Morgunblaðið - 16.08.1983, Síða 39

Morgunblaðið - 16.08.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1983 47 Iðnsýningin í Laugardalshöll: Iðnfyrirtæki á Suðurnesjum með sameiginlega sýningu Á IÐNSÝNINGUNNI sem haldin veröur í Laugardalshöll 19. ágúst til 4. september veröa iönfvrirtæki á Suðurnesjum meö sameiginlegt sýn- ingarsvæði. Það var Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum sem átti hugmynd- ina að þessu samstarfi stærstu framleiðslufyrirtækjanna og út- vegaði húsnæði vegna vinnufunda og starfsmann til að samræma hugmyndir fyrirtækjanná. Þau framleiðslufyrirtæki sem þátt í þessu samstarfi taka eru Rammi hf., Njarðvík, Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar, Keflavík, Trésmiðja Keflavíkur, Ofnasmiðja Suðurnesja, Plastgerð Suðurnesja, Álnabær og Ragnarsbakarí, Keflavík. Hönnuður að sýningarsvæðinu er Sævar Helgason, málarameist- ari. Iðnsýning í Höllinni: Yfirgrips- mesta sýningin til þessa IÐNSÝNINGIN ’83, sera haldin er í tilefni 50 ára afmælis Félags ís- lenskra iönrekenda, hefst fóstudag- inn 19. ágúst kl. 18:00. Kjörorð sýn- ingarinnar er ÍSLENSK FRAMTÍÐ Á IÐNAÐI BYGGÐ. í frétt frá FÍI segir að sýningin verði yfirgripsmesta innlenda iðnsýningin til þessa, og taki þátt í henni 116 fyrirtæki innan vé- banda félagsins og 5 stofnanir. Allt rými í Höllinni sé fullnýtt og mörg fyrirtæki sýni á útisvæðinu. Þegar litið er til þess hvernig fyrirtæki flokkast eftir fram- leiðslugreinum kemur f ljós að 19 fyrirtæki eru í tréiðnaði, 19 f málmiðnaði og 18 í matvælaiðn- aði. Undir flokknum vefjariðnaður og fataframleiðsla eru 15 fyrir- tæki, 11 í plastiðnaði, 11 í raf- og rafeindaiðnaði. Nokkru færri fyrirtæki sýna í pappírs- og prent- iðnaði, kemískum iðnaði, gúmmf- iðnaði og steinefnaiðnaði. Undir ýmsan iðnað flokkast 9 fyrirtæki. Fataframleiðendurnir standa að daglegum fata- og tískusýningum í samvinnu við sýningarstjórn. Milli 30—35 manns hafa fastan starfa við sýningarnar, en áætlað er að halda 2—3 tískusýningar dag hvern meðan sýningin stendur yfir. í matvæladeildinni í anddyri Hallarinnar gefst gestum tæki- færi á að smakka á hverskonar réttum og kaupa varning með kynningarafslætti. Kynntar verða ýmsar nýjungar og bakarí verður í fullum gangi. Á sýningunni verður meðal ann- ars vélmenni, innréttingar og hús- búnaður, tölvubúnaður, innlendir fiskibátar, skemmtibátar og hraðbátar, sumarhús, kúluhús og leiktæki svo eitthvað sé nefnt. Þá segir að inngangseyri verði mjög í hóf stillt, kr. 100.- fyrir fullorðna og kr. 40.- fyrir börn (6—12 ára). Sýningin verður opin frá kl. 15:00 til 22:00 á virkum dög- um og frá kl. 13:00 til 22:00 um helgar en sýningarsvæðinu verður lokað kl. 23:00 hvert kvöld. Formaður sýningarnefndar er Ágúst Valfells, en framkvæmda- stjóri sýningarinnar er Bjarni Þór Jónsson. Auk þess eru í sýningar- stjórn þeir Björn Kristinsson, Guðmundur Sigurðsson, Kristinn Guðjónsson og Steinar Berg Björnsson. Hönnuður sýningar- innar er Gunnar R. Bjarnason og Auglýsingastofan Argus sér um auglýsingar og kynningarmál. Hér má sjá líkan af sýningarsvæði iönfyrirtækjanna á Suöurnesjum en svona kemur sýningarsvæöi þeirra til meö aö líta út. VILTU FUUQA AÐRA LEIÐHNA OG SIGLA him? í samvinnu við Arnarílug og Flugleiðir bjóðum við nýjan íerðamcrta. Þú getur ílogið úr landi, eða heim ____og notið siglingar um borð í ms Eddu hina leiðina._ Á milli haínarborgar og ílugvallar, hvar sem hann er, íerðast þú á þann hátt sem þér best hentar. Svona íerð er upplagt að tengja við dvöl í sumarhúsi, í íljótabáti eða gistingu á sveitakrám og leigu á bíl erlendis. Við getum verið þér innan handar við útvegun á öllu slíku. og ekki spillir verðið ánægjunni: Flug + Sigling Verð GLASGOW NEWCASTLE 10.355 LONDON NEWCASTLE 11.138 AMSTERDAM NEWCASTLE 11.728 LUXEMBORG BREMERPLAVEN 13.828 AMSTERDAM BREMERHAVEN 13.828 KAUPMANNAHÖFN BREMERHAVEN 13.914 DÚSSELDORF BREMERHAVEN 13.958 Allt verð er miðað við dvöl i tveggja manna kleía um borð í ms Eddu og gengi 5.7. 1983 FARSKIP Aðalstræti 7, 101 Reykjavík. Símanúmer: 91-25166.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.