Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
25
um. Af þessari ástæðu geti
hvorki dómhafi né fógeti tekið
umráðin af gerðarþolum og því
sé óheimilt að beita útburði.
Lögmaður gerðarbeiðanda hef-
ur haldið því fram, að orðalag-
ið: „á annan hátt því líkan", í
hinni tilvitnuðu 12. gr. aðfar-
arlaga merki að útburði megi
beita. Þá varpaði lögmaðurinn
fram þeirri spurningu hvernig
hægt væri að fullnægja dómin-
um nema með útburði. Lög-
maðurinn taldi að það væri
ekki skilyrði að dómhafi fengi
umráð eignarinnar. Þá lýsti
lögmaðurinn þeirri skoðun
sinni, að dómar væru til að
framfylgja þeim.
Niðurstaða
Þegar útburður, eins og hér
er krafist, fer fram, ber að
beita hinni tilvitnuðu reglu í
12. gr. aðfararlaga nr. 19,1887.
Við það verður að miða, að
það sé skilyrði fyrir útburði
samkvæmt greininni að dóm-
hafi fái þau umráð eignarinn-
ar, sem gerðarþolar eru sviptir.
Dómhafi, Gríma Guðmunds-
dóttir, á engan rétt til að taka
við umráðum húseignar gerð-
arþola að útburði loknum. Út-
burður samkvæmt þessu til-
vitnaða lagaákvæði getur því
ekki farið fram, og verður dómi
að þessu leyti ekki fullnægt
eftir efni sínu.
Rétt er eins og mál þetta er í
pottinn búið að málskostnaður
falli niður.
Úrskurðarorð
Birting dómsins hinn 9. apríl
1983 var lögmæt.
Aðför, sem miðar að því að
gerðarþolar, Danielle Somer3
Jónsson og ólafur Rafn Jóns-
son, verði borin út úr íbúð
þeirra að Þingvallastræti 22 á
Akureyri, nær ekki fram að
ganga.
Málskostnaður fellur niður.
Eins og fram kom í Mbl. í gær
og haft var eftir lögfræðingi
Grímu Guðmundsdóttur, mun mál
þetta væntanlega verða kært til
Hæstaréttar og því má segja, að
enn sé ekki séð fyrir endann á
þessu deilumáli. En hvað segir
Ólafur Rafn um viðbrögð þeirra
hjóna:
„Fyrst og fremst vil ég segja
það, að þessum skelfilegu ógnun-
um síðustu mánaða er því sem
betur fer lokið, a.m.k. að sinni.
Skilti þau sem við settum upp í
glugga og á lóð við húsið, hafa ver-
ið fjarlægð. Næst liggur fyrr að
reyna að fá eigninni Þingvalla-
stræti 22 lögformlega skipt í sam-
ræmi við byggingarsamþykkt.
Gríma Guðmundsdóttir hefur alla
tíð neitað að undirrita slíka skipt-
ingu í samræmi við afsöl. Nú ligg-
ur fyrir að ganga frá þessu máli.
Nú, einnig er það ljóst, að lögmað-
ur okkar í Belgíu mun halda
áfram að vinna að því að Mann-
réttindanefnd Evrópuráðsins geti
á fundi sínum í september næst-
komandi tekið ákvörðun um hvort
máli okkar verður vísað til dóms
við Mannréttindadómstólinn. En
fyrst og fremst er okkur efst í
huga þessa dagana léttir við að
þessum málum skuli þó vera kom-
ið sem er, við getum þó dregið
andann léttar gagnvart því að
vera ef til vill borin út úr lög-
mætri eign okkar næsta dag, en
það er hlutur sem við höfum orðið
að búa við undanfarið," sagði
ólafur Rafn Jónsson að lokum.
GBerg
Kirkjur á landsbyggðinni:
Messur á sunnudag
SKÁLHOLTSKIRKJA: Söng- og HAUKADALSKIRKJA: Messað á
tónastund í umsjá Glúms Gylfa- sunnudaginn kemurkl. 14. Sókn-
sonar organista kl. 20.30. Messa arprestur.
kl. 21. Sóknarprestur.
ÁSKORUN!
um heilsurækt og lengra líf
v
Noel Johnson er 94 ára gamall Maraþonhlaupari
og heimsmeistari í hnefaleikum öldunga - með
meiru.
- Ég skora á hvern landsmann að hlaupa með mér frá Fellahelli í
Breiðholti að Lækjartorgi á sunnudaginn kemur -
Hlaupið hefst kl. 14.00 við Fellahelli, Breiðholti, og verður hlaupið um Breiðholts-
braut, Miklubraut, Snorrabraut og Laugaveg að Lækjartorgi. Sverrir Friðþjófsson
íþróttakennari ræsir hlauparana.
Hver þátttakandi, sem lýkur hlaupinu, fær viðurkenningarskjal, eintak af bókinni
„Vansæll sjötugur - en vígreifur áttræður“ áritað af höfundi, Noel Johnson, en
bókin er nýkomin út hjá Bókamiðstöðinni.
Að sjálfsögðu fá allir þátttakendur 3ja mánaða birgðir af blómafræflum og hress-
ingu að vild í pylsuvagninum í Austurstræti að loknu hlaupi.
Bergþóra Árnadóttir og félagar taka á móti hlaupurunum á Lækjartorgi með sér-
stakri söng- og skemmtidagskrá.
Frumflutt verður nýtt lag hennar um BLÓMAFRÆFLA. Allir eru hjartanlega vel-
komnir á Torgið.
Þetta er ekki kapphlaup, heldur heilsurækt.
Vonast til að sjá sem flest ykkar.
NOEL JOHNSON.
Ungbarnasmekkbuxur 389C- 149,-
Ungbarnajakkar 9r- 149,-
Barnabolir 49.95
Barnajakkar 499T 199,-
Telpnanetstrigaskór 229- 99.95
Barnastrigaskór J49T- 59.95
Dömupils 6497- 359,-
Dömujakkar 789T- 359,-
Dömupeysur 3997- 159,-
Dömuháskólabolir 4997- 99.95
Dömucanvasbuxur 6297- 299,-
Teinóttar dömubuxur Z497- 399.-
Dömu leðurskór 6897- 399,-
Ballerínuskór .2997- 149,-
Herrafrakkar 9897- 499.-
Herrapeysur 3997- 159,-
Herraskyrtur J399".- 129,-
Herrabolir 349:- 129,-
Herracanvasbuxur 499:- 299,-
Unglingastrigaskór 439:- 79.95
Tuskudúkkur 4997- 79.95
ET dúkka 79^5 39.95
IKEA borð 0 60cm 4997- 99.95
IKEA skatthol 4^90> 2.900,-
Hljómplötur frá kr. 99.95
KJÚKLINGAR Á AÐEINS KR. 89.50 KG.
HAGKAUP
Reykjavík
Akureyri
Njarðvík