Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
29
Opið bréf til aganefndar KSÍ:
Brást hinn versti við, stjakaði
við mér og sagði mér að þegja
Reykjavík 15. ágúst.
Aganefnd KSÍ.
Tilefni brófs þessa er brottvís-
un undirritaös af leikvelli sl. iaug-
ardag (13/8) í 1. deildarleik Vals
og Þróttar á Valsvellinum aó Hlíö-
arenda. Eftir aö sá atburóur átti
sér staö var þaö mín fyrsta hugs-
un aö fá aö verja mál mitt munn-
lega er þaö kæmi fyrir nefndina.
Mér varö þó fljótlega Ijóst aö eng-
in von væri til að ég slyppi vió
refsingu fyrir nefnda brottvísun,
en málinu yrði e.t.v. skotiö á frest
og óumflýjanlegt leikbann kæmi
til framkvæmda viku síðar. Slík
frestun yrði engum til góös og
allra síst mér og félagi mínu, Val.
Eigi að síöur er mér þaó kapps-
mál aö mitt sjónarmiö í þessu
máli komi fram, og því fer ég
fram á aö bréf þetta veröi lesiö af
nefndarmönnum í aganefnd KSÍ
þegar fjallaö veröur um meintan
útafrekstur minn í umræddum
leik.
Þaö er ekki ætlun mín að bera í
bætifláka fyrir þá leikmenn sem sí-
fellt gagnrýna ákvaröanir dómara,
því vitaö er aö þaö er ekki til neins.
Sjálfur átti ég á tímabili oft erfitt
meö aö sætta mig viö þaö sem ég
taldi slaka dómgæslu, en hef á síö-
ustu árum gert mér far um aö sitja
á mér og sýna hvorki í oröi né verki
óánægju meö störf dómara í þeim
leikjum sem ég hef verið þátttak-
andi í. Tel ég (og fleiri) aö mér hafi
orðið töluvert ágengt í þeim efn-
um, þótt vissulega megi finna ör-
fáar undantekningar þar sem meö-
fæddir skapsmunir og/eöa áunnin
réttlætiskennd hafa tekiö völdin af
góöum ásetningi og fyrirfram já-
kvæöu viðhorfi til dómara. Vegna
þessa er þaö þeim mun erfiöara aö
sætta sig viö aö vera rekinn af
ieikvelli í fyrsta skipti í 1. deildar-
leik meö tilheyrandi lýsingum í fjöl-
miölum. Lýsingum sem ekki gefa
rétta mynd af því sem fram fór.
Upphafiö aö viöskiptum mínum
viö Baldur Scheving dómara ieiks-
ins var smávægilegt brot undirrit-
aös á Þorvaldi Þorvaldssyni leik-
manni Þróttar, brot sem Baldur
dæmdi réttilega aukaspyrnu á. Eft-
ir afsökunarbeiöni til leikmanns
hljóp ég í átt aö eigin marki, en
sparkaöi knettinum á leiöinni til
baka nákvæmlega á þann staö þar
sem aukaspyrnan skyldi tekin. Hef
ég heyrt frá áhorfanda aö ég hafi
spyrnt óþarflega fast og þaö hefi
e.t.v. veriö örsök þess aö Baldi
þótti ástæöa til aö sýna mér gult
spjald. Ekki veit ég hvort rétt sé og
enn síður vissi ég þaö þá fyrir hvaö
dómarinn var aö sýna mér gula
spjaldiö. Varö mér þaö þá á aö
spyrja hæstvirtan dómara í mestu
rólegheitum fyrir hvaö hann væri
aö áminna mig. Brást Baldur hinn
versti viö þessari saklausu spurn-
ingu (sem sjálfsagt var sett fram á
röngum staö og tíma), stjakaöi viö
mér og sagöi mér aö þegja.
Nú, þaö má brýna deigt járn svo
þaö bíti og ég svaraði í sömu mynt,
þ.e. sagöi dómaranum aö gera hiö
sama. Vissulega óyfirvegaö,
barnalegt og heimskulegt, en ég
veit ekki hvaðan dómara kemur
vald til aö hrinda mönnum og
segja þeim aö þegja og ætlast til
aö því sé tekiö með bros á vör. Ef
Baldur heföi verið eins rólegur og
yfirvegaöur og dómarar í íþróttum
þurfa aö vera, heföi hann einfald-
lega getaö svaraö spurningu minni
eöa sagst svara henni eftir leikinn.
Þaö geröi hann ekki og er þetta
ekki í fyrsta skipti sem dómari
skapar illdeilur meö því aö æsa
• Hiö árlega golfmót Þrastalundar veröur haldiö laugardaginn 27.
ágúst og verður leikiö á tveimur völlum, 9 holur á hvorum. Þessir vellir
eru í Öndveróarnesi og við Alviöru. Margvísleg verðlaun veröa veitt
auk aukaverðlauna ffyrir aö komast næst holu. Þátttökutilkynningar
berist sem fyrst í síma 99-1074. Á myndinni hér aö ofan eru sigurveg-
arar á mótinu í fyrra.
Pólverji í ævilangt
bann vegna
þjófnaóar
RYSZARD PODLAS frá Póllandi var dæmdur í ævilangt keppnisbann
af pólska frjálsíþróttasambandinu í gær fyrir aö vera dæmdur í Finn-
landi ffyrir að stela hlaupaskóm úr verslun þar á meöan á heimsleikun-
um stóö í Helsinki. Podlas þessi var keppandi í 400 metra hlaupi og
hann ásamt félaga sínum Wichrowski voru fundnir sekir um þjófnaó-
inn og dæmdir í sektir í Finnlandi og síöan sendir til Póllands þar sem
Frjálsíþróttasambandiö tilkynnti þeim þessa ákvöröun sína. Wichr-
owski var einnig dæmdur í bann, en aöeins í tvö ár, þar sem hann var
aöeins aö aöstoöa Podlas við stuldinn. Dóminn yfir Podlas þarf aö
staðfesta í pólska íþróttaráöuneytinu áður en hann tekur endanlega
gildi.
upp („provokera") leikmann, en
þaö er önnur saga.
Aö sjálfsögöu er ég undirritaöur
sjálfum mér sár fyrir aö hafa
brugðist viö á þann hátt sem óg
gerði, en þaö er auövelt aö vera
rólegur uppi í stúku eöa heima í
stofu, erfiðara aö sætta sig viö ým-
islegt í hita leiksins. Og skaplaus
væri ég ekki í íþróttum, þannig aö
þegar ég möglunarlaust sætti mig
viö aö vera ýtt til og sagt aö þegja
aö tilefnislausu mun ég snúa mér
alfariö aö Legokubbum.
Aö lokum skal þaö tekiö fram aö
ég ber engan kala tii Baldurs
Scheving frekar en til annarra ís-
lenskra knattspyrnudómara. Þeir
eru allir ágætismenn sem inna af
hendi afar vanþakklátt en tíma-
frekt starf i sjálfboöavinnu og
standa sig oftast með sóma. Því
mun ég áfram reyna í þeim leikjum
sem óg hef einhver afskipti af, aö
auövelda þeim störf sín frekar en
hitt.
Viröingarfyllst, með íþrótta-
kveöju,
Höróur Hilmarason
• Frjálsíþróttakóngurinn Carl
Lewis frá Bandaríkjunum, sem
vann til þriggja gullverölauna á
heimsleikunum í Helsinki á dög-
unum er nú grunaöur um aö hafa
veriö undir áhrifum óleyfilegra
lyfja á meðan á leikunum stóö.
Þaö var norskt dagblaö sem haföi
þaö eftir Arne Ljungqvist, stjórn-
armanni í IAAF, aö prufur þær
sem teknar hefóu veriö hjá Lewis
hefðu reynst jákvæöar en þaó
þurfi aö vísu lengri tíma til aö
hægt sé aó fullyröa um þetta.
Þegar Lewis var sagt frá þessu
var þaö eina sem hann sagöi:
„Það er algjörlega útilokaö aó
þetta sé rétt.“
AUSTURSTRÆTI 17