Morgunblaðið - 16.08.1983, Qupperneq 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983
Kvöldstund í Parísarborg
Leiklist
Ólafur M. Jóhannesson
Fulltrúar NATO-stöðvarinnar með njósnaduflið.
Rússneskt njósnadufl
finnst við Færeyjar
Elskendurnir í Metró
Höfundur: Jean Tardieu.
Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson.
l'ýðing: Böðvar Guðmundsson.
Leikhljóð og tónlist:
Kjartan Olafsson.
Lýsing: Lárus Björnsson
og Egill Arnarson.
Leikmynd, grímur og auglýs-
ingaspjöld: Karl Aspelund.
Stúdentaleikhúsið í kaffistofu
stúdenta við Hringbraut hefir
víst gert það gott í sumar — lyft
regnhulunni — segja sumir og
mæna með eftirvæntingu gegn-
um grámann sem hefir undan-
farið lagst á fólk og fénað, jafnt
og tré og runna í höfuðborginni,
enda trén fyrir utan kaffistof-
una stráð koparlitum ljósperlum
þegar nýjasta afkvæmi Stúd-
entaleikhússins, Elskendurnir í
Metró, sá dagsins ljós síðastliðið
sunnudagskveld. Ekki get ég
dæmt um sýningar þessa ágæta
leikhúss eins og þær koma fyrir í
tíma og rúmi rigningarsumarið
’83 (krítikerar verða jú að
skreppa í sumarfrí einsog aðrir,
ættu reyndar að taka lengra
sumarfrí en flestar aðrar stéttir)
aðeins vísað til dægilegrar
stundar er ég átti með Kafka í
upphafi sumars — þá reyndi á
skilningarvitin ekki síður en
efsta lag heilans, cerebral cort-
ex, — þar sem vitsmunirnir
kváðu blunda — nú reyndi
hinsvegar afarlítið á þessa
taugamiðstöð en því meira á
taugastöðvar á borð við hypoth-
alamus, cerebellum og medulla,
en þessar stöðvar fást fremur
við stjórn líkamsstarfsemi en
flókinnar rökleiðslu. Þannig
keppti hinn fáránlegi texti Jean
Tardieu við höfgan ilm franskra
Sérstæðar teikningar prýða
leikskrá.
vína er lagði um salinn og upp-
hóf ljósin í garðinum. Texti
Kafka hafði þveröfug áhrif;
hann erti svo cerebral cort-
ex að maður hafði vart tíma til
að teyga hina notalegu kaffi-
húsastemmningu.
En er ekki Stúdentaleikhúsið
einmitt fyrst og fremst kaffi-
leikhús þar sem andi höfgra vína
svífur yfir kaffibollunum og
ungar stúlkur fá tækifæri til að
sýna nýjustu afkvæmi tískuhús-
anna? Ef markmiðið er að skapa
franskættaða kaffihúsastemmn-
ingu, þá hefir þeim í Stúdenta-
leikhúsinu sannarlega tekist það
með Elskendunum I Metró, ég
minnist þess ekki að mér hafi
liðið eins notalega í hléi einsog á
þessari sýningu; hins vegar
fannst mér einsog ég sagði fyrr
texti verksins nauðaómerki-
legur. Að vísu bér að taka til
greina að hér er leikhús hins
fáránlega á ferðinni, þar sem er
hæðst að hefðbundnum tjáskipt-
um. Það er svo sem góðra gjalda
vert að minnast absurd-leik-
hússins sem rís úr öskuhaug
heimsstyrjaldarinnar miklu þeg-
ar menn stóðu ráðþrota gagn-
vart illsku mannsins, sem virtist
magnast í réttu hlutfalli við
menningu og menntun. Það má
vera að mannlífið skoðað frá
ákveðnum sjónarhól sé ætíð abs-
urd og næsta tilgangslítið
lífsstríðið, en samt er það nú svo
að snilldin nær ætíð að hefja
manninn yfir fáránleikann.
Beckett og Ionesco, tekst þannig
að fleyta samhengislausri orð-
ræðu yfir hina hæstu öldufalda
svo maður sér einsog í sjónhend-
ing oní hið djúpa haf hugsunar
þeirra og tilfinningar sem ekki
verður fest á orð. Texti Jean
Tardieu sýnir hins vegar oní poll
sem hefir myndast framan við
óþekkt kaffihús í Parísarborg
þar sem hinir innvígðu spegla
sig. Þegar menn eru nýkomnir
frá beljum og rollum tekst þeim
ekki að kafa á svo grunn mið og
því fannst mér Elskendurnir í
Metró renna saman við vínilm-
inn í hléinu, við ljúfa píanótón-
list Kjartans Ólafssonar og við
sérstæða lýsingu og leikmynd.
Takk fyrir ljúfa kvöldstund í
París þar sem regnið lýsir af
triAniim
RÚSSNESKT njósnadufl fannst við
Færeyjar fyrir skömmu. Vegur það
um 250 kfló, er svart og klætt
gúmmíi. Líkist það helst tundur-
skeyti og er með tvöföldum vængj-
um, væntanlega til stýringar að sögn
yfirmanna NATO-stöðvarinnar í
Færeyjum.
Duflið fannst nokkuð suður af
Borðey og var því fljótlega komið í
vörslu fulltrúa NATO á eyjunum.
Þar var það kannað og kom í ljós,
að það hafði verið Iengi í sjónum,
var orðið talsvert ásett sjávar-
gróðri. Því er það talinn mögu-
leiki, að duflið hafi verið sett í
sjóinn á öðru hafsvæði og það síð-
an rekið til Færeyja, en líklegat er
talið að það hafi verið lagt af
kafbáti. Þetta dufl er mjög áþekkt
þeim sem fundist hafa við Græn-
land, en þau eru lögð af ka látum
á fjölförnum skipaleiðum og er
ætlað að taka upp vélarhljóð skip-
anna og senda áfram til móttöku-
stöðvar.
jMtogtniWliiftffe
Pabbi,
mamma
Gengi 12/8 '83
FLUGLEIÐIR
Gott fólkhjá traustu félagi
í Tívolíferð
fyrir 19.872 krónur
Sumarið hefur verið óvenju hlýtt og sólríkt í
Kaupmannahöfn ogTívolígarðurinn í „fuldsving"
með leiktækjum, leiksýningum, tónleikum og
veitingastöðum við allra hæfi.
Ef þú vilt taka börnin með þér og leyfa þeim að
njóta ævintýra í hinu eina og sanna Tívolí,
þá er tilvalið að bjóða þeim með í
Kaupmannahafnarferð með Flugleiðum.
Tvær tilboðsferðir
Við bjóðum tvær sérstakar tilboðsferðir í Tívolí:
3ja daga ferð 20.-23. ágúst og 4ra daga ferð
26.-30. ágúst. Fargjaldið fyrir fjölskyldu með barn
(í 3ja daga ferðina) er sem hér segir:
Fyrsta fargjald 10.310 krónur, annað fargjald
6.424 krónur og þriðja fargjald (barn 2ja-11 ára)
3.138 krónur - samtals 19.872 krónur
Innifalið:
Innifalið í báðum ferðum: Flug, gisting í 2ja
manna herbergi, morgunverður. Flugvalla
skattur og ferðir til og frá flugvöllum ekki
innifaldar.
Allar nánari upplýsingar hjá söluskrifstofu
lugleiða, ferðaskrifstofum og umboðsmönnum
um allt land.
og Siggi komast öll