Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 Gasfundur við Noreg SUvangri, Noregi, 18. ágúst. AP. TILKYNNT hefur verið í Noregi að olíufyrirtækið „Statoil“ hafí fundið meira jarðga-s á landgrunni úti fyrir Tromsö í Norður-Noregi. í tilkynningunni segir að fyrir- tækið hafi fundið gasið í sand- steinslagi frá Jura-aldursskeiði á um tvö þúsund og fimm hundruð metra dýpi undir landgrunninu. Þar kemur einnig fram að of snemmt sé að segja fyrir um hversu miklar hinar nýfundnu gasbirgðir eru. Geimfari í leit að örk Nóa Istanbul, 18. ágúst. AP. FYRRVERANDI geimfari, James Irwin, lagði í dag af stað frá búðum við rætur fjallsins Ararat í Austur- Tyrklandi í leit að Örkinni hans Nóa. Með honum eru 20 Bandaríkja- menn, sem telja að örkina sé að fínna í um 4.670 metra hæð, tyrkn- eskir leiðsögumenn og hervörður. Ararat er 30 km frá sovézku landamærunum og á þessari öld hefur útlendingum oft verið bann- að að klífa fjallið, síðast á árunum eftir 1970, að kröfu Rússa sem töldu fjallið notað til njósna um nálæga sovéska herstöð. Irwin leitaði arkarinnar frá suðaustri til norðvesturs í fyrra, en leitar nú í austur- og norður- hlíðunum. Hann sagði leitina til komna vegna trúarreynslu sem hann varð fyrir á tunglinu í ferð Apollo 15 árið 1971. Shamir hafnar Rússum Tel Aviv, 18. ágúsL AP. YITZHAK Shamir, utanríkisráð- herra fsraels, sagði í gær, að frá sjónarhóli ísraels kæmi ekki til greina að Sovétmenn settust að friðarviðræðuborðinu í Miðaust- urlöndum. „Þeir hafa dæmt sjálfa sig úr leik með því að draga taum aðeins annars aðilans, í þessu til- viki taum Araba,“ sagði Shamir. Þessu lýsti hann yfir eftir opin- bera heimsókn til Nicolae Ceaus- escu, Rúmeníuforseta, í gær. Léttist um 60 kíló - er samt 360 kíló ALBERT Pernitsch í Velden í Austurríki fór í megrunarkúr í síðasta mánuði og léttist um 60 kíló. En hann er ennþá 360 kíló á þyngd og Austurríkismenn telja að hann sé eftir sem áður þyngsti maður Evrópu. Pernitsch kom fram á sumarhátíð við vatnið Wörthersee um síðustu helgi og var einn helzti skemmtikrafturinn. Hins vegar þurfti að gera sérstakar ráðstafanir til þess að koma honum um borð í einn af bátum þeim sem sigldu um vatnið. Pinochet lofar meiri atvinnu Santíagó, Chile, 18. ágúst. AP. FORSETI Chile, Augusto Pino- chet, hefur lofað að búa til áttatíu þúsund ný störf með frekari fjár- festingu, m.a. í bættri hreinlætis- aðstöðu í fátækrahverfum þar sem mikið hefur borið á uppþotum gegn stjórninni. Pinochet viðurkenndi í dag að atvinnuleysi væri með mesta móti, en bætti við að andstæð- ingar stjórnarinnar hefðu reynt að færa sér ástandið í nyt. Sam- kvæmt fyrirætlunum Pinochet verða reist sex þúsund ný íbúð- arhús, um hundrað þúsund ekr- um lands í eigu ríkisins verður varið til skógræktar og fjárfest- ing aukin í ríkisreknum námum, vegum og hreinlætisaðstöðu. Lánsfyrirgreiðsla einkafyrir- tækja hjá ríkisreknum bönkum verður rýmkuð til að þau geti endurgreitt skuldir og ráðið nýja starfskrafta. Atvinnuleysi í Chile er nú um þrjátíu af hundraði. Um ellefu af hundraði hinna atvinnulausu hafa fengið störf við byggingu al- mennra mannvirkja samkvæmt neyðaráætlun, en fá hins vegar minna en þriðjung af þeim tvö þúsund og tvö hundruð króna mánaðarlaunum, sem teljast lág- mark í verkalýðssamningum. Að sögn forsetans munu tveir af hundraði atvinnulausra fá vinnu strax, samkvæmt hinni nýju áætlun stjórnarinnar. Ofeaveður skellur á í borgum í Texas Gaheston í Texas, Frankfnrt í V-Þýzkalandi, 18. ágúat AP. HVIRFILBYLURINN „Alicia" æddi yfír borgina Galveston í Texas í dag með hundrað áttatíu og fjögurra kflómetra hraða á klukkustund. Bylurinn olli flóðum við ströndina og skildi eftir sig slóð umróts og eyðileggingar þar sem hann þaut f átt til olíuborgarinnar Houston. Tveir menn létust, er þeir urðu fyrir fallandi trjám, og eru hlutar miðborgarinnar í Houston þegar undirlagðir af vatni. Sagt er að flóðöldur við strönd Texas hafi náð fjögurra metra hæð og hafi bylurinn svipt þök af húsum í Galveston, klesst bifreiðar og gert borgina rafmagnslausa, en í henni búa um sextíu þúsund manns. Þúsundir manna hafa flúið fjær ströndinni, en margir hafa þó neitað að hörfa á brott og hafast þess í stað við í kjöllurum við kertaljós. Samkvæmt heimildum Rauða krossins hafa meira en tuttugu þúsund manns beiðst hæl- is í áttatíu neyðarskýlum. í Houston, sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá ströndinni, komst vindhraði í hundrað og fimmtíu kílómetra á klukkustund. Fjörutíu og tvö þúsund manns yf- irgáfu heimili sín, en um tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns hafa ekkert rafmagn. í fréttum frá Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi segir að þurrk- ar og skógareldar hafi eyðilagt akra og skóglendi í mörgum Evrópulöndum í sumar og sé þetta með heitustu og þurrustu sumrum í Evrópu í manna minnum. Spán- verjar munu hafa orðið verst úti, en þar hafa þurrkar ekki verið meiri í hundrað og fimmtíu ár. í Júgóslavíu hafa orðið ógnvænlegir skógareldar og hafa fimm manns þar týnt lífi af völdum þeirra. Veður víða um heim Akureyri 10 skýjað Amsterdam 20 rigning Aþena 33 heiðskirt Barcelona ekki vitaö Bertín 25 heiðskírt BrUssel 26 heiðskírt Buenos Aires 12 heiðskirt Chicago 35 heiðskírt Dyflinni 21 skýjaö Feneyjar 29 heiðskirt Frankfurt 28 skýjað Fsereyjar 12 skýjað Qent 25 heiðskírt Havana ekki vitað Hetsinki 32 heiðrskírt Jerúsalem 26 heiðskírt Jðhannesarborg 20 heiðskfrt Laa Palmas 24 skýjað Lissabon 26 skýjað Lortdon 27 heióskírt Loa Angeles 35 skýjað Madríd 29 skýjað Malaga 25 lóttskýjað Mallorka ekki vitaö Miami 32 skýjað Moakva 25 heiðskirt New York 28 skýjað Ostó 20 skýjað Parta 25 heiðskírt Reykjavík 8 alskýjað Róm 27 rigning San Franeisco 27 skýjað Stokkhólmur 32 heiðskírt Tókýó 31 ringing Vancouver 22 skýjað Vin 28 skýjað Argentínu verður selt „þungavatn“ Bráðgeislavirkur öldungur lifir ern Rk’hUnd, Wwhin^on, 18. áfrúsL AP. SJÖ ÁRUM eftir að Harold McCluskey fékk yfír sig nær ban- vænan skammt af geislavirkni, kippist geislavirknimælirinn enn við í námunda hans líkt og koraið væri nærri námu af úraníum. „At- ómmaðurinn" er þó síður en svo mótfallinn kjarnorku og segir að Bandaríkin þurfí á kjarnorku að halda, þar eð hún sé eina orkubúr- ið, sem þjóðin sé ekki um það bil að tæma. McCluskey var að vinnu í ág- úst 1976 við uppgröft á geisla- virku efni í úrgangsgeymslustöð- inni í Hanford er sprenging varð og menguðum plastefnum og saltpéturssýru rigndi yfir hann. Töldu læknar að hann hefði orð- ið fyrir fimm hundruð sinnum meiri geislavirkni en talin er nægja til að bana manni í fylli- ngu tímans. „Engin mannvera hefur nokkru sinni orðið fyrir svo stórum skammti af geisla- virkni, svo það er í rauninni ekki hægt að bera þetta tilvik saman við neitt annað," sagði Bryce Breitenstein, læknir í Hanford. Fyrir ókunnuga eru einu merki þess að McCluskey varð fyrir þessu óhappi að augu hans eru einkar næm fyrir ljósi. Inn- andyra verður hann að vera með sólgleraugu, og utandyra notar hann gleraugu, sem minnka dagsbirtuna í augum hans um níutíu af hundraði. McCluskey, sem ver mestum tíma slnum í hægindastól heima fyrir, segir að önnur hlið höfuðsins sé svo heit að þegar læknar mæli geislavirkni í lifur hans verði hann að halda blýskildi fyrir framan andlit sitt svo hitinn hafi ekki áhrif á mælinguna. McCluskey er nú sjötíu og eins árs að aldri. Hann segist lítið muna eftir þeim tveimur vikum, sem fylgdu í kjölfar slyssins. Segist hann hafa sofið í baðkeri, en þess á milli hafi læknar týnt efnisagnir úr hörundinu og num- ið hundrað og fimmtán brot úr andliti hans einu saman. Washington, 18. ágúst AP. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að selja Argentínumönnum hundr- að fjörutíu og þrjú tonn af „þunga- vatni“ til nota í kjarnorkuverum, þrátt fyrir að yfirvöld hafí neitað að láta verin sæta alþjóðaeftiriiti. Dagblaðið „The Washington Post“ skýrði frá því í dag að sal- an, að jafnvirði meira en eitt hundrað milljónir Bandaríkja- dala, hefði verið samþykkt eftir að Ronald Reagan hefði verið gef- in fyrirheit um að þungavatnið yrði einungis notað í kjarnorku- verum til framleiðslu raforku. Sagði blaðið að aðstoðarutanrík- isráðherra, James B. Devine, hefði látið hafa eftir sér að Arg- entínumenn hefðu lofað að engir hlutir, sem fluttir yrðu til Arg- entínu, yrðu notaðir til að fram- leiða kjarnorkusprengjur. Þungavatn, sem er vökvi eilitlu þéttari en venjulegt vatn, er not- að til að stjórna keðjuverkandi kjarnaklofnun. Jimmy Carter, ERLENT fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði áður neitað að selja Arg- entínumönnum efni til kjarn- orkuframleiðslu. Hafa yfirvöld í Argentínu staðfastlega neitað að undirrita alþjóðasamninginn gegn útbreiðslu kjarnorku. Manntjón í skjálfta Manílm, Filippsejjum, 18. igúsL AP. FÓRNARLÓMB jarðskjálftans á Filippseyjum eru nú orðin þrettán talsins, en björgunarmenn halda enn áfram leit sinni í rústum bygg- inga. Talsmaður almannavarna, Priscila Duque, sagði að fyrir utan dauðsföllin þrettán hefðu sextán manns særzt í hinum snarpa jarðskjálfta, sem varð í gær. Heimildarmenn nærri jarðskjálfta- svæðunum, í um fjögur hundruð kílómetra fjarlægð norður af Maníla, segja hins vegar að miklu fleiri hafi særzt eða farizt. Jarðskjálftinn, sem stóð yfir í tuttugu sekúndur, kom verst niður á bænum Ilocos Norte og mældist hann 5.7 á Richter kvarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.