Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
Ólafur Rafn Jónsson, Þingvallastræti 22, Akureyri:
Úrskurðurinn léttir
byrði af fjölskyldunni
Áfram unnið að því að leggja málið fyrir Mannréttindadómstólinn
Akureyri, 16. ágúst.
„ÞESSI úrskurður sannar, að mín-
urn dómi, það sem ég hef alltaf
sagt og haldið fram, að dómur
Hæstaréttar íslands er í eðli sínu
rangur dómur," sagði Ólafur Rafn
Jónsson, Þingvallastræti 22, Ak-
ureyri, þegar Mbl. innti hann eftir
viðbrögðum þeirra hjóna gagnvart
úrskurði fótgetaembættisins á
Akureyri, sem í gær synjaði beiðni
Grímu Guðmundsdóttur um út-
burð á þeim, ásamt börnum
þeirra, úr íbúðinni Þingvalla-
stræti 22.
Hér á eftir fara niðurstöður
dómara og úrskurðarvottorð varð-
andi þessa beiðni Grímu, ásamt
niðurstöðu dómara varðandi þá
kæru ólafs Rafns, að dómur
Hæstaréttar hafi ekki verið birtur
þeim hjónum á löglegan hátt.
Niðurstaöa
Varðandi þennan þátt máls-
ins er óumdeilt að dómur
Hæstaréttar komst til skila til
gerðarþola hinn 9. apríl 1983.
Þá verður lagt til grundvallar
að þegar birting dómsins fór
fram, hafi það atvikast þannig
að þeir stefnuvottar, Gísli
ólafsson og Jón Benediktsson,
hafi í greint sinn ekið í bifreið-
inni A-1060 að vesturenda
hússins Þingvallastæti 22, og
þar hafi bifreiðin verið stöðvuð
þannig að vel sá upp í tröpp-
urnar að íbúð gerðarþola.
Stefnuvotturinn Gísli ólafsson
hafi farið út úr bifreiðinni og
gengið upp í fyrrgreindar
tröppur með endurrit af dómi
Hæstaréttar og afhent báðum
gerðarþolum þar þetta endur-
rit, enda er þetta viðurkennt af
gerðarþola, Ólafi Rafni Jóns-
syni.
Hvorki vætti vitnanna Bald-
urs Halldórssonar og Gunnars
Berg Gunnarssonar né skýrsla
gerðarþola, Ólafs Rafns, né
önnur gögn, svo sem ljósmynd-
ir og blaðafréttir, hrekja það
að stefnuvotturinn, Jón Bene-
diktsson, hafi fylgst með birt-
ingunni úr hægra framsæti
bifreiðarinnar, en líta verður
svo á, að sá atbeini, sem Jón
Benediktsson, stefnuvottur,
léði til birtingarinnar hafi ver-
ið fullnægjandi, enda ekki tíðk-
að að lesa stefnur eða dóma
upp við birtingu, heldur er lát-
ið við það sitja að afhenda afrit
eða endurrit. Með hliðsjón af
þessu og 2. mgr. 92. gr. i.f. laga
nr. 85, 1936 verður talið að
vottorði stefnuvottanna varð-
andi birtinguna 9. apríl sl. hafi
ekki verið hnekkt og er því
fyrir hendi í máli þessu lög-
mætur grundvöllur til aðfarar,
enda voru þrír mánuðir liðnir
frá birtingunni, þegar gerðar-
beiðni kom fram hinn 11. júlí
1983.
Gísli Ólafsson, stefnuvottur, birtir hjónunum í Þingvallastræti dóminn á sl.
vetri. — Ljé8m..-GBerg
12. gr. aðfararlaga
Lögmaður gerðarþola hefur
haldið því fram að þegar út-
burður fer fram, beri að beita
12. gr. aðfararlega nr. 19,1887,
en hún er svohljóðandi: „ Ef
maður er dæmdur til að víkja
af fasteign eður selja dómhafa
nokkur umráð hennar, skal
fógeti, ef því verður við komið,
með útburði dómfellda og inn-
setningu dómhafa eða á annan
hátt því líkan, þröngva honum
til að hlýðnast dómsákvæð-
inu.“ Lögmaðurinn heldur því
fram, að þegar útburður fer
fram, þá sé það algert skilyrði
samkvæmt tilvitnuðu ákvæði
að dómhafi geti tekið við um-
ráðum eigna þeirra, sem dóm-
þolum sé gert að víkja af. í
þessu máli hafi dómur Hæsta-
réttar ekki svipt gerðarþola
neinum umráðum eignarinnar
og ekki fengið þau í hendur
neinum öðrum en þeim sjálf-
Washington-pistill eftir Margréti Þorvaldsdóttur
Forsetakosningar verða hér í
Bandaríkjunum að ári. Málefni
sem þjóðina varðar eru rædd.
Frambjóðendur eru krafðir um
afstöðu sína til efnahagsmála,
örygg>smála, málefna kvenna og
minnihlutahópa og ber margt til.
í könnun sem nýlega var gerð
meðal kjósenda kom fram að
mun færri konur en karlar voru
sáttar við stjórn Reagans á efna-
hagsmálum. Þessi niðurstaða
kom róti á lið stjórnarinnar, og á
þingi kvennaleiðtoga Republik-
anaflokksins tjáði einn aðstoð-
armanna Reagans þingheimi, að
þessi afstaða kvenna, er hann
nefndi „kynjabil", gæti orðið til
þess að kæfa Republikanaflokk-
inn í næstu kosningum.
Konur í landinu eru 53 prósent
þjóðarinnar. í kosningunum
1980 kusu fleiri konur en karlar
svo Ijóst þykir að atkvæði þeirra
geta ráðið úrslitum í næstu
kosningum.
Meðal baráttumála kvenna í
þessari kosningabaráttu sem nú
er hafin er jafnrétti í launamál-
um, til starfa, menntunar, í
tryggingar- og eftirlaunamálum
og fl.
Þær eru óánægðar með stefnu
í efnahagsmálum sem þær telja
ósanngjarna. Þær lýsa áhyggj-
um sínum á stefnu í umhverf-
ismálum, utanríkismálum og
ekki síst á atvinnuleysinu. Einn-
ig bera þær fyrir brjósti fjöl-
mörg önnur menningarmál.
Misrétti í launamálum hefur
lengi verið hitamál, því hefur
verið beitt þar sem því hefur
verið við komið. Konur vinna
einnig mikið störf sem falla und-
ir svonefnda lægri launaflokka,
því kemur samdráttur í atvinnu-
lífinu oft illa niður á þeim.
Skýrslur frá 1981 sýna að af
8,4 milljónum kvenna, sem hafa
fyrir börnum og heimili að sjá,
fá aðeins 35 prósent þeirra með-
lög greidd frá feðrum barna
sinna og aðeins 22 prósent fá þau
greidd að fullu. Atvinnuleysi
kemur því mjög illa niður á þess-
um fjölskyldum þegar fyrirvinna
missir atvinnu sína. Reagan og
stjórn hans, sem vilja „ríkis-
báknið burtu", hafa einnig
minnkað opinbera aðstoð við
þessa fjölskyldu. Þær finna sér-
staklega fyrir erfiðleikum í sam-
bandi við kostnað af heilbrigðis-
þjónustu og menntun.
Kvartanir hafa komið frá kon-
um sem starfað hafa við sérhæfð
störf sem karlar hafa litið á sem
karlastörf eingöngu. Þær hafa
orðið að taka niðurlægjandi at-
hugasemdum frá samstarfs-
mönnum sínum og hafa margar
hverjar hrökklast úr starfi. Nú
leita þær réttar síns í auknum
mæli fyrir dómstólum.
Eitt slíkt mál er fyrir dómstól-
um í Kansas City. Konu, sem var
fréttamaður við sjónvarpsstöð
þar í borg, var sagt upp starfi á
þeim grundvelli að hún væri of
gömul, ekki nógu falleg og félli
ekki nógu vel í geð karlakyns
áhorfenda sjónvarpsstöðvarinn-
ar. Var þessi niðurstaða byggð á
könnun sem gerð var meðal sjón-
varpsáhorfenda. Þetta mál hefur
vakið feikimikla athygli m.a.
fyrir það að um fjölmiðlamann
er að ræða, stúlku 37 ára að aldri
og vel í meðallagi falleg.
Það að aldur (37) og skortur á
fegurð skuli vera talin brott-
rekstrarsök eru atriði sem veru-
lega athygli vekja.
I blaðaskrifum og umræðum,
sem fylgt hafa í kjölfar þessara
réttarhalda, kemur fram að
þetta er ekki einangrað tilfelli,
slíkt hefur oft komið fyrir áður.
Stúlkan fer fram á 1 milljón dala
í skaðabætur og endurráðningu í
starfið.
Þetta verður prófmál sem vel
er fylgst með og munu áhrif þess
ná langt út fyrir sjónvarps-
skerminn, hver sem niðurstaða
dómsins verður. Það er í raun
um það að ræða, hvort skuli vera
áhersluatriði í ráðningu kvenna
til starfa, fagleg hæfni eða kyn-
þokki.
Þrátt fyrir margar yfirlýs-
ingar frá Hvíta húsinu á áhuga
stjórnvalda á réttindamálum
kvenna og nauðsyn þess að brúa
margumrætt „kynjabil", þá varð
þeim heldur betur fótaskortur í
„bilinu" og það rétt við eigin
bæjardyr.
Alþjóðasamband kvenna úr
viðskiptalífinu hélt þing í Wash-
ington í síðustu viku. Boðið var
upp á skoðunarferð til Hvíta
hússins. Þegar svo hópurinn kom
þangað á tilteknum tíma, var
þeim sagt að ferðinni hefði verið
aflýst. Þar sem ekki hafði verið
tilkynnt um breytingar voru
talsmenn hópsins æfir af reiði.
Madenwald, formaður banda-
rísku samtakanna, sagði í viðtali
að þetta væri niðurlægjandi
meðhöndlun á meðlimum elstu
samtaka vinnandi kvenna í land-
inu og þeim erlendu gestum sem
með hópnum voru. Ennfremur
sagði hún að þetta atvik sýndi
betur en nokkuð annað viðhorf
stjórnarinnar til kvenna „slíkt
hefði aldrei átt sér stað ef í hlut
hefðu átt alþjóða karlaklúbbar
eins og Rotary og Lions".
Sú skýring var gefin að Reag-
an hefði snögglega kallað til
fundar í austursalnum. Hann er
í þeim enda Hvíta hÚ3sins sem
ferðamönnum er sýndur.
Þar sem þessi samtök kvenna
hafa verið mjög framarlega í
gagnrýni á Reagan og stjórn
hans á meðhöndlun og tregðu i
málefnum kvenna og minni-
hlutahópa, þá var málið orðið
hápólitískt. Það varð tals-
mönnum stjórnarinnar líka
fljótt ljóst og bárust brátt afsak-
anir frá æðstu stöðum. Reagan
hringdi í Madenwald og sagðist
taka persónulega alla ábyrgð á
mistökunum, baðst fyrirgefn-
ingar og fór fram á að tala til
þingkvenna.
„Fyrirgefning kemur þegar
Reagan hefur samþykkt jafn-
réttisfrumvarpið," sagði Mad-
enwald í viðtali á eftir. Reagan
mætti hress til fundar næsta
morgun, hann mælti ljúflega til
þingkvenna og talaði frá eigin
brjósti. Gekk allt stórslysalaust
þar til hann kom að gamanmál-
um. Hann sagðist vilja að þær
vissu að hann skildi stöðu
kvenna. Hann kvaðst trúa því að
ef ekki væri fyrir áhrif kvenna
þá gengju karlar enn í lenda-
klæðum með steinexi í hendi.
Þessum ummælum tóku þing-
konur með grafarþögn. Á eftir
sagði Madenwald að Reagan
virtist ekki skilja hvaða mál
væri til umræðu. „Hann virtist
alltaf vera tveim skrefum á eftir
því sem var að gerast," bætti
hún við. Skýringar á því má e.t.v.
finna í orðum þinggests á þingi
Republikanaflokksins fyrir
nokkru er hún sagði, „þið verðið
að skilja að hann (Reagan) er 72
ára gamall, hann tilheyrir ann-
arri kynslóð."
Hvort kona muni sitja í önd-
vegi í Hvíta húsinu á næstu ára-
tugum, draga allir aðspurðir í
efa. Sú mynd sem dregin er fram
af hæfni kvenna til rökréttrar
hugsunar og ábyrgra athafna er
stórlega skekkt í sjónvarpsþátt-
um sem hér eru framleiddir.
Konur sem koma fram í veiga-
meiri hlutverkum eru milli tví-
tugs og þrítugs, karlar eru
20—30 árum eldri. Þær eru
þokkafullar með æskuljóma og
eru látnar leggja allt sitt traust
á hetjuna, karlmanninn. Hann
er aftur á móti mjög sjálfsör-
uggur með línur visku og forsjár
í andliti svo og í orðum og gerð-
um. Eldri konur en 30 ... + ! eru
oftast látnar túlka jafnvægis-
leysi, vera óútreiknanlegar.
Áhrif sjónvarps eru mikil, og
þegar kynslóðir hafa frá barn-
æsku verið aldar upp við þessa
brengluðu mynd af raunveru-
leikanum, þá verður hún ekki af-
máð á skömmum tíma. Því mun
enn um sinn nokkur tími líða þar
til bandarískar konur ná rétti
sínum. Þar til sá tími kemur
munu þær þurfa að búa við mis-
rétti í stað jafnréttis.