Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GEOFFREY MATTHEWS Colombiaforseta hefur orðið vel ágengt ( baráttu við ofgahópa og hryðjuverkamenn, en beitt þar hófsamari aðferðum en áður hafa þekkzt: hann býður sakaruppgjöf og samræður. Mannrán og glæpum hefur stórfækkað á þessu fyrsta stjórnarári hans. Fyrsta starfsár Colombiu- forseta gefur fyrirheit um betri tíð Lýðræðisstjórnir hafa verið af heldur skornum skammti í Mið- og Suður-Ameríku um langa tíð. En um þessar mundir halda menn þó hátíð í Suður- Ameríkuríkinu Colombíu vegna þess að forseti landsins, Belisar- io Betancur Cuartes, hefur nú verið í forsvari lýðræðislegrar stjórnar í eitt ár. Um það bil sem Cuartes tók við embætti um miðjan ágúst í fyrra heyrðust margar efasemdarspár, en því meiri er ánægjan nú, þegar flest bendir til að lýðræðisskipulag og stjórn eigi framtíð fyrir sér í þessu landi. Sumir frétta- skýrendur taka svo djúpt í ár- inni að segja að Cuartes sé vin- sælasti stjórnmálamaður, kjör- inn lýðræðislegri kosningu, i allri Suður- og Mið-Ameríku nú og ber að vísu að hafa í huga, að keppinautar um efsta sætið á vinsældalistanum eru ekki ýkja margir í þessum heimshluta. En Cuartes hefur einnig aflað sér virðingar á alþjóða vett- vangi, meðal annars er það þakkað stjórnkænsku hans og dugnaði, að það tókst að koma á fyrsta beina fundinum milli full- trúa stjórnar Ronalds Reagan og skæruliðahreyfingar E1 Salva- dor. Fór sá fundur fram í Bog- ota. Richard Stone, sem er sérstak- ur fulltrúi Bandaríkjastjórnar um málefni þessa heimshluta, fór lofsamlegum orðum um skerf Cuartes og kallaði hann „friðar- ins mann“ sem vænta mætti mikils af í framtíðinni og for- ysta hans innan Contadora- hópsins væri verð allrar virð- ingar. Það þykir sýna hversu mikils trausts Cuartes nýtur, að þekkt- ur vinstri sinnaður dálkahöfund- ur á borð við Enrique Santos Calderon skrifaði um forsetann — sem sjálfur telst vera hægri- sinnaður —: „Hann hefur opnað gluggana út á við og hleypt ferskum pólitískum straumum inn í landið þar sem menn hafa lengi eldað saman grátt silfur vegna mismunandi stjórnmála- skoðana." Santos Calderon, sem er einhver virtasti blaðamaður í Colombiu, hefur á síðustu árum gert heldur lítið með fyrirrenn- ara Cuartes, þótt þeir hafi „sýnt tilburði til frjálslyndis" eins og hann hefur komizt að orði. Það er ekki síður athyglisvert að íhuga kannanir varðandi vin- sældir forsetans og stjórnar hans meðal ýmissa vinstrisinna, þar á meðal hóps sem vikublað eitt bað um að gera úttekt á af- stöðu til stjórnarinnar. í for- svari þessa „kviðdóms" var Rich- ardo nokkur Parada sem er fyrrverandi skæruliði og marx- isti. Parada kvaðst telja að um sextíu prósent þjóðarinnar styddu forsetann heilshugar og meðalútkoman í hópnum var reyndar hærri, eða 78 prósent stuðningur. Þó að forsetinn sé vinsæll og virtur varð þó utan- ríkisráðherra landsins, alvöru- gefinn menntamaður að nafni Rodrigo Lloreda Caicedo hlut- skarpastur og sagt að hann nyti um 86 prósent stuðnings. Aftur á varnarmálaráðherrann • Fer- nando Landazabal lægsta vitn- isburðinn. Hann er hershöfðingi að tign og í Observergrein segir að sé tekið mið af því að herinn hafi aldrei notið teljandi ást- sælda í Colombiu sé útkoma Landazabal bara furðugóð. Cuartes forseti hefur á þessu fyrsta valdaári sínu gert átak í ýmsum þörfum málum. Hann hefur reynt að draga úr einangr- un höfuðborgarinnar Bogota, en vegna legu hennar hefur viljað brenna við að ríkisstjórnir sinntu ekki málum Iandsbyggð- arinnar sem skyldi. Hann hefur einnig látið að sér kveða á al- þjóðavettvangi og innan sam- taka ríkja Mið- og Suður- Ameríku hefur hann talið að Colombía ætti að gegna meira hlutverki en hingað til, meðal annars vegna þess að Colombía er fjórða fjölmennasta ríki álf- unnar á eftir Brasilíu, Mexíkó og Argentínu. Því sé öldungis eðli- legt að rödd Colombíu fái að hljóma sterkar en hefur verið. Cuartes hefur lagt áherslu á að unnið verði að því að jafna lífskjör landsmanna, sem eru af- ar misjöfn: meðan minnihlutinn lifir í vellystingum praktuglega dregur meirihluti íbúa fram lífið við kröpp og aum kjör. Þeirra hag vil hann bæta, meðal annars með alls konar félagslegum ráðstöfunum og hann vill einnig gera mikið átak í menntun landsmanna. Cuartes hefur ekki farið dult með þá skoðun, að honum finnst Bandaríkjastjórn hafa tekið rangan pól í hæðina varðandi Mið-Ameríku og þegar Reagan heimsótti Bogota í desember sl. tjáði Cuartes honum að það væri mikil hugsanavilla hjá Banda- ríkjamönnum að líta á vanda- málin í Mið-Ameríku sem valda- streitu austurs og vesturs. Þá hefur Cuartes gagnrýnt harðlega spillingu sem hefur blómstrað innan embættis- mannakerfisins í Colombíu og meðal ríkra kaupsýslumanna. Hann hefur sett á laggirnar opinberar nefndir til að rann- saka ýmis hneykslis- og fjár- svikamál, sem voru opinbert leyndarmál, en ekkert var gert í. En það sem hefur þó aflað honum mestrar aðdáunar er að hann hefur boðist til að gefa að- skiljanlegum skæruliðahópum upp allar sakir og hefja viðræð- ur um ágreiningsefni. Hann hef- ur leyst fjölda manns úr fangelsi og breytt lögum um fangelsanir. Þó að Amnesty International hafi enn nokkuð að athuga við mannréttindamál í Colombíu hefur þar að flestra dómi margt færzt í rétta átt og það bendir flest til að Betancur Cuartes for- seti láti ekki við svo búið sitja. Geoffrey Matthews er dálka- höfundur hjá Observer. (j.k. þýddi). íslendingar eru hænsn — eftir Þorgeir Þorgeirsson Fyrirsögn þessa greinarstúfs er tekin úr skáldsögu eftir Steinar Sigurjónsson. Fullyrðing hans er furðu nákvæm skilgreining í stuttu máli. Núverandi forsætisráðherra á þessu hænsnabúi — Steingrímur Hermannsson — flutti ræðu við opnun sýningar um misheppnaða búsetu Islendinga á Grænlandi (raunar er oftast talað um þennan kafla sögu vorrar sem Landnám íslendinga — þá er átt við glæst upphafið — og síðarmeir Endalok Norrænna manna — þá er átt við herfileg örlögin). í ræðu sinni tal- aði forsætisráðherra mjög föður- lega niðurfyrir sig til núverandi íbúa Grænlands. Það var sérlega fyndið að heyra. „Fyrir vikið er þessi sýning líka sterk og ein- fóld. Aminning um grundvallaratriði inná- við og kennslustund handa tæknioftrúnni útávið. íslendingum þyrfti sýningin að verða einhverslags lexía í því að skammast sín, en þó í hófi.“ hefur verið hlutuð niðrí frum- parta sína, grjótið notað til að reisa mátuleg steinbyrgi handa Inúítum að skýla sér og sínum fyrir hinum lotulöngu hríðarbylj- um vetrarins. Trúlega hefur Steingrlmur ekki verið búinn að skoða sýninguna sem hann var að opna. Þessi sýning er gerð af Græn- lendingum sjálfum — þó undar- legt megi virðast. Til hvers að vera að kosta uppá sýningu um brölt landflótta bænda og víkinga norðurí Grænland á miðöldum í tilefni af hálffengnu sjálfstæði Inúítaþjóðarinnar sem byggt hef- ur það land frá örófi alda, og byggir enn? spyr maður sjálfan sig. En sýningirr var ekki lengi að svara þeirri spurningu. Þetta er frábær sýning, fjarska- lega einföld og vel upp sett, út- koma hennar einn sá kænasti sjálfstæðisvakningaráróður sem um getur. Aldrei verður slíkur áróður sterkari en einmitt þegar hann er gerður án slagorða, með staðreyndir einar að vopni. Og staðreyndin ein er sýnd: Norrænir menn koma í Græn- land þegar Inúítar hafa búið þar árþúsundum saman, koma á skip- um sem eru það nýjasta og besta í siglingatækni heimsins (líkt og geimskutlan ameríska sem okkur var sýnd um daginn mundi nú um stundir teljast), koma með bú- skaparhætti sína, kvikfénað sinn og stærri húsakynni en þekkst hafa áður á hinum norðlægu slóð- um, þarsem Móðir Sjóskepnunnar hefur einlægt svo náðarsamlega rétt lífsbjörgina uppum vakir á ísnum. Og þeir reisa sína háreftu sali og síðarmeir flúraðar kirkjur til að dýrka guði þeirrar kristni sem Inúítar skildu harla lítið af, nema hlýja logana í Vlti, sem þeim leist hinn byggilegasti stað- ur í samanburði við snjóbreiður heimkynna sinna. Og reisuleg hrófatildur Skand- ínava fengu að standa fáeinar kynslóðir þangaðtil veðráttu Grænlands þóknaðist að kenna þessum reigingslegu flótta- mönnum útúr söguþróun Norður- evrópu að menning þeirra næði ekki svona langt til norðurs. Og kennslufræði náttúrunnar var harðneskjuleg að vanda — einföld útrýming. Þegar fulltrúar mót- mælenda koma síðarmeir í landið með Sannleik sinn þá örlar þar hvergi lengur fyrir norrænni hetju, kirkjan mikla í Görðum I framhaldi af þangaðkomu mótmælenda fengu Inúítar síðan að kynnast Víti nánar og betur en hæfir að nefna I góðum veislu- fagnaði einsog jafnan verður kringum farandsýningar. Og kurt- eisi sýningarhönnuðanna græn- lensku er svo óbrigðul að þar er hvergi minnst á þá ljótu sögu. Fyrir vikið er þessi sýning líka sterk og einföld. Áminning um grundvallaratriði innávið og kennslustund handa tækniof- trúnni útávið. íslendingum þyrfti sýningin að verða einhverslags lexía í því að skammast sín, en þó í hófi. Ræða forsætisráðherrans okkar við opnun þessarar útsmognu sýn- ingar var fjarska drengilega flutt af hjartans einlægni, einsog hans var von og vísa. Varla neinum til efs að hugur fylgdi máli þegar hann bauð hinum nýfrjálsu Inúít- um tæknilega og pólitíska aðstoð vor íslendinga. Við kunnum svo fjarska vel að tala slétt og fellt. Og líta stórmannlega út. Þó hvarflaði það kannski að ein- um og einum (sem litið hafði á sýninguna áður) undir þessum ræðuhöldum hvort bráðum fertug sjálfstæðissaga íslands væri nokkur sérstök útflutningsvara. Því hvað ættu þeir Inúítar að læra af okkur? Skuldasöfnun kannski, eða rányrkju fiskimiðanna, ofbeit landsins, skriðdýrshátt gagnvart erlendum stórveldum? Getum við í rauninni kennt þessu fólki hvernig á að fara að því að vera sjálfstæð þjóð? Ég held ekki. Svona fagurgali forystuhanans á sínum heimahaugi er fjarska eðlilegur hlutur í góðu veðri. Lík- lega heldur engin kurteisi að taka þvílíkt alvarlega. Varla nein von til þess að landinn standi við þau loforð sín að flytja íslensk land- búnaðarvandamál né sjávarút- vegsöngþveiti til Grænlands í formi ráðgjafar. En mig langar samt til þess að benda þeim sem læra vilja af Grænlendingum um staðreyndir lífs og sögu á það að nú er tæki- færið. Farið og sjáið Grænlandssýn- inguna sem nú stendur yfir suðrí Norræna húsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.