Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
3
AXIS
AXEL EYJOLFSSON
HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9
200 KÓPAVOGI SÍMI 91 43577
Hin glœsilegu nýju húsgögn frá Axis, hönnuð af PétriB.Lútherssyni,
eiga það sameiginlegt að vera níðsterk og auðveld í ílutningum
og uppsetningu.
TAXIS
Falleg sveínherbergishúsgögn, sem allstaðar njóta sín. Sérstaklega
þó þar sem ekki er oí mikið skáparými, því undir Taxis rúmunum
eru stórar skúffur og rúmfatahirsla í höfðagaíli.
PRAXIS
Listilega hönnuð borð þar sem Pétur B. Lúthersson nýtir sveigjan-
leika asksins á nýstárlegan hátt. í borðunum er ekki ein einasta
skrúfa eða málmhlutur, en þó eru þau ótrúlega sterk.
MAXIS
Ný hillu- og skápasamstœða, stílhrein og ótrúlega auðveld í
uppsetningu. Maxis má laga að smekk og þöríum hvers og eins -
alltaí er hœgt að bœta við og breyta. Samstœðan getur staðið
við vegg eóa myndað sérstœða milliveggi.
REXIS
„Konungur klœðaskápanna". Skothurðirnar íyrir Rexis skápunum
renna leikandi á traustum brautum og innan hurðanna er öllu
frábœrlega fyrirkomið. Skúffur úr heilviði og sérhannaðir skóbakk-
ar fullnýta geymslurýmið.
FLEXIS
Allir geta fundið Flexis skáp við sitt hœfi vegna þeirra fjölbreyttu
viðartegunda og margbreytilegu innréttinga sem Flexis býður
uppá. Skáparnir hafa fyrir löngu sannað ágœti sitt, auðveldir í
samsetningu og glœsilegir.