Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
Aburðaryerksmiðja ríkisins:
Ný sýruverksmiðja og
guli reykurinn horfinn
NÝ sýruverksmiöja hefur verið tek- þessarar nýju verksmiöju tvöfald-
in í notkun hjá Áburöarverksmiöju ast næstum framleiðslan á áburöi
ríkisins á Gufunesi. Með tilkomu en hún var 40—45 þús. tonn á ári
Stjórntækin og annar vélabúnaður er keyptur frá Frakklandi.
og er nú 70 þús. tonn, það er svo til
allur sá áburður sem landiö þarfn-
ast.
Guli mengunarreykurinn sem
kom frá strompi gömlu verk-
smiðjunnar er horfinn því að
nýja sýruverksmiðjan veldur 20
sinnum minni mengun en sú
gamla.
Byggingarframkvæmdir við
þessa nýju verksmiðju hófust í
apríl 1982 og miðaði þeim allan
tímann vel áfram. Teikningar
voru gerðar af verkfræðiskrif-
stofunni Önn sf. og bygginga-
meistari var Kristinn Sveinsson.
Franska fyrirtækið Grande
Paroisse seldi vélar og búnað í
verksmiðjuna og hafði milli-
göngu um útvegun fransks láns
að upphæð 60 millj. kr. vegna
vélanna. Lánið er til fimm ára og
ber 9% vexti. Innlendar fram-
kvæmdir, þ.e. húsbygging og
uppsetning véla, voru fjármagn-
aðar með bráðabirgðaláni frá
Citibank í London, sem seinna
verður breytt í lán til lengri
tíma. Kostnaður við fram-
kvæmdir er nú orðinn um 170
milj. kr. Alls vinna um 200
manns hjá Áburðarverksmiðj-
unni, en þar er unnið allan sól-
arhringinn á vöktum.
Nýja sýruverksmiðjan sem hefur tæplega helmingi meiri afköst en sú sem
fyrir var.
Lágplöntur í ná-
grenni Reykjavíkur
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands:
Leiðsögumaður Hörður Kristinsson
DrfiAfRíCl
Sjöunda laugardagsferð Nátt-
úruverndarfélags Suðvesturlands
verður farin til kynningar á
grasafræðisal fyrirhugaðs Nátt-
úrugripasafns fslands. Skoðaðar
verða svokallaðar lágplöntur, þ.e.
sveppir, fléttur og mosar. Þessum
lífverum hefur almenningur lítinn
gaum gefið, enda hefur verið erfitt
að afla fróðleiks um þær vegna
þess að við eigum ekki fullkomið
náttúrugripasafn.
í þessari ferð reynum við að
líkja eftir þeirri kynningu og
fræðslu sem fyrirhugað Náttúru-
gripasafn íslands gæti veitt. Brot
af tegundasafni höfum við í her-
bergi því sem safnið hefur til um-
ráða í dag. Þar var þó ekkert teg-
undasafn af sveppum (sveppaald-
inum). Vistkerfið sýnum við úti í
náttúrunni. Fyrirlestur verður
haldinn í bílnum og á stöðum sem
við heimsækjum. íslenskar bækur
og tímarit sem um lágplöntur
fjalla verða kynntar. Fólk verður
aðstoðað við að tína sveppi, fjalla-
grös og litunarmosa eins og tím-
inn leyfir. Þetta er þó ekki nema
hluti af hugsanlegri starfsemi
væntanlegs safns. Við getum t.d.
ekki kynnt þá aðstöðu sem kenn-
arar og nemendur gætu notfært
sér í safninu, alls konar upplýs-
ingaþjónustu fyrir ýmiss konar
starfsemi og erlenda ferðamenn,
myndbanda- og litskyggnusýn-
ingar o.s.frv.
Farið verður í nokkrar stuttar
göngur. Komið til baka um kl.
7.00. Athugið, þetta er ferð fyrir
alla.
Leiðsögumaður verður Hörður
Kristinsson, grasafræðingur.
Lagt verður af stað kl. 1.30 frá
Norræna húsinu. Verð 150 kr. og
frítt fyrir börn.
íslenskar lágplöntur
Helztu flokkar lágplantna á
landi eru mosar, fléttur og svepp-
ir. Þörungar eru að mestu leyti í
ferskvatni og sjó, þótt þeir finnist
einnig á landi.
Þessar lágplöntur, sem flestir
gefa lítinn gaum, búa yfir ótrú-
legri fjölbreytni, sem sést bezt á
því, að hver þessara flokka fyrir
sig, hefur álíka margar tegundir
hér á landi eins og blómplöntur og
byrkningar til samans. Þannig má
gera ráð fyrir, að á íslandi séu um
eða yfir 500 tegundir af fléttum,
og kunnar eru um 520 tegundir af
mosum, en sveppir munu vera á
annað þúsund. Áf þeim erp að vísu
flestar tegundir smásæjar, og lifa
í mold og á dauðum og lifandi
plöntuhlutum á landi eða í vatni.
Af þessum plöntuflokkum eru
sveppirnir nokkuð sér á báti, þar
sem þeir eru ófrumbjarga um líf-
ræn efni eins og dýrin. Þeir þura
að fá lífræn efni frá öðrum lífver-
um, dýrum eða plöntum, dauðum
eða lifandi. Þeir lifa því ávallt þar,
sem slík lífræn efni falla til.
Margir þeirra sníkja á iifandi
plöntum, og valda sjúkdómum
þeirra. Færri orsaka sjúkdóma á
dýrum eða mönnum. Flestir lifa
hins vegar á dauðum og rotnandi
jurtaleifum, sem ætíð falla til á
hverju hausti á öllu grónu landi,
eða á rotnandi laufi og kvistum í
skógarbotninum.
Sveppir eru oft sérhæfir í niður-
broti lífrænna efna. Sumir eru
hæfastir til að brjóta niður sellu-
lósann úr plöntunum, aðrir viðinn,
og enn aðrir brjóta niður horn úr
nöglum, hárum eða klaufum, eða
þá kítin skordýranna. Auk svepp-
anna vinna bakteríur einnig við
niðurbrot lífrænna efna, og er því
mikil samkeppni milli þessara
lífvera í jarðveginum.
Sumir sveppir hafa komizt upp
á lag með að lifa í sambýli við
aðrar lifandi verur, og ná frá þeim
lífrænum efnum án þess að valda
þeim tjóni svo nokkru nemi, eða
vinna þeim jafnframt eitthvert
gagn. Dæmi um slíkt eru ýmsir
hattsveppir, sem mynda svokall-
aða svepprót með ákveðnum trjá-
tegundum, og margar tegundir
asksveppa, sem lifa í sambýli við
grænþörunga og mynda með þeim
svokallaðar fléttur.
Sveppirnir eru ætíð gerðir af
smásæjum frumuþráðum, sem
greinast um það efni, sem svepp-
urinn vex í. Slikt þráðasafn geng-
ur venjulega undir nafninu mygla
á íslenzku. Sumir sveppir geta ofið
saman stóra keppi úr frumuþráð-
um, og búa til úr þeim gróhirzlur,
sem birtast á yfirborði efnisins.
Hjá hattsveppum eru þessi svepp-
aldin hattlaga, hjá belgsveppun-
um kúlulaga, en hjá asksveppum
disk- eða skáiarlaga. Fjölmargir
sveppir búa þó aldrei til aldini af
þessu tagi.
Mosarnir eru á hinn bóginn
frumbjarga lífverur, og geta því
fremur vaxið á ólífrænu undirlagi,
svo sem vikri eða hrauni. Þeir
hafa að jafnaði örsmá blöð með
blaðgrænu, og mynda gró í litlum,
stilkuðum gróhirzlum (baukum).
Á fslandi geta mosar verið svo
til einráðir á stórum svæðum, t.d.
gamburmosinn eða grámosinn,
sem þekur hraunin á Reykjanesi
og víðar þar sem úthafsloftslag er
ríkjandi. Einnig myndar dýjamos-
inn fagurgrænar breiður umhverf-
is lindir og uppsprettur, og eins
geta mosategundir verið nær ein-
ráðar í blautum flóum. Mosarnir
eru venjulega fyrstu plöntur, sem
sjást með berum augum í nýjum
hraunum.
Fléttur eru í eðli sínu sveppir,
sem farnir eru að lifa í sambýli við
þörunga. Flétturnar njóta hæfi-
leika þörunganna til að byggja
upp lífræn efni, og verður sambýl-
ið í heild því frumbjarga þótt
sveppurinn, sem myndar þær sé
ófrumbjarga. Þær verða þvl ekki
eins háðar lífrænum efnum, og
skipa sér í samfélög með öðrum
frumbjarga plöntum eins og mos-
um og háplöntum. Þær eru ásamt
ýmsum mosum mikilvægur frum-
gróður í nýjum hraunum, þótt þær
verði um síðir að víkja fyrir gamb-
urmosanum í þeim landshlutum,
þar sem úthafsloftslag er mest.
Sem asksveppir mynda flétturn-
ar oftast litlar, disklaga skífur
(askhirzlur), sem oftast eru í öðr-
um lit en fléttan sjálf. í fornu máli
var ekki gerður greinarmunur á
mosum og fléttum, þótt ólíkar
lífverur séu. Þannig bera ýmsar
fléttur mosaheiti, t.d. litunarmosi
og hreindýramosi. Af öllum flétt-
um eru fjallagrösin þekktust hér.
Fléttur vaxa bæði á mold, grón-
um jarðvegi, lyngi og trjágróðri, á
gömlum viði og beru grjóti. Oftast
eru þær vöxtulegri inn til heiða og
nálægt stöðuvötnum, þar sem þok-
ur eru tíðari og loftraki hærri.
Þær vaxa og starfa bæði sumar og
vetur ef loftraki er nægur, en
vöxtur þeirra er afar hægur.
Á laugardag er fyrirhugað að
staldra við á ýmsum stöðum í
nágrenni Reykjavíkur, sem valdir
verða með tilliti til þess, að skoða
mismunandi gerðir af fléttum,
mosum og sveppum. Leitast verð-
ur við að útskýra líf og byggingu
þessara plantna, og gefa ofurlitla
hugmynd um fjölbreytni þessara
lífvera. Einnig mun verða kostur á
að fræðast um aðrar villtar plönt-
ur, blómplöntur eða byrkninga, á
því svæði sem farið verður um.
H.K.