Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
| atvinna — atvinna — atvinna — atvirma — atvinna — atvinna |
Atvinna
Óskum eftir að ráöa einn til tvo menn vana
logsuðu og C02-suðu. uppl. hjá verkstjóra.
Hf. Ofnasmiðjan,
Háteigsvegi 7. Sími 21220.
Ritari
Fyrirtæki á fjölmiðlasviöi vill ráða ritara til
starfa nú þegar. Reynsla í skrifstofustörfum
er æskileg, sem og stúdentsmenntun eða
önnur hliðstæð menntun. Áhersla er lögð á
góða kunnáttu í íslensku.
Umsóknum skal skilað á auglýsingadeild
Morgunblaðsins fyrir 24/8 merkt: „K-8620".
Óskum að ráða
strax
rafeindaverkfræðing meö þekkingu á míkró-
tölvum og forritun.
Einnig viöskiptafræðing til að annast skrif-
stofustjórn og sölumennsku.
TDLVUBÍIDIN HF
Skipholti 1
Afgreiðslustarf
Viljum ráöa starfskraft til afgreiðslustarfa.
Hálfsdagsvinna. Málakunnátta nauösynleg.
Tilboð merkt. „Reglusöm — 8948“ sendist
augld. Mbl. fyrir 22. þessa mánaðar.
Kennara vantar
viö grunnskóla Seyðisfjarðar. Kennslugreinar
forskólakennsla sex ára barna og stuðnings-
kennsla, heil staða.
Upplýsingar gefur skólastjóri, Þorvaldur Jó-
hannsson, sími 97-2293.
Skrifstofustörf
Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir aö ráöa
starfsmenn til frambúöarstarfa við skrifstofu-
störf. Um er aö ræða störf viö ýmsa útreikn-
inga, bókhald ofl.
Leitað er aö einstaklingum á aldrinum
30—45 ára, sem vilja ráöa sig til frambúðar-
starfa. Gæti verið gott fyrir húsmæður sem
eru að koma aftur út á vinnumarkaðinn.
Þeir sem áhuga hafa á ofangreindum störfum
vinsamlega leggi nöfn sín á afgreiöslu blaös-
ins með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf fyrir 25. þ.m. merktar: „Frambúöar-
störf — 8950“.
Bókavörður
Náttúrufræöistofnun íslands (Náttúrugripa-
safnið) óskar að ráða bókavörð í hálft starf.
Starfið er fólgið í skipulagningu og starf-
rækslu bókasafns stofnunarinnar. Laun sam-
kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna
ríksins.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
stofnunarinnar. Umsóknir skal senda Nátt-
úrufræðistofnun Islands, P.O. Box 5320,
Reykjavík.
Smurbrauðskona
óskast
Smurbrauðskona óskast sem fyrst á dag-
vaktir. Uppl. á staðnum hjá yfirmatreiðslu-
manni mánudag og þriöjudag milli kl. 1 og 3.
Veitingahöllin í Húsi verslunarinnar.
Ræstingafólk
Óskum eftir ræstingafólki til ræstinga á bíó-
sal. Vinnutími frá 7—10.
Háskólabíó
Upplýsingar í síma 16570 f.h.
sölumet,
fleiri litir
Góðir litir gleðja augað. Falleg
áferð og frábær ending Hrauns,
húsamálningarinnar frá Málningu
h.f., hefur stuðlað að vinsældum
hennar. Enda margfaldaðist salan
á s.l. ári.
Hraun hefur sýnt og sannað fram-
úrskarandi eiginleika; — við höf-
um dæmi um rúmlega 10 ára end-
ingu. Hraun er sendin akrýlplast-
málning, sem sparar vinnu: Betri
ending og færri umferðir. Ein um-
ferð af Hrauni jafngildir þrem um-
ferðum af venjulegri plastmáln-
ingu.
Nú bjóðum við ennþá meira litaúr-
val í Hrauni en áður. Lítið á lita-
kortið og fáið allar upplýsingar hjá
umboðsmönnum okkar.
HRAUN
SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING
tfimimálning 'V
Blómaverzlunin
„Doras is-Blomster“
opnar í Khöfn
JÓllshÚHÍ, 15. ifpist.
LÓMABÚÐ, sem Halldóra Þórð-
dóttir frá Sæbóli í Fossvogi hefur
ofnað, verdur opnuð nú í vikunni
ð Valby Langgade í Kaupmanna-
ifn undir nafninu Doras Is-Blomst-
. Halldóra og maður hennar, Guð-
undur Marinó Þórðarson, héldu
>ð f verzluninni sl. laugardag af því
lefni, þar sem allmargir landar
>mu og nokkrir Danir.
Verzlunarhúsnæðið hefur tekið
iklum stakkaskiptum síðustu
kur, en það er við Nystedvej, við
>rgið á móti Valby Langgade nr.
)2. Voru þar áður tvær verzlanir
leð blóm og grænmeti. Hafa hjón-
i lagt mikla vinnu og kostnað f
igfæringuna og notið aðstoðar
ina sinna, meira að segja sumar-
^yfisgesta frá Islandi, svo sem
[jðrtþórs Ágústssonar. Mun Hall-
óra verzla með blóm og gjafavör-
r, sem að hluta til verða íslenzk
-amleiðsla, t.d. keramik og blóma-
kreytingar á hraunmolum. Einnig
erða íslenzk minningarkort á
oðstólum, frá Hjúkrunarheimili
ldraðra í Kópavogi, SÍBS og DAS,
Hjartavernd og barnaspítala
Hringsins og jafnvel fleiri tegund-
ir íslenzkra korta.
Halldóra Þórðardóttir hefur
unnið í blómaverzlun og við blóma-
skreytingar í þrjátíu ár og byrjaði
ung að hjálpa föður sfnum í hinni
kunnu blómabuð á Sæbóli við
Fossvog, sem mun vera elzta fyrir-
tæki í Kópavogi, 48 ára, en hinn
landsþekkti blóma- og berjasali
Þórður Þorsteinsson, fv. hrepp-
stjóri á Sæbóli, lézt sl. vor. Væntir
Halldóra sér góðs af viðskiptum
við íslendinga og svo auðvitað
hinna mörgu íbúa f hverfinu f
kring um Valby Langgade. Auðvelt
er að komast i Doras Is-Blomster
með vagni nr. 6 frá Ráðhústorginu
og fara úr við Valby Langgade 192,
og ætlar Halldóra að gefa íslend-
ingum 10% afslátt af öllum við-
skiptum og hið sama gildir um elli-
lífeyrisþega, hverrar þjóðar sem
þeir eru. Er í vonum, að sem flestir
landar á ferð í Höfn og búsettir
þar reyni viðskiptin f blómaverzl-
un Halldóru Þórðardóttur.
G.L.Ág.
Doktor í gerlafræði
IINN 19. maí sl. varði Eva Bene-
liktsdóttir, líffræðingur, doktorsrit-
;erð sfna „Airborne non-sporeform-
ng anaerobic bacteria — A study of
heir dispersal and their occurrence
n clean surgical wounds" við lækna-
leild Uppsalaháskóla í Svfþjóð.
Doktorsritgerðin fjallar um
oftfælnar bakteríur, sem tilheyra
ðlilegri húðflóru mannsins, en
;eta valdið sýkingum eftir skurð-
ðgerðir þegar stórum gerviliðum
r komið fyrir. Vegna þess að loft-
ælnar bakteríur krefjast sér-
takra ræktunarskilyrða hafa þær
íkki komið fram við venjulegar
annsóknir á smitleiðum baktería,
>g ekkert var vitað um dreifingar-
náta þeirra áður en rannsóknir
>essar hófust. Aðferðir við að ein-
ingra þær úr lofti og skurðsárum
/oru prófaðar, einnig var dreifing
æirra frá líkamanum könnuð og
-annsóknir gerðar á því á hvern
látt þær berast í skurðsár við að-
gerðir.
Eva er fædd á Siglufirði 17. sept-
ember 1950, dóttir Hólmfríðar
Magnúsdóttur skrifstofustúlku og
Benedikts Sigurðssonar kennara.
Hún lauk stúdentsprófi frá MA ár-
ið 1970 og BS prófi í líffræði frá Hí
árið 1975. Eva er gift Baldri Sig-
urðssyni kennara og eiga þau tvær
dætur.