Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Framsóknarmennska og námslán Við stjórnarskiptin 26. maí síðastliðinn stóðu fjármál Lánasjóðs íslenskra náms- manna þannig, að 180 milljón- ir króna vantaði til að sjóður- inn gæti staðið við þær skuldbindingar sem mælt er fyrir um í lögum, það er að námsmenn gætu fengið allt að 95% af framfærslukostnaði að láni úr sjóðnum. Skömmu eftir að ný ríkisstjórn hóf störf tók hún til við að ræða hvernig brúa skyldi þetta bil hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Ráðherrar úr Framsóknar- flokki og Sjálfstæðisflokki urðu sammála um það eftir löng og ströng fundahöld með fulltrúum lánsjóðsins og námsmanna, að horfið yrði frá markmiðinu um að lána allt að 95% af framfærslukostnaði í ár og setja hámarkið þess í stað við 90%. Þetta þýddi að brúa þurfti um 130 milljóna króna bil hjá lánasjóðnum í stað 180 milljóna. Hefur lána- sjóðnum verið falið að starfa samkvæmt þessari niðurstöðu. Til að ganga sem tryggilegast frá samkomulaginu í ríkis- stjórninni, treysta réttarstöðu lánasjóðsins og útiloka allan vafa í huga lántakenda hreyfði Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, þeirri hugmynd að gefin yrðu út bráðabirgðalög til að afnema skuldbindinguna um að lána allt að 95% af framfærslu- kostnaði. Þingflokkur fram- sóknarmanna hefur hafnað hugmyndinni um bráðabirgða- lögin. Þetta er í stuttu máli að- dragandi þess að nú hafa þeir Ingvar Gíslason, sem var menntamálaráðherra þegar 180 milljóna króna gatið á Lánasjóði íslenskra náms- manna var skilið eftir opið, og Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, tekið til við að láta líta svo út sem þeir standi öflugan vörð um hagsmuni námsmanna með því að koma í veg fyrir að bráðabirgðalög til staðfest- ingar á ákvörðun ríkisstjórn- arinnar verði út gefin. Þegar aðdragandi málsins er skoðað- ur er augljóst að afstaða þeirra Páls og Ingvars byggist á lýðskrumi fremur en um- hyggju fyrir hag námsmanna og afkomu lánasjóðsins. Eða á Ingvar Gíslason kannski eftir að lýsa því yfir, að það hafi verið Ragnari Arnalds, fjár- málaráðherra í síðustu stjórn, að kenna að 180 milljónir króna vantaði í Lánasjóð ís- lenskra námsmanna við stjórnarskiptin? Þegar ný stjórn var mynduð lýsti Ingvar Gíslason því yfir að hann hefði feginn viljað fá að vera ráðherra áfram, en eins og kunnugt er var það ákvörðun Steingríms Her- mannssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, að Ingvar skyldi víkja úr ráðherraemb- ætti. Síðan hefur Ingvar Gíslason haft flest á hornum sér þegar störf ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar ber á góma og því miður verð- ur að líta á skyndilega um- hyggju hans fyrir afkomu námsmanna í því ljósi. Á með- an Ingvar Gíslason sat í ríkis- stjórn og var menntamála- ráðherra lét hann hjá líða að sjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fyrir nægilegum fjármunum til að gera það sem Ingvar Gíslason utan rík- isstjórnar telur sjálfsagt að lánasjóðurinn geri. Stjórnar- andstaða Páls Péturssonar, þingflokksformanns fram- sóknar, í þessu máli er af svip- uðum toga spunnin og til þess eins fallin að gera Steingrími Hermannssyni erfitt fyrir í forsætisráðuneytinu. Stórbruni á Hellissandi Fréttirnar frá Hellissandi þar sem helsta atvinnu- fyrirtækið, frystihúsið, er brunnið til kaldra kola bera með sér að koma verður til þjóðarátak til að ekki verði varanleg röskun á byggð á staðnum. Forvígismenn frysti- hússins og byggðarlagsins sem fjölmiðlaljósið hefur beinst að eftir ófarirnar eru ungir og röskir menn sem eru staðráðn- ir í að láta ekki sitt eftir liggja í þeirri endurreisn sem nú blasir við. Auðunn ólafsson, sveitarstjóri, sagði meðal ann- ars í Morgunblaðinu í gær: „Mikil bjartsýni hefur ríkt hér á Hellissandi undanfarið og mikið hefur verið byggt upp á staðnum svo þetta er mikið áfall, en menn hér eru ekki vanir að gefast upp.“ Það yrði skarð fyrir skildi ef svo illa færi að ekki tækist með skipulegum og skjótum lætti að endurvekja bjartsýn- ina á Hellissandi. Samningar íþróttahreyfingarinnar og fyrirtækja Samningur KSl og Eimskips Hér fer á eftir samningur sá sem Knattspyrnusamband íslands gerði síðastliðið vor við Eimskipafélag íslands, vegna framlags Eimskipafélagsins til KSÍ á árinu 1983. Einnig birtist hér bréf formanns KSÍ, Ellerts B. Schram, þar sem fyrirtækinu er boðið „til samstarfs á sviði auglýsinga- og kynn- ingarmála“. Bréfið er dagsett 1. október 1982, en samningurinn var undirrit- aður 10. mars 1983. Bréf Knattspyrnu- sambands íslands til Eimskipafélagsins Auglýsingaherferð með KSÍ Knattspyrnusamband íslands hyggst á næsta ári brydda upp á þeirri nýjung til fjáröflunar að bjóða einu fyrirtæki til samstarfs á sviði auglýsinga- og kynningarmála. Yrði viðkomandi fyrirtæki boðið að ger- ast nokkurs konar „KSl-fyrirtæki“ og meðal annars hannað sameigin- legt merki þar sem KSÍ og fyrirtæk- ið tengdust í sameiginlegu átaki fyrir íslenska knattspyrnu. í samráði við hin fjölmörgu knattspyrnufélög landsins yrði séð til þess að merki og auglýsingar fyrirtækisins tengdust ekki einungis landsliðunum, landsleikjunum og hinu beina starfi KSÍ heldur yrði um víðtæka kynningu að ræða í t.d. fé- lagsblöðum, leikskrám og öðru því sem hin einstöku knattspyrnufélög senda frá sér. í meðfylgjandi upptalningu á leið- um til auglýsingar og kynningar fyrir viðkomandi fyrirtæki er fjallað um helstu möguleikana sem bjóðast. Ýmislegt fleira kemur þó eflaust til greina og yrði KSÍ ávallt reiðubúið til viðræðna um fleiri atriði til sam- eiginlegrar kynningar á samstarfi KSÍ og auglýsandans. Hér er í raun verið að bjóða til alhliða samstarfs fyrir fast verð, án tillits til þess hversu mikið er gert í auglýsingaskyni, en slík ákvörðun er í höndum auglýsandans. KSÍ vonast til þess að þessari nýjung verði vel tekið og að unnt verði að gera samn- ing til t.d. eins eða tveggja ára. Heildarverð auglýsingasamningsins er samkomulagsatriði og verður síð- ar leitast við að meta til fjár þær auglýsingaleiðir sem notaðar verða. F.h. Knattspyrnusam- bands Islands, Ellert B. Schram, formaður KSÍ. A) Búningar Auglýsingar á alla búninga, jafnt A-landsliðs sem annarra landsliða (U-21, U-18, U-16 og kvennalands- lið). Búningar verða bæði notaðir hérlendis og erlendis í öllum leikjum nema Evrópuleikjum, en þá eru auglýsingar á keppnisbúningum ekki leyfðar. Á æfingabúningum yrðu auglýsingar í öllum leikjum, jafnt á leikmönnum sem forráðamönnum. B) Klæðnaður Hérlendis og á ferðalögum er- lendis klæðast landsliðsmenn og for- ráðamenn sérstökum „KSÍ-klæðn- aði“. Yrði hann merktur viðkomandi fyrirtæki. Búningatöskur, æfinga- töskur leikmanna o.fl.þ.h. yrði einn- ig merkt t.d. sérstöku „KSÍ-fyrir- tækis“merki. C) Auglýsingaspjöld Viðkomandi fyrirtæki fengi afnot af auglýsingaspjöldum fyrir aftan mörk á öllum landsleikjum hérlend- is, t.d. 16 lengdarmetra samtals, eða alls 8 spjöld af stærðinni 1x2 m. D) Sjónvarp Gert er ráð fyrir því að sjónvarpað verði í heild frá öllum A-landsleikj- um auk fjölda mynda frá öðrum landsleikjum. I fréttatímum sjón- varps er einnig heimilt að sýna 3ja mín. fréttamyndir frá hverjum leik. Rétt er að vekja sérstaka athygli á staðsetningu KSl-skiltanna á lands- leikjum, en þau standa fast upp við bæði mörk vallarins og eru því mjög oft í þröngri mynd á sjónvarps- skermi. E) Útgáfa KSÍ I handbók KSf, landsleikjaskrám, fréttabréfi, tímariti o.fl. fengi aug- lýsandinn auglýsingasíður að vild auk þess sem sameiginlegu merki KSÍ og auglýsandans yrði komið fyrir hvar sem unnt yrði. Bréfsefni og umslög KSf yrðu einnig merkt hinu sameiginlega merki. F) Plaköt I tengslum við landsleiki og t.d. úrslitakeppni yngri flokka sem fer fram víða um land eru sett upp aug- lýsingaplaköt frá KSÍ. Þessi plaköt yrðu öll merkt auglýsandanum á áberandi hátt, t.d. með sameiginlega merkinu eða öðru því sem auglýs- andinn óskaði. G) Auglýsingar KSÍ I öllum auglýsingum frá KSÍ vegna landsleikja o.fl. yrði nafni auglýsandans eða sameiginlegu merki komið fyrir á áberandi hátt. KSl auglýsir landsleiki í dagblöðum en í athugun eru fleiri auglýsinga- leiðir. H) Leikskrár og auglýsingar félagsliða Öll knattspyrnufélög landsins yrðu virkjuð til samstarfs við KSÍ um kynningu á „KSl-fyrirtækinu“. Reynt yrði að fá félögin til þess að birta t.d. sameiginlega merkið í öll- um auglýsingum svo og í leikskrám og annars staðar þar sem því yrði við komið. I) Óbein kynning I öllum samskiptum KSl við fjöl- miðla yrði því komið á framfæri hver styrkti „útgerð" KSÍ og héldi á þann hátt í raun uppi hinu eiginlega starfi. Samstarf KSÍ og viðkomandi fyrirtækis yrði kynnt á sérstökum blaðamannafundi og sameiginlega merkinu dreift til dagblaðanna til notkunar með fréttum frá KSl. I myndatökum, sjónvarpsviðtölum o.fl. þ.h. yrði leitast við að staðsetja sameiginlega merki KSÍ og auglýs- andans í bakgrunni þegar t.d. viðtöl eru tekin við forráðamenn á skrif- stofu KSl. Leiðir til óbeinnar kynningar eru nánast óþrjótandi. T.d. mætti aug- lýsandinn tengjast verðlaunum eða verðlaunaafhendingum allra aldurs- flokka í Islandsmóti o.s.frv. o.s.frv. J) Leikmenn/landslið KSl býður auglýsandanum afnot af landsliðum sínum eða einstökum leikmönnum í myndatökur o.fl. vegna auglýsinga eða kynningar. Slíkt er þó hverju sinni háð sam- þykki viðkomandi leikmanna ef um einstaklingsmyndir er að ræða en gera má ráð fyrir fullum skilningi og samstarfsvilja af þeirra hálfu. Samningur KSÍ og Eimskipafélagsins Samstarfsgrundvöllur Knattspyrnu- sambands íslands og Eimskips, vegna framlags Eimskips til KSI á árinu 1983 1. Eimskip styrkir starfsemi KSÍ á árinu 1983 með kr. 400.000. (Sjá einnig 13. lið — innsk. Mbl.). Upphæðin greiðist í tvennu lagi, 75% í mars 1983, og 25% þann 15. október 1983, og skal sá hluti vera verðtryggður. 2. KSl mun í samráði við hin fjöl- mörgu knattspyrnufélög kynna samstarfið við Eimskip á næstu 12 mánuðum með þeim hætti að tengja merki og auglýsingar Eimskips landsliðunum, lands- leikjum og starfsemi og útgáfum hinna ýmsu knattspyrnufélaga í landinu. 3. Allir landsliðsbúningar KSÍ, karla og kvenna, verða merktir Eimskip. Eimskips-búningar verði notaðir í öllum landsleikj- um hér heima og erlendis, nema í þeim sértilfellum, þegar aug- lýsingar eru ekki leyfðar sam- kvæmt aiþjóðareglum. I öllum leikjum verði æfingabúningar jafnframt merktir, jafnt hjá leikmönnum og þeirra forráða- mönnum, sem á varamannabekk sitja. KSÍ útvegar búningana, og greiðir Eimskip kostnað af merkingu þeirra, og skulu þær vera í samræmi við almennar reglur og viðteknar venjur um stærðir og staðsetningu og sam- Reyk j avík, 10. mars 1983, ÞSV/HH/106/1983. E f n i : Samstarfsqnyidvðllur Knafctspyrnusambands ís1ands og EIMSKIPS, veqna framlaqs EIMSKIPS til KSÍ árirtu 1983. styrkir starfsemi KSf á árinu 1983 mcí ,000. Upphæðin greiðist í tvennu lagi, irs 1983, og 25% þann 15. október 1983. sá hluti vera verðtryggður. þykktar af báðum aðilum. . KSÍ útvegi Eimskip auglýs- ingaspjöld á hverjum landsleik sem haldinn er á Stór-Reykja- víkursvæðinu og Keflavík. Spjöldin skulu vera 8 talsins, 1x2 m hvert, eða alls 16 lengdar- metrar. Spjöldin verði eign Eim- skips, og greiðir það kostnað af gerð þeirra. KSÍ annist uppsetn- ingu spjaldanna fyrir hvern leik. Eimskip hafi afnot af 4 sam- felldum auglýsingaspjöldum (1x2 m hvert) sem staðsett verða allt keppnistímabilið 1983 á áhorf- endastúku fyrir ofan inngang leikmanna í búningsklefa á íþróttaleikvanginum í Laugardal ef möguleiki er. Eimskip greiðir kostnað við gerð þessara spjalda samanber liðinn á undan. Eimskip lætur hanna á sinn kostnað sameiginlegt merki KSl og Eimskips til kynningar á samstarfinu, og verði merkið eign Eimskips. f öllum auglýs- ingum KSÍ vegna landsleikja og annarrar starfsemi verði nafn Eimskips og/eða sameiginlegt merki birt á áberandi hátt, hvort sem um er að ræða dagblaða- auglýsingu, veggauglýsingu, plaköt eða annað. I öllum samskiptum KSl við fjöl- miðla verði samstarfinu við Eimskip komið á framfæri eins myndarlega og tök eru á. Sér- stakur blaðamannafundur verði haldinn af KSÍ, þar sem sam- starfið verði kynnt, og sameig- inlegt merki sýnt og dreift til Yfirlýsing frá stjórn Frjáls íþróttasambands íslands Öllum þeim sem á annað borð fylgjast með íþróttamálum hér inn- anlands mun vera ljós sú erfiða fjárhagsstaða sem íþróttahreyfing- in býr við. Styrkir hins opinbera til íþróttamála hafa hvergi nægt til að halda eðlilegri starfsemi gangandi og hafa sérsamböndin því gripið til annarra ráðstafana til fjáröflunar, m.a. með samningum við ýmis fyrir- tæki og dagblöð. Má í því sambandi nefna samning FRÍ og Morgunblaðsins vegna Landshlaups FRÍ 1979 sem þá ollu miklum úlfaþyt. Samningar íþróttahreyfingarinn- ar hér á landi við fyrirtæki eru þó hreinustu smámunir miðað við það sem gerist í öðrum Vesturlöndum. Þegar Samband ísl. samvinnufé- laga fyrst ísl. fyrirtækja auglýsti íþróttastyrk árið 1980 var FRf með- al umsækjenda og árlega síðan. Þegar tilkynnt var að SÍS hefði hinn 5. október 1982 ákveðið að styrkja FRÍ með kr. 75.000 sáu formaður og gjaldkeri um að ganga frá samningum við SÍS. Um það hafði verið rætt í stjórninni að samningur FRÍ og SÍS yrði með svipuðu sniði og fyrri samningar SlS við önnur sérsambönd. Formleg staðfesting á styrkveit- ingu ásamt undirrituðum samningi var lögð fram á næsta stjórnarfundi FRÍ þann 19. október. Engar fyrirspurnir né athuga- semdir komu fram frá stjórnar- mönnum og var hann því eðlilega talinn staðfestur af formanni og gjaldkera. Sömuleiðis var samningur við Samvinnuferðir-Landsýn sam- þykktur athugasemdalaust á stjórn- arfundi FRÍ 10. maí sl. Með þökk fyrir birtinguna. Örn Eiðsson (sign.) formaður, Sig. Björnsson (sign.) varafor- maður, Sveinn Sigmundsson (sign.) gjaldkeri, Birgir Guðjónsson (sign.) form. laganefndar, Magnús Jakobsson (sign.) fund- arritari, Sigurður Helgason (sign.) form. útbreiðslunefndar, Ágúst Ásgeirsson (sign.) fjölmiðla til notkunar um fréttir um KSl og knattspyrnumál. Að auki verði leitast við að koma sameiginlega merkinu fyrir á áberandi hátt er teknar eru myndir eða sjónvarpsviðtöl við forráðamenn KSl eða aðra, sem tjá sig á þess vegum um knatt- spyrnumál. Sama merki verði komið fyrir á bréfsefni, umslög- um og öðrum gögnum, sem KSÍ sendir frá sér. 8. Eimskip hefur heimild til að láta hanna og birta sjónvarpsauglýs- ingu, þar sem nafn KSI, sameig- inlegt merki og myndir af lands- liðsmönnum verði birtar. Slíkar sjónvarpsauglýsingar skulu hannaðar í samráði við og með samþykki KSÍ. 9. Eimskip getur auglýst landsleiki KSl í hljóðvarpi og sjónvarpi til viðbótar hefðbundnum auglýs- ingum KSÍ. Slíkar auglýsingar skulu gerðar í samráði og með samþykki KSl. 10. Samstarf KSl og Eimskips skal kynnt í handbók KSÍ, lands- leikjaskrá, fréttabréfi KSl, tíma- riti KSl og öðrum þeim bækling- um sem KSl gefur út á árinu. Eimskip hefur rétt á að auglýsa heilsíðuauglýsingu í hverju þess- ara rita, auk þess sem KSÍ birtir sameiginlegt merki KSl og Eim- skips, þar sem því verður smekklega fyrir komið. 11. KSl gefur Eimskip kost á að nota iandslið eða einstaka leik- menn til myndatöku eða annars vegna auglýsinga eða kynningar Eimskips. Slíkt er þó hverju sinni háð samþykki viðkomandi leikmanna ef um einstaklings- myndir er að ræða. 12. Samstarfsgrundvöllur þessi mið- ast við að KSl nái sambærileg- um samningum við sjónvarpið og í gildi hafa verið á undanförnum árum um upptöku og útsending- ar frá landsleikjum. 13. Eimskip greiðir allt að kr. 150.000 í ýmsan kostnað sem felst í áþreifanlegum sparnaði fyrir KSÍ, svo sem auglýsingar fyrir leiki sbr. lið 9, prentkostn- að og fl. F.h. KSÍ Ellert B. Schram. F.h. Eimskip HörAur Sigurgestsson. Aths. ritstj.: I yfirlýsingu Frjálsíþróttasam- bands íslands er vikið að samn- ingum Morgunblaðsins og FRÍ í sambandi við landshlaup FRl á árinu 1979. Af því tilefni vill Morgunblaðið taka fram að það keypti auglýsingu á búninga hlauparanna án nokkurra kvaða blaðsins eða skuldbindinga af FRÍ hálfu. Úlfaþyturinn sem talað er um var einungis smávægilegt holtaþokuvæl. Það er að blanda saman aðalatriðum og aukaatrið- um að nefna þessa sjálfsögðu viðskiptahætti til styrktar íþrótt- um í sömu andrá og nauðungar- samninga FRÍ og SIS. Því miður hafa umræður um mál þetta farið í þann farveg, bæði hjá SÍS og dótturfyrirtæki þess. I þennan farveg hafa skrif Tímans auðvitað fallið, eins og búast mátti við, en þar hefur ekki verið minnst á málið nema í þeim tilgangi einum að afvegaleiða lesendur og villa um fyrir þeim. I Þjóðviljanum hefur málið einungis verið reifað I hálfkæringi og óskyldum hlutum blandað saman, eins og við var að búast, — en verst er að í Dagblað- inu hefur ekki verið fjallað um málið af meiri alvöru, hver sem ástæðan er. Ekkert þessara blaða, hvað þá ríkisfjölmiðlarnir, hafa greint frá grundvallaratriði máls- ins og því eina, sem máli skiptir, þ.e. sjálfum samningi SÍS og FRÍ, svo að ekki sé talað um samninga Samvinnuferða við FRÍ, KKÍ og HSÍ. Þessir fjölmiðlar hafa sem sagt haldið sig við aukaatriði, sem engu máli skipta og þannig gert sig seka um að reyna að draga at- hyglina frá kjarna málsins. Stjórn FRÍ ætti ekki að leika sama leik- inn, heldur endurskoða afstöðu sína — og m.a. að gefa út yfirlýs- ingu þess efnis að hún hyggist hætta ad selja Sambandi fsl. sam- vinnufélaga blaðamannafundi sína. Mun þá ekki standa á Morgun- blaðinu að sækja þá. Mbl. birtir hér á opnunni, auk yfirlýsingar FRÍ, samstarfs- grundvölí KSÍ og Eimskipafélags- ins og samning ISÍ og Flugleiða vegna ferðalaga íþróttafólks inn- anlands og milli landa og geta les- endur borið þessa samninga um auglýsingar og samstarf þessara aðila saman við fyrrnefnda samn- inga SÍS og Samvinnuferða við íþróttaforystuna, en SÍS-samn- ingurinn var birtur í heild hér í blaðinu föstudaginn 12. ágúst sl. Samningur ÍSÍ og Flugleiða hf. Samningur milli íþróttasam- bands Islands (ÍSI) og Flug- leiða hf. (FÍ) vegna ferðalaga íþróttafólks innanlands og milli landa, á tímabilinu 1. janúar 1983—31. desember 1983. 1. Millilandaflug Flugferðir íþróttafólks á veg- um ÍSÍ, sérsambanda ÍSÍ, héraðs- sambanda og einstakra íþróttafé- laga innan vébanda ÍSÍ, fari fram með flugvélum Flugleiða frá og til íslands. f þeim tilfellum sem aðilar ÍSÍ eiga að greiða fargjöld íþrótta- fólks frá öðrum löndum njóta þeir sömu kjara og rakið er hér á eftir. í ferðum sem eingöngu eru á flugleiðum FÍ, innan Evrópu, greiðir ÍSÍ fyrir báðar leiðir, sem svarar 90% af fargjaldi annarrar leiðar, eða fær 55% afslátt frá „normal" fargjaldi. í ferðum milli fslands og Bandaríkjanna greiðir ÍSÍ fyrir báðar leiðir sem svarar 90% af gildandi apex-gjaldi, en án þeirra skilyrða sem því gjaldi fylgja. í ferðum sem að hluta eru með öðrum flugfélögum en FÍ, greiðir ÍSf lægsta gildandi fargjald, enda falli ferðin undir þá skilmála sem því fargjaldi eru settir, s.s. varð- andi hópstærð, tímatakmarkanir o.þ.h. ÍSf beitir áhrifum sinum við erlend íþróttasamtök að ferðast með flugvélum Ff til og frá ís- landi. Flugleiðir veita ÍSÍ til eigin nota og án endurgjalds 15 far- seðla á leiðum félagsins. 2. Innanlandsflug Fargjöld í innanlandsflugi verði 130% af fargjaldi annarrar leiðar fyrir ferð fram og til baka. Flugleiðir munu leitast við að haga sinni flugáætlun þannig að henti fyrir íþróttahópa í keppnis- ferðum, með því að setja upp aukaflug, eða breyta áætlun, þeg- ar með þarf. ÍSÍ, sérsambönd eða einstök íþróttafélög innan ÍSÍ, leiti til Flugleiða þegar um flug innan- lands er að ræða. 3. Ferðasjóður Flugleiöa og ÍSÍ Flugleiðir hf. og íþróttasam- band íslands samþykkja að stofna Ferðasjóð íþróttamanna og vísast til reglugerðar um hann dags. 7. febrúar 1983. 4. Hótel 4. ÍSÍ mun beita áhrifum sinum til að innlent og erlent íþrótta- fólk, sem þarf á gistingu að halda í Reykjavík, muni að öðru jöfnu gista á Hótel Esju og Hótel Loft- leiðum, enda komi hótelin til móts við óskir íþróttafólksins, m.a. með fjölgun í herbergjum og að hafa til reiðu svefnpokapláss á Hótel Esju. 5. Auglýsingar Sameiginlegar auglýsingar, svo og kynning á þessum samningi til fjölmiðla og almennings, verða samkvæmt nánara samkomulagi. 6. Framkvæmd Frekara skipulag og undirbún- ingur varðandi framkvæmdaat- riði verði í höndum 4ra manna nefndar, 2 frá hvorum aðila. 7. Samningstími Samningur þessi gildir fyrir tímabilið 1. janúar 1983—31. des- ember 1983. Hann nær til ferða- laga alls íþróttafólks á vegum ÍSÍ eins og áður segir. Ef aðili óskar eftir að nýta hann hluta samn- ingstímans, en víkja frá honum á öðrum tíma, skal það einungis heimilt með samþykki fram- kvæmdanefndar, skv. 6. gr. samn- ingsins. Ef í ljós kemur að ákvæðum hans er ekki fylgt, geta báðir aðilar hans rift honum fyrirvaralaust í heild og FÍ gagn- vart einstökum aðilum innan ÍSf. Reykjavík, 7. febrúar 1983. f.h. íþróttasambands íslands Sveinn Björnsson. f.h. Flugleiða hf. S. Helgason. Reglugerð um ferðasjóð Flugleiða og ÍSÍ Flugleiðir hf. og íþróttasam- band íslands samþykkja að stofna Ferðasjóð íþróttamanna: Markmið: Tilgangur sjóðsins er að greiða fyrir ferðalögum íþróttafólks innan íþróttasambands fslands. Hér er bæði átt við ferðalög vegna æfinga og keppni. Tekjur sjóðsins: Framlög til sjóðsins skulu koma frá Flugleiðum hf., og íþróttasambandi fslands og með öðrum hætti eftir nánari ákvörð- un sjóðsstjórnar og samþykki stjórnar Flugleiða hf. og fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ. Flugleiðir hf. samþykkja að leggja til sjóðsins 5% af andvirði þeirra farmiða sem íþróttahreyf- ingin kaupir á hverju ári, í fyrsta sinn vegna viðskipta ársins 1982, þó aldrei hærri upphæð, en nem- ur tvöföldu framlagi ÍSÍ. Fram- lag þetta er háð því skilyrði að staðfestingar séu gefnar út af skrifstofu ÍSÍ, vegna þessara viðskipta. Umrædd 5% ná aðeins til fargjalda á áætlunarleiðum Flugleiða hf. og skal framlagið nema % af heildarframlagi til sjóðsins á hverju ári. íþróttasamband íslands sam- þykkir að leggja til sjóðsins upp- hæð sem nemur af heildar- framlagi til sjóðsins á hverju ári. Úthlutun: Úthlutun úr sjóðnum er í hönd- um sjóðsstjórnar og fer hún fram í febrúarmánuði ár hvert. Við út- hlutun úr sjóðnum skal hafa 1 huga viðskipti hvers aðila ÍSÍ við Flugleiðir hf. á liðnu ári. Við þá úthlutun skal sjóðsstjórn binda úthlutun við viðskipti vegna 5 farmiða sem lágmark. Einstakar deildir félaga falla undir félagið sjálft við þessa úthlutun. Heimilt er að verja allt að Vs af úthlutun hverju sinni til sérstakra verk- efna sem stjórn sjóðsins ákveður. Stjórn sjóðsins: Stjórn sjóðsins skal skipuð fjórum fulltrúum, tveim frá hvor- um stofnaðila. Reglugerð þessi staðfestist hér með. Reykavík, 7. febrúar 1983. f.h. íþróttasambands íslands Sveinn Björnsson. f.h. Flugleiða hf. S. Helgason. Vegna samþykktar á reglugerð um ferðasjóð Flugleiða hf. og ÍSÍ hefur eftirfarandi bókun verið gerð: 1. Samkomulag er um að eigi skuli reikna 5% til ferðasjóðs- ins af leiguflugi né af viðskipt- um sem eiga sér stað vegna sérstakra útboða. 2. Samkomulag er um að við út- hlutun úr sjóðnum gangi hlut- ur hvers aðila upp í viðskipti við Flugleiðir hf. 3 Samkomulag er um það að um- rædd 5% verði greidd af öllum viðskiptum (sjá þó lið 1.), þ.e. hvort sem ferðast er á far- gjöldum skv. ÍSl-samningi eða á öðrum ódýrari fargjöldum. 4. Samkomulag er um að fyrst verði úthlutað úr sjóðnum í febrúar 1983, sem tekur til viðskipta á árinu 1982, en síð- an komi ákvæði um ferðasjóð- inn inn í heildarsamning Flugleiða hf. og ÍSÍ á hverju ári. 5. Samkomulag er um að við út- hlutun úr sjóðnum í febrúar 1983 leggi Flugleiðir hf. fram kr. 200.000 og Iþróttasamband íslands kr. 100.000. Ágúst Ásgeirsson stjórnarformaður í FRÍ: I mmæli mín standa óhögguð „EFNI samnings FRÍ og SÍS var ekki kynnt stjórnarmönnum í FRÍ áður en samningurinn var undirritaður og ég stóð í þeirri meiningu aö hér væri um kvaðalausa styrkveitingu að ræða. Ummæli mín um að stjórnin hafi ekki séð samninginn fyrir undirritun standa því óhögguð," sagði Ágúst Ás- geirsson, stjórnarmaður í FRI, þegar Morgunblaðið spurði hann hvort yfir- lýsing FRI stangaðist á við ummæli hans hér í blaðinu á þriðjudag. I viðtalinu við Morgunblaðið á þriðjudag sagði Ágúst að í fyrra- sumar hefði verið samþykkt að sækja um styrk SÍS og að þá hafi verið með öllu óljóst hvaða skilyrði fylgdu honum. Menn hafi staðið í þeirri trú að um kvaðalausa styrk- veitingu til menningarmála væri að ræða. I yfirlýsingu FRÍ, sem birtist hér í blaðinu í dag, segir að formað- ur og gjaldkeri FRÍ hafi séð um að ganga frá samningnum við SÍS, eftir að tilkynnt hafi verið 5. októ- ber í fyrra, að FRÍ fengi styrk frá SÍS. (Undirritun samningsins fór fram þremur dögum síðar - innsk. Mbl.) Formleg staðfesting á styrk- veitingu ásamt undirrituðum samn- ingi hafi síðan verið lögð fram á stjórnarfundi í FRl þann 19. októ- ber 1982. „Það sem hér er um að ræða er, að það hvarflaði ekki að okkur að allar þær kvaðir væru í samningn- um sem raun bar vitni. Það var aldrei farið yfir efni samningsins og menn stóðu í þeirri trú að um „íþróttastyrk" væri að ræða af hálfu SÍS. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég komst að hinu sanna. Hér var alls ekki um íþrótta- styrk, heldur var nánast um „út- tektarsamning" að ræða sem fól það jafnframt í sér „að Frjáls- íþróttasambandið notar þetta fé eins og því er unnt til kaupa á þjón- ustu og vörum hjá Sambandinu, kaupfélögunum og samstarfsfyrir- tækjum þessara aðila,“ eins og segir orðrétt í 2. gr. samningsins. Þetta or kjarni málsins og það sem ég gat með engu móti fellt mig við,“ sagði Ágúst Ásgeirsson ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.