Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
Ríkisstjórnin ráðstafar gengismun:
Saltfiskvinnsl-
an fær 60 millj.
RÍKISSTJÓRNIN hefur tek-
ið ákvörðun um ráðstöfun
gengismunar og greindi Hall-
dór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra frá skiptingu
hans á fréttamannafundi í
gær. Sú upphæð sem hér um
ræðir nemur um 552,2 millj.
kr. og skiptist hún sem hér
segir:
200 millj. renni í Stofnfjár-
sjóð fiskiskipa til lækkunar á
skuldum og/ eða fjár-
magnskostnaði fískiskipa.
100 millj. fari inn á reikninga
fískiskipa í Stofnfjársjóði
Drangalegt atriAi úr Poltergeist
Nýja bíó:
„Poltergeist“
Spielbergs
frumsýnd
KVIKMYND Steven Spielberg, „Polt-
ergeist", var frumsýnd í Nýja bíói í
gær. Myndin segir frá bandarískri fjöl-
skjldu sem verður fyrir því að óvæntir
hlutir taka að gerast á heimili þeirra,
sem rekja má til athafnasamra „ærsl-
anda", en ærsl-andi er þýðing Ævars
Kvaran á „Poltergeist".
Með aðalhlutverk í myndinni fara
þau Craig T. Nelson, Jobeth Willi-
ams og Beatrice Straight, ásamt
fleirum. Myndin er gerð eftir sögu
Spielberg, en leikstjóri er Tobe
Hooper og höfundur tónlistar Jerry
Goldsmith.
með hliðsjón af aflaverðmæti
frá 1. júlí 1982 til 30. júní
1983.
60 millj. til Verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaðarins, deildar fyrir salt-
fiskafurðir.
60 millj. sem lánveiting til
loðnuskipa vegna rekstrarerfið-
leika og skal Fiskveiðasjóður ann-
ast hana.
U.þ.b. 55 millj. til greiðslu eftir-
stöðva, þar með taldir vextir
skulda Olíusjóðs fiskiskipa.
37 millj. til sjómannasamtak-
anna. Af þessari upphæð renna 30
millj. í lífeyrissjóði sjómanna að
viðhöfðu samráði við sjómanna-
samtökin; og 7 millj. skal ráðstaf-
að til annarra velferðarmála í
þágu sjómanna.
15 millj. sem lánveiting til
loðnuvinnslustöðva.
10 millj. til orkusparandi að-
gerða í útgerð. Skal Fiskimála-
sjóður annast þessar greiðslur.
10 millj. til að efla gæði og vöru-
vöndun í sjávarútvegi og skal
framkvæmdin vera á vegum Fiski-
málasjóðs.
4 millj. í Styrktar- og lánasjóð
fiskiskipa.
1.200 þús. verði varið til sér-
staks átaks í loðnuleið 1983.
Sjávarútvegsráðherra sagði á
fundinum að gert væri ráð fyrir að
aflað yrði mestum hluta þess fjár
sem hér um ræðir á þessu ári og
því næsta. Enda væri enn mikið
óselt af skreið og saltfiski. En
þeim tæplega 162 milljónum sem
nú væru til ráðstöfunar hefði þeg-
ar verið úthlutað. Halldór sagði að
ákveðið hefði verið að veita salt-
fiskvinnslunni 60 millj., sem
mundi koma framleiðendum til
góða. Þá sagði hann að þriðjungi
þeirra 300 milljóna sem renna í
Stofnfjársjóð fiskiskipa yrði skipt
með hliðsjón af aflaverðmæti
Sjávarútvegsráðherra hvað hér
um nýjung vera að ræða við skipt-
ingu gengismunafjár, sem ákveðin
hefði verið til að koma betur til
móts við þá aðila er mest hafa lagt
af mörkum til gengismunasjóðs.
Loks sagði Halldór að lögð væri
mikil áherzla á loðnuleit í haust,
en ekki yrði ljóst fyrr en í október
hvort eða hvenær veiðar gætu haf-
ist, því að þá kæmi hafrannsókn-
arskipið Bjarni Sæmundsson úr
leiðangri um helztu loðnosvæðin.
Afsakið verður með tón-
leika í Tónabæ í kvöld
í TENGSLUM við Reykjavíkurviku
verða tónleikar í Tónabæ í kvöld,
föstudagskvöld.
Hljómsveitin Afsakið kemur
þar fram í fyrsta skipti opinber-
lega og einnig kemur fram Jóhann
Helgason með hljómsveitinni
þetta eina kvöld og kynnir nýút-
komna hljómplötu.
Hljómsveitin Afsakið er 14
manna stórhljómsveit, með hefð-
bundinni hljóðfæraskipan rokk-
tónlistar og auk eru þess bakradd-
ir, blásarar og slagverk. Hljóm-
sveitin spilar einkum rokkað funk,
mestmegnis frumsamið. Aldurs-
takmark á tónieikana er 13 ára og
eldri og er aðgangseyrir enginn.
Tónabær verður opinn frá klukkan
20-24.
Ljómarall 1983:
Hafsteinn og Birgir
eru með gott forskot
„Svona er rallakstur, fyrstir fyrir mínútu, síðastur núna,“ sagði Ómar
Ragnarsson er hann og Jón bróðir féllu úr leik vegna bilaðs drifs eftir að
hafa haft nauma forystU. MorgunblaAið/Gunnlaugur.
HAFSTEINN Hauksson og Birgir
V. Halldórsson hafa tekið forystu f
Ljómarallinu eftir fyrsta dag ralls-
ins. Hafa þeir um einnar og hálfrar
mínútu forskot á þá Halldór Úlf-
arsson og Tryggva Aðalsteinsson á
Toyota Corolla. Ásgeir Sigurðsson
og Júlíus Ólafsson á Escort 2000
eru þriðju eftir ágætan akstur.
„Það var gaman að þessu þótt
stutt væri farið," sagði Ómar
Ragnarsson í samtali við Morg-
unblaðið, en þeir bræður Ómar og
Jón féllu út fyrir næstseinustu
leið gærdagsins þegar drif Ren-
ault þeirra brotnaði. „Við sjá-
umst bara í haustrallinu," sagði
Ómar fjallhress. Annars var lítið
um óhöpp í rallinu í gær. Þær
Helga Jóhannsdóttir og Jónína
Ómarsdóttir settu líklega
kvennamet í að aka á sprungnu
dekki í rallkeppni. Sprakk á
afturhjóli Subaru þeirra snemma
á Reykjanesi, en þær stöllur létu
sér fátt um finnast og skiptu ekki
um dekk fyrr en það var orðið að
gúmmítægjum á miðri leiðinni.
Skotarnir Tom Davies og Philip
Walker fara sér hægt, eins og
þeir höfðu ákveðið og eru 6 mín-
útum á eftir forystubílnum.
„Ég er að venjast vegunum
hérna og hef mikla ánægju af
keppninni," sagði ökumaðurinn
Davies. „Ég er ánægður með
aksturinn, það er langt eftir enn-
þá,“ sagði aðstoðarökumaðurinn
Walker brosandi. Ásgeir Sigurðs-
son hefur ekið vel og er nokkuð
öruggur í þriðja sæti, enn sem
komið er. Hann þurfti að aka
hluta Reykjaness í fjórða gír er
gírstöng hoppaði uppúr gírkass-
anum. Ævar Hjartarson og Árni
Óli Friðriksson á Lada hafa ekið
af öryggi og fjórða sætið er
þeirra. Búast má við miklum
breytingum á stöðunni í dag, en
líklega haldast tvö efstu sætin
óbreytt, a.m.k. ef þeir sem þar
sitja lenda ekki í óhöppum.
Staðan í byrjun annars dags.
Hafsteinn 2.42 refs. mín, Hall-
dór 4,14, Ásgeir 4,46, Ævar
Hjartarson 6,40, Jón Sigþórsson
7,18, Ríkharður 7,18, Tom 8,11,
Eiríkur 8,18, Kristján 8,35, Ævar
10,22, Gunnar 12,13, Ólafur 12,34,
Ari 15,10, Úlfar 10,29, Helga
21,21, og Steingrímur 26,05.
GR.
íslandsrallið:
„Var alltaf sagt að
ekkert vandamál yrði“
segir Jean Claude Bertrand
„ÞAÐ ER vægast sagt hræðilegt ef
ég fæ ekki nema fjórar leiðir f fs-
landsrallið. Keppendur eru búnir að
gera ráð fyrir átta daga keppni og
hafa borgað stórfé til að komast
hingað og skipulagningin hefur einn-
ig verið mjög kostnaðarsöm," sagði
Jean Claude Bertrand aðspurður um
hvernig rallkeppni hans yrði, nú eftir
að dómsmálaráðuneytið gaf aðeins
leyfi á helming þeirra akstursleiða
er Bertrand hafði gert ráð fyrir.
„Ég veit ekki hvað ég get sagt
við keppendurna, margir eru
komnir langt að ... ég hef sann-
arlega áhyggjur af því hvað kepp-
endurnir segja ef ekki fást fleiri
leyfi. Ég get ekkert gert, Land-
samband íslenskra akstursfþrótta-
manna hefur haft heilt ár til að
ganga frá þessum málum og sfðan
kemur þetta upp er við erum
komnir hingað til keppni," sagði
Bertrand er blaðamaöur ræddi við
hann á tjaldsvæði á Þingvöllum,
þar sem keppendur rallsins dvelja
fyrstu dagana. „Ég er búinn að
koma hingað 12 sinnum síðan f
fyrra og alltaf var mér sagt að
ekkert vandamál yrði. Gallinn við
fslendinga er sá að enginn virðist
geta tekið ákvörðun, allir segja
seinna, seinna ... Þetta er vanda-
mál LÍA og dómsmálaráðherra,
hann verður að geta sagt af eða á
þegar svona mál eru lögð fyrir. Ég
skil ekki af hverju hægt er að
segja að fjórar leiðir séu í lagi, en
fjórar ekki. Ef einhver hefði bara
sagt nei fyrir sex mánuðum, þá
væri þetta allt í lagi, ég hefði bara
sagt bless!“ sagði Bertrand og var
óhress í máli. „Örvar Sigurðsson
hjá LÍA hringdi í síðustu viku og
sagði að allt væri í góðu lagi! I
febrúar hitti ég LÍA-menn og
spurði hvort þeir væru alveg ör-
uggir með að þetta yrði leyft. Ég
varð að vera viss, þetta eru miklir
peningar sem eru f veði. Svarið
var: Ekkert mál, rallið verður! Ég
boðaði því 500 manns á minn fund
í Frakklandi, þar af 100 blaða-
menn. Kynnti ég keppnina og ís-
land fyrir þessu fólki og margir
vildu koma. Einnig hélt ég fundi á
Ítalíu og í Sviss. Síðan fóru menn
að frétta af einhverjum vandamál-
um vegna rallsins, meðal annars
gegnum konsúl íslands í Belgíu og
drógu sig úr hópnum, þannig að
eftir eru aðeins 20 keppendur,"
sagði Bertrand og hristi hausinn.
„Jæja, ég safna saman því fólki
sem eftir er, frá Ítalíu, Belgíu,
Sviss og Frakklandi og held af
stað með Eddunni fullviss um að
keppnin verði góð þó fáir þátttak-
endur séu. f Eddunni frétti ég síð-
an frá Morgunblaðinu að búið sé
að fella niður helming keppninn-
ar,“ sagði Bertrand, en kona hans
tók nú til máls. „Við leggjum á
okkur að verða sjóveik í þrjá daga
til að komast til fslands í
skemmtilega keppni og gott and-
rúmsloft, eyðum miklum pening-
um, — allt í lagi, það er þess virði.
En síðan er við birtumst reynist
allt f vitleysu með keppnina."
„Menn geta ekki leikið sér svona
að peningum annarra. íslandsrall-
ið er tvöfalt dýrara en Alsír rallið,
sem ég held árlega — það eru
miklir peningar. Annað mál er að
enginn skoðar bílana hjá túristum
þegar þeir koma til landsins, en ég
verð að fara með alla bílana í sér-
staka skoðun á morgun. Af
hverju? Það er sannarlega ekki
heilbrigt," sagði Bertrand og bað-
aði út höndunum. „Við sjáum hvað
gerist á morgun er við ræðum við
hlutaðeigandi yfirvöld," sagði
Bertrand að lokum. G.R.
Hluti keppenda í íslandsrallinu að slá upp tjaldbúðum á Þingvöllum, þar
sem þeir dveljast fyrstu dagana. Morpinbi»*i4/Gunni»ugur