Morgunblaðið - 16.08.1983, Side 38

Morgunblaðið - 16.08.1983, Side 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 ínaborgum írecnMA/: FREEMANS of London leiöir þig ínn í heim hausttískunnar '83. Þú pantar - viö sjáum um afganginn. FREEMANS pöntunarlistinn, hausttískan '83, eryfir600 síður. FREEMANS í fararbroddi, beint tölvusamband viö London. Vinsamlega sendiö mér nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. Sendisttil; FREEMANS of London c/o BALCO hf. Reykjavíkurvegi 66, 220Hafnarfirði, sími 5 39 00. Nafn: _ Heimili: Staður: ~Nýtt /— NÝKOMIÐ PARKET SEM MARGIR HAFA BEÐIÐ EFTIR Endatré Fæst í 2 gerðum: Eik og Lerki. Einkaumboð: Þ. ÞORGRÍMSSON & CO. Ármúli 16 ■ 105 Reykjavík •© 38640. Nýtt matreiðslukerfi hjá Veitingamanninum hf. Lárus Loftsson, matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Veitingamannsins, sýnir ofn RS Thermor-matreidslukerfisins. Veitingamaðurinn hf. hef- ur gert samning við franska fyrirtækið TRICAULT um framleiðsluleyfi og tækja- búnað fyrir matreiðslukerfið RS Thermic. Þetta mat- reiðslukerfi er með öllu óþekkt hér á landi, en hefur hins vegar mikið verið notað í Vestur-Evrópu og Banda- ríkjunum. Lárus Loftsson, matreiðslu- meistari, framkvæmdastjóri Veit- ingamannsins og Pétur Svein- bjarnarson, stjórnarformaður, boðuðu blaðamenn á sinn fund til að kynna þetta nýja matreiðslu- kerfi, sem er hannað m.a. með til- liti til hagkvæmari reksturs mötu- neyta. Að þeirra sögn grundvall- ast það á venjulegri matseld eða svokallaðri „mildri matseld", sem siðan er fylgt eftir með hraðri kælingu (ekki frystingu) með sér- stökum búnaði og því næst geymslu við hitastig, sem er ofan við frystingu (0 til 3 gráður á Celsius). Rétt áður en matarins er neytt er hann hitaður í RS Thermic- ofni, sem eru mismunandi að stærð, allt frá því að hita eina máltíð í einu upp í fleiri hundruð. Mikil hagræðing er að því, að hægt er að geyma mat sem kældur hefur verið niður í RS Thermor- kæli í allt að fimm daga án þess að það komi niður á gæðum hans eft- ir að hann hefur verið hitaður í ofni sama kerfis að sögn Lárusar og Péturs. Þar sem hitun matarins tekur stuttan tíma þarf aðeins að hita þann mat sem neytt er hverju sinni og enginn matur þarf því að fara til spillis. Lárus Loftsson sagði rannsókn- ir á nýelduðum mat í mötuneytum hafa leitt í ljós, að flestir réttir væru heitari og ferskari úr RS Thermic-matreiðslukerfinu en ný- eldaður í mötuneyti. Með hraðkæl- ingu matarins væri einnig dregið úr hættu á matareitrun. Aðspurðir sögðu Lárus og Pétur að helstu kostir þessa kerfis væru (ef matur er aðkeyptur) að fyrir- tæki og stofnanir sem væru að taka í notkun nýtt mötuneyti gætu minnkað mikið kostnað við eld- hús.vinnslurými og dýr eldunar- tæki með notkun þessa kerfis. Enginn tími færi heldur í innkaup og birgðahald. Mikið væri hægt að spara í launagreiðslum og starfsmannahaldi þar sem ekki þyrfti faglært fólk við matseld og hjá minni stofnunum og fyrir- tækjum gæti starfsfólkið sjálft séð um framkvæmdina. Einnig væri rafmagnskostnaður lágur, þar sem maturinn er ekki soðinn eða hitaður upp frystur. Pétur gat þess einnig, að þar sem aðeins þyrfti að hita þann mat sem borða ætti jafnóðum væri nýting hráefn- is í hámarki. Pétur kynnti niðurstöður út- reikninga, sem Veitingamaðurinn hf. hefur látið gera, þar sem í ljós kemur að frá fjárhagslegu sjón- armiði er óhagkvæmt að elda í eigin mötuneyti færri en 500 mál- tíðir í senn. Víða erlendis er miðað við 1.000 — 1.500 máltíðir í þessu sambandi. Með hliðsjón af þessu kemur í liós, að aðeins örfá mötu- neyti á Islandi afgreiða yfir 500 heitar máltíðir í hádegi og aðeins tvö yfir 1.000 máltíðir á dag , þ.e. mötuneyti Borgarspítalans og Landspítalans. Pétur sagði að verð á útseldri máltíð grundvallaðist m.a. á fjölda og tegundum máitíða á dag, stærð skammta og tímalengd viðskiptasamnings. Hann sagðist hins vegar þora að fullyrða að máltíð samkvæmt RS Thermic- kerfinu væri 10 til 15% ódýrari en raunverð máltíða í hitabökkum. Ljóam. Mbl. KÖE Pétur Sveinbjarnarson og Lárus Loftsson við kæli þessa nýja kerfis. Málverkagjöf til Ásgrímssafns VESTUR-íslensk kona, Sylvía Bíldfell Hough, búsett í Toronto í Kanada, hefur af- hent Ásgrímssafni að gjöf olíu- málverk af Herðubreið eftir Ásgrím Jónsson. Málverkið er gefið til minningar um móður Sylvíu, Soffíu Þorsteinsdóttur Bíldfell, sem keypti myndina árið 1912. Gjöfin er frá afkom- endum Soffíu og fjölskyldum þeirra. Soffía Þorsteinsdóttir Bíldfell fæddist að Möðrudal á Hólsfjöll- um árið 1876 og var dóttir hjón- anna Þorsteins Einarssonar Trá Brú á Jökuldal og Jakobínu Sig- urðardóttur frá Möðrudal. Soffía var systir Vernharðs Þorsteins- sonar fyrrum menntaskólakenn- ara á Akureyri. Soffía fluttist vestur um haf ár- ið 1897 og settist að í Winnipeg. Hún stundaði kennslustörf um skeið og starfaði mikið í kvenfé- lagi Fyrstu lúthersku kirkjunnar í Winnipeg. Árið 1903 giftist hún Jóni Jónssyni Bíldfell fæddum að Bíldsfelli í Grafningi og eignuðust þau þrjú börn: Hrefnu Þjóðbjörgu, Jón Aðalstein og Sylvíu Jakobínu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.