Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR
/3 m tbl. 70. árg.
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Mi6-Ameríka:
Harðir bardagar
geisa í Nicaragua
Managua, Nicaragua, 18. ágúst. AP.
HARÐIR bardagar hafa geisað síðustu dagana í tveimur héruðum í norðaust-
urhluta Nicaragua, milli um 2.000 skæruliða stjórnarandstæðinga annars
vegar og hermanna sandinistastjórnarinnar hins vegar. Mannfall hefur verið
mikið og allt að 200 menn fallið í röðum beggja.
Fregnir þessar voru hafðar eftir
ónafngreindum herforingja í Nic-
araguaher. Sagði hann skærulið-
ana vera úr „Demókratasveit Nic-
aragua", en hana skipa m.a. fyrr-
um fylgismenn Anastasio Somoza,
sem sandinistarnir steyptu af for-
setastóli fyrir rúmum fjórum ár-
um. Þetta er önnur stórsókn
skæruliðanna í sumar, í júlí réðust
þeir fram í þremur héruðum, en
stjórnarherinn hrakti þá á flótta.
Féllu þá 215 skæruliðar og 106
stjórnarhermenn. Skæruliðarnir
hafa búðir sínar í nágrannaríkinu
Honduras og hefur herstjórnin í
Nicaragua hótað stjórn Honduras
hefndaraðgerðum, komi hún ekki í
veg fyrir árásir skæruliðanna.
Caspar Weinberger, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
sagði í gær að ástandið í Mið-
Ameríku hefði batnað nokkuð að
undanförnu og ítrekaði hann
þannig orð Ronalds Reagan for-
seta nokkru áður. Einkum sagði
hann stöðuna í E1 Salvador vera
góða, en þar hefði stjórnarherinn
allt að því brotið vinstrisinnaðar
skæruliðasveitirnar á bak aftur.
Bandaríkjastjórn hefur biðlað til
sandinista í Nicaragua, að þeir
geti minnkað spennuna í Mið-
Ameríku með því einu að láta af
vinstrisinnuðum þrýstingi sínum
við nágrannalöndin.
Nígerfa:
Mannskæðar fylkis
stjórnarkosningar
Iji^o.s, Nígeríu, 18. ágúst. AP.
33 Nígeríumenn voru drepnir, 18
særðust og 352 voru handteknir, er
fylkisstjórnakosningar í tveimur
fylkjum í vesturhluta Nígeríu fóru úr
böndunum og logandi óeirðir brut-
ust út. Komu óeirðirnar verulega á
óvart, því forsetakosningarnar fóru
eftir atvikum friðsamlega fram 6.
ágúst síðastliöinn.
Talsmaður kosningastjórnar-
E1 Salvador:
Skæruliðar
vilja semja
Rio De Janeiro, 18. ígúat. AP.
HEÍTOR Oqueli, einn af leiðtogum
vinstri sinnuðu skæruliðasveitanna í
El Salvador, sagði í gær að skæruliðar
væru reiðubúnir að ganga að samn-
ingaborðinu til að ræða friðarmögu-
leika með stjórninni og Bandaríkja-
mönnum.
Oqueli sagði hins vegar að skil-
yrði væri, að Bandaríkjamenn
tækju þátt í samningum sem aðilar
að deilunni, í stað þess að þykjast
vera sáttasemjarar eins og verið
hefur. „Annars fara allar viðræður
út um þúfur," sagði foringinn.
innar, Victor Ovie-Whiskey, sagði
að átökin hefðu átt sér stað í Ondo
og Oyo, er stjórnarandstæðingar
hefðu gengið berserksgang er þeir
töldu að kosningasvik hefðu átt
sér stað. í Oyo var kosningunum
frestað, en aflýst hins vegar með
öllu í Ondo, eftir að kosninga-
miðstöðin hafði verið brennd til
grunna með öllu starfsliði.
Sem fyrr segir fóru forsetakosn-
ingarnar, fyrr í mánuðinum, eftir
atvikum friðsamlega fram, en tal-
ið var að talsverð ólga ríkti í röð-
um stjórnarandstæðinga, en
Shehu Shagari forseti var endur-
kjörinn í forsetastólinn og er
óeirðirnar brutust út í gær var
sýnt að flokkur hans hafði unnið
stórsigur í fylkisstjórnakosning-
unum. Ljóst var að flokkurinn
hafði sigrað örugglega í 13 fylkj-
um af 19.
Þingkosningar áttu að fara
fram í næstu viku, eftir því sem
Ovie-Whiskey sagði í gær, en þeim
verður frestað um sinn, a.m.k.
fram í september vegna þeirra
tafa sem orðið hafa vegna ólát-
anna. Þess var getið, að meðal
hinna látnu hafi verið Olaiya Fag-
bamigbe, stjórnarsinni, sem átti
sæti í fulltrúadeild þingsins. óald-
arflokkur klófesti hann fyrir utan
heimili har.s, hellti yfir hann
bensíni og lagði eld að.
Morgunblaðið/öl.K.Mag.
Afmælisbarn í blómaskrúda
Reykjavíkurborg átti 197 ára afmæli f gær. Margt var gert til hátíðabrigða m.a. var miðbærinn allur blómum
skrýddur eins og sjá má.
Mikið vígbúnaðar-
kapphlaup í Chad
N’Djamena, (’had, 18. ágúsL AP.
FRAKKAR og Líbýumenn héldu áfram stórfelldum vígbúnaði sínum í
hinu stríðshrjáða landi Chad í gær, en hið óumsamda vopnahlé var ekki
rofið sjötta daginn í röð, eða síöan að fyrstu frönsku hermennirnir komu
til landsins.
Boeing 747-þota flaug í gær frá
París til Chad með 450 franska
fallhlífarhermenn. Voru þeir
fluttir til Bouar, 160 kílómetrum
fyrir sunnan landamæri Chad og
Líbýu. Frönsk hernaðaryfirvöld
hafa sagt að við Bouar verði safn-
að saman 2.000 úrvalshermönnum
í sex herstöðvum fyrir komandi
helgi. í næstu viku gæti farið svo
að 1.000 til viðbótar verði fluttir
þangað, það fer eftir hvernig mál-
in þróast. Hér er um mestu hern-
aðarumsvif Frakka í Afríku að
ræða síðan í Alsír-stríðinu fyrir
21 ári. Ónafngreindir háttsettir
menn innan franska hersins hafa
sagt að fleiri vígi franskra verði
reist á víglínunni.
Auk hermanna, hafa frönsk yf-
irvöld sent mikið magn af loft-
varnarbyssum og skriðdrekaeld-
flaugum, jeppum og hertrukkum,
auk þess sem heil deild orrustu-
þota franska flughersins er vænt-
anleg til aðstoðar þremur Mir-
age-herþotum stjórnarhersins.
Líbýumenn hafa ekki setið auð-
um höndum, vestrænar leyniþjón-
ustur segja mikinn fjölda her-
manna og hergagna hafa streymt
frá Líbýu til Faya Largeau, eyði-
merkuborgarinnar sem Líbýu-
menn og skæruliðar náðu frá
stjórnarhernum 10. ágúst síðast-
liðinn. Þrátt fyrir það þrætir Mo-
ammar Khadafy, Líbýuforingi,
enn fyrir það að hann sé aðili að
átökunum. Hann sagði í ræðu í
gær, að Bandaríkjamenn væru að
ljúga ýmsum sökum upp á Líbýu-
menn til að hylma yfir eigin af-
skipti af því, sem hann nefnir
borgarastyrjöldina í Chad. Þá
sagði hann ennfremur, að ekkert
sem Frakkar gætu sagt réttlætti
íhlutun þeirra, því varnarsamn-
ingur þeirra við Chad gilti aðeins
ef Chad yrði fyrir árás annars
ríkis, en það væri alls ekki raunin,
því hér væri um „borgarastyrjöld"
að ræða.
Sá roskni vakti athygli
Lundúnum, 18. áfjúsL AP.
ÞAÐ VARÐ uppi fótur og fit, er
afgamall Pakistani, gráskeggur
mikill í hjólastól, var beðinn um að
framvísa vegabréfi sínu er hann
kom til Heathrow-flugvallar í
Lundúnum í gær. í vegabréfinu
stóð að hann væri fæddur árið
1823, sem sagt að hann væri 159
ára gamall!
Flugvallarstarfsfólk þyrptist
að hinum aldna Sayed Abdul
Mabood og vildi skoða fyrirbær-
ið, en sá gamli brosti einungis
tannlitlu glotti að forvitni fólks-
ins. Ferðafélagi Maboods, Amir
Sultan Malik, sagði viðstöddum,
að það væri vissulega erfitt að
trúa því að sá gamli væri í raun
159 ára gamall, en það væri eng-
inn vafi að það væri satt og rétt
samt sem áður. „Herra Mabood
er virtur guðsmaður í Pakistan
og lykillinn að langlífi hans felst
í trú hans, en ekki mataræði,
lifnaðarháttum eða þvíumlíku,"
sagði Malik.
Malik sagði ennfremur, að
Mabood hefði eignast 14 syni og
í kjölfarið rúmlega 200 barna-
börn. Mabood er mun eldri held-
ur en methafi heimsmetabókar
Guinnes-fyrirtækisins, sem er
Japaninn Shigechiyo Izumi.
Hann varð 118 ára gamall f júní
síðastliðnum. I bókinni er þess
jafnframt getið að fátt sé óljós-
ara heldur en hversu langlíf
mannskepnan getur orðið.
Franskir hermenn ganga um borð í herflutningaþotu franska hersins á
Charles De Gaulle-flugvellinum norður af París. Síðan héldu þeir áleiðis til
Chad. Simamvnd AP.