Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.08.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 27 Bretlandseyjum. Leiðin lá einnig oft til æskustöðvanna á Norðfirði og þar dvaldist hann í síðasta sumarleyfinu. Hann hafði ákveðn- ar trúarskoðanir, þótt hann ræddi þær sjaldan eða aldrei að fyrra bragði. Hann fylgdi jafnaðar- stefnunni og var fenginn til að taka sæti á framboðslistum Al- þýðuflokksins. Á hinum langa og fjölbreytta sjómannsferli sínum hafði hann öðlast gífurlega reynslu í fiskveið- um og siglingum bæði hérlendis og erlendis. Þessi mikla reynsla kom okkur hafrannsóknamönnum til góða. Allar siglingaleiðir við landið gjörþekkti hann að sjálf- sögðu og var unun að sigla með honum vandrataðar og vandasam- ar leiðir sem hann gjörþekkti. Þá var hvorki fum né fát á ferðum heldur festa og öryggi. Meðan Kristján var á yngri árum á Norð- firði var hann einn eftirsóttasti sjómaður þar. Þessa dagana hef ég átt þess kost að ræða við flesta af gömlu skipstjórunum hans og er hlýhugur þeirra í garð Kristjáns svo augljós að raddblærinn breyt- ist strax og nafn hans er nefnt. Gömlu rámu skipstjóraraddirnar fylltust hlýju strax og ég fór að spyrjast fyrir um starfsferil hans. Eftir að Kristján tók við skip- stjórn lét hann sér mjög annt um skipverja sína og vildi þeirra veg sem mestan í hvívetna. Þeir og aðrir samstarfsmenn á Hafrann- sóknastofnun kveðja hann nú með hlýhug og söknuði. Eins og að framan er getið kvæntist Kristján eftirlifandi konu sinni, Bellu McDonald Sigur- jónsson, hinn 17. júní 1950. Þau eignuðust tvo syni, Ronald Micha- el, prentnema f. 1951 og Sigurjón Helga, stúdent og afgreiðslumann f. 1959. Nánustu ástvinum, eigin- konu og sonum sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Jakob Jakobsson Góður vinur og félagi er horf- inn. Kristján J. Sigurjónsson lést skyndilega þann 11. ágúst um borð í fiski- og hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni, sem statt var fyrir sunnan land. Hann hét Kristján Jónsson eftir fjallaskáld- inu og var Sigurjónsson. Fæddur var hann 5. apríl 1923 í Neskaup- stað. Foreldrar hans voru Sigur- jón Ásmundsson sjómaður og Helga Þorvaldsdóttir kona hans. Fráfall hans kom eins og reiðar- slag og hann virtist aldrei hafa kennt sér neins meins. Leiðir okkar Kristjáns hafa leg- ið mikið saman síðan við vorum smástrákar í barna- og gagn- fræðaskólanum. Eftir að námi lauk í gagnfræðaskóla, fór hann 16 ára að aldri á sjóinn, var á ver- tíð á Hornafirði og á síldveiðum á sumrin. Fór hann á mótornám- skeið Fiskifélagsins 1941. Síðan lá leiðin í Stýrimannaskólann í Reykjavík, en þaðan útskrifast hann 1948 með meira fiskimanna- prófi. Fer á fiskirannsóknir á Auðbjörgu frá Neskaupstað með frænda sínum, Jakobi Jakobssyni eldra, og Ásmundi syni hans. Vann í Áburðarverksmiðjunni 1953—1956. Fór svo aftur á sjóinn, var eftir það á skipum Hafrann- sóknarstofnunar við fiski- og haf- rannsóknir, fyrst á rannsóknar- skipinu Hafþóri I sem stýrimaður og síðan skipstjóri, þar til hann tekur við sem skipstjóri á rann- sóknarskipinu Árna Friðrikssyni, þar sem hann var til dauðadags. Er hans sárt saknað fyrir hans dyggu þjónustu og glaðværð í starfi af skipsfélögum hans og öðrum. Kristján kvæntist 17. júní 1950 Bellu McDonald, skoskri að þjóð- erni. Sambúð þeirra var ávallt farsæl og ríkti með þeim mikil glaðværð, traust og samhugur. I fari þeirra var létt yfir öllu og ein- kenni þeirra var ósvikin kímni og kátína. Minnumst við konan mín hjartanlega heimsóknanna í gegn- um öll árin, enda var á milli okkar traust vinátta og velvilji. Synir þeirra eru Ronald bifreiðarstjóri, sem oft hefur unnið með föður sín- um á sjónum, og svo Sigurjón Helgi verslunarmaður, sem er yngri. Það er margs að minnast frá liðnum tíma, við vorum mjög samrýndir skólafélagarnir á ungl- ingsárunum, enda hópurinn í bekknum ekki fjölmennur, en allt- af haldið vel saman því var það, að Kristján gekkst í því fyrir einum mánuði síðan, þegar einn félaginn, sem lengi hefur verið búsettur er- lendis var hér í heimsókn, að við komum saman og áttum mjög ánægjulegar samverustundir og var margt rifjað upp, en Kristján var þar fremstur, því hress var hann að vanda, og óraði engan, að þarna værum við að hitta hann í hinsta sinn. Ég veit, að þau hafa misst mikið og sakna hans mjög, Bella eigin- kona hans og synirnir báðir. Sömuieiðis verður missirinn sár hjá systkinum hans og fjölskyld- um þeirra. Blessuð sé minningin um Krist- ján. Jens Hinriksson Kristján skipstjóri Sigurjóns- son lést á skipi sínu rs. Árna Frið- rikssyni 11. ágúst sl. 60 ára að aldri. Dauðinn er alls staðar nærstaddur og ekki síður á sjó en landi. Menn falla í valinn í erli dagsins. Skipstjórar virðast þar vera engin undantekning og leiðir það hugann að erfiðu starfi þeirra með ábyrgð á mönnum, skipi og afla á úfnum sæ. Kristján var alla sína starfsævi til sjós eða allt frá unglingsárunum. Kristján var skipstjóri á skipum Hafrannsóknarstofnunarinnar. Þar kynntist ég Kristjáni fyrst eða á „gamla“ Hafþóri eins og við köllum það skip. Við vorum í erf- iðum leiðangri vestur af landinu í brösóttu veðri og þurfti að vera vel á verði til að nýta hvert tæki- færi sem gafst. Ekki stóð á Krist- jáni, hann var enginn úrtölumað- ur til verka á sjó, þar fylgdi hon- um kapp með hóflegri forsjá. Ég naut þess í þessum leiðangri að fá að sofa á bekk í skipstjóraklefan- um í brúnni í stað þess að vera frammí, þaðan sem erfitt var að komast upp í brú til að huga að hvað gera skyldi næst. Kristján var hress maður sem ekki dró af sér í átökum. Ég minnist þess að eitt sinn í leiðangri á rs. Bjarna Sæmundssyni þá sló öllum spilum út með trollið í botni. Var ekki um annað að gera en að draga allt draslið inn aftur með handafli til að bjarga trollinu. Allir sem vettl- ingi gátu valdið röðuðu sér á talíu- reipin og puðuðu hver með sínu lagi lengi dags. Ég minnist þess sérstaklega að Kristján var manna öflugastur í þessum átök- um, hann var karlmenni, lágvax- inn en riðvaxinn. Honum fylgdi líka glaðværð hvort sem var við átök sem þessi eða í hléum í mess- anum. Kristján hafði gott lag á að vera með mönnum sínum og halda uppi samlyndi með áhöfninni. Hann bar engum illt orð. Oft var skeggrætt af kappi og jafnframt af glaðværð í borðsalnum á rs. Árna Friðrikssyni, þar sem Kristján var skipstjóri í mörg ár. Kristján bar með sér góð áhrif frá Bretlandssiglingum og Tjallanum í ofanálag á meðfædda eiginleika sína austan af fjörðum. Kristján kvæntist einnig breskri konu, Bellu McDonald Sigurjónsson. Kristján var virkur jafnaðar- maður eins og best lætur og var gott að vera „hans maður" eða „við“ eins og hann nefndi það. Ég vil votta eiginkonu Kristjáns og sonum hans samúð mína vegna fráfalls Kristjáns og biðja Guð að blessa þau og minninguna um kjarkgóðan dreng. Svend-Aage Malmberg í dag verður til moldar borinn heimilisvinur og drengur góður, Kristján Sigurjónsson, Hring- braut 48, Reykjavík. Það var vinskapur eiginkvenna okkar, sem báðar eru breskar að uppruna, sem leiddi til vináttu okkar Kristjáns. Það var vinátta sem umfram allt styrkti okkur hjónin í trúnni á hið trausta og sannheið- arlega í manninum, því að slíka eiginleika hafði Kristján til að bera í ríkum mæli. Auk þess hafði hann góða kímnigáfu og glaðlegt yfirbragð, svo að öllum leið vel í návist hans. Marga ánægjustundina áttum við Kristján saman. Það voru góð- ar stundir sem skreyta hvers- dagslífið og gefa því tilgang. Hann hrærðist auðvitað í heimi sjó- mannsins, því að skipið var hans ríki er vel lét að styrkri stjóm hans. Sá heimur hefur alltaf verið mér framandi og forvitnilegur og gat Kristján ætíð miðlað af mikl- um þekkingarbrunni og af stakri ljúfmennsku án þess nokkru sinni að miklast af yfirburðum sínum. Lítillæti virtist honum í blóð bor- ið. Það þurfti enginn að búast við grobbsögum frá Kristjáni, enda var sjálfstraust hans og öryggis- tilfinning í fullu jafnvægi. Þegar slíkir ágætismenn hverfa á braut óvænt, enn á góðum aldri, er það mikill sjónarsviptir og fjöl- skyldu og öllum vandamönnum mikill harmur. Þessi orð eru fá- tækleg vinarkveðja frá mér ög fjölskyldu minni til hins látna sómamanns og um leið innilegar samúðarkveðjur frá okkur til eft- irlifandi eiginkonu og til sonanna tveggja. Þeim getum við einungis óskað að tíminn vinni sín græði- störf fljótt og vel. Sölvi Eysteinsson Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ............. 22/8 Jan ............. 5/9 Jan ............. 19/9 ROTTERDAM: Jan ............. 23/8 Jan ........... 6/9 Jan ............. 20/9 ANTWERPEN: Jan ............. 24/8 Jan ............. 7/9 Jan ............ 21/9 HAMBORG: Jan ............ 26/8 Jan ............. 9/9 Jan ............ 23/9 HELSINKI: Helgafell ...... 12/9 LARVIK: Hvassafell ..... 20/8 Hvassafell ..... 29/8 Hvassafell ..... 12/9 Hvassafell ..... 26/9 GAUTABORG: Hvassafell ..... 30/8 Hvassafell ..... 13/9 Hvassafel! ..... 27/9 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ..... 31/8 Hvassafell ..... 14/9 Hvassafell ..... 28/9 SVENDBORG: Helgafell ...... 22/8 Hvassafell ...... 1/9 Hvassafell ..... 15/9 Hvassafell ..... 29/9 ÁRHUS: Helgafell ...... 22/8 Hvassafell ...... 1/9 Hvassafell ..... 15/9 Hvassafell ..... 29/9 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 20/8 Skaftafell ..... 20/9 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 23/8 Skaftafell ..... 22/9 öKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 I í KVÖLD Kl .. 19 Á AÐALVELLINUM í LAUGARDAL K R-VAI .UR KR-INGAR STYÐJUM OKKAR MENN Á LOKASPRETTINUM í FYRSTU DEILDINNI MUNIÐ AÐ OKKAR STAÐU ER SYÐRI ENDINN, NÆI R í STÚKUNNI 1 HÖLLINNI ÞAÐ VERÐUR KR-STUÐ í KVÚLD TAKK FYRIR SÍÐAST VARTA ofurkraftur ótrúleg ending Lim 09 kitti fra 005^ Þvottahusið AuAbrekku 41, Kóp. Simi 44799. MÓTEL PJÓNUSTA SKÚLAGOTU 30 8,MAR 1 23 88 * 2 3388 Wt2 WM TÖLVUPAPPÍR iTmformprent Hvarfisgötu 78, simsr 25960 25566 Austurstræti 17, sími 26611. i Kttóínni IKJtálian Txhtautani

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.