Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
t 1 Eiginkona mín og móöir, ELÍN GUDJÓNSDÓTTIR, Bústaöavegi 91, Reykjavík, i andaöist í Landspítalanum 17. ágúst sl. Albert Sigurösson, Guöjón Albertsson.
t Sambýliskona mín og móöir okkar, INGA INGÓLFSDÓTTIR, Vesturbraut 6, Keflavík, lést 17. ágúst. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd barna hennar, Guölaugur Jónatansson.
t Eiginkona mín, móöir og fóstra, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 23, Siglufiröi, veröur jarösungin frá Sigiufjaröarkirkju, laugardaginn 20. ágúst kl. 14. Hallur Garibaldason, Pétur G. Hallsson, Margrét Hallsdóttir, Magöalena S. Hallsdóttir, Helgi Hallsson, Jón Hallsson, Guöjón H. Hallsson, Jóhannes Jósefsson, Óskar Garibaldason, Magðalena B. Jóhannesdóttir.
t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, NIKULAI ELÍASSON, Bergi, Keflavík, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 20. ágúst kl. 1.30. Kristjana Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KRISTJÁN KRISTÓFERSSON, frá Kirkjubóli, Vestmannaeyjum, lést 8. ágúst sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum innilega samúöarkveðjur. Þóra Valdimarsdóttir, Kristján Þór Valdimarsson, Valdimar Þ. Kristjánsson, Guórún Þorgeirsdóttir, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Bergur Vilhjálmsson, Jón Kristjánsson, Ingibjörg Karlsdóttir, börn og barnabörn.
t Útför fööur okkar, GUDMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, frá Blómsturvöllum, Stokkseyri, fer fram frá Stokkseyrarkirkju, laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00. Lilja Guömundsdóttir, Guömundur Helgi Guömundsson.
t Hjartans þakkir til allra þeirra, er vottuöu okkur samúö og heiör- uöu minningu MAGNÚSAR PÉTURSSONAR, hljómlistarmanns. Sérstakar þakkir færum viö Félagi íslenskra hljómlistarmanna fyrir ómetanlega aöstoö. Guö varðveiti ykkur öll. Ragnheiöur Hannesdóttir, Rósa Þóra Magnúsdóttir, Hannes Magnússon, Elizabeth Cook, Elísabet Ragna Hannesdóttir.
t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vegna and- láts og útfarar eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÚNAR PÁLÍNU VILHJÁLMSDÓTTUR. Sigmar Björnsson, Guölaug Sigmarsdóttir, Tryggvi Jóhannsson, Höröur V. Sigmarsson, Sigurbjörg E. Guðmundsdóttir, Björn Sigmarsson, Vilhjálmur Jónsson og barnabörn.
Minning:
Kristján J. Sigur-
jónsson skipstjóri
Fæddur 5. aprfl 1923
Dáinn 11. ágúst 1983
Á regnvotum degi fyrir nokkru
var ég á gangi í Austurstræti. Þá
heyrði ég sagt að baki mér „Sæll
frændi, það er mikið verið að
hugsa núna.“ Ég þurfti ekki að líta
við til að vita hver þarna var að
ávarpa mig. Auðvitað hann Kiddi
Sigurjóns, og þar sem ég stoppaði
kom hann upp að hliðinni á mér,
brosandi og hress eins og vana-
lega, og það var sem birti mitt í
rigningardrunganum þá stund er
við tókum tal saman um landsins
gagn og nauðsynjar. Ekki hvarfl-
aði að mér er við kvöddumst, og ég
sá hann ganga greitt eftir Austur-
strætinu, að þar með hefðum við
kvaðst í síðasta sinn í þessu lífi.
Kristján Sigurjónsson var
fæddur á Norðfirði hinn 5. apríl
1923, og þar ólst hann upp hjá for-
eldrum sínum í stórum systkina-
hópi, á fátæku heimili alþýðu-
fólks. Eins og siður var þá eystra
fór hann á sjóinn strax er hann
hafði aldur til, og sjómennskan
varð hans ævistarf. Hann fór í
Sjómannaskólann, og eftir að
hann útskrifaðist var hann stýri-
maður og skipstjóri, fyrst á fiski-
skipum, en síðar á hafrannsókn-
arskipinu Árna Friðrikssyni, og
um borð þar var hann er það kall
kom er allir verða að hlýða.
Kristján var öruggur skipstjóri
og heppinn. T.d. var það eitt árið
að hann tók þátt í þrem björgun-
um á skipi sínu, og í einu þeirra
tilfella var e.t.v. farið öllu grynnra
en öruggt þætti samkvæmt dýpt-
armæli, en mönnunum var bjarg-
að.
Það var ætíð ánægjulegt að
hitta Kidda og spjalla við hann
um það er hæst bar í þjóðfélaginu
á hverjum tíma, því þótt hann
væri ákveðinn í skoðunum og við
ekki alltaf sammála var hláturinn
ávallt skammt undan. Hann var
jafnaðarmaður að lífsskoðun og lá
ekki á liði sínu fyrir það stjórn-
málaafl er hann taldi best geta
tryggt kjör þeirra er minnst mega
sín, og alltaf var hann tilbúinn í
rökræður þætti honum á málstað
jafnaðarstefnunnar hallað.
Meðan hann var á fiskiskipum
sigldi hann oft til Bretlands og
batt við þá þjóð tryggðabönd, enda
kynntist hann í einum þessara
siglingatúra ungri konu, Babs, er
varð hans lífsförunautur, og eign-
uðust þau tvo syni, Ronald, er hef-
ur verið með föður sínum á sjó, og
Sigurjón Helga, sem stundar
verslunarstörf.
Ég sendi ástvinum hans mínar
innilegustu samúðarkveðjur, og
þótt ég viti að á slíkum stundum
séu orð lítils megandi, veit ég að
minningarnar um góðan dreng
munu sefa sorgina, því ætíð verð-
ur hans minnst er góðs manns er
getið.
Fari frændi minn í friði. Til
hans er hlýtt hugsað.
Garöar Sveinn Árnason
Kristján Sigurjónsson fæddist í
Neskaupstað 5. apríl 1923 og lést
við skyldustörf sín um borð í rs.
Árna Friðrikssyni hinn 11. ágúst
1983 sextugur að aldri. Foreldrar
Kristjáns voru Sigurjón Ás-
mundsson, verkamaður á Norð-
firði og síðari kona hans, Helga
Þorvaldsdóttir. Kristján var næst-
elstur fjögurra alsystkina, auk
þess átti hann fimm hálfsystkini
er öll voru mun eldri. Er nú
skammt stórra högga á milli í
systkinahópnum, því að aðeins
tveimur vikum áður en Kristján
lést bar hann elstu systur sína,
Þórunni, til grafar. Skömmu síðar
hélt hann glaður og reifur með
skip sitt í fyrsta rannsóknaleið-
angurinn eftir sumarleyfi og
grunaði þá engan að hann ætti svo
skammt ólifað sem raun varð á.
Kristján Sigurjónsson ólst upp í
foreldrahúsum á bernskuárunum.
Foreldrar hans bjuggu í svoköll-
uðu Strandarhúsi þar sem nú heit-
ir Strandgata 40 í Neskaupstað.
Sá er þessar línur ritar ólst hins
vegar upp í næsta húsi er kallað
var Strönd. Mikill samgangur var
milli heimila foreldra okkar
Kristjáns, enda skyldleiki mikill
þar sem faðir hans og móðir mín
voru systkin. Við Kristján höfðum
því þekkst í nærri því halfa öld.
Hann er mér fyrst minnisstæður
sem glaðvær og skemmtilegur
„stóri frændi". Hann var átta ár-
um eldri og fékk því að fara á
sjóinn um það leyti sem undirrit-
aður var að byrja í barnaskóla. En
á þessum árum bárum við smá-
strákarnir á Ströndinni meiri
virðingu fyrir „sjóurum" en öðrum
mönnum.
Kristján lauk prófi frá Gagn-
fræðaskólanum í Neskaupstað
vorið 1939. Um það leyti hóf hann
sjómennskuferil sinn. Fyrst hjá
föður mínum á vélbátnum Auð-
björgu að sumar- og haustlagi.
Hann var til dæmis háseti á Auð-
björgu 1940 og 1941. Fyrra árið við
síldveiðar en hið síðara var gert út
á þorskveiðar frá Vopnafirði.
Haustið 1941 sótti hann vélstjóra-
námskeið Fiskifélags íslands og
fékk vélstjóraréttindi. Fyrstu
vetrarvertíð sína réri Kristján svo
með Ásmundi bróður mínum á
Auðbjörgu veturinn 1942 frá
Hornafirði. Þetta var óvenju erfið
vertíð, því að þá ríktu miklar haf-
áttir og þungur sjór við Horna-
fjarðarós. Þeir skipverjar á Auð-
björgu komust aðeins 48 róðra
þessa vertíð, en fengu þó 350 tonn
á þennan fimmtán rúmlesta bát.
Eftir þessa eldskírn á Hornafirði
hefur Kristján vafalaust þóst fær
í flestan sjó og næstu árin er hann
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR JÓHÖNNU INGÓLFSDÓTTUR,
Sólmundarhöfða, Akranesi.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Akraness.
Huldar Ágústsson,
Lára Ágústsdóttir,
Sigurlaug Ágústsdóttir,
Arnór Ólafsson,
barnabörn og
Helga Aðalsteinsdóttir,
Hafsteinn Sigurbjörnsson,
Ólöf Magnúsdóttir,
Ásmundur Pálsson,
barnabarnabörn.
ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minn-
ingargreinar verða aö berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.
ýmist háseti eða vélstjóri á ýms-
um mjög þekktum bátum frá
Norðfirði. Árin 1942 og 1943 var
hann t.d. á Birninum NK 33, árið
1944 ræðst hann á Sævar NK 88,
en skipstjóri á honum var Ás-
mundur bróðir Kristjáns. Þá
ræðst hann á Sleipni með Herbert
Þórðarsyni og árið 1945 er hann
orðinn háseti á Stellu. Þar næst er
hann á Draupni NK 21 árið 1946,
en þá um haustið fer hann í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og út-
skrifast þaðan vorið 1948 en var á
sumrin á Goðaborg með Hauki
Ólafssyni. Skömmu eftir að námi
lauk í Sjómannaskólanum varð
hann svo stýrimaður á Valþór frá
Seyðisfirði en skipstjóri á Valþór
var þá frændi hans, Sveinbjörn
Sveinsson.
Stundaðar voru síldveiðar á
sumrin en þorskveiðar á veturna
og þá siglt með aflann til Skot-
lands. í einni slíkri söluferð urðu
þeir Valþórsmenn fyrir því óhappi
að aðalvélin í skipinu bilaði og
urðu þeir því að bíða í einar tvær
vikur í Aberdeen eftir að viðgerð
lyki. Sú dvöl skipti sköpum fyrir
Kristján því að þá hitti hann
skoska stúlku, Bellu McDonald, í
fyrsta skipti. Hún varð síðar eig-
inkona Kristjáns og giftust þau
17. júní árið 1950. Á árunum
1950—1951 var hann stýrimaður
hjá Sigursveini Þórðarsyni á
Björgu frá Neskaupstað og
Heimakletti frá Hafnarfirði, en
árið eftir fluttust þau Kristján til
Reykjavíkur. Næstu þrjú árin
starfaði Kristján í Áburðarverk-
smiðju ríkisins en hélt svo aftur á
sjóinn að þessum þrem árum liðn-
um. Þá reri hann nokkrar vertíðir
í Vestmannaeyjum og einnig var
hann á Stapafellinu frá ólafsvík.
Þá fór hann oft með báta í sölu-
ferðir til Bretlands og var þá jafn-
an skipstjóri. Þótti honum takast
þessar siglingar mjög vel, þótt oft
skylli hurð nærri hælum þegar
siglt var hlöðnum bátum á úfnu
hafi.
Á það var minnst hér að framan
að Kristján hóf sjómannsferil
sinn á Auðbjörgu í kringum 1940.
Rúmum tuttugu árum síðar réðst
hann enn til Ásmundar á Auð-
björgu. Báturinn var þá við síldar-
merkingar, en stundaði auk þess
ýsúveiðar hér í Faxaflóa. Árið
1964 og 1965 er Kristján svo skip-
stjóri á Freyju RE 97, sem einkum
stundaði ýsuveiðar hér í Flóanum.
Árið 1966 ræðst Kristján svo enn
til frænda síns, Ásmundar Jak-
obssonar, á rs. Hafþór (gamla
Hafþór) og hófst þá óslitið starf
hans hjá Hafrannsóknastofnun.
Hann var stýrimaður á Hafþór
uns Bjarni Sæmundsson var smíð-
aður, en þá réðst hann 1. stýri-
maður á hið nýja hafrannsókna-
skip. Árið 1973 varð hann skip-
stjóri á gamla Hafþór, en í árs-
byrjun 1975 tók hann við skip-
stjórn á rs. Árna Friðrikssyni og
var skipstjóri þar uns yfir lauk
hinn 11. ágúst.
Kristján var tæplega meðal-
maður á hæð. Hann var þéttvax-
inn og vel að manni. Hann var
hverjum manni reglusamari og
mjög samviskusamur í starfi. Þó
var sá ljóður á Kristjáni, að hon-
um var tamara að gera kröfur til
sjálfs sín en annarra. Hann var
góður málamaður og tók virkan
þátt í ýmsum félögum, t.d. þeim er
tengdust ættjörð eiginkonunnar,
enda var hann tíður gestur á