Morgunblaðið - 16.08.1983, Side 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
SÍS-styrkir ...
íþróttastyrkur
Sambandsins
&wKm*r:2~
Frá slökkvistarfi við gagnfræðaskólann.
Ljósmynd Sigmar Sijþirðsmn.
Gagnfræðaskólinn mikið
skemmdur eftir eldsvoða
— eftir Gunnstein
Karlsson
UNDANFARNA daga hefur
Morgunblaðið gert að umræðu-
efni árlegan fjárstyrk sam-
bandsins til íþróttahreyfingar-
innar og birti orðrétta samn-
ingsgerð, sem honum fylgir.
Ekki er vel ljóst hvorum aðil-
anum, samvinnuhreyfingunni
eða íþróttahreyfingunni skrif
þessi beinast frekast gegn.
Samningurinn um Iþrótta-
styrk Sambandsins er ekki
frábrugðinn þeim aragrúa
samkomulaga, sem fjáröflun-
armenn íþróttahreyfingarinn-
ar hafa alla tíð gert í starfi
sínu við velgerðarmenn sína,
nema ef vera skyldi það að
hann hefur hér verið settur á
blað. Hann er því enginn leyni-
samningur. Ég þykist vita að
þeim ótalmörgu, sem unnið
hafa þessi störf í íþróttahreyf-
ingunni fyrr og síðar komi þar
ekkert ókunnuglega fyrir sjón-
ir.
Það má í þessu sambandi
máski geta þess að 1976 bað
íþróttasamband íslands Sam-
bandið að styrkja Ólympíufar-
ana um jafnvirði, að mig minn-
ir, 5000 dollara. Á móti var
boðin heimild til einkanotkun-
ar Ólympíumerkisins (hringj-
anna fimm) í auglýsingum og á
bréfsefni. Það var samræmt
fjáröflunarrað íþróttaforystu
allra Ólympíulandanna. Sam-
bandið tók þessu erindi ÍSÍ vel
og það ár var ólympíumerkið
prentað á bréfsefni Sambands-
ins. Sl. ár var merki HSÍ á
sama stað.
Þeirri ályktun Morgunblaðs-
ins að styrknum fylgi kvöð til
viðskipta við samvinnufyrir-
tæki er fjarstæða, en Morgun-
blaðinu, sem kallar sig mál-
svara frjálsra viðskipta, má
ekki koma á óvart að samfara
leit annars staðar, hafa
íþróttasamböndin oft fundið
hagkvæmust viðskipti hjá sam-
vinnufyrirtæki (þó af því kunni
að leiða „kjarnorkustríð" milli
ferðaskrifstofa, er það þeirra
mál).
Þegar erlend lið hafa komið
hingað á vegum þeirra íþrótta-
sambanda, sem njóta styrks
frá Sambandinu, hefur Sam-
bandið veitt margskonar fyrir-
greiðslu, sem verða mætti til
að auka áhuga almennings og
örva aðsókn að leikjunum.
fþróttasamböndin halda venju-
lega blaðamannafundi um
landsleikina og erindi fulltrúa
Sambandsins á fundina hefur
verið að kynna þessi þætti und-
irbúningsins.
Forystumenn íþróttahreyf-
ingarinnar hafa aldrei farið
leynt með þá skoðun sína,
hvorki í ræðu né riti, að það
opinbera styrki ekki nægilega
íþróttahreyfinguna og því verði
hún stöðugt að leita til velvilj-
aðra einstaklinga, fyrirtækja
og stofnana um fjárstuðning til
að ná endum saman í rekstri
sínum. Þessari fjáröflun hefur
samvinnuhreyfingin alla tíð
tekið vel og af skilningi, því
það hefur lengi verið einn þátt-
ur menningarstarfsemi hennar
að styrkja íþróttastarfsemina
með fjárframlögum eftir föng-
um og svo mun áfram verða, sé
til hennar leitað. Illt væri til
þess að vita ef hnútukast
Morgunblaðsins yrði til þess að
íþróttahreyfingin ætti erfiðara
með að finna styrktarmenn
meðal velunnara sinna í fram-
tíðinni.
Gunnsteinn Karlsson,
fyrrv. augLstj. Sambandsins.
LAUST fyrir tólf á laugardag varð
elds vart í gagnfræöaskóla Hvera-
gerðis. Svo vildi til að einn af
slökkviliðsmönnum bæjarins átti
leið hjá og sá mikinn reyk í skólan-
um, brá hann skjótt við og ræsti
brunaboðann. Reykkafarar voru
sendir inn og var unnið að slökkvi-
starfinu bæði utan og innanfrá, enda
gekk slökkvistarfið vel að sögn
Bjarna Eyvindssonar slökkviliðs-
stjóra.
B*. IföfAaströnd, 15. ájjfúst
HÓLAHÁTÍÐ var haldin í gær.
Þurrt var þar fyrripart dags en húð-
rigndi seinnipartinn svo lækir runnu
um vegi. Hátíðin að Hólura fór að
venju mjög vel fram að viðstöddu
fjölmenni, 8 prestar mættu þar með
vígslubiskup í fararbroddi og prédik-
aði hann í Hóladómkirkju. Söngkór
var úr Austur-Skagafirði undir stjórn
Önnu Einarsdóttur.
Skólahúsið er mikið skemmt
bæði af eldi, reyk og vatni, er
austurálma nánast ónýt. Talið er
að kviknað hafi í útfrá hand-
krullublásara í snyrtingu í austur-
álmunni. Mikil mildi er að eldur-
inn barst ekki í trésmíðaverkstæði
staðarins, sem er í sama húsi, og
skilur aðeins steinveggur skólann
og trésmiðjuna að. Aðspurður
kvað Karl Guðmundsson sveitar-
stjóri húsið mikið skemmt og
Eins og alltaf er kirkjuathöfn í
Hóladómkirkju mjög hátíðleg, en
að þessu sinni söng Jóhann Már
Jóhannsson einsöng, stólvers. Eft-
ir kaffidrykkju heima á staðnum
var samkoma í kirkju, þar sem
ráðherra, Jón Helgason, flutti
ræðu. Guðni Þ. Guðmundsson lék
á orgel og Ingveldur Hjaltested
söng einsöng, sem allir hrifust af.
fyrirsjáanleg væri mikil vinna við
að koma því í nothæft stand aftur,
en aðeins eru 3—4 vikur fram að
skólasetningu. Þess má geta að
búið er að grafa fyrir nýju skóla-
húsi í Hveragerði. Samkvæmt
áætlun á það að verða tilbúið til
notkunar eftir 3—4 ár. Aðstoð
barst frá Selfossi, einnig voru
þorpsbúar ötulir við slökkvistarfið
enda hagsmunir allra bæjarbúa í
húfi. Fréttaritarar.
Séra Bolli Gústavsson flutti frum-
samin ljóð og séra Hjálmar Jóns-
son á Sauðárkróki flutti lokaorð.
Þó veður væri ekki eins og bezt
var á kosið voru gestir á Hólum
ánægðir með athöfnina og í hátíð-
arskapi. Mjög margt fólk hefur
lagt leið sína að Hólum í sumar og
láta allir vel af móttökunum þar.
— Björn.
Hólahátíð haldin á sunnu-
dag að viðstöddu fjölmenni
Léttur og lipur skúffubíll, sem ber 1 tonn. 5 gíra kassi og
1800 cc vél, sem er í senn aflmikill og sparneytinn.
Ríkulegur búnadur og sæti fyrir 2 farþega auk öku-
manns. Margar gerðir af léttum, lausum húsum
fáanlegar.
Verð aðeins kr.
221.400
gengisskr. 9.8.83
BlLABORG HF
Smiðshöföa 23 simi 812 99
Mazda B 1800 Pickup
Mest fyrir peningana!
Mest fyrir peningana!
MazdaETbOO Pallbíll
Þessi bíll hefur þegar sannað ágæti sitt við fjölbreyttar
aðstæður í íslensku atvinnulífi. Hann er frambyggður,
með 1 tonns burðarþoli, byggður á sterkri grind og með
tvöföidum afturhjólum. Hann er óvenju þægilegur í
hleðslu og afhleðslu, þar sem pallgólfið er alveg slétt og
án hjólskála og hleðsluhæðin er aðeins 73 cm með skjól-
borðin felld niður.
Verð aðeins kr.
214.800
gengisskr. 9.8.83.
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23 sími 812 99