafnaði eru um 60.000 pílagrímanna sjúkt fólk sem er að leita sér lækningar. Ekkert lát er á skærum krist- inna og drúsa Beirút, 15. ágúst. AP. LÖGREGLA skýrði frá því f dag, að þrír menn hefðu látið Iffið og sex særst í átökum, sem urðu í nótt á milli her- manna kristinna hægrisinna og drúsa í fjalllendinu í miðhluta landsins. Þá urðu miklar sprengingar f Aley-héraði og Chouf-fjöllunum, sem drúsar ráða yfir. Kristnir sluppu heldur ekki við sinn hluta sprenginganna og urðu tals- verðar skemmdir f austurhluta Beirút. Kennedy lét kvikmynda ímyndað eigið morð 14. ágúst AP. KENNEDY, fyrrum Bandaríkjafor- seti, lét taka einkakvikmynd af eigin morði, eftir því sem Ijósmyndari starfandi við Hvíta húsið segir, auk rithöfundar nokkurs f nýútkominni bók sinni. Segist Ijósmyndarinn hafa tekið kvikmyndina tveimur mánuð- um áður en Kennedy var myrtur f Dallas í nóvember 1963. Ljósmyndarinn sem um ræðir, Robert Knudsen, tók opinberar ljósmyndir í Hvíta húsinu allt frá forsetatfð Harry Truman og til valdatíma Geralds Ford. Hann lýsti morðatriðinu þannig: „Kennedy fór frá borði snekkju sinnar Honey Fitz í Newport og gekk eftir langri bryggjunni til lands. Skyndilega greip hann um brjóstið og féll á jörðina. Á eftir honum kom Crespi hertogafrú með ungum syni sínum. Steig hún hreinlega yfir forsetann þar sem hann lá, eins og hún vissi ekkert af honum. Sama gerði Jaqueline, eig- inkona hans. Næstur kom Red Fay, æskuvinur forsetans (leikinn af Paul Burgess), en hann hrasaði John F. Kennedy um líkama forsetans og um leið og hann lenti ofan á honum, frussað- ist blóð út um vit beggja. Knudsen staðfesti orðróminn um kvikmyndina eftir að hennar var getið í fyrrgreindri bók Ralphs G. Martin, „A hero for our time“. Sagði Knudsen að Kennedy hefði lagt mikið kapp á að enginn frétti af upptökunum og hann vissi ekki hót um hvar spólan væri niður komin. Hann gat þess jafnframt að fleiri en eitt eintak hefði verið til. Rithöfundurinn Ralph Martin ferðaðist með Kennedy í forseta- kosningunum árið 1959. Hann seg- ir í bók sinni, að Kennedy hafi ver- ið gagntekinn af dauðanum. Al- gengt var að hann hefði andvarp- að í lok hvers dags og sagt: „Guði sé lof að ég var ekki drepinn í dag.“ Knudsen sagði um þetta: „Hann velti dauðanum mikið fyrir sér og ég neita því ekki að það kom ónotalega við mig er ég frétti af morði hans. Þá varð mér hugsað til kvikmyndarinnar og ég gat ekki annað en velt því fyrir mér hvort hann hafi fundið eitthvað á sér, eða hvort að um einskæra tilviljun hafi verið að ræða.“ Báðir aðilar sökuðu hinn um að eiga upptökin að átökunum að þessu sinni. Þessi hrina hófst á laugar- dagskvöld og stóð fram undir morg- un í dag er enn eitt vopnahléð var samþykkt á milli þessarra aðila. Alþjóðaflugvöllurinn í Beirút var enn lokaður í morgun og hefur verið svo frá því á miðvikudag í síðustu viku. Hafa stjórnvöld ekkert gert til þess að opna hann að nýju þrátt fyrir þau ummæli Walid Jumblatt, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, að drúsar muni halda aftur af sér og ekki láta sprengjum rigna yfir flug- völlinn. Lokun flugvallarins, sem er einn sá fjölfarnasti í Miðausturlöndum, kostar stjórnvöld stórfé. Er talið að tapið nemi um 14 milljónum ísl. króna dag hvern. Þar af ber flugfé- lag ríkisins 4 milljóna króna tap á dag. Að sögn talsmanns stjórnarinnar telur Amin Gemayel, forseti lands- ins, skilyrði stjórnarandstöðunnar ófullnægjandi. Eitt skilyrða Jum- blatts var að flugvöllurinn yrði ekki notaður í hernaðarskyni. Á það vill stjórn Gemayels ekki fallast. Neita stjórnvöld því alfarið, að herþyrlum eða orrustuþotum hafi verið beitt gegn drúsum. Slíkt sé með öllu úti- lokað, þar sem drúsar haldi nær ein- vörðungu til a landsvæðum, sem annaðhvort Israelar eða Sýrlend- ingar ráða yfir. Menachem Begin, forsætisráð- herra fsraela, sakaði um helgina Sýrlendinga um þrákelkni í deilunni í Líbanon. Hvatti hann stjórnvöld i Damaskus til þess að fylgja fordæmi ísraela og hvetja til brottfluttnings alls herliðs frá landinu. Sagði Begin fsraela vera reiðubúna til þess að kalla herlið sitt heim, svo fremi Sýrlendingar og Palestínumenn yfir- gæfu landið samtimis. Þá sagði Hafez Assad, forseti Sýr- lands, um helgina, að hættan á styrj- öld milli Sýrlendinga og ísraela væri stöðugt fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.